Alþýðublaðið - 15.05.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.05.1940, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 15. MAI I54Ö. IIDIÐ MÐVIKUDAGUR ! Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Reykjayíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 19.30 Hljómplötur. 20.00 Fréttir. -..., 20.25 Útvarpssagan: „Ströndin blá", eftir Kristmann Guð- mundsson, XII. (Höfundur- irin). 20.55 Hljómplötur: Harmoniku- lög. 21.15 Útvarpskvartettinn: Kvart- ett, Op. 54, nr. 1, eftir Haydn. 21.35 Hljómplötur: Sönglög. 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. Leikfélag-ið' sýnir skopleikinn „Stundum og stundum ekki" annað kvöld kl. 8. Kirkjuritið, maí-heftið. er nýkomið út. Efni: Stórmerki guðs, eftir Hálfdán Helgason, Páll gamli á Holtastöð- um, eftir séra Gunnar Árnason, Niels Dael og Lísulundur, eftir sr. Sigurjón Guðjónsson, sr. Bjarni Einarsson, eftir sr. Þórð prófast Ólafsson, Söngurinn hljómar, eftir Magnús Hallbjörnsson í Syðri- Skógum. Séra Jón Finnsson, eftir dr. Jón Helgason, o. m. fl. Sjúklmgar í Kópavogshæli hafa ákveðið að reyna að eignast lítinn opinn seglbát og gangast nú fyrir samskotum i þessum efnum. Ætla þeir að láta þessa fjársöfnun fara fram á morgun og á föstudag, og virðist sjálfsagt að styrkja þá og styðja í þessari viðleitni, og ætti fólk því að taka þeim vel. Bátur- inn er ekki svo dýr, að ekki ætti að takast að safna nógu fé til hans. Hve smá, sem upphæðin er, sem fólk kann að láta af hendi rakna, verður hún til þess að fylla mæl- inn. Söfnunarlisti liggur frammi í afgreiðslu Alþýðublaðsins. Póstferöir 16. maí 1940. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness, Reykjaness, Ölfuss- og Flóapóstar. Laugarvatn. Hafn- arfjörður. Álftanesspóstur. Akra- nes. Til Reykjavíkur: Mosfells- sveitar-, Kjalarness . Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnar- fjörður. Akranes. Skemmtifund heldur K. R. annað kvöld kL 8V2 í Oddfellowhúsinu. Fjölbreytt skemmtiskré. Fundurinn er aðeins fyrir K.R.-inga. Lögreglunni hefir tekist að ná þjófunum, sem brutu rúðuna í Tjarnargötu 5 að- faranótt annars hvítasunnudags og •stálu þaðan vindlingapökkum. — Voru það tveir piltar, annar 18 ára, en hinn 20, Hafa þeir áður komist í kýnni við lögregluna. Vorskóli ísaks Jónssonar hefst á morgun. Ríkisráðsfundur var haldinn í gær og voru 25 íög staðfest. Silfurbrúðkaup eiga í dag hjónin frú Ása Ei- ríksdóttir og Guðni Einarsson kaupmaður, Öldug. 28. Kviknar í vélbáti. Klukkan að gariga átta í gærkv. kviknaði í vélbátnum „Síldin," sem lá við bryggju í Hafnarfirði. Skemmdist skipið allmikið, áður en slökkviliðinu tókst að kæf a -eld- inn. Eldurinn kviknaði á þann hátt, að verið var að logsjóða ná- lægt olíutank, og kviknaði í olí- unni. . . , Freistingin heitir amerísk mynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aöalhlutverkin leika: Joan Crawford, Margaret Sullivan, Robert Yöung og Mel- vyn Douglas. Söngfélagið Harpa. Munið æfingar í kvöld á venju- legum stað og tíma. Mjög árlðandi að allir mæti. Lagarfoss fór í gærkveldi áleiðis til Ame- ríku hlaðinn íslenzkum afurðum, Forðum í Flosaporti. Þessi vinsæla revya hefir nú verið sýnd 5 sinnum við fádæma góðar undirtektir og fleiri orðið frá að hverfa en að komust. Nú verður hún sýnd í kvöld klukkan 8 í Iðnó og veröa aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag og eftlr kl. 1 á morgun. Verður ekki tekið á