Tíminn - 31.01.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.01.1963, Blaðsíða 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frámkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þóiarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Lndriði G. Þorstemsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- íngastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka stræti 7. Símar: 18300—18305 — Auglýsingasimi: 19523. Ai- greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands. t lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Kýr góðærisins og kýr „viðreisnarinnar“ Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra birti nýlega eft- ir sig grein í Vísi, þar sem hann byggði það á Mósebók 1. 42 að stofna bæri jöfnunarsjóð ríkisins. Vísir mun hins vegar ekki hafa talið öruggt, að lesenaur hans væru allir fróðir um Mósebók og því birti hann langa kafla úr henni siðastliðinn laugardag. Tilvitnunin hefst á þessa leið: „En svo bar við að tveimur árum liðnum, að Faraó dreymdi draum. Hann þóttist standa við ána (Níl) Og sjá upp úr ánni komu sjö kýr, fallegar útlits og feitar á hold, og fóru að bíta sefgrasið. Og sjá, á eftir þeim komu sjö aðrar kýr upp úr ánni, Ijótar útlits og magr- ar á hold, og staðnæmdust hjá 'ninum kúnum á ár- bakkanum. Og kýrnar, sem Ijótar voru útlits og magrar á hold, átu upp hinar sjö kýrnar sem voru fallegar útlits og feitar á hold. Þá vaknaði Faraó. Og hann sofn- aði aftur og dreymdi í annað sinn, og sjá, sjö öx uxu á einni stöng, þrýstileg og væn. Og sjá, sjö öx, grönn og skræinuð af austanvindinum, spruttu á eftir þeim. Og hin grönnu öxin svelgdu í sig þau sjö þrýstilegu og fullu. Þá vaknaði Faraó, og sjá, það var draumur. En * um morguninn var honum órótt í skapi." Það er vel eðlilegt," að Gunnar Thoroddsen og Vísir skuli rifja upp þessa drauma Faraós. ísland hefur tvö undanfarin ár, 1961 og 1962, búið við öllu meiri hagsæld frá náttúrunnar hendi en nokkru sinni fyrr. Metafli hefur verið hjá sjávarútveginum bæði árin og verðlag á flestum útfiutningsvörum hans hefur yfirleitt farið hækkandi. Á þessum árum hefði þjóð- in átt að geta safnað í kornhlöður tii hörðu áranna. En sú hefur ekki orðið reyndin. Þótt uppbygging atvinnu- veganna hafi dregizt saman á þessum árum, er heildar gjaldeyrisstaða þjóðarinnar út á við nær ekkert betri nú en í árslok 1958 og sparifjárinneignin ekkert meiri en í febrúar 1960 þegar miðað er við raunverulegt verðgildi. Eftir góðæri þessara tveggja ára, er þjóðin því ekkert betur á vegi stödd en áður nema síður sé Hér í land- inu hafa nefnilega verið til magrar kýr, sem hafa etið npp hinar góðu kýr góðærisins. Hverjar hafa þessar mörgu kýr verið? Iiinar mögru kýr hafa verið róng efnahagsmálastefna, „viðreiisnarstefnan svonefnda. Henni hefur tekizt að dreifa hinum mikla gróða góðærisins þannig að hann er ekki að finna hjá almenningi i bættum kjörum, ekki í raunverulega aukinni sparifjármneign í bönkum, ekki í raunverulega bættri gjaldeyrisstöðu Hann hefur horfið til verðbólguspekúlanta, sem eru þðir einu, sem raun- verulega græða á miklum og tíðum gengisfellingum og óðrum slíkum efnahagsaðgerðum Þyngsti áfellisdómurinn um ,viðreisnina“ felst ekki sízt í þeirn staðreynd, að þrátt fyrir hið mikla góðæri undanfarinna ára, hefur heildargjaideyrisstaðan ekki batnað neitt að ráði siðan i árslok 1958 og sparifjárinn- eignin ekki aukizt áð raunveruiegu verðmæti síðan i fobrúar 1960. Hinar mörgu kýr viðreisnarinnar“ hafa þannig etið hinar feitu kýr góðærisms. Þess vegna ei ekki óeðlilegt. þótt Gunnar Thoroddsen r>e ritstjórum vi- is sé órótt, þegar þeir rifja upp