Tíminn - 15.02.1963, Blaðsíða 15
Nýja skipan parf
Framhald ai 1. síðu
greiðsla og góð kjör til að eign-
ast þær. Ríkið hjálpaði meira til
ihér en verig hefði sem milliliður,
til 'þess að jarðir hcldust í byggð
eftir því sem nokkur tök væru á.
En á meðan ekki fengjust ábú-
endur á eyðijarðir, ættu þær helzt
að vera í eigu ríkisins, og þar
væru þær falar hverjum þeim, er
búa vildu á þeim.
Tveir fundir voru haldnir á
þinginu í dag. Á þeim fyrri voru
íögð fram tvö ný mál, þrjú tekin
til fyrri umræðu, en afgreiðslu á
fundunum hlutu þrjú mál, þ. e.
ályktanir þær, sem hér fara á ef'-
ir:
1. Erindi sýslunefndar Austur-
Húnavatnssýslu um hækkún á
hundaskatti hljóðar svo:
Búnaðarþing mælir með svo-
felldri breytingu á lögum nr. 7
frá 3. febrúar 1953 um hunda-
hald o. fl.
3. gr. orðist svo:
Af hundum búfjáreigenda skal
greiða kr. 30,00 í skatt árlega.
Einnig af minkahundum, dýrhund
um og sporhundum, enda hafi
verið veitt sérstakt leyfi til slíks
hundahalds og þeir hundar hafðir
í öruggri gæzlu. Af öðrum hund-
um greiðist 500 króna skattur ár-
lega.
Skatturinn rennur í bæjar eða
sýslusjóð og innheimtist á mann-
talsþingi.
Jafnframt leggur búnaðarþing
áherzlu á að framkvæmd hunda-
hreinsunarinnar verði tekin til
gagngerðrar endurskipulagningar
í samráði við yfirdýralækni.
2. Erindi fulltrúafundar bænda
í Austur-Skaftafellssýslu og Bún-
aðarfélags Kirkjubæjarhrepps um
tjón af völdum grágæsa, er hljóð-
ar svo:
Búnaðarþing felur stjórn Bún-
aðarfélags íslands að beita sér
fyrir því, að fram fari þegar á
þessu ári vísindaleg rannsókn á
lifnaðarháttum grágæsa og álfta,
og sérstaklega á því hversu mikl-
um spjöllum þessar fuglategund-
ir valda á ræktunar- og beitilönd
um og leiðir til að koma í veg
fyrir tjón af völdum þessara fugla.
Búnaðarþing felur stjórn Bún-
aðarfélags íslands að sækja um
styrk úr Vísindasjóði til þessara
rannsókna.
f greinargerð segir:
Um tjón af völdum grágæsa
hefur verið mikið rætt á undan-
förnum árum og með hverju ári
verða alltaf fleiri og fleiri bænd-
ur, sem kvarta undan tjóni af
völdum þeirra, bæði á ökrum,
nýræktartúnum, görðum og enn
fremur á afréttarlöndum.
Nú eru grágæsir friðaðar frá 1.
apríl — 20. ágúst, og mun sú
friðun vera liður í alþjóðasam-
þykkt um þau mál. Ef um það
væri að ræða að fá þennan frið-
unartíma afnuminn eða breyttan,
væri nauðsynleg forsenda fyrir
þeirri breytingu að rannsókn á
tjóninu hefði áður farið fram.
Af 'Samtali við dr. Finn Guð-
mundsson telur nefndin miklar
líkur fyrir því, að til þessa rann-
sóknarstarfs á næsta sumri gæti
fengizt hæfur maður, ef fé væri
fyrir hendi til kaupgreiðslu og
annars kostnaðar, sem af starfinu
leiddi.
Enn fremur hefur verið rætt
við formann stjórnar raunvísinda
deildar Vísindasjóðs, dr. Sigurð
Þórarinsson, og er hann hlynnt-
ur því að rannsókn þessi verði
gerð og styrkt af fé Vísindasjóðs
3. Erindi Framleiðsluráðs land
búnaðarins um auknar leiðbein-
ingar í mjólkurvinnslu og mjólk
urmeðferð hljóðar svo:
Búnaðarþing mælir með og
leggur áherzlu á, að ráðinn verði
svo fljótt sem fært er ráðunautur
í mjólkurmálum hjá Búnaðarfé-
lagi íslands.
Felur þingið stjórn B.í. að fara
fram á sérstakt fjárframlag í
þessu skyni.
Þessi tvö síðasttöldu mál komu
frá allsherjarnefnd, en í henni
eiga sæti: Gunnar Guðbjartsson,
Ingimundur Ásgeirsson, Sigurjón
Sigurðsson, Sveinn Jónsson, Bene
dikt H. Líndal og Jón Gíslason.
