Alþýðublaðið - 11.05.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.05.1940, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLADIÐ LAUGARDAGUR 11. MAl 1940 Kleifarvatn Veitingaskálinn við Kleifarvatn verður opinn yfir Hvítasunnuna. Áætlunarferðir að Kleifarvatni verða í kvöld kl. 6 og framvegis um helgar frá BifreiðastHilnni Geysir. Laxveiðini Eiliðaánum er til leigu næsta veiðitíínabil. — Lysthafendur geta fengið allar upplýsingar um árnar og venju- lega leiguskilmála á skrifstofu Rafmagnsveit- unnar. Tilboð sendist rafmagnsstjóranum í Reykjavík fyrir kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 16. maí. RAFMAGNSSTJÓRINN í REYKJAVÍK. Ffanóhljömleikar Arna Kristjánssonar. ÞAÐ er sannarlega gleðiefni i hinu fábreytta tónlistarlífi höfuðborgarinnar, pegar Árni Kristjánsson lætur til sín heyra, geni raunar skeður allt of sjaldan. Því á þessum alvarlegu tímum er jrað ekki sízt kærkomin svðlun, að njóta góðrar tónlistar og láta hana safna saman hinum dreifðu og sundruðu hugsunum manna. Éfnisskrá Árna hófst á hinni svokölluðu tunglskinssónötu Beethovens, cis-mpll. Báða hina ástriðufuliu jaðarkafla mótaði Ámi af' frjálsri innsýn. fagurra hugsvifa, sem þó hefðu mátt draga mótsetninguna við mið- kaflann nokkuð. betur fram, til þess að „rósiri milli gjánna" opnaði betur krónu sina, eins og Franz Liszt komst að orði, en eftir hann var síðasta verk efnis- skrárinnar, „hinn heilagi Fran- ziskus gangandi á vatninu“, á- hrifamikið, orkestrait verk, sem með sterkum en stundum nokkuð ódýnftn meðulum missir aldrei marks; hér gat Ámi opnað öil regisíur hljóðfærisins og lýst hamförum hafsins með hetjuleg- um átökum reynds og Ieikíns píanista. Þu'rigamiðja efnisskrárinnar var helguð Carl Nielsen og Chöpin, að vísu ólíkum tónskáfdum, en báðum róttækum nýstefnumönn- um á sínum tíma. Variationir Carl Nielsens er mjög athyglis- vert og tilkomumikið verk; tem- að er eftirminnilegt í kirkjutón- tegundaskyldleik sínum og til- brigðin fjölbreytiieg og nýstár- Ieg í streitusókn sinni, með há- markinu á löngum orgelpunkti. Árni greiddi úr hinni nýtízkulegu raddfléttun með öruggri hendi kunnáttumannsins. Sem Cliopin- spilari nýtur Árni sín þó bezt, viðkvæmni hans býðst hér gott ráðrúm til að breiða blæju þýð- leikans yfir meðferðina, og minn- ið er óskeikult; draumlyndur, ýmist gagntekinn riddaralegri göfugmennsku, óigandi ættjarðar- þrá eða höfgum söknuði — þann- ig kynnir Árni okkur Chopin. Tóniistarfélagið hafði tryggt Árna fullskipað hús í GamlaBíó. Viðtökurnar voru hinar beztu og ánægja áheyrenda mikil, enda varð hinn góðkunni listamaður að leika aukaiag. H. H. Ný lðgfræðis- og fast eignaskrifstofa i bænom. l^T Ý skrifstofa hefir verið " opnuð í Hafnarstræti 4 hér í bæ. Reka þeir skrifstof- una feðgarnir Gunnar Sigurðs- son lögfræðingur frá Seialæk og Geir sonur hans, ritstjóri Kaupsýslutíðinda. Skrifstofan annast almenn lög- fræðistörf, fasteignakaup og sölu og verðbréfasöiu. Ennfremur miðlun ýmiskonar innleridra vörutegunda. Loks annast skrifstofan kaup og sölu ioðdýra. Er Gunnar Sig- urðsson frumkvöðull að loðdýra- rækt hér á landi og allra manna fróðastur um þau efni. Gunnar Sigurðsson hefir áður rekið lögfræðis- og fasteigna- skrifstofu hér í bænum og er ö.Il- um ,sem við hann hafa skipt, að góðu kunnur fyrir lipurð í viðskiptum. F.U.J. UM DAGINN OG VEGINN Athnganir Hannesar á horninn í gær. F. U. J. féiagar og annað fiokksfóik, sem ætlar að taka þátt í ferðalaginu til Kleifarvatns og Krísuvíkur, er beðið að mæta kl. 7,30 e. h„ í dajg í Bankastræti 2. — Vegna farar Hafnfirðinga er nauðsynlegt að mæta stundvís- lega. Farseðlar kosta kr. 3,50 báðar Ieiðir. (Verið vel útbúin með föt og kóst!) ATBURÐIRNIK gerast