Alþýðublaðið - 06.06.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.06.1940, Blaðsíða 4
FIMMTUDAOUR 6. JÚNI 1940, Munið Alþýðuprentsmiðjuna h.f., ef þér þurfið að láta prenta. FIM TUDAGUR Næturlæknir er í nótt Axel Blöndal, Eiríksg'ötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.45 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Garðyrkjuerindi (Jóhann Jónasson ráðunautur). 20.45 Einleikur á píanó (Fritz Weisshappel): Sónata eftir Grieg. 21,00 Frá útlöndum. 21,2.0 Útvarpshljómsveitin: Dans- sýningarlög úr óperunni ' Faust, eftir Gounod. Foreldrar, sem óska eftir að koma börnum á barnaheimili Vorboðans í sum- ar, vitji umsóknareyðublaða á skrifstofu V.K.F. Framsókn 1 Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu frá 10. til 17. þ. m. kl. 5—7 alla dagana. Frú Oddný -E. Sen, Amtmannsstíg 6, kennir ensku í sumar. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn í dag kl. 5 í Kaupþingssalnum, 10 mál eru á dagskrá. Fimmtudagsklúbburinn heldur dansleik í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 10. Hefndin heitir æfintýraleg kúrekamynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðal- hlutverkin leika'Dick Foran, Alma Lloyd, AddiSon Richard o. fl. PréntviHá varð í gær í blaðinu í grein um Kibs-kvartettinn. Stóð þar ,.sex- fætt“, en átti auðvitað að vera sex- tett. Forðum í Flosaporti, revyan 1940 verður sýnd í kvöld kl. ,8y2. Lúðrasveitin Svanur leikur á Austurvelli í kvöld kl. 8.30 undir stjórn Karls O. Runólfs- sonar, ef veður leyfir. I. O. 6. T. FREYJUFUNDUR annað kveld kl. 8, (ekki 8.30). venjuleg fundarstörf. Komið með inn- sækjendur. Að fundi loknum hefst afmælisfagnaður stúk- unnar: Kaffisamsæti, ræður, söngur. Br. Brynjólfur Jó- hannesson skemmtir. Dans. Félagar! Fjölmennið! Hafið með ykkur gesti. Æðstitempl- ar. ♦--------------------♦ FRAKKAR og frakkaefni. Úrval af sumarkjólum á Lager. Versl. Sullfess Austurstræti 1. ♦---------—-----------♦ HLUNNINDI VEGAVINNU- MANNA. Frh. af 3. síðu. ustu ríkisins, ver'ður niöurstaöan þessi: Skrifstofumaöurinn, er not- ið getur allra aðhlynningar á heimili sínu, hefir 2—3 stundum styttri vinnudag, en verkamað- urinn, og að jafnaði hærra kaup fær frían seinnihluta laugardags- ins og hálfsmánaðar sumarleyfi. Er þessi mikli kjaramunur rétt- látur? Hver getur með góðri sam- vizku svarað þeirri spurningu ját- andi? Það virðist óneitanlega sann- gjarnára, að lengja stuttan vinnu- tíma skrifstofumanna, ef ríkinu er annars nauðsynlegt að spara á þennan hátt, og afnema sum- arleyfi þeirra, heldur en lengja vinnutíma verkamanna og af- nema hlunnindi þeirra. En ég ætla, að hvorugt sé rétt. Þó vera kunni að lengja mætti starfstíma á -skrifstofum með þeim árangri að afköstin aukist, væri mjög óheilbrigt að afnema sumarfríin og laugardagsfríin, sem eru skrifstofufólkinu nauð- synleg til hvíldar og andlegra hressingar eftir lamandi starf. En hvenær verða allir opinberir starfsmenn aðnjótandi slikra hlunninda? Það er athyglisvert að eitt mesta menningarríki álf- unnar greiðir árlega nokkrar millj. króna vegna sumarleyfa starfsmanna sinna, án tillits til þess hvort þeir hafa hvítt um hálsinn eða eru í vinnufötum. Ef hætt verður að flytja verka- mennina heim um helgar spar- ast nokkuð, en þó ekki jafnmik- ið, og fjárveitinganefndin vildi vera láta. Því í fyrsta lagi not- ar þennan rétt ekki nema nokk- ur hluti vegagerðarmanna, þeir er heimili eiga í því héraði, er !unnið er í. Og í öðru lagi eru svo þessar ferðir notaðar um leið til að flytja að matvæli til vik- unnar. Þegar þetta tvennt er þannig sameinað verður . lítill aukakostnaður að flutningi mann- anna. Framhjá því verður heldurekki komist að verkamaðurinn, er vinnur langt frá heimili sínu í annara þágu, eigi nokkurn rétt á ókeypis flutningi heim til sín. En hve margir ætli fallist á þau rök, að sjómennirnir geti með jafnmiklum rétti krafist, að þeir séu fluttir af miðunum til hafnar hvert laugardagskvöld, hvernig, sem á stendur? Það þarf meira en meðal andríki til að gera slíkt sennilegt. Því eins og kunnugt er, er vinnutími sjömanna háð- ur veiði og veðurfari. Verðaþeir oft „að hafa dagaskipti viðdrott- inn sinn“ og fiska hvern dag, sem fært er, án tillits til helgi- daganna, og hvíla sig þegarvelði og veður bregst, og það oft vik- um saman. , Á þrengingartímum verðurþjóð in að krefjast þess, að hver ein- staklingur geri skyldu sína og færi fórnir, hver eftir sinni getu til heilla heildinni. Slíkar fórnir færa verkamennirnir nú daglega möglunarlaust eins og vera ber. Með ákvæðum gengislaganna var kaup þeirra raunverulega lækk- að og réttur þeirra til samninga um kjör sín af .