Tollasamningsleið
Framhalö aí síðu
P',ramsóknarilokkinn og komandi
kosningar, sem komig hafi í veg
fyrir, að ríkisstjórnin sótti ekki um
fulla aðild íslands að EBE þegar
sumarið 1961.
Það, sem komið hefur fram hjá
ráðherrum — einkum Gylfa Þ.
Gíslasyni, sem orð hefur haft fyr-
ir ríkisstjórninni í þessu máli —
virðist allt benda til þess, að vest-
ur-þýzka stjornin hafi talið í við-
ræðum íslenzkra ráðherra við
hana, að full aðild íslands kæmi
gkki til greina eða a.m.k. ótíma-
bæra. Áður en Gylfi hélt með
fyigdarliði sínu til Bonn þá um
spmarið hafði hann pressað fram
júkvætt svar frá ýmsum hagsmuna-
samtökum um að þegar í stað yrði
sótt um aðild íslands ag bandalag-
inu. Eftir svar þýzku stjórnarinn-
ar tóku ráðherrar ag tala um að
Iklega gætu íslendingar ekki geng
ið undir ákvæði Rómarsáttmálans
( — ekki öll. Áður hafði Mbl. skrif-
j að í gríð og erg um nauðsyn þess
I ag sækja strax um aðild, málið
þyldi enga bið og Samband ungra
! Sjálfstæðismanna gerði samþykkt
þar um.
! Gylfi Þ. Gíslason lýsti því yfir á
ráðstefnu félagsins Frjálsrar menn
mgar um efnahagsbandalagsmálið,
að með öllu væri óhugsandi, að
íslendingar gætu fengið tolla- og
viðskiptasamning við EBE og
sagðist sérstaklega vilja vara menn
við aðbera slíkar tálvonir í brjósti.
Tilefni þessa var, að Eysteinn Jóns
son hafði lagt á það áherzlu við
þetta tækifæri, að íslendingar ættu
að stefna að þessari leð.
S.l. sumar, bentu Frakkar og
forystumenn fleiri EBE-ríkja
G.Þ.G. svo á, að tolla- og viðskipta
samningsleiðin myndi verða heppi-
lcgasta leiðin fyrir ísland. Ríkis-
stjórnin hefur hins vegar einkum
hallað sér að Bonn í málinu og
þar var aukaaðild íslands talin
heppilegri og Hallstein og embætt
ismennirnir i Brussel tóku undir
það.
Þegar svona var komið og samn-
ingarnir við Breta drógust stöð-
ugl á langinn og óðum styttist í
aiþingiskosmngar á íslandi taldi
rikisstjórnin af ótta við Framsókn '
arfiokkinn ng vegna þess að hún
fann, að skoðanir hennar áttu
ckki hljómgrunn með þjóðinni,
heppilegast að láta sem hún hefði
enga skoðun á málinu að sinni, en
telja tvær leið'ir, aukaaðildarleið-
ina og tolla- og viðskiptasamnings-
ltiðina báðar koma til greina. í
hita þeirra umræðna, sem fram
hafa unr málið farið, hafa ráð-
herrar hins vegar kallað tolla- og
viðskiptasamningsleiðina „nei-
kvæða og óábirga". Ríkisstjórnin
vill aukaaðild, en skv. skýrslu
rikisstjórnarinnar sjálfrar þýðir
sú leið m a samninga um „við-
kvæm mál“ eins og það er orðað
— eð'a m.a. að hleypa útlending-
um inn i íslenzkan fiskiðnað — en
þag hefur G.Þ.G. lýst yfir í ræðu,!
að væri lítr varhugavert.
Af þessu stutta yfirliti er ljóst,!
að það er óttinn við Framsóknar-
f'okkinn ásamt því að elendir
mepn hafa talið umsókn íslands
ótimabæra eins og mál stóðu, sem
komið hefur ' veg fyrir að ríkis-!
stjórnin hat, sótt um aðild að j
EBE. — Hinis sífelldu fregnir frá j
Bonn af ræöum dr. Adenauers og
úr fréttapésum EBE, þar sem ís-
iand er talið meðal þeirra ríkja,
scm vilja aðild að EBE gefa líka ’
otvírætt til kynna, hvernig ráð
herrar Tslands hafa hagað málflutn
ingi sínum í viðræðum við forystu
menn EBE. — Er þeim mönnunr.
scm svo ístöðulitlir hafa reynzt i
örlagaríkasta sjálfstæðismáli þjóð-'
arinnar treystandi til að taka þær
lokaákvarðanir, sem mjög sterk-
ar líkur eru á, að taka verði á
næsta kjörtímabili? — Tilraunir
ráðherranna nú til að reyna að'
nota tímabundna frestun á við-
iæðum við Breta sem skálkaskjól
til að fela málstað sinn í málinu
fram yfir kosningar, hlýtur og að
styrkja þá afstöð'u manna, að slík-1
um mönnum sé ekki treystandi.
