Alþýðublaðið - 08.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.06.1940, Blaðsíða 3
LAUGAKDAG 8. JÚNÍ 194» ALÞYÐUBLAÐIÐ ---------AIÞÝÐUBLAÐIÐ ----------------------- Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN H . ? . „í Oslo er allt rólegt“. Aðalfundur Útvegsbanka íslands h.f. verður haldinn í húsi bankans í Reykjavík laugardaginn 15. júní 1940 kl. 2 e. h. Dagskrá: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Útvegsbankans síðastliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyrir árið 1939. 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdastjórnar fyrir reikn- ingsskil. 4. Kosriing þriggja fulltrúa í fulltrúaráð og jafnmargra varafulltrúa. 5. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. § 6. Önnur mál. 5 é Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrifstofu bankans frá 11. júní n. k. og verða að vera sóttir í síðasta lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða ekki af- hentir nema hlutabréfin séu sýnd. Útibú bankans hafa um- boð til að athuga hlutabréf, sem óskað er atkvæðaréttar fyrir og gefa skilríki um það til skrifstofu bankans. Reykjavík, 8. maí 1940. F. h.fulltrúaráðsins. • *. » Stefán Jóh. Stefánsson. Lárus Fjeldsted. Dansleikur ' vVcr'- b'k'fe í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu annað kvöld — sunnudag- inn 9. júní. Hljómsveit undir stjórn Fritz Weisshappel. % Aðgöngumiðar frá kl. 7 annað kvöld. .j Danzaðir verða bæði gömlu og nýju danzarnir. s M UTSVARS- OG SKATTA- KÆRUR skrifar Pétur Jakobs- son, Kárastíg 12. DRENGJAFÖT, matrósaföt, jakkaföt, frakkar. Sparta, — Laugavegi 10, sími 3094. IVARSJÁ er allt rólegt,“ tilkynnti Paskievitsj, hershöfðingi Nikulásar fyrsta Rússakeisara, þegar hann hafði tekið Varsjá árið 1831 og kæft frelsishreyfingu Pólverja þá í blóði. Síðan eru þessi orð orðin við- kvæði allra kúgara og verkfæra þeirra, þegar í bráð eða lengd hefir tekizt að bæla niður frels- isbaráttu þjóðanna. ,,í Hollandi er allt rólegt," sagði Seyss-In- quart á dögunum, þegar búið var að brjóta vörn Hollendinga á bak aftur og Hitler hafði gert hann að landstjóra sínum á Hol- landi. Við höfum heyrt þetta svo oft utan úr heimi og vitum fyrir löngu, hvað það þýðir. En hér heima höfum við ékki átt því að venjast, að tuggin væru upp eftir örgustu blóðhundum sög- unnar svo blygðunarlaust fals um ástandið hjá þeim þjóðum, sem um lengri eða skemmri tíma hafa orðið að beygja sig fyrir ofureflinu og ofbeldinu. En nú er búið að ala upp svo andlega volaða hjörð hér heima á meðal okkar, að hana klígjar ekki við að flytja okkur slíkan boðskap um ástandií hjá þeim hluta írændþjóðar okkar í Nor- egi, sem nú verður að þola blóð- uga kúgun þýzka nazismans. ,,í Oslo er allt rólegt,“ segir Þá komum við aö slátraranum Churchill. f félagi við Lloyd George eyddi hann 100 niilljón- um sterlingspunda í hemað gegn rússnesku byltingunni. Þeir kost- uðu útgerð hvítliðanna, sem sóttu hart fram gegn rauða byltingar- hernum, slátruðu rauðliðum í hrönnum, enda hafði þeim nærri tekizt að hrinda sovétstjórninni, sem riðið hefði kommúnistabylt- ingunni að fullu. En í fyrra, p&g- ar kommúnistar heimtuðu sem ákafast, að ráðist væri með ó- fiiði gegn Þjóðverjum, og kröfð- 'ust í því skyni þjóðstjórnar í Bretlandi undir forustu Edens & Co., studdu þeir Churchill gegn Chamberlain, af því að hinn fyrr nefndi vildi berjast og slátra, en hinn síðar nefndi ekki, sem hefir meiri náttúru til að vera friðsamur og snyrtilegur kjöt- kaupmaður. En ef finnskir verkamenn máttu ekki gera slátr- arann Mannerheim að hernaðar- leiðtoga sínum, hvernig máttu þá brezkir verkamenn gera slátr- arann Churchill