þeim tekin í bili. Þeir viðurkenna nauðsyn þessa eins og ástendur og sýna með því fullan þegnskap. En getur þá verið réttmætt að þrengja kosti þeirra enn með því að reita af þeim hlunnindi, sem þeir hafa notið mörg undanfarin ár samkvæmt gerðum samningi við ríkið sjálft? , Fari hins vegar svo, að greiðslugeta ríkisins þverri að mun, og það neyðist til að skamta laun starfsmanna sinna úr hnefa, svo þeir almennt verði að neita sér um ýms þægindi og munað, sem nú tíðkast með- al „betri borgara“, þá stendur tæplega á verkamönnunum að slá af sínum takmörkuðú rétt- indum til lífsþæginda, svo þjóð- inni megi betur farnast. Hverjum vinnuveitanda er það . mestur hagur að mæta kröfum starfsmanna sinna með skilningi og samúð og gera alla aðbúð þeirra, andlega og líkamlega, svo góða sem bezt má verða, án alls óhófs. Á þann hátt, án lögþvingunar, mun fást sá vinnufriður og sú samstilling kraftanna, sem þjóð- in þarfnast til menningarlegs vaxtar og þroska í nútíð og fram tíð. Gamall verkstjóri. CAMLA ICE-FOLUES með JOAN CRAWFORD og JAMES STEWART. Enn fremur hinir heims- frægu skautahlauparar „The International Ice- FolIies“. NYJA BiO Hefndin. Spennandi og æfintýrarík cowboymynd. Aðalhlut- verkið leikur hinn karl- mannlegi og djarfi cow- boyleikari DICK FORAN, ásamt Alma Lloyd, Addison Richard o. fl. Aukamynd: ÞJÁLFUN HERNAÐAR- FLUGMANNA. Hernaðarmy nd. Börn fá ekki aðgang. FIMMTUD AGSD ANSKLÚBBURIN N DANSLEIKUR í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöid klukkan 10. Aðgöngumiðar á kr. -g K A seldir eítir kl, 8 í kvöld N.B. Olvuðum mönnum stranglega bannaður aðgangur. G.T.H., eingöngu eldri dansarnir, verða í G.T.-húsinu laugardagskvöldið kl. 10. Áskriftalisti og aðgöngumiðar frá kl. 2. Sími 3355. — Ágæt hljómsveit. Rejrklavik — Aknreyri. Hraðferðir daglega um Akranes og Borgarnes. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. HANNES Á HORNINU Frh. af 2. síðu. „MÉR ER SAGT, að lögreglu- lið bæjarins sé allfjölmennt, og víst er um það, að nægilega er það kostnaðarsamt bænum. En það virðist verða þeim mun dugminna, sem það er mannfleira. Og svo mikið er víst, það virðist vera tilviljun (eða óviljandi), ef lög- regluþjónn skiptir sér nokkuð af því, sem fram fer í kringum hann. Lögregluþjónarnir ganga eins og menn í svefni. Og nýi lögreglu- stjórinn. Hefði ekki verið betra að lofa honum að sýna fyrst, að hann hefði eitthvert vald á því starfi, sem búið er að fela honum, áður en farið væri að troða honum í önnur störf, sem ein væri nægileg hverjum meðalmanni. Á ég þar við formennsku loftvarnanefndar. Það verður að krefjast þess, af lög- reglustjóra, að hann hafi eftirlit með því, að lögregluþjónarnir geri skyldu sína. Sjaldan hefir þess verið meiri þörf en nú. Ég mun síðar benda á fleiri atriði og ein- stök dæmi um sofandahátt og slóðaskap starfrækslu lögreglumál- anna hér í bænum, ef ég fæ rúm fyrir þær línur.“ Hannes á liorninu. ÚTSVARS- OG SKATTA- KÆRUR skrifar Pétur Jakobs- son, Kárastíg 12. Sýning í kvöld klukkan 8%. Lægra verðið eftir kl. 3 í dag. Sími 3191. Nýr lax GÚRKUR RABARBAR K|ot & Fisksar Símar 3828 og 4764. Bann Hér með er öllum stranglega bönnuð veiði í Leirvogsvatni og er tilgangslaust að leita til okkar eftirleiðis um leyfi í því skyni. 6. júní 1940. Hálfdán Helgason, Mosfelli. Jónas Magnússon, Stardal. Barnaheinrili Vorboðans vantar kennara, matreiðslukon- ur og starfsstúlkur á 2 barna- heimili í sumar. Tilboð ásamt kaupkröfu sendist í lokuðu um- slagi merkt „Vorboðinn“ á skrifstofu V.K.F. Framsókn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, opin kl. 4—6, fyrir 11. þ. mán. NEFNDIN. Happdrætti Máskéla Islands. Níi ern aðeiis 3 sSIodagar ettir fyrir 4. flokk. Munið að endurnýja áður en þér Varið ár bænum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.