drauma Faraós. T f M I N N, þriðjudagur 29. janúar 1963. — ED T0WNSEND: Bandarísk verkalýðsfélög hefja baráttu fyrir 35 klst. vinnuviku SÉRFRÆÐINGAR AFL-CIO (Bandaríska verkalýðssambands- ins) í löggjafarmálum eru að ræða frumvarp til laga um stytt- ingu almennu vinnuvikunnar úr 40 stundum í 35 stundir. Sam- tímis eru fulltrúar samtakanna að stappa stálinu í samninga- nefndir, til þess að fá styttingu vinnutímans viðurkenndan sem lið í kjarabaráttunni á árinu 1963. Undirbúningurinn sýnir það allur, að samtökunum er það mikil alvara að sameina átökin og efla baráttuna fyrir styttri vinnuviku á öllum vígstöðvum. Leiðtogar launþeganna eru samt sem áður raunsæir. Þeim óx að vísu kjarkur við kosninga- úrslitin í nóvember, en þó trúa þeir ekki, að hægt verði að fá lögunum um 40 stunda vinnuvik- una breytt á árinu 1963. 88. þing ið verði varla það mikið frjáls- lyndara en hið 87. sem var gjamt til að daufheyrast við tillögum samtakanna í löggjafarmálum. Það er því óvíst, að frumvarpið, sem nú er verið að ræða, verði lagt fyrir þingið. Enn fremur þykja litlar líkur á að verulegur skriður komist á styttingu vinnuvikunnay í samn- ingum á árinu 1963. í stál- og rafmagnsiðnaðinum og fleiri greinum, er mjög mikil andstaða gegn styttingu og litlar líkur á að hún fáist fram án lækkaðs vikukaups. Kröfurnar, kunna að “vlÆUIwaV fram og ræddar, en það þykir nokkurn veginn víst," að þær verði felldar eða þeim frestað. SAMTÖKIN ERU undir það búin að bíða ósigur á þessu ári, bæði í samningum og í þinginu. Áætlun þeirra gerir ráð fyrir ó- sigrum. Þau viðurkenna, að bar- áttan fyrir styttingu vinnutím- ans án lækkaðs vikukaups, verði sennilega löng og ströng, og margar vinir bregðist. AFL-CIO leggur áherzlu á það við sam- bandsfélög sín, sem eru yfir 130 að tölu. Þó að samtök launamanna vilji gjarna ná 35 stunda vinnu- viku á árinu 1963 og haldi þvi fram, að þess sé mikil þörf, þá eru vonir þeirra um sigur bundn- ar við árið 1964 eða síðar. Af hagkvæmnisástæðum verður því meiri áherzla lögð á að ræða 35 stunda vinnuvikuna og kynna hana en að berjast beinlínis fyrir henni á þessu ári. En þetta ár er rnjög mikilvægt einmitt til þess Yfirleitt vilja launasamtökin 35 stunda vinnuviku til þess að vinna gegn núverandi og vænt- anlegu atvinnuleysi, en nú eru milli 5 og 6 % verkamanna at- vinnulausir. George Meany, for- seti AFL-CIO segir: „Jafnvel hin ir bjartsýnustu hagfræðispámenn eru hættir að boða nokkrar veru legar framfarir í þessu efni. Og það. sem meira er, opinberar tölur vantelja atvinnuleysið verulega. Þar eru ekki taldir þeir nienn, sem cru að nokkru atvinnulausir. þ.e. þeir. sem vilja vinna fulla viku en vinna hana ekki. . . Og umfram allt verður að hafa það hugfast, að engar tölur sýna áhrif vélvæðingarinn ar í framtíðinni." Meany segir enn fremur, að enn nauðsynlegra sé nú að fjölga st'örfun Tieð því að styita vinnu vikuna en það var, þegar Samuel Gompers, stofnandi AFL, sagðj fyrir nokkrum árum: „Meðan einn einasti maður reynir að fá vinnu og fær hana ekki, er vinnu vikan of löng.l LAUNASAMTÖKIN ræða 35 stunda vinnuviku, fimm sjö stunda daga. Þau eru þó tilleið- anleg til frávika í þessu efni. Fulltrúar þeirra taka skýrt fram, að verkalýðsfélögin séu reiðubú- in að veita viðtöku uppástungum um samkomulag og tilhliðranir. Þau hafa stungið upp á, að stytt- ingin fari fram á nokkrum árum, fyrst { 38 stundir og síðar það, sem á vantar. Vinnuvikan var stytt úr fjörutíu og átta stundum í fjörutíu á þenna hátt. Fyrst var hún stytt í 44 stundir, síðar í 42 og loks í 40. Þetta dregur úr áhrifunum gagnvart atvinnurek- endum. Svo mætti til dæmis leysa vinnu vikunnar