Alþýðublaðið - 29.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.04.1940, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 29. AJPRÍL 1949. AL1»ÝÐKJBLAÐ1Ð ----------- iiifiasMiii--------------------------- Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj.t,S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H , F . Hitaveitan ög lagaprófessorinn Samkomulagstilraunirnar um hátíðahöldin fyrsta mai. ----*--— Eftir Jónas Ouðmundssotí varaform.Fuiltrúaráðs verkaiýðsfél. AÐ dylst engum, sem hef- ir lesið hin löngu skrif Bjarna Benediktssonar prófess- ors um hitaveitumálið í Morg- unblaðinu undanfarið, að íhalds meirihlutinn í bæjarstjórn Heykjavíkur finnur sig nú aijög berskjaldaðan fyrir gagnrýni almennings á öllum undirbúningi þess máls eftir að sýnt er orðið, hverjar afleiðing- ar vinnubrögð bæjarstjórnar- meirihlutans í hitaveitumálinu hafa haft fyrir framkvæmd þess. Það er auðséð á skrifum Bjarna Benediktssonar, að bæjarst j órnarmeirihlutinn ótt- ast, þrátt fyrir allt grobb, „tíma reikningsskilanna“ í þessu máli @g telur nauðsynlegt fyrir sig, að þyrla upp töluverðu mold- viðri til þess að fela þau mörgu óhappaspor, sem hann hefir .stigið í hitaveitumálinu og nú hafa leitt til þess, að hitaveitan hefir ekki aðeins strandað um óákveðinn tíma, heldur og þeg- ar bakað íbúum Reykjavíkur milljónaútgjöld umfram það, sem nauðsynlegt var, ef á mál- inu hefði verið haldið af fyrir- feyggju og skynsemi, svo að ekki sé minnst á hitt, hvað bæjarbúar verða að greiða fyrir afnot heita vatnsins, þegar það loksins kemur. Bæjarstjórnaríhaldið er ber- sýnilega ekki vonlaust um það, að geta falsað sögu hitaveitu- nnálsins svo, að öðrum en því verði að endingu kennt um ax- arsköptin í undirbúningi þess ©g þá að sjálfsögðu einnig um þær mörgu milljónir, sem þau hafa þegar kostað og eiga enn aftir að kosta bæjarbúa. Og með tilliti til þeirrar ágætu reynslu, sem íhaldsklíkur allra landa hafa fengið af slíkri með- ferð sannleikans, má ef til vill virða bæjarstjórnaríhaldinu hér það til vorkunnar. En hinu verður ekki neitað, að það er dálítið óviðkunnanlegt, að prófessor í lögum við háskóla landsins, eins og Bjarni Bene- diktsson, skuli hafa valið sér það hlutverk að þyrla upp því moldviðri, sem til þess þarf að fela sök bæjarstjórnar-íhalds- ins í hitaveitumálinu, og það með eins auðvirðilegum blekk- ingum og ósæmilegum manni í hans stöðu og gripið er til í skrifum hans. Bjarni Benediktsson virðist gera ráð fyrir því, að það sé nú ,svo gleymt orðið, hvernig Pétri Halldórssyni borgarstjóra gekk að fá lán til hitaveitunnar í pukursferðalögum sínum úti um heim fyrir tveimur árum, að það sé óhætt að segja Reyk- víkingum í dag, að þeir eigi það því trausti að þakka, sem Sjálf- stæðisflokkurinn njóti meðal fjármálamanna erlendis, að hitaveitulánið fékkst yfirleitt. En hvar var þá þetta traust meðan bæjarstjórnaríhaldið eitt hafði útvegun lánsins með höndum? Við þeirri spurningu er ekkert svar að fá í skrifum prófessorsins, en þeim mun meira grobb um það, að hita- veitulánið hafi þá fyrst fengizt, „þegar Sjálfstæðismenn höfðu verið kvaddir til þátttöku í rík- isstjórn.