Alþýðublaðið - 04.06.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.06.1940, Blaðsíða 4
ÞBIÐJUDAGUR 4. JÚNl 1940. Munið Alþýðuprentsmiðjuna h.f., ef þér þurfið að láta prenta. Alþýðuprentsmiðjan h.f. prentar fyrlr yður fljótt og vel. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Söngvar úr óperettum og tónfilmum. 20,00 Fréttir. 20.30 Útvarpsagan: „Ströndin blá“, eftir Kristmann Guð- mundsson, XV. (Höfundur- inn.) 21,00 Tónleikar Tónlistarskólans (úr dómkirkjunni): a) Són- ata nr. 4, D-dúr, eftir Han- del. b) Chaconne í g-moll, eftir Vitali. (Fiðla: Björn Ólafsson. Orgel: Páll ísólfs- , son.) 21,25 Hljómplötur: Nýtízku tón- list. 21,45 Fréttir. Dagskrárlok. Sigurður Sigurðsson hefir verið skipaður berklayfir- læknir frá 1. maí að telja. Samtíðin, 5. hefti yfirstandandi árgangs er nýkomið út. Efni: Háskóli vor á tímamótum, Þeir vitru sögðu, ís- lenzk æska, eftir Oddnýju E. Sen, Merkir samtíðarmenn, Drepsótt í byggðinni, saga eftir Brian Edsell, Lögmannsskemman, kvæði eftir Jörgen frá Húsum, Hvað er svefn leysi, eftir Paul Berra o. m. fl. Leikfélagið sýnir skopleikinn „Stundum og stundum ekki“ í kvöld kl. 8.30. Er það tuttugasta sýning. Ice-Follies heitir myndin, sem Gamla Bíó byrjar að sýna í kvöld. Aðalhlut- verkin leika Jean Crawford og James Stewart. Ennfremur skauta- hlaupararnir „The International Ice-Follies.“ Gúmiskögerðin Vopni Aðalstræti 16. Sími 5030. Allar gúmmíviðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. Sækjum. — Sendum. Enska. Kenni í sumar. ? i! ODDNÝ E. SEN, ■ j ;j Amtmannsst. 6. Sími 5687. « Laxfoss fer til Vestmannaeyja á morgun kl. 10 sd. Flutningi veitt móttaka til kl. 6. ST. EININGIN nr. 14. Fundur annað kvöld. Kosnir fulltrú- ar á Stórstúkuþing. Erindi: Pétur Brekkan. Æ.T. Danski sendiherrann de Fontenay og frú hans, taka eins og venjulega á móti gestum á morgun, 5. júní, á grundvallarlaga- degi Dana. Sjómannadagurinn var mjög víða um land haldinn hátíðlegur með mikilli viðhöfn, en hvergi mun þátttakan hafa orðið eins almenn og á ísafirði. Þar mættu á þriðja hundrað manna á útifundi. Það þótti nýstárlegt í Vestmannaeyjum, að reipdráttur var háður og var togast á yfir sjó milli tveggja byngja og urðu þeir, sem töpuðu, að falla í sjóinn. Hjúskapur. í síðastliðinni viku voru gefin saman í hjónaband á Akureyri, ungfrú Sigríður Ólafsdóttir og Hrólfur Sturlaugsson, rafvirki, frá Reykjavík. Hljómboðar heitir nýútkomið lagasafn eftir Þórarin Jónsson frá Háreksstöð- um. Útgefandi er höfundur sjálfur, prentað í Félagsprentsmiðjunni. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband frk. Laufey Jónsdóttir og hr. Albert Pálsson, bæði til heimilis á Ásvallagötu 11. OLYMPIULEIKAR SEINNI TÍMA. (Frh. af 2. s.) ust leikarnir næst takmarki sínu eftir að þeir voru endurreistir. Ungir menn báru hinn helga ol- ympiska eld frá Grikklandi til Ber línar, og vafasamt er, að Baron Pierre de Coubertin hafi lifað hamingjusamari stund, en þá, þeg- ar hann boðaði æsku heimsins til næstu leika í Tokio, Japan, 1940. Hann hefir varla rennt grun í það þá, að þjóð, sem tók að sér að halda upp hinum olympisku fána, tákni friðarins, skyldi hefja ófrið gegn friðsamri nágrannaþjóð. Jap- an afsalaði sér 1940 leikunum og Finnar áttu að fá uppfyllta sína heitu ósk um olympíuleikana í Hnsalelgnnefnd skip nð að uýju. OAMKVÆMT hinum nýju húsaleigulögum, sem nú eru gengin í gildi, hefir húsa- leigunefnd verið skipuð að nýju. Hæstiréttur hefir tilnefnt formann nefndarinnar ísleif Arnason prófessor og til vara Kristján Kristjánsson fulltrúa. Ríkisstjórnin hefir skipað þá Guðmund R. Oddsson forstjóra og Guðmund Eiríksson tré- smíðameistara og til vara Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúa og Ragnar Þórarinsson trésmið. Kappleikir í kvðld. jU’ NN varð að fresta kapp- leiknum milli K. R. og Fram, sem átti að fara fram í gærkveldi. Nú er ákveðið að halda kapp- leikinn í kvöld. Verður úrslitakeppnin í þess- ari umferð síðan háð annað kvöld milli