Alþýðublaðið - 06.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.05.1940, Blaðsíða 3
---------ALÞÝÐUBLAÐIÐ--------------------♦ Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. f fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (hehna) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. AfgreiSsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.J. ♦ ---------------------------------------♦ Átvinnuhorfurnar i sumar. AÐ mun láta nærri að síð- an ófriðurinn brauzt út hafi verið fluttur út ísvarinn fiskur fyrir meira en 35 millj- ónir króna. Vitanlega er hér miðað við heildarsölu, án nokk- urs frádráttar, en það er vitað mál, að allstór hluti af þessu fé er beinn hagnaður af þessum átvinnurekstri. Hve mikill hann er er ekki gott að segja sém stendur. Hvert rennur þessi gróði? Hann rennur vitanlega fyrst og fremst til útgerðarfyrirtækj- anna, og má segja að hann sé eins og gróðrarskúr fyrir út- gerðina, sem sannarlega þarfn- aðist hennar mjög eftir öll hin erfiðu ár undanfarið. Þá hefir þessi atvinnurekstur og það hversu vel hann hefir gengið skapað stöðuga atvinnu hjá sjómannastéttinni, sem var áður álíka sett og útgerðin og atvinnan kom því í góðar þarf- ir, Með réttu má því segja að þegar litið er á þjóðarheildina, þá hafi hún hagnað af þessum atvinnurekstri og það því frem- wr sem gera verður ráð fyrir ai> útgerðarfélögin hafi nú get- að grynnkað eitthvað á skuld- um sínum við peningastofnan- irnar. Hins vegar er öllum það ljóst, að með því að togararnir hafa ekki að neinu ráði stundað saltfisksveiðar, þá hefir verka- fólkið orðið fyrir ógurlegum atvinnumissi og það var einmitt vegna þessa, að þeir Emil Jóns- son og Finnur Jónsson báru fram tillögur sínar á alþingi ijm saltfisksveiðar togaranna, sern raunar náðu ekki samþykki og báru ekki þann árangur, sem ætlast var til að öðru leyti. Rík- isstjórninni mun hins vegar hafa verið það ljóst og vera það ljóst, að þessi breyting á þess- um aðalatvinnurekstri við sjó- inn, ekki einungis hér í Reykja- vík, heldur og víðar um landið í sjávarþorpunum, hlyti að skapa hina mestu þröng hjá al- þýðu, því að bátar, sem stund- að hafa fiskveiðar í vetur, hafa margir hverjir selt afla sinn upp úr sjónum til útflutnings. Veturinn hefir því verið ein- hver sá atvinnuminnsti fyrir allt landverkafólk, sem komið hefir í mörg ár, og útlitið er þannig, að ekkert virðist muni rakna úr, ef ekki er gripið til alveg sérstakra ráðstafana. Það mun því fyrst og fremst liggja fyrir nú hjá ríkisstjórn- inni að ráða fram úr því, hvern- ig það fé, sem kemur inn fyrir sölu ísfiskjarins, geti komið að gagni landverkafólk- inu. Því að það hlýtur að vera hvorjum ma»ni augljóst, að hin góða ísfisksala hlýtur að rýmka mjög til á peningamarkaðinum og að gjaldeyrir verður meiri hér, ef þessu heldur áfram, en verið hefir um mörg ár. Það veltur mjög á því um afstöðu allrar þjóðarinnar á starfi þjóðstjórnarinnar, hvaða tökum ríkisstjórnin tekur þess- um málum. Tekst henni að láta féð koma þjóðinni að verulegu liði í aukinni atvinnu? Tekst henni að notfæra þannig hinn rýmkaða peningamarkað, að öllum einstaklingum komi að haldi? Ef sama áframhald verður um möguleika fyrir siglingum, verður að gera ráð fyrir því að ísfisksveiðar haldi áfram langt fram á sumar og stöðvist jafn- vel alls ekki. Það þýðir vaxandi gróða útgerðarfélaganna, vax- andi gjaldeyri í landinu, mikla atvinnu fyrir þann hluta sjó- mannastéttarinnar, sem kemst að við ísfisksveiðarnar, en jafn- framt áframhaldandi atvinnu- leysi hinna mörgu, sem unnið hafa á öðrum sviðum við út- gerðarreksturinn. Hvernig á að mæta þessu? Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, eru fyrirhug- aðar stórfelldar ræktunarfram- kvæmdir í sumar og raunar næsta sumar austur í Ölfusi. Því ber vitanlega að fagna. Og það er einmitt í ræktunarmál- unum, sem telja verður eðli- legt að verulega sé hafizt handa, þegar á að skapa aukna atvinnu í stað þeirrar, sem tapast hjá stórum fjölda manna vegna hinna stöðugu ísfisks- veiða. í ræktuninni liggur framtíð, landið, sem brotið er og undirbúið til nytja, getur gefið ríkulegan ávöxt síðar meir, og það er meira en hægt hefir verið að segja um marg- ar þær atvinnubætur, sem ráð- izt hefir verið í áður fyrr. En ræktunarframkvæmdirn- ar verð að vera enn stórfelld- ari í sumar en gert er ráð fyrir með þeirri áætlun, sem hér hefir verið skýrt frá, ef þær eiga að taka við stórum hluta af því fólki, sem gengur at- vinnulaust í sumar. Þá virðist alveg sjálfsagt að allar framkvæmdir viðvíkjandi vegum, bæði viðgerðir og nýj- ar vegalagningar, verði mjög auknar í sumar. Til slíkra fram- kvæmda þarf ekki að kaupa er- lent efni að neinu ráði, svo að hvað það snertir þarf dýrtíðin ekki að draga úr framkvæmd- unum. Allir munu óska eftir því, að ríkisstjórninni, sem mun hafa þessi mál til athugunar, takist sem allra bezt að ráða fram úr þessum vandamálum. ALfetfDUBLAÐID MÁNUDAGUR 6. MAI 1940. Samningurinn milli sjó- manna og ' AMNINGURINN, sem und- ♦ " irritaður var í fyrrinótt Yfirlýsing, TIL áréttingar samkomulagi dags. í dag, um stríðáhsettu- þóknun o. fl. milli Fél. ísl. botnvörpueigenda og Sjómanna- félags Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Patreksfjarðar, hafa aðilar orðið ásáttir um neðangreind atriði: AÐ lokinni veiðiför skips en áður en siglt er til útlanda skal þeim skipverjum, sem í landi verða á biðlaunum, skylt að vinna að því að koma veiðarfærum úr skipi á bryggju eða bíl, AÐ skip, sem hefir fiskað eða keypt fisk og umhleður hann í annað skip á innlendri höfn, telst hafa lokið veiðiför og er skipverjum þá óskylt að umskipa aflanum nema fyrir venjulegt verkamannakaup í Reykjavík. Sé það skip, er tekur aflann til flutnings, statt í heimahöfn, skulu þeir skipverjar, er sigla, hafa algert frí síðustu 12 klst. áður en úr höfn er látið, sé viðstaða skipsins það löng. AÐ útgerðarmanni er heimilt að láta þá skipverja, er í landi eru á biðlaunum, gera við veiðarfæri skipsins meðan það er í utanlandssiglingu, allt að tvo heila vinnudaga á mann fyrir hverja ferð skipsins án sérstaks kaups. AÐ útgerðarmanni er heimilt að kveðja menn, sem eru í Iandi á biðlaunum, til að slá undir trollum og stilla upp borðum í fiskilest. AÐ skipverjar á skipum, sem eingöngu flytja fisk til út- landa og flytja kol eða annað í lestum heirn, skulu hafa hafnar- frí þar til affermingu er lokið tog lestar hreinsaðar og undan- þegnir næturvarðstöðu í heimahöfn fyrstu tvo sólarhringana. Undirritað: Stéttarfélög sjómanna og Félag ísl. botnvörpusk.eig. milli sjómannafélaganna og togaraeigenda, er svohljóðandi: , Sjómannafélag Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Patreksfjarð- ar annars vegar og Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda hins vegar gera með sér svohljóð- andi samkomulag: 1. gr. Áhættuþóknun reikn- ast frá því að skip siglir fram hjá Reykjanesi eða Langanesi á útleið. Fari skip til útlanda af svæðinu sunnan nefndra staða, reiknast áhættuþóknun- in frá því skipið leggur af stað. Áhættuþóknun reiknast til þess tíma, er skipið siglir fram hjá nefndum stöðum á heimleið eða byrjar veiðar eða kemur í höfn sunnan Reykjaness eða Langaness. — Áhættuþóknun reiknast frá byrjun þess dæg- urs, er skipið siglir inn á á- hættusvæðið og til loka þess dægurs, er skipið siglir út af því á