svo ört, að varla festir auga á. Her- skip, grá fyrir járnum og hlaðin vopnum, liggja hér á Reykjavík- urhöfn og rfkja yfir innsiglingar- leiðum. Hermenn með byssur um öxl standa vörð um byggingar í bænum. Litlar svartar vélbyssur liggja eins og nöðrur á nokkr- um götuhornum. Sex hundruð skot á mínútu! Á hafnarbakkanum eru hrúgur af sprengjum, fallbyssum, loftvarnabyssum og öðrum djöful- tólum. Þú og ég erum ekki lengur húsbændur í borginni. Erlendir herrar hafa tekið sér húsbóndarétt. ÞETTA VAR MYNDIN, sem ég fékk af ástandinu í Reykjavík klukkan 5,20 í gærmorgun, er ég kom á fætur. Dunur stríðsvélar voru yfir höfði mér og flugmiðar á afbakaðri íslenzku þutu um göt- urnar. ÞEGAR HRINGT VAR tíl mín eldsnemma í gærmorgun og sagt að erlend herskip væru komin inn á höfnina, flaug þetta eins og eld- ing um huga minn: „Drottinn minn dýri! Eru nú nazistarnir líka komnir hingað?“ En ég skal játa það, að mér varð strax hughægra, er ég vissi, hverjir það voru, sem höfðu brotið hlutleysi landsins. Ég rölti strax niður í bæinn og kom að þýzka ræðismannsbústaðnum rétt í sömu mund og hinir brezku hermenn voru komnir inn í húsið. „Þýzka konsúlnum tókst að brenna eitthvað af skjölum.“ sagði maður, sem stóð þarna, „þegar ensku hermennirnir komu, logaði mikill eldur í herbergi uppi á lofti. Síðar frétti ég að maður í svartri regnkápu hefði komið þjótandi til konsúlsins 10 mínútum á undan hermönnunum. FÓLK VAR AÐ drífa að smátt og smátt meðan ég stóð þarna og meðal þess var góðkunningi minn og fórum við svo niður í miðbæ- inn. Við Herkastalann stóð hópur hermanna og skammt frá honum var vélbyssa, lítil og ljót. Við gengum til skyttunnar og töluðum við hana. „Ykkur lízt ekki á þetta,“ sagði hún. „Nei,“ við erum óvanir svona ófreskjum,“ svöruð- um við. Við gengum nú að Lands- símahúsinu. Þar var hópurinn stærstur. Við fórum inn í anddyr- ið og sáum að hurðir voru brotn- ar. Mér varð það á að gretta mig, er ég sá það. Einn hermannanna sagði: „Ykkur lízt ekki á þetta?" „Nei, þetta hefir áreiðanlega ver- ið óþarfi,“ svöruðum við. „Hvað áttum við að gera? Hér var eng- inn viðstaddur og enginn lykill, En þið skuluð vera alveg rólegir, þið fáið nýjar hurðir og nýjan lykil!“ ÉG ÓK INN AÐ ELLIÐAÁM. Þar var ég stöðvaður af brosandi unglingi, blánefjuðum og með al- væpni. „Hvert ætlarðu?“ spurði hann. „Ég er blaðamaður og ég er bara að skoða ykkur. ,.Nú, ef þú ert blaðamaður, þá máttu víst fara áfram.“ En ég neitaði því og kvaðst ekki vilja fara lengra. Þá benti hann á snæviþakta Esjuna, hristi sig og sagði: „Hér er kalt!“ Næst fór ég á vegamótin við Bú- staðaveg. Nokkru áður en bíllinn komst að kaðlinum með rauða fán- anum, sem strengdur hafði verið yfir veginn, veifaði vörðurinn til okkar, eða verðirnir, því að þarna voru þeir allmargir. Bílstjórinn ætlaði að stoppa, en ég bað hann að halda bara áfram. Því nær sem bíllinn kom, urðu gestirnir illilegri og svo fóru þeir að veifa byssunum. Við staðnæmdumst þá og komu þeir þá til okkar. ÞEIR SPURÐU ÁKVEÐNIR hvort við hefðum byssur eða vopn, en ég tók upp pennann og sýndi hann brosandi. Þá þukluðu þeir mig allan utan og gáðu í bílinn, en fundu vitanlega ekkert, sem vonlegt var. Að þessu loknu slepptu þeir okkur yfir kaðalinn og áfram. Niður við höfniná stóðu verðir. Þeir vildu ekki hleypa okkur niður á hafnarbakkann. Við spurðum þá um skipin og nöfnin á þeim. Þeir leystu vel úr spurningum okkar, en allt í einu var eins og þeim fynndist að þeir hefðu sagt of mikið, því að þeir spurðu: „Hvers vegna eruð þið eiginlega að spyrja að þessu öllu saman?“ Einkennilega margir her- mannanna spurðu í gær: ,,Á hverju lifið þið eiginlega hér?