Tíminn - 15.02.1963, Side 5
MTSTJORI- HALLUR SIMONARSON
Þorvaldur segir vlð Sigurð Oskarsson. Nauðsynlegt að halda vinstri handleggnum beinum eftir að boltinn
hefur verið sleginn.
I Goifmenn æfa innanhúss
FYRIR hálfum mánuði hóf
(iolfklúhbui' Reykjavíkur æf-
ingar innanhúss í leikfimissaln
um í Laugardalnum. Hér er
um mjög athyglisverða nýjung
að ræða og í fyrsta sinn, sem
golfmönuum gefst tækifæri til
að æfa innanhúss, þctta margir
í einu. Að'staða er ágæt, æft
þrisvar í viku undir stjóm
kunnra golfmanna og geta sex
verið á æfingu í einu. Boltinn
er sleginn í net og verið er að
koma upp aðstöðu til að pútta
á teppi.
Fréttamaður frá Túnanum
leit nýlega inn á æfingu hjá
Golfklúbbnum og var Þorvald-
ur Ásgeirsson þá kénnari. Um
tíu menn voru á æfingunni og
skiptust þeir um að vera inni
á. Þorvaldur sagö'i, að þessar
æfingar væru mikil framför til
hins betra og þarna gæfist ný-
Iiðum í fyrsta skiþti tækifæri
tl að læra undirstöðuatriði golf
íþróttarinnar svo sem grlp og
stöðu að boltanum — en mjög
nauðsynlegt er, að þessi atrið'i
séu golfmönnum kunn áður en
þei'r fara að æfa á golfvelli.
Æfingar eru þrisvar í viku.
Á mánudögum kl. 5,10 til 6,50.
Kennari er þá ÓRar Yngvason,
sem er núverandi íslandsmeist
ari í golfi. Þessar æfingar á
mánudögum eru aðallega ætl-
aðar fyrir þá, sem Iengra eru
komnir í íþróttinni. Á mið-
vikudögum er æft milli 5,10 og
sex og kcnnir Þorvaldur Ás-
geirsson þá. Þessar æfingar
eru fyrir byrjendur. A föstu-
dögum er æfing frá 6—6,50 og
kennir Ólafur Bjarki Ragnars-
son. í framtíðinni verða þær
æfingar einnig fyrlr byrjendur.
Með þessum æfingum innan-
húss hefur skapazt alveg sér-
stök aðstaða hér og þeir, sem
ætla nú að hefja æfingar í
golfi gefst þarna gullið tæki-
færi til þess að ná fliótt ár-
angri í íþróftinni. Erlendis hafa
slíkar æfingar innanhúss farið
fram um langt árabil, og þykja
alveg nauð'synlegar. Þess má
geta í sambandi við þessa nýj-
ung, að öllum er hemiilt að
koma á æfingar og sjá og kynn-
ast af eigin raun, því scin þar
fer fram.
Fræðslufundur á Akra
nesi á vegum F.R.Í.
18. janúar s.l. fóru þeir
j Benedikt Jakobsson og Hösk-
j uldur Goði íþróttakennarar til
Akureyrar á vegum F.R.Í. Var
ferð þessi farin fyrst og fremst
til þess að reyna að glæða j
áhuga meðal skólaæskunnar í
höfuðstað norðurlands á auk-
inni líkamsmennt og hvetja
hana til dáða við þær greinar
íþrótta, sem taldar eru göfug-
astar, ekki einungis vegna
þess að þær séu elztar, heldur
vegna þess, að þær eru megin
undirstaða allra annarra
íþrótta — hinar frjálsu íþrótt-
ir — hlaup, stökk og köst. Með
í för þessa var þolhjólið svo-
kallaða tekið.
Haldnir voru 4 fræðslufundir
með skólanemendum framhalds-
skólanna og íþróttamönnum. Er-
indi flutt, filmur sýndar og skýrð-
ar Þá voru íþróttamenn og þrek-
mældir. Um skipulag á þessari
heimsókn sá hinn nýkjörnj fram-
kvæmdarstjóri íþróttaráðs Akur-
eyrar, Hermann Sigtryggsson.
Skilningur forráðamanna fram-
haldsskólanna var lofsverður.