“ Sannleikurinn, sem lagapró- fessorinn hagræðir af flokksá- stæðum á þennan hátt, er nú hinsvegar sá, að hitaveitulánið hefði getað fengizt löngu áður, ef bæjarstjórnaríhaldið hefði ekki verið svo ábyrgðarlaust að ætla sér að gera málið að póli- tísku uppsláttarmáli fyrir sig og neitað allri samvinnu við ríkisstjórnina um lántökuna. Það munu vera til skilríki fyrir því, að hitaveitan gæti nú verið komin á, ef borgarstjórinn hefði í fyrstu lántökuferð sinni farið að ráðum manna, sem meiri ábyrgðartilfinningu höfðu en hann og flokkur hans í því máli. En þau ráð voru að engu höfð. Þessvegna tafðizt lántakan um hálft, annað ár með þeim afleiðingum, að Reykjavík er nú hitaveitulaus, þegar verst gegnir. Og það var ekki fyrir það, að Sjálfstæðis- menn tóku sæti í ríkisstjórn- inni, að lánið fékkst að lokum, heldur fyrir hitt, að Sjálfstæð- isflokksmeirihlutinn í bæjar- stjórn gafst upp við að fá það út á sitt eigið traust hjá fjár- málamönnum erlendis og leit- aði samvinnu við ríkisstjórnina um útvegun lánsins. Að vísu ekki fyrr en í ótíma, eins og nú er komið á daginn. Þessi hneykslanlegu vinnu- brögð bæjarstjórnaríhaldsins við lántökuna til hitaveitunnar eru Bjarna Benediktssyni full- komlega kunnug, enda þótt hann reyni að breiða yfir þau með hlægilegu grobbi um það, að „í Sjálfstæðisflokknum séu flest þau öfl, sem bezt kunna til allrar stjórnar, ekki síður á fjármálum þjóðarinnar en öðr- um málum hennar“! Honum er það líka augsýnilega ljóst, hve þýðingarlaust það er að ætla að vitna í fortíð Sjálfstæðisflokks- ins sjálfs slíku grobbi til stuðnings. Þessvegna reynir hann að styðja það með blekk- ingum um fjármálastjórn and- stæðingaflokka íhaldsins í öðr- um löndum, sem minna er kunn hér og hann sjálfur raunar virðist hafa harla litla hug- mynd um. Hann segir, að fjár- málamenn erlendis viti af eig- in raun, „hvaða áhrif stjórn só- síalista og hálfsósíalista hafi á fiárhag landanna,“ og tilfærir Frh. af 4. síðu. ÉR þykir rétt að gera hér nokkra grein fyrir því, sem menn kalla tilraun- ir til samkomulags um sam- eiginleg hátíðahöld verka- lýðsfélaganna hér í Reykja- vík 1. maí n.k. og sem nokk- uð hefir verið rætt um í sumum blöðunum og til- kynningar hafa verið birtar um í útvarpinu. Nú um rúmlega 20 ára skeið hefir fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna hér í Reykajvík ásamt Al- þýðuflokknum gengist fyrir þess- um hátíðahöldum. Þau hafa gert þann dag að hátiðisdegi verka- lýðsins, þótt nú sé svo komið, að ýmsir aörir þykist eiga tilkali til þessa dags. Ber að fagna því, að svo mikill árangur hefir nú náðst, að allir vilja daginn eiga og kappkosta að gera hann sem hátíðlegastan. Nú í byrjun þessa mánaðar kaus fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna nefnd til að annast hátíða- höld þennan dag, eins og alltaf áður. Þá var kunnugt, að fyrir lá samþykkt frá trúnaðarráði Dagsbrúnar, um, að það félag mundi ekki sem slíkt hafa nein hátíðahöld í tilefni dagsins, og var því ekki, hvorki af stj'órn fulltrúaráðsins né l.maínefnd þess leitað samkomulags um sameiginleg hátíðahötd við það félag. Svo gerist það fyrir fáum dög- um, að