af hendi á hálf- um fimmta degi sem hver væri 8 stundir, eða 36 alls. Þarfir þeirra vinnustöðva, sem láta vinna allan sólarhringinn, eins og til dæmis í stáliðnaðinum, mætti leysa með því að hver mað ur ynni fjóra daga aðra vikuna og fimm daga hina, þá ynnu menn 40 stundir aðra vikuna og 32 stundir hina, án þess að til yfir- vinnugreiðslu kæmi. Önnur uppástunga lýtur að því, að vinnuvikan sé breytileg, eftir því, hve margir eru at- vinmdflusir alls í landinu, eða innan viðkomandi starfsgreinar. STYTTRI vinnuvika en 40 stundir viðgengst víða, t.d. í hluta af gúmmíiðnaðinum, bygg- ingum, útgáfustarfsemi, pappírs- iðnaði, kvenfataiðnaði og í minn.a mæli í ýmsum öðrum greinum Margir þeir, sem nota „hvítan flibba“ við störf sín, vinna 35 stundir á viku. Stytzta vika iðnverkamanna er senni- lega 25 stunda vinnuvika þeirra, sem við rafmagnsiðnað vinna í New York. Áherzlan er lögð á styttingu vinnuvikunnar, en viðleitnin til styttingar vinnuársins, sem einn ig er uppi á teningnum, er lík- legri til árangurs. Þetta næs' með lengri leyfum, fleiri helgi- dögum, löngum leyfum við og við fyrir þá, sem lengi hafa starfað, og fleiru sliku. Frá 1940 hafa verkamenn unnið 155 stundir á ári með styttingu vinnuvikunnar, fjórum helgidög um fleiri en áður var, og sex dögum lengra leyfi á launum. Enn er áherzla lögð á að styttp vinnuárið með því móti, að verk- smiðjufólk hætti vinnu yngra en áður, samkvæmt samningum. SAMTÖK launamanna eru fús til samninga um, með hvaða hætti vinnuvikan styttist til þess að fleiri störf verði til. En þau eru ósveigjanleg í því að stytt- ingin fari fram án lækkunar á vikulaunum. Þau halda þvi fram, að megintilgangur með styttri vinnuviku sé að fjölga störfum og örva hæggengt efnahagslíf. Þau fullyrða, að lækkun launa með styttum vinnutíma ylli minni kaupgetu og yrði til þess að sljóvga efnahagslífið enn meira. Ósveigjanleikinn á þessu sviði kemur í veg fyrir samvinnu at- vinnurekenda og launamanna. Atvinnurekendur segja, „að verkamenn í vinnu ættu að vera fúsir til að deila laununum, eins og störfunum“ Þeir segj^a enn fremur, að vinnustundunum sé ekki mögulegt að fækka nema vikulaunin lækki um leið. Há út- gjöld vegna vinnu séu þegar raik ið vandamál, einkum fyrir fleiri og fleiri atvinnurekendur, sem verða að bú-’ við samkeppni frá öðrum löndum. 35 stunda vinnuvika með 40 stunda greiðslu væri 14,3% kaup hækkun. Atvinnurekendur segja að þetta yrði „óbærileg, ný byrði“ Margir fullyrða, að þeir yrðu að hætta starfrækslu Aukn ár launagreiðslur yrði að taka af arðinum — og flestir atvinnu- rekendur segjast ekki háfa efni á því — eða að þeim yrði velt yfir á kaupendur í hækkuðu verði- og gegn því yrði áreið- anlega staðið, segja þeir. Samtök launamanna halda því aftur fram, að meiri framleiðsla geti borið meiri tilkostnað. ÞAÐ ER SVO veigamikil spurning í sambandi við stytt- ingu vinnuvikunnar, hvort verka menn ynnu í raun og veru færri stundir eftir en áður. Þegar vinnuvika rafmagnsiðnaðar- inanna j New York var stytt í 25 stundir, héldu flestir þeirra á- fram að vinna mun fleiri stund- ir gegn yfirvinnugreiðslu. Þá var skortur á rafmagnsiðnaðarmönn- um í New York vegna mjög mik- illar atvinnu. Annars staðar kynni þetta að stafa af því, að ýrnis aukakostnaður gæti valdið því, að ódýrara væri fyrir at- vinnurekendur að greiða yfir- vinnu en að fjölga starfsmönn- um. Með hliðsjón af þessu ætlar AFL-CIO að hækka yfirvinnu- Fra.mhald á 13. síðu. Vfirlit um styttingu vinnuvikun»*F » Bandaríkjunum síðan 1850 1L- . 721 tftio 66 rr- ío- *s- 1890 19. ífl 1938 1939 •tíM <940 1960 IM 1939 I I 7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.