Víkings og Vals. sínu eigin landi. Heimsstyrjöldin síðari brauzt út, en Finnar ætl- uðu ekki að láta það á sig fá. Ekkert var þeim kærara, en að fá rússneska keppendur. Rússar komu í veg fyrir, að úr þessu yrði með árás sinni á Finnland. Pierre de Coubertin lifði ekki að sjá þessa síðustu atburði, en vonandi koma þeir, sem halda uppi starfi hans og láta ekki olympiska eld- inn slokkna, þrátt fyrir ófrið og hörmungar. B. S. G. LOFTÁRÁSIN Á PARÍS. Frh. af 1. síðu. ið gerð á aðalflugvöll borgarinnar og nokkra aðra hernaðar- lega þýðingarmikla staði. En Frakkar segja, að sprengikúl- urnar hafi fallið víðsvegar um borgina, sérstaklega í vestur- hluta hennar. Og því var lýst yfir í París í gærkveldi, að hjá því gæti ekki farið, að þýzkar borgir yrðu að gjalda slíkrar árásar. 45 manns eru taldir hafa beðið bana í loftárásinni og 149 sagðir vera meira og minna særðir. Loftárásarmerkið var gefið í París skömmu eftir hádegið í gær og er fullyrt, að fólkið hafi tekið árásinni með furðanlegri ró. Margir hefðu þó hraðað sér til loftvarnabyrgjanna, en aðrir setið kyrrir í kaffihús'um og matsölustöðum, og hvergi hrært sig. Loítvarnabyssur borgarinnar hófu þegar í stað skothríð á á- rásarflugvélarnar, en þær flugu svo hátt, að þær sáust ekki af götum borgarinnar. Skömmu seinna fóru franskar orustu- flugvélar einnig á loft og telja Frakkar að 17 þýzkar flug- vélar hafi verið . skotnar niður yfir borginni og í ná- grenni hennar áður en loftárás- inni var hætt. Sendiherra Bandarlk]- anna slapp með naum- indum. Sprengikúlurnar komu víðs- vegar niður á íbúðarhverfi borgarinnar og hittu til dæmis 6skólahús og biðu 10 börn bana í einu þeirra. Ein sprengikúlan kom niður á veitingahús, þar sem Mr. William Bullit, sendi- herra Bandaríkjanna, sat við hádegisverð ásamt Vuillemin, flugmálaráðherra Frakka. Fór kúlan í gegnum loft veitinga- salsins og kom niður örskammt frá sendiherranum, en svo ein- kennilega vildi til, að hún sprakk ekki. Töluvert tjón varð á húsum rúður brotnuðu, jafnvel inni í miðri borginni, og götur eru víða með djúpum gígum eftir sprengikúlurnar. DUNKERQUE. (Frh. af 1. s.) er um að ræða, voru aðallega notuð tiltölulega lítil herskip, að- allega tundurspillar og ýms skip smærri tegundar. Alls fórust 6 tundurspillar við flutningana og hefir þriggja áður verið getið, ! en hinir eru „Keith“, 1400 smál. * „Basilisk" 1360 smál. og „Ha- 1 vock“ 1340 smál. Hafa Bretar þá misst 20 tundurspilla af 179, sem þeir áttu í stríðsbyrjun. 4 HAIHU BIO ICE-FOLLIES með JOAN CRAWFORD og JAMES STEWART. Enn fremur hinir heims- frægu skautahlauparar „The International Ice- Follies“. m éyja bio em 1 Hn ef al eikam el starinn „KID GALAHAD“. Aðalhlutverkin leika: Bette Davis, Edward G. Robinson, Jane Bryan, Humphrey Bogart og Wayne Morris. Börn fá ekki aðgang. Jarðarför móður og tengdamóðir okkar, ekkjunnar Álfheiðar Stefánsdóttur frá Kirkjubrú á Álftanesi, sem andaðist 21. maí, fer fram frá dómkirkjunni fimmtudaginn 6. júní og hefst með húskveðju á heimili hennar, Laugavegi 147 A, kl. 1% e. h. Jarðað verður í gamla garðinum. Reykjavík, 4. júní 1940. Fyrir hönd barna og tengdabarna. , Hallur Jónsson. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. StnndBm op stundnm ekhi Sýning annað kvöld klukkan 8%. LÆKKAÐ VERÐ. Aðgöngumiðar frá 1,50 seld- ir frá kl. 4 til 7 í dag. Vegna Jarðarfarar verða skrifstofur vorar lokaðar frá kl. 12 á hádegi á morgun. Sjóvátrygoingarfélag íslands H.f. telja, að frekar megi spara flestar aðrar fæðu- tegundir en MJÓLK OG MJÓLKURAFURÐIR. Þetta ætti hver og einn að hafa hugfast, ekki sízt nú. Berið mjólkurverðið saman við núverandi verð á ýmsum öðrum fæðutegundum og minnist þess, að verðið á skyri og mjólkurostum er enn- þá óbreytt. FORNSALAN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuð húsgögn, lítið notuð karlmanna- föt o. fl. Sími 2200. ÚTSVARS- OG SKATTA- KÆRUR skrifar Pétur Jakobs- son, Kárastíg 12. ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.