Dagsbrún heldur félags- fund og er knúin þar fram tillaga um að Dagsbrún beiti sér fyrir sameiginlegum hátíðahöldum 1. maí og reyni að fá með sér sem flest verkalýðs- og stéttarfélög 'hér i bænum. Var tillaga þessi samþykkt með iniklum hannkvælum á fundin- um, eftir að honum hafði verið slitið og hann settur að nýju og flestir farnir af fundi. Til þess að armast framkvæmd- ir málsins kaus fundurinn 9 manna nefnd, og voru þar af 2 Alþýðuflokksmenn, 2 Sjálfstæðis- menn, 3 kommúnistar og 2 fylg- ismenn Héðins Valdimarssonar. Nefndin hélt svo fund og varð sammála um að skrifa félags- stjórnum og bjóða þeim forystu sína og Dagsbrúnar um hátíða- höld 1. mai. Eins og vænta mátti sinnti ekkert félag innan Alþýðu- sambands Islands þessari mála- leitun. Flestöll félögin tilkynntu, að þau myndu ekki taka þátt í þeim; sum gerðu meira að segja um það fundarsamþykkt, að taka ekki þ’essu boði, en nokkur létu ekki frá sér heyra. Er þetta líka ein hin fáheyrð- asta ósvífni, þar sem félög Al- þýðusambandsins höfðu þegar hafið undirbúning málsins. Fé- lagsstjórnirnar voru því ekki hinn rétti aðili fyrir Dagsbrún að snúa sér til, heldur fulltrúaráðið eða stjórn þess. Þegar nefnd Dagsbrúnar hafði séð, hversu félögin tóku máli hennar, bað hún um viðtal við stjórn fulltrúaráðsins, og ‘fór samtalið milli nefndarinnar og stjórnar fulltrúaráðsins fram síð- degis á laugardaginn. Á þeim fundi bar nefnd Dags- brúnar ekki fram neinar kröfur, heldur aoeins spurðlst fyrir um með hverjum hætti stjórn full- trúaráðsins gæti hugsað sér að ,taka þátt x sameiginlegum hátíða- xöfdum 1. maí. Stjórn fulltrúaráðsins gaf nefndinni greið og góð svör, og voru þau þessi: Stjórn fulltrúaráðsins getur hugsað sér sameiginleg hátíða- höld á þann hátt, að stjórn Dags- brúnar annars vegar og stjórn fulltrúaráðsins hins vegar, fyrir hönd verkalýðs og stéttarfélaga þieirra, sem eru I Alýöusamband- inu, geri með sér bindandi samkomulag um þau og megin- atriði þess, sem fram á að fara þar. Ef það samkomulag fæst, skulu stjórnirnar tilnefna jafn- marga menn hvor i sameiginlega nefnd, er annist hátíðahöldin. Fram verði bornar þennan dag þær kröfur, er Dagsbrún hefir nýlega gert í atvinnumálum, svo og kröfur þeirra félaga innan Al- þýðusambands íslands, sem und^ anfarið hafa verið gerðar (sbr. Sjómannafélagið) og enn fremur verði sýnd samúð með Norður- landaþjóðunum, sem nú búa við hörmungar ófriðar og yfirgangs. Til samkomulags gat stjórn fulltrúaráðsins fallist á, að ein- ungis einn rauður örvafáni — merki Alþýðusambands íslands — yrði hafður við hátíðahöldin, en annars engir fánar aðrir en sérfánar félaganna, íslenzkir fán- ar og fánar Norðurlandanna, ef leyfi fengist til að bera þá. Nefnd Dagsbrúnar baÖ svo um frest til að svara þessu tilboði fulltrúaráðsins, og kom það svar á sunnudag og var neitandi. Hef- ir því nefnd Dagsbrúnar .ekki getað fallizt á þessar kröfur, sem eru þó svo hóflegar sem framast má verða. ■* Hinar unphaflegu kröfur Dags- brúnarnefndarinnar, sem að 7/9 var skipuð kommúnistum, Héðins- mönnum og íhaldsmönnum (þ.e. kommúnistum, Héðins-kommún- istum og Sjálfstæðismönnum) voru hrein