Skólastjóri Gagnfræðaskólans gaf
nemendum sínum frí til þess að
sækja fund, sem hldinn var í Nýja
Bíó en bar Komu saman vel flestir
nemendur sKólans og hlýddu á er-
indj um „Gildi íþrótta" og nauð-
Framhalö a lö siðu
Bergen
ferðin
Skíðaráð Reykjavíkur
bendir skíðafólki á að til-
kynna þátttöku í Bergen-
ferðina sem allra fyrst til
Ferðaskrifstofunnar Sögu í
Ingólfsstræti.
Þar eð kostnaði við för
þessa er mjög stillt I hóf er
æskilegt að sem flestir geti
tekið þátt í henni.
Lagt verður af stað að
morgni fimmtudaginn 21.
marz og flogið beint til Berg
en og dvalið í Solfönn þar
til eftir helgina og komið
aftur til Reykjavíkur þriðju
daginn 26. marz.
Síðustu forvöð til að panta
miða er 19. þessa mánaðar.
Urslit firmakeppni
Skiöaráös á sunnudag
Þorvaldur Ásgeirsson leiðbeinir Ágúst Sigurðssyni. —
T I M I N N, föstudagurinn 15. febrúar 1963.
Sveiflunni er lokið. Fullkomið jafnvægi.
(Ljósm.: TÍMINN-GE).
Úrslit í firmakeppni Skíða-
ráðs Reykjavíkur fara fram
n.k. sunnudag við skála Ár-
manns í Jósefsdal, en undan-
keppni hefur farið fram við
skála félaganna og eru 30
firmu eftir, sem taka þátt í
lokakeppninni. Skíðamenn frá
hinum fjórum félögum, KR,
ÍR, Ármanni og Víkingi munu
keppa fyrir firmun og þar
sem um forgjafakeppni er að
! ræða, er erfitt að spá fyrir um
j úrslit.
Skíðaráð Reykjavíkur býður ein-
, um umboðsmanni frá hverju firma
scm þátt tekur í keppninni, að
| vera viðstaddur keppnina og í sam
eiginlega kaífidrykkju í Ármanns-
skálanum, að lokinni keppni. —
Einnig mun fara fram verðlauna-
afhending, en tólf silfurbikarar,
sem allir eru farandgripir, eru í
urnferð fyrir keppnina.
Keppnin hefst kl. 2 og er hægt
að fá allar upplýsingar um bil-
ferðir í Jósefsdal hjá BSR í Lækj-
argötu.
Til úrsiita keppa eftirtalin
'irmu:
Giifubaðstoxan Kvisthaga 29.
''ítryggingafélagið Skáne/Malmö.
Lækjargötu 2,
mnufatagerð íslands, Vestur-
götu 17,
ií>'istján Ó Skagfjörð h.f. Tryggva
götu 4,
Kaftækjavinnustofa Sig. R. Guð-
, jónssonar, Bjarnhólastíg 13,
Kópavogi.
I Heildv. Bjarna Björnssonar, Aðal-
j stræti 6,
SÍS, Sambandshúsinu,
Þ. Jónsson & Co., Brautarholti 6,
Bifreiðar og Landbúnaðarvélar,
j Brautarholti 18,
! Borgarþvottahúsið Borgartúni 3,
j Flugfélag íslands, Lækjargötu 2,
I ísbúðir Dairy Queen, Lækjar-
j götu 2,
Ullarverksmiðjan Framtíðin,
I Frakkastíg 8,
Byggingavövuverzlun ísleifs Jóns-
sonar, Bolholti 4,
Vogaver h.f., Gnoðavogi 44,
Prentsmiðjan Edda h.f., Lindar-
götu 9a,
Kagle Star. rryggingafélag, Lækj-
argötu 2,
Blikksmiðja Magnúsar Thorvalds-
sonar, Laagagerði 26,
Heildverzlun Sveins Helgasonar,
Lækjargötu lOa,
Rakarastofa Harðar,
L.H. Miiller Austurstræti 17,
Hfildv. Magnúsar Kjaran, Hafn-
arstræti 5
Skósalan Laugaveg 1,
Austurver h.f, Skaftahlíð 22—24.
Leðurv. Jóns Brynjólfssonar,
Austurstræti 3,
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis, Hverfisgötu 26,
Beiðhjólaverksm Fálkinn, Lauga-
veg 24,
Bæjarleiðir h.f., Langholtsveg 115,
Timburverzt Áma Jónssonar,
Laugavegi 148,
Þvottahús 4.dolf Smith, Bergstaða-
stræti 52.
5