að sínum her- toga? , Þá er þaÖ slátrarinn Maisky. Hann barðist á sínum tíma með hvítUÖUm Churchills gegn sovét- stjórninni og gaf þá út ávarp, þar sem hann skoraði á vcrka- m«nn að baki rauða hcrnum að Þjóðviljinn í gær, og hefir það eftir sænskum kommúnista, sem hafði svo góð sambönd við þýzku nazistana, að hann fékk að fara inn í Noreg seint í apríl og „kynna sér ástandið í her- teknu héruðunum11, eins og kommúnistablaðið hér segir. Þar er nú ekki amalegt að vera undir stjórn þýzka hersins og þýzku leynilögreglunnar, eftir frásögn Þjóðviljans: „allt ró- legt .... og það ekki aðeins á yfirborðinu", „enginn hörgull enn á matvælum11, „ekkert hat- ur í garð þýzku hermannanna er sjáanlegt”, en „samúðin með Englandi .... minnkandi“ og „verkamennirnir mjög gramir við foringjana, sem flúðu .... og tóku með sér sjóðina“! Þarna sjá menn lýsingu Þjóðviljans í gær á Oslo undir stjórn þýzka innrásarhersins. Það er ekki alveg eins og þeg- ar hann var að lýsa innrás þýzka nazistahersins í Wien og Prag á undanförnum árum! En þá var Stalin heldur ekki bú- inn að gera vináttusamning sinn við Hitler. Nú er ekki verið að lasta stjórn þýzku leynilög- reglunnar, Gestapo, lengur. Það er yfirleitt eins og fólkið í Oslo hafi fyrst fengið frelsið, þegar hún kom þangað, ef trúa má lýsingu Þjóð- svíkja Lenín í tryggðum og gera uppreisn gegn honum og bolsé- vikum hans, þ. e. stinga þá í bakið. Og hefir margur hlotið slátraraheiti fyrir minni tilþrif. ÍEn í dag er hann uppdubbaður af félaga Stalin og spígspomr sem sendiherra Sovétríkjanna í sjálfu Stóra-Bretlandi. Ef Finnar mátiiu ekki hafa slátrarann og hvítliðann Mannerheim sem hers- höfðingja, hví mega þá Rússar hafa slátrarann og hvitliðann Maisky sem höfuðsendiherra sinn og talsmann á einum hinum þýð- ingarmesta pósti? Og svo er |>að sjálfur stór- 'mógúllinn og kjörfurstinn í sveit slátraranna, einn hinn stórvirk- asti slátrari, sem veraldarsagan kann frá að herma, sérfræðing- ur og heimsmeistari í þvi að hræra í blóði kommúnista. Slátr- arinn, sem hefir lagt niður við trog og bcinskorið flokk Len- ins, drepið þannig með tölu nær alla leiðtoga byltingarinnar 1917, þurrkað út frömuði og úrval og þar á meðal einkum andlega yf- irburðamenn kommúnistaf 1 okks Sovétríkjanna. Slátrarinn, sem stóð fyrir „hreinsuninni“ í Len- íngrad 1935, sem kostaði 90 þús- undir mannslífa. Slátrari lciðtoga verkalýðsfélaga, marxistiskra Viljans. Þjóðverjar „hafa enn sem komið er engin afskipti haft af stjórnmálafé- lögum verkamanna eða verka- lýðsfélögunum", „verkalýðsfé- lögin .... mjög vel starfandi“, „met í fundarsókn11 og yfirleitt allt í bezta gengi, ef „foringj- arnir“ hefðu ekki „farið með sjóðina“. Þeir hefðu komið sér svo vel fyrir kommúnista. En rúsínan í Þjóðviljanum í gær er þó enn eftir. Þjóðverjar héldu því fram vikum saman, að þeir ættu ekki í neinu stríði við Noreg, þótt flugvélar þeirra og vélbyssur dræpu niður þús- undir Norðmanna, karla, kvenna og barna. Nú eru joeir að vísu löngu búnir að lýsa yfir stríðinu við Noreg. En Þjóðvilj- inn sér ekkert stríð af hálfu Þjóðverja í Noregi. Það eru bara „foringjarnir", þ. e. a. s. stjórnin og leiðtogar verkalýðs- félaganna, sem flúið hafa til Norður-Noregs og „halda það- an uppi stríði á landið með hjálp Breta“! Ef menn ekki trúa, þá líti menn bara í rit- stjórnargrein Þjóðviljans í gær. Það er sama sagan og í vet- ur, þegar Þjóðviljinn lét Finna ráðast á Rússa. „í Oslo er allt rólegt,“ segir Þjóðviljinn. Það er að minnsta kosti víst, að kommúnistar kunna vel við sig þar nú. Þeir fara áreiðanlega ekki til Norð- ur-Noregs til þess að „halda uppi stríði á landið með hjálp Breta". Þeir vilja heldur „end- urskipuleggja“ verkalýðshreyf- inguna í Oslo undir stjórn naz- ista. Enda hafa þeír aldrei not- ið þess trausts hjá norskum verkamönnum, sem þeir njóta nú hjá þýzku nazistunum. Og svo leyfir Alþýðublaðið sér að kalla norsku kommúnist- ana „svikara og verkfæri naz- ista“! Hvílík ósvífni! Útbreiðið Alþýðublaðið. fræðimanna, samvinnufrömuða Sovétríkjanna, yfirforingja Rauða hersins .