móti fyrirfram pöntunum í síma, svo allir hafi sama tækifæri til þess að ná sér í aðgöngumiða. Ármenningar og aðrir þeir, er óskað hafa að æfa róður á bátum félagsins, eru beðnir að koma suður að húsi fé- lagsins við NaUthólsvík í kvöld kl. 8.Verður þá 1. æfing og sumarstarf semin hafin með fullum krafti. — Afaráríðandi að allir mæti þá, sem hugsað hafa sér að róa í sumar, því þá verður mönnum skift niður í liðin. Mætum allir réttstundis. Innbrot um hvitasunnuna. Töluvert hefir verið um innbrot og þjófnaði um hvítasunnuna. Á hvítasunnunótt var brotist inn í verzlun á Bergstaðastræti 15. Var stolið þar 5—6 krónum í sælgæti. Var farið inn á þann hátt, að brot- in var rúða í hurð og seilst til smekkláss. Á mánudagsnótt var að brjótast á sama hátt inn í tvær aðrar verzlanir á Bergstaðastræti 54 og Nönnugötu 5. En þar voru skráarlæsingar fyrir hurðum auk smekklás. Á mánudagsnótt var brotin rúða í búðarglugga á Tjarn argötu 5 og stolið úr glugganum 50—60 vindlingapökkum. Innbrot- in hafa ekki verið enn upplýst. Ferðafélag íslands fór á Snæfellsnes um hvíta- sunnuna. Um 60 þátttakendur voru í förinni. Var farið með Laxfossi á laugardag og komið annan hvíta- sunnudag. Var gengið á Snæfells- jökul og að Lóndröngum. Heimssýningin í New York yar opnuð aftur á laugardaginn og hefir ísland þar sýningarskála sinn, eins og í fyrra. Sýningu okk- ar hefir verið breytt allmikið til bóta og bætt við nýjum munum. Þá er rekinn veitingaskáli í samb. við skála okkar og seldir þar ís- lenzkir réttir. La Guardia hélt ræðu á laugardaginn, þegar sýning in var opnuð. Talaði hann m. a. um stríðið og sagði, að það væri ekki stríð milli þjóða, heldur milli réttlætis og ranglætis, trúar og heiðindóms, lýðræðis og einræðis. Revyan 1940. Forðnm í Flosaporti 6. sýníng í kv8íd kl. 8 í IÖnó. Aðgöngumi&ar eftir kl. 1. Nokkur sæti seld leikhúsverði eftir kl. 3. Bannað fyrir böra. Sólrík íbúð, 3 herbergja og eldhús, til leigu, ódýrt. Upplýs- ingar í síma 5366 frá kl. 6-^—8 í kvöld. Loftvarnaæfing- ar pegar ondir- bániDgijr lokið LéðraBa ?aaíar ens. LOFTVARNANEFNDIN vinnur sleitulaust að því að koma loftvörnum Keykja- víkur í Iag. Enn vantar nokkra lúðra, því að lúður sá, sem til er, nægir alls ekki. Reynt hafði verið að fá lúður frá Síldarverksmiðj- unum á Siglufirði, en það mun ekki vera haégt að fá hann. Nú er verið að vinna að því að smíða nokkra lúðra hér í bæn- um og fá mótora, sem lúðrarnir eru knúnir með. Er vonast til að lúðrarnir verði komnir upp innan fárra daga. Þá hefir loftyarnanefndin nú tekið um 60 kjallara, aðallega í og við miðbæinn, en auk þess nokkra annars staðar í bænum, og hafa sjálfboðaliðar unnið að því undanfarna daga, að ryðja til í kjöllurunum og búa þá þannig út, að fólk geti flúið til þeirra. Þegar öllum undirbún- ingi er iokið, verða hafðar loft- varnaæfingar og verður þeim hagað þannig, að hættumerki verða gefin, og ber þá öllum að haga sér eins og um loftárás væri að ræða. Mun þó tilkynnt áður en slík æfing fer fram, að um loftvarnaæfingu sé að ræða. i , , i ' ml. KRISUVIKURVEGUR Frh. af 1. síðu. peir ræða við formenn verkalýos- félaganna. í gær voru skráðir atvinnu- lausir hér í Reykjavík 517 menn. Við þennan hóp bætast svo at- vinnuleysingjarnir í Hafnarfirði. Það er því bersýnilegt, að þörfin fyrir hröðum úrbótum er ákaflega mikil. Þó að nokkrir verkamenn komist innan skamms í Krísú- víkurveginn, þá mun það lítíð stoða, miklu