“ ÍSLENZKAN á ávarpi Bretanna var fremur léleg og hálfgerð fær- eyska. Höfundurinn er sonur gamla Zöllners, sem hér er þekkt- ur. Þessi maöur er með hinu brezka herliði. Þetta er ekki sagt mannin- um til hnjóðs. Það er næstum Frh. á .4. siðu. LeyndardómurWo81 v,ndryi 38. flömln hallarinnar. Þér fullvrpið. að greifínn hafi ekki haft tíma til að verja sig, og. að hann hafi þess vegna ekki hleypt skoti úr skammbyssunni. En einmitt með þeirri skamm- byssu, sem þér fleygðuð út um gluggann hafa bæði morðin verið framin. — Nei, en .... — Farið nú ekki að hakla því fram, að greifinn hafi framið sjálfsmorð eftir að hafa skotið ástmey sína. Um það er ekki að ræða. Hér er ekki um sjálfsmorð að ræða. llt með sannleikann. —- Ég hefi sagt sannleikann. Það Hlýtur einhver að hafa .skipt vopnum á undan mér. Pierre Herry var orðinn náfölur. Hann stóð á fætur. Allou greip fram í: — Nú er kominn tími til að leiða Gustave Aranc inn. — Ég hefi látið senda eft’ir yður, til þess að fá upp- lýsingar um eitt atriði, sagði hann við Aran.c. — Voruð þ,ér í höílinni í tvo daga áður en morðin voru framin? — Nei, ég fór burtu kvöldið áður um kl. 10. — Hvar voruð þér um nöttina? — Fyrst var gg ‘'héíma hjá mér. Þjónarnir rnínir geta boríð vitni uni, að ég borðaði kvöldverð heima hjá mér. Svo fór ég í leikhús í Paris; — Ókuð þér í bíl? — Já, ég hitti nokkra vini mína, sem ég get nafn- greint, ef þér viljið. — Var fiað milli þátta, eða eftir að sýningunni var lokið! — Það man ég ekki. — Við skulum þá reyna að komast að því. — Bíðið við, það var milli þátta. — Jæja, en hvert fóruð þér að lokinni sýningu? — Ég fór í kaffihús, þar sem ég drakk meira en góðu hófi gegndi. — Drukkuð þér einn? — Nei, ásamt stúlku, sem ég hitti. En svo fór ég beina leið heim. Og þá var ég svo óheppinn, að rekast á lögregluþjóninn. Ef það er vegna þessa atviks, sem ég er kallaður hingað þá verð ég að segja, að mér þykir mikið fyrir því, að þetta skyldi koma fyrir. — Þér háfið þá ekki verið heima þjá yður frá því klukkan átta um kvöldið og þar til morguninn eftir að yður var sleppt út aftur. — Nei. /, — Jæja, við fáum það nú staðfest, þegar við náum tali af dyraverðinum og þjónunum. — Afsakið, það er eins gott að kannast við það strax, að það er ofurlítil ónákvæmni í frásögn minni, Ég skrapp heim um klukkan hálf eitt, þegar ég. kom úr Ieikhúsinu. Stúlkan, sem ég minntist á, kom með mér heim, ég veit ekki hvað hún heitir. Ég var að koma frá því að aka henni heim, þegar lögreglan stöðvaði mig. Það var henriar vegna, sem ég skýrði rangt frá þessu — en ég vona, að það skipti ekki miklu máii. — Nei, það skiptir ekki miklu máli. En mig langar til að bera upp fyrir yður aðra spurningu. Þér hafið vonandi ekki orðið fyrir neinu óhappi þessa nótt? — Óhappi? Hvers konar óhapp ætti það að hafa verið? • — Ég veit það ekki. Ég bara spyr yður. Ég á við eitthvað óþægilegt, sem maður gleymir ekki strax. — Nei, ég hefi ekki orðið fyrir neinu slíku. — Eruð þér viss um það? í — Alveg handviss. Allou stóð á fætur. — JKlæðið yður úr. — Hvað eigið þér við? — Skiljið þér ekki? Farið úr treyjunni, vestinu og skyrtunni. — Hvers vegna? —: Þarf ég að útvega yður hjálp? Flýtið yður, ef þér viljið vera svo vænn. Það var ekki um annað að ræða en að hlýða. Aranc gretti sig í framan. Þegar hann var kominn úr skyrt- urini kom í Ijós, að sárabindi var utan um handlegginn. —- Hvernig hafið þér fengið þetta sár? — Það beit mig hundur. — Hvar og hvenær? Aranc krosslagði hendurnar og hrópaði: — Ég hefi ekki mýrt þau. Ég sver það, að ég <hefi ekki myrt þau. — Leysið þá frá skjóðunni og flýtið yður. Það var hundur Antoines, sem beit yður um miðnætti við múrinn umhverfis höllina? — Já; en ég hefi ekki myrt þau.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.