á sjó og landi og í lofti, ráðherra iðnaðarmála og at- vinnuvega, vísindamanna, rithöf- unda, kvenna. Slátrarinn, sem ,,af.greiddi“ fimm milljónir bænda hinni hinztu afgreiðslu. 1 stuttu máli: síátrarinn Stalin. Úr því aö kommúnistar dá tvo rússneska slátrara og mega heita tilbiðja annan þeirra sem guð sinn og drottin, hylla kín- verskan slátrara og síuddu um tíma enskan slátrara (sem hver um sig hafði einkum slátrað kommúnistum), hví máttu þá Finnar ekki öátalið hafa dálæti á sínum eina slátrara? Og að lokurn er það slátrarinn Hitler, ypparlegur lærisveinn Stalins, og hefir að sumu leyti orðið meistaranum fremri í iðn- inni. Má þar sérstaklega tilnefna hinar „raffineruðu", sadistisku pyndingar í sláturhúsum hans, sem annars staðar munu tæp- lega eiga sinn líka. Harold Nic- olson, brezkur þingmaður jafn- aðarmanna, diplómat og viðkunn- Ur menntamaður og rithöfundur segir um þetta eftirfarandi „typ- iska“ sögu: „Ég hefi kynnzt manni, sem verið hafði i fanga- búðum í Þýzkalandi, en slpppið þaðan og tekizt að flýja til Sviss. Ég hitti hann í París. Hann er aldurhniginn maður, lágur vexti ag ákaflega feitur. Þegar hann kom í fangabúðimar, var hann færður úr hverri spjör og skipað að skríða á fjórum fótum fram og aftur um herbergið. 'Ungir S. S.-menn, hinn gamli lífvörður Hitlers, skemmtu sér við að kag- strýkja hann meÖ votum hand- klæðum. Þá var honuni skipað að kasta af sér þvagi og spræna 'upp í munninn á gömlum Gyð- ingi, sem þar var og sætti sömu meðferð. Þegar hann neitaði því, voru þeir báðir barðir af misk- unnarlausri grimmd, unz þeir misstu meðvitund. Mér datt ekki i hug að festa trúnað á þessa furðulega ógeðslegu sögu,“ seg- ir Nicolson. „En siðan læfi ég heyrt með sannindum svo margt af sama tagi, að ég get ekki rengt hana“, Á þenna hátt og þvilikan hefir verkalýðshreyfing- |in í löndum þeim, er Hitler á lögsögu yfir, verið svívirt, hrjáð og hrakin svo og lýðfrelsi það, sem verkalýðshreyfingin grund- vallast á. Forustumennirnir hafa verið ofsóttir, pyndaðir, flænid- ir land úr landi, hnepptir ífjölra, neyddir til að farga sér sjálfir, „skotnir á flóttct“, Nú liggur öll Vestur-Evrópa flakandi í sáram og löðrandi í blóði undir járn- hæ.1 Hitlers, og má ekki á milli sjá, hvort rönd verður reist við, eða fyrir dyrum stendur hin mikla vá: hrun vestrænnar menn- ingar. Slátraranum Mannerheim liefir verið mjög legið á hálsi fyrir það, að hann leitaði aðstoðar þýzkra slátrara til að ráða niður- lögum andstæðinga sinna í borg- arastyrjöldinni í Finnlandi 1918 og tókst á þann hátt að drekkja verkalýðsbyltingunni þar í btóði. En ferst kommúnistum um að tala? Ef slátrarinn Stalin er eins og þeir telja, aðeins vegsamleg- ur fyrir bandalag sitt við hina þýzkw slátrara, sem litur út fyrír, að endist þeim til að drekkja gervallri Evrópu í blóði, fuílum tug þjóðlanda, og vissúlega fyrst og fremst verkalýð þessara landa, hver er þá sök slátrarans Mann- erheims fyrir bandalag hans við þýzka slátrara 1918 og blöð verkalýðs einnar smáþjöðar, sem þá var úthellt? Það er sannarlega erfitt að koma þessu heim og saman. Það er ein af hinum leiðu þrautum, sem guð hefir fengið mönnun- U'm að spreytu sig á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.