heimleið (miðað við kl. 12 og 24). Innan þess svæðis teljast ekki veiðar byrjaðar, nema því aðeins að þær séu stundaðar yfir 12 klukkustundir og við- koma skips á útleið eða heimleið í ísl. höfn kemur eigi til greina til frádráttar áhættu- þóknunar ef viðdvölin er undir 12 klst., enda sé ekki um aðal- fermingar- eða affermingar- höfn skipsins að ræða. Áhættuþóknunin er 300% og miðast við kr. 232,00 mánaðar- kaup á togara, sem stundar veiðar og siglir með aflann, og kr. 270,00 mánaðarkaup á tog- ara, sem eingöngu kaupir fisk eða er leigður til flutninga. 2. gr. Um tryggingar vegna stríðshættu fer að lögum. 3. gr. Þeir, sem ekki sigla til útlanda á togara, sem stundar veiðar, miðað við 19 ihanna á- höfn, skulu halda mánaðar- kaupi sínu og fæðispeningum, kr. 2,50 á dag auk dýrtíðarupp- bótar. Það skal á valdi skip- stjóra, hve margir sigla, sbr. úrskurð gerðardóms 21. marz 1938 og samning 28. jan. 1935 5. gr. Skipstjóri sér um að há- setar sigli að jafnaði til skiptis, svo og að matsveinn og kynd-. arar, sem þess kunna að óska, fái frí frá að sigla ef einhverjir af þeim skipverjum, sem að öðrum kosti myndu vera í landi á biðkaupi, geta tekið að sér starf þetta. 4. gr. Lifrarþóknun samkv. 2. gr. gerðardómsins frá 21. marz 1938 skal meðan samn- ingur þessi er í gildi skipt að- eins í 13 staði meðan skip stundar ísfisksveiðar, jafnt þótt fleiri séu á skipinu, er lifrar- hlut eiga að taka, og skal þá út- gerðarmaður greiða þeim, sem umfram eru, sama lifrarhlut og hinum ber. 5. gr. Á togurum, sem eru eingöngu á ísfisksflutningum, sé 2. stýrimanni greitt sama mánaðarkaup og 2. stýrimanni á togara, sem veiðir og siglir til útlanda með eigin afla. Ef enginn bátsmaður er um borð í togara, sem er á ísfisksflutn- ingum, þá skal greiða 2. stýri- manni bátsmannskaup. 6. gr. • Þegar 2. stýrimaður eða maður með stýrimannsrétt- indum ræðst sem 1. stýrimaður í ferð til útlanda, skal honum þá greitt það kaup, sem gildir um 1. stýrimann í ísfisksflutn- ingum, þó aldrei meira en helmingur af heildarkaupi hins fasta stýrimanns miðað við veiðitíma og útsiglingu einnar ferðar, en ávallt skal honum tryggt það kaup, sem honum hefði borið í stöðu þeirri, er hann áður hafði. Hver maður með stýrimannsréttindum, er ræðst sem 2. stýrimaður, sé lög- skráður til ferðarinnar fyrir kaup og áhættuþóknun, sem honum ber. 7. gr. Skipstjón af völdum ó- friðar telst falla undir ákvæði 41. gr. Sjómannalaganna. 8. gr. Samningurinn gildir til næstu áramóta, þó þannig, að ef veruleg breyting verður á á- hættunni, að áliti nefndar, sem aðilar koma sér saman um, þá hefir hvor aðili um sig rétt til að krefjast endurskoðunar á samningnum og náist eigi sam- komulag innan 14 daga, þá að þeim fresti liðnum að segja honum upp með 14 daga fyrir- vara. Ef hvorugur aðili hefir sagt upp samningi þessum fyr- ir 15. des. n.k., heldur hann á- fram að gilda þar til honum er sagt upp með 14 daga fyrirvara. 9. gr. Ákvæði samnings þessa skulu gilda frá og með 21. apr. þó þannig, að fæðispeningar biðlaunamanna reiknist frá 1. marz s.l. Alla þá samúð, sem mér og mínum hefir verfð; sýnd vegna fráfalls og jarðarfarar konunnar minnar, Stefaníu Elínar Grímsdóttur, þakka ég innilega fyrir hönd mína og barnanna. ( Loftur Guðmundsson. Það tilkynnist hér með vinum og vandamönnum, að elsku- legur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Árnason, andaðist að heimili sínu, Ánanaustum C, þann 5. þ. m. Fyrir mína liönd og annarra aðstandenda. Valgerður Jónsdóttir. Aðalfundur verður haldinn í Hjúkrunarfélaginu Líkn í Oddíellow- húsinu, niðri, þriðjudaginn 7. maí kl. 9 síðd. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.