stærri atvinnufram- kvæmdir þarf að Táðast í. Rfkisstjórnin' og bæjarstjórn Reykjavíkúr hafa nú til með- ferðar hitaveitumálið, og athuga þær alla möguleika fyrir því, hvort hægt sé að teysa það mál á viðunandi hátt. Ákaflega miklir örðugleíkar eru á þessu, en þó mun ekki hægt að segja, að öll von sé úti um það, að það megi takast, þó að líkurnar fyrir því séu Htlar. STJóRN CHURCHILLS Frh. af 1. síðu. verður samveldismálaráðherra í stað Edens, sem var það áður. Sir John Reith (Ihaldsmaður) verður samgöngumálaráðherra. Lord Ramsbotham (íhaldsmað- ur) verður menntamálaráðherra. Ernest Brown (íhaldsmaður) Skotlandsráðherra og Lord Hankey (íhaldsmaður) ráðherra án stjðrnardeildar. í ii "i i i.jiii"...... ¦' 1.1• Oftrelðiö Álþý&ublaðlðf ¦ gamla bio FreistinfliB Hrífandi og listavel leikin amerísk kvikmynd. Aðal- hlutverkin leika 4 fræg- ir úrvalsleikarar: Joan Crawford, Margaret Sullavan, Robert Young og Melvyn Douglas. NÝJA BIO m Kentucky Aðalhlutverk: Loretta Young og Richard Greene Myndin er tekin í eðlileg- um litum. LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR. Stnodam og stuodum ekbi Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngum. seldir frá M. 4 til 7 í dag. Félag ungra jafnaðarmanna. ^ Aðalfundur hinn fyrri á þessu ári, verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 8,30. Fundarefni: Aðalfundarstörf. . Félagar, fjöímennið og mætið stundvíslega. Stjórnin. Fundur verður haldinn í Starfsmannafélagi Reykjavíkurbæjar í Kaupþingssalnum, fostudaginn 17. maí kl. 8% e. h. FUNDAREFNI: 1. Úrslit fulltrúaráðskosningar. 2. Öhnur mál. STJÓRNIN. Vorskóli ísaks Jónssonar tekur til starfa næstkom- andi fimmtudag. Vegna aukins húsnæðis komast nokkur börn til viðbótar í skólann. — Sími: 2552.. HANNES Á HORNINU Frh. af 2. siðu. hitt finnst mér blóðugt, ef við fáum ekki að liggja svolítið á Arn- arhóli á góðviðrisdögum í sumar. Það er svo sem nóg pláss þar enn- þá og ættu þeir, sem standa í nán- ustu sambandi við, hin nýju yfir- völd, að athuga þetta. Við verðum að fá að vera eins miklir hús- bændur í okkar eigin bæ og mögu- legt er. Og almenningur finnur til þessa þó að í smáu sé. SMÁSTBÁKUR HITTI MIG í gaer í Austurstræti og sagði: ,.Heyrðu, manni, hefirðu heyrt það að Englendingar eru komnir í frakka?" „Hvað ertu aé þvaðra?" sagði ég. Þá brosti hann og sagði: „Jú, sérðu, þeim var orðið svo helv... kalt á verðinum." Hannes á horninu. Bnstaðasfeifíi. Kaupendur Álþýðublaðsins, sem flytja, geri svo vel og tilkynni bústaðaskiptin í símum 4900 og 4906. Tilkynning. Bíldekk-strigaskór eru hentugir að sumri til. Fást hjá Sigurði Eyjólfssyni, Kirkju- veg 4B, Hafnarfiroi. ST. FRÓN nr. 227. Fundur ann- að kvöld kl. 8. Dagskrá: 1. Upptaka nýrra félaga. 2. Fram- . haldsskýrsla kjörmanna um skipulagsskrár- og húsmalið. 3. Kosning fulltrúa til Umdæmis- stúku og Stórstúku. 4. Mælt með umboðsmanni, gæzlu- mönnum og fræðslustj'óra. 5. Vigsla embættismanna. 6. Önn- ur mál. — Frónsfélagar, fjöl- mennið og mætið annað kvöld kl. S stundvíslega. MÍNERVA nr. 172. Fundur í kvöld. Vígsla embættis- manna. Kosning fulltrúa á umdæmisþing, o. fl. ÆT. Tennis Tennisvellirnir eru tilbún- ir. Þeir, sem hafa pantað tíma eru vinsamlega beðnir að sækja skírteini til Svein- björns Árnasonar hjá Har- aldi Árnasyni sem fyrst. NB. Nokkurir tímar frá kl. 9 'f. h. til 6 e. h. eru enn láusir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.