ósvífni gagnvart Al- þýðusambandi Islands og félög- unum, sem í því eru. Fram hjá samtakaheild verka- lýðsins, Alþýðusambandinu, skyldi í öllu gengið. Félag það, sem þessir andstæðingar alþýðu- samtakanna sameiginlega klufu út úr Alþýðusambandinu, skyldi eitt hafa alla forystu. Öll merki samtakanna, sem í 24 ár hafa verið notuð, skyldu hverfa. Allir söngvar og lög verkalýðsins skyldi bannfært og útlægt vera þennan dag, og þaö, sem kórón- aði allt þetta, var, lað nefnd, skipuð að meiri hluta kommúnist- um og þeirra samstarfsmönnum, skyldi stjórna hátíðahöldunum. Félögin í Alþýðusambandinu sýndu líka nú eins og oft áður, að slíkt þýddi ekki að bjóða þeinx og tóku undantekningarlaust af- stöðu gegn þessu. Hins vegar verður með engum rökum gegn því mælt, að stjórn fulltrúaráðsins gekk svo langt til móts víð stjórn Dagsbrúnar sem hún gat, og að fullkomlega mátti sameinast á þeim grandvelli, ef vilji var fyrir hendi. Stjórn fulltrúaráðsins bauð, að aðeins verkalýðs- og stéttarfélög- in yrðu aðilar þessa samkomu- lags ásamt Dagsbrún, en pöli- tísku félögin drægju sig út úr. Hún bauð enn fremur, að aðeins eitt merki verkalýðssamtakanna yrði borið, og ekki þarf að éfa, að flestum nefndarmanna úr Dagsbrúnarnefndinni sé ljúft að votta frændþjóðunum, sem ýmíst er búið að hernema eða sem berj- ast nú fyrir frelsi sínu, samúð sína þennan hátíðisdag. * Af því, sem hér hefir verið sagt, er augljóst, að frá upphati var þessi tilraun kommúnista og Sjálfstæðismanna aðeins blekking ein. Er næsta ömurlegt til þess að hugsa, að samtímis því, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykkja á alþingi útskúfunar- ályktanir á kommúnista og aðra slíka landráðamenn, að flokks- bræður þeirra i Dagsbrún skuli geta hugsað sér nokkur mök við þá á mesta hátiðisdegi verkalýðs- ins. Ef einn örvafáni hefir fælt svo SjálfstæÖismennina, að þeir þess vegna geta •’jjá ggngið til sam- eiginlegra háuoahalda með þeim mönnum, er standa með þeim að stjörn landsins, en hins vegar. hafa ekkert við það að athuga, að starfa með og undir stjórn kommúnista þennan sama dag, er eitthvað meira en lítið bogið við hugsunarhátt þeirra og bók- staflega hlægilegt allt þeirra skvaldur um samstarf og einingu. * Nú er þessum samstarfstilraun- um við Dagsbrúnarnefndina lok- ið. Verkalýðsfélögin í Reykjavík munu nú eins og áður fylkja sér fum fána sína og samtök sín á miðvikudaginn, oghið sama munu Dagsbrúnarmenn gera, þó að Dagsbrún vanti i hópinn. Allir þeir mörgu menn, sem nú sjá og skilja orðið til fulls svik jxg pretti kommúnista, bæði i þessu og öðru, munu nú snúa við þeim bakinu og %koma í raðir verka- iýðssamtakanna aftur. Allir þeir, sem finna til með frændum okkar í Danmörku og Noregi, sem nú berjast fyrir lífi sínu og tilveru, eða eru hnepptir í bönd harðstjórans, munu fylkja liði með verkalýðsfélögunum 1. maí. Látið ekki róg né níð andstæð- inganna hefta ykkur í því að vera með. Alþýðusambandið hefir hrundið þessu síðasta áhlaupi eins og öllum öðram, sem á það hafa verið gerð. Við skulum hjálpast að því í fullri einlægni, að efla samhug Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.