Það hlýtur þó að teljast kórónan
a málflutningi ríkisstjórnarinnar í
þessu máli, er Gylfj Þ. Gíslason,
sem hefur sagt eitt í dag og annað
á morgun og oiðinn er margsaga
í málinu, lagði á það ríka áherzlu
i lok ræðu sinnar á Alþingi í fyrra
dag, að menn ættu nú umfram allt
ao forðast að gefa nokkrar þær yf-
iriýsingar í þessu máli, sem reynsl-
an myndj sanna, að fengju ekki
staðizt!!
Fékk nýra úr láfnum
Frar*--'i!d ; ! I sí5u
nýru, sín eigin, sem bæði
eru óstarfhæf og þriðja nýr-
ar, sem hann fékk úr mið-
aldra mannj nýíátnum með
samþykki ættingja hans. Fyr
ir aðgerðina hafði Lukas ver
ið haldið lifandi með gerfi-
nýra.
Nýra hins látna var kælt
niður i 10 gráður á þann
hátt, að sérstakur vökvi var
látinn koma í stað blóðsins.
Síðan var nýrað tengt æðum
í kviðarholi Lucass. Eftir
uppskurðinn, sem tók sex
klst. og í tólui þátt 14 lækn-
ar og hjúkrunarkonur, var
Lucas fluttur í stérstakan
klefa, þar sem loftig var
siktað og gerilsneytt. Lækn-
ar þeír oa hjúkrunarkonur,
sem önnuðust hann urðu að
baðast og klæðast dauð-
hrein‘uðum fötum, áður en
þau fóru inn í klefann.
Læknar telja, að þessi að
gerð geti rutt brautina fyr-
ir flutning lifrar og fleiri
líffæra úr dauðum mönn-
um í lifandi.
i CHICAG0
jhm-St. Paul, 6. febrúar.
íslendingafélagið í Chicago held
ur þorrablót þann níunda febrú-
ar. íslenzkum mat hefur verið
flogið að heiman að vanda.
Skemmtun þessi er orðin það vin-
sæl hér ; norðvesturhluta Banda-
ríkjanna, að íslendingar úr mörg-
um ríkjum leggja á sig langa ferð
til að geta etið fylli sína af ís-
lenzkum mat.
Valdimar Björnsson, fjármála-
ráðherra, mun halda aðalræðuna.
Formaður félagsins er Valur
Egilsson, tannlæknir, í Chicago.
Blómlegt starf KEA
Framhald af 16. siðu.
ið við myndarlegt útibú á Greni-
vík og flutt í það, lokið við bygg
ingu hraðfrystihúss á Dalvík og
það tekið í notkun, mjólkur og
brauðbúð við Eiðsvallagötu breytt
í kjörbúð, opnuð ný matstofa í
Hafnarstræti 89 með sjálfsaf-
greiðslufyrirkomulagi, hafinn var
undirbúningur að nýrri kjöt-
vinnslustöð á Oddeyrartanga og
unnið að stækkun útibúa á Hauga
nesi, Grímsey og Hrísey.
Mörg mál eru á dagskrá á næst-
unni, svo sem að fjölga útibúum
á Akureyri, breyting á skrifstofu
og verzlunarhúsnæði þar og unnið
verður að nýrri og mjög stórri
mjólkurvinnslustöð á Glerárej'r-
um.
Eins og fyrr segir, eru félags-
deildir KEA nú 24 og er deildin
á Akureyri þeirra stærst. KEA
hefur verzlun, iðnað eða aðra að-
stöðu til atvinnureksturs á rúm-
lega 60 stöðum á Akureyri.
Kristmann
Framhald at i síðu
að hitta mann, sem ég þurfti að
tala við. Það er lítið gaman að
vera í París á þessum tíma, rétti
timinn þar er á vorin. Það er lítil
Parísarstemning, þegar maður
þarf að ganga á skóhlífum og vera
með trefil um hálsinn.
— Vinur minn frá Genóva sagði
mér í París, ag það borgaði sig
ekki að fara sunnar, því kuldinn
væri svo mikill. Ég fór því ekki
lengra en til Parísar.
— Já, ferðalagið heim með
Drottningunni var sérstaklega
skemmtilegt, sérstaklega meðan
við vorum í ísnum, sem náði langt
út í Skagerak. Fyrst fylgdi okkur
ísbrjótur. Sums staðar var ísinn
spannarþykkur en annars staðar
var bara hem. Aðeins einu sinni
varð skipið að snúa við og velja
aðra rák, og töfin alls var ekki
nema sex-sjö tímar.
— Þessir þrír-fjórir mánuðir
mínir erlendis ha2a verið vel
heppnaðir, en nú er ég kominn
heim, og verð ekki neitt á faralds-
fæti á næstunni.
Heimta biskup
Framhald at 1 síðu
holt og skocfanir komu einnig
fram um það, að biskupsstól-
arnir yrðu þrír, í Skálholti, að
Hólum og í Reykjavík. Bjarni
Benediktsson dómsmálaráð
nerra taldi marga annmark’a
á flutningi biskupsstólsins frá
Reykjavík en sagðist taka und-
ir við Eystein Jónsson, en
hann hafð; talið, að afhending
Skálholts : hendur Þjóðkirkj-
unnar myndi fremur verða t‘l
Framdrátfar því að biskupsstól!
vrði endurreistur í Skálholti
en hið gagnstæða. Frumvarpið
skyti alls ekki ioku fyrir þær
dyx-.
T°1
i! solu
5 herb og tvö eldhús
ásamt einu baSherbergi í
gamla bænum. Sér hita-
veita og sér inngangur.
eignarióð. 1. veðréttur
laus
Einbýlishús úr steini við
miðbæinn á góðri lóð.
2 herb og eldhús
Jarðir í Holtum, Flóa,
Hreppum og víðar
¥ elags-
fyndur
íFUF
-*• ALMENNUR
f é 1 a g s fundur
verður haldinn í
FUF í Reykjavík
föstudaginn 15.
febrúar, klukkan
8,30 í Tjarnar-
götu 26. Fundar-
efni: — Kosning
fulltrúa á flokks-
þingið. — Einar
EINAR Ágústsson, borg-
arfulltrúi, flytur ræðu um vænt-
anlegar kosningar í Reykjavík. —
Stjórnin.
ÁRSHÁTÍÐ
FRAMSÓKNARFÉLÖGIN í
Reykjavík halda árshátíð sína
föstudaginn 22. febrúar næstkom-
andi. — Árshátíðin verður hald-
in i GlaUmbæ. Til hennar verður
vandað sem bezt og verði stilÞ
i hóf. Munið: Árshátíðin verðtir
22. febi-úar.
FUNDURI F.U.F.
ALMENNUR félagsfundur verð-
ur haldinn í FUF í Reykjavík
föstudaginn 15. febrúar, klukkan
8,30 í Tjarnargötu 26. Fundarefni:
Kosning fulltrúa á flokksþingið. —
Einar Ágústsson, borgarfuIRrúi,
flytur ræðu um væntanlegar kosn-
ingar í Reytjavík. — Stjórnin.
Fleiri en einn
Framhald af 16. síðu.
ingar kvennanna á manninum oft
ærið óljósar.
f morgun játaði hinn handtekni
að vera valdur að megihluta árás-
anna, en síðar tók hann aftur þá
játningu. Yfirleitt var framburð-
ur hans mjög hringlandalegur og
mótsagnakenndur, enda virtist lög
reglunni maðurinn ekki vera
greindur. Þar sem flest bendir til
andlegrar vanheilsu mannsins,
vcrður hann látinn í geðrannsókn
hið fyrsta.
Lögreglan mun halda áfram að
tala við manninn, en jafnframt
leita sönnunargagna annars stað-
ar, þar sem framburður mannsins
er oft ærið vafasamur og óábyggi
legur. Verður reynt að ná sam-
bandi við fleira fólk, sem getur
gefið einhverjar upplýsingar. Á
meðan hefur maðurinn verið úr-
skurðaður í gæzluvarðhald.
í árásunum í vetur hefur aldr-
ei verið um líkamsmeiðingar að
ræða, heldur hefur aðeins verið
þrifið til kvennanna, en þeim
sleppt nærri samstundis.
Útvarpsgjöld
Framhald af 13. síðu.
gjöfull við okkur, að vegur á móti
allri sporðreisn okkar frægu ríkis-
stjórnar, vera hægt að sjá inn-
hcimtuliðinu hinu fjölmenna fyrir
jákvæðari ziðfangsefnum, jafnvel
hætta við að bjóða út varaliðinu
og spara þjófaleitina?
Reykjavík, 6. febr. 1963
Guðmundur Þorsteinsson
frá Lundi
Innilega þakka ég vinum og vandamönnum góðar
gjafir og vinarhug á 50 ára afmæli mínu 2. febr. s.l.
Lifið heil!
Sölvi Guttormsson, Síðu.
T í M I N N, föstudagurinn 15. febniar 1963.
15