Alþýðublaðið - 12.06.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.06.1940, Blaðsíða 4
MIÐVTKUDAGUR 12. JÚNÍ 1940. Munið Alþýðuprentsmiðjuna h.f., ef þér þurfið að láta prenta. Alþýðuprentgmiðj an h.f. prentar fyrir yður fljótt og vel. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegsapótekum. ÚTVARPIÐ: 19.20 Hljómplötur: íslenzk lög. 20,00 Fréttir. 20,30 Útvarpssagan: „Ströndin blá“, eftir Kristmann Guð- mundsson, XVI. (Höfund- urinn). 21,00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 16, Es-dúr. eftir Mozart. 21.20 Hljómplötur: Harmoniku- lög. 21,45 Fréttir. Glímufélagið Ármann hefir æfingar á íþróttavellinum í frjálsum íþróttum fyrir karl- menn sem hér segir: Mánudaga, miðvikudaga, föstudaga kl. 8—10 e. h. og sunnudaga kl. 10—12 f. h. Ennfremur aðra tíma í samráði við kennara. Fyrir stúlkur eru æf- ingar í handbolta og frjálsum í- þróttum á þriðjudögum og föstu- dögum kl. 8—9 e. h. Málfundaflokkur Alþýðuflokksfé- lagsins heldur lokaæfingu í kvöld kl. 8 á venjulegum stað. Mætið stund- víslega. Dagheimili Sumargjafar eru nú að taka til starfa. Græna- borg og Vesturborg eru byrjaðar, en Austurborg, í Málleysingjaskól- anum, opnar á laugardag. Þann dag eifa börn, sm vilja dvelja þar dag eiga börn, sem vilja dvelja þar í sumar að mæta til viðtals kl. 10 fyrir hádegi. Þangað komast enn nokkur börn til viðbótar. — Steingr. Arason sagði í samtali við Alþýðublaðið í morgun, að Austur- borg væri tilvalið dagheimili. Þar eru góðir leikvellir með ágætu skjóli á marga vegu og húsið er gott. KIBS-kvartettinn endurtekur söngskemmtun sína í Gamla Bíó í kvöld kl. 7.30. Ægir, 5. tbl. þessa árs er nýkomið út, fjölbreytt að vanda. M. a. er grein um fituherzlu, eftir Óskar B. Bjarnason, Þegar íslendingar stund uðu handfæraveiðar á dönskum skútum. Athuganir um saltfisk- framleiðslu o .lf. HANNES Á HORNINU. Frh. a£ 2. síðu. „HVERGI ER VEGURINN eins mjór með tilliti tilvirðuglegrar umgengni karlmanns og kven- manns gagnvart hvort öðru eins og á baðstað, og þá fyrst og fremst þar sem um er að ræða aðeins þrönga sundlaug. Hvergi er tæki- færi til viðkynningar betra. Ótal árekstrar, viljandi eða óviljandi, — gefa tilefni til orðaskipta. Er lík- legt að hinir erlendu hermenn, sem ekki eru vanir svona „hispurs- leysi'. stúlkna" í heimalandi sínu, sýni stúlkum þeim, sem að framan getur, eða öðrum stúlkum sem á svipaðan hátt nálgast þá, tilhlýði- lega kurteisi, en á svona stað má ekkert út af bera, til þess að ekki veki algjört hneyksli hjá öllu sómakæru fólki.“ „SKYNSAMLEGA gagnrýni á ástand það, sem nú ríkir í Stund- h,llinni, sem ekki mun eiga sér neitt hliðstætt dæmi í víðri veröld, er nauðsynlegt.“ NÚ ER BÚIÐ að planta út á Austurvelli og er fólk stranglega áminnt um að ganga vel um völl- inn og forðast hverskonar rask þar. Útbreiðið Alþýðublaðið. ÍTALÍA OG BRETLAND. EndurteKnar italskar loft árásir i Malta. Af hernaðaraðgerðum af hálfu ítala spurðist ekkert í gær, fyrr en Bretar tilkynntu í gærkveldi, að ítalskar flugvél- ar liefðu gert endurteknar árás- ir á hamraeyjuna Malta í Mið- jarðarhafi, suður af Sikiley, þar sem Bretar hafa hina frægu flotastöð sína. Bretar telja tjónið af þessum loftárásum hafa verið óveru- legt. Flestar sprengikúlurnar hefðu fallið í sjóinn. Tvær ít- alskar flugvélar hefðu verið skotnar niður. í ítölskum tilkynningum var ekki skýrt frá þessum loftárás- um fyrr en í morgun. í allan gærdag biðu menn eftir fyrstu hernaðartilkynningu ítala, sem boðað hafði verið í gærmorgun að væri í þann veginn að koma. Seint í gær kom hún loksins og var á þá leið, að ítalska her- foringjaráðið og ráðuneytin hefðu verið flutt frá Rómaborg til annars staðar, sem ekki var nefndur. í London var gert gys að því, að Mussolini og menn hans hefðu ekki þorað að hald- ast við í Rómaborg af ótta við loftárásir, þótt þeir hefðu fyrir löngu fullvissáð íbúa hennar um það, að hún væri örugg fyrir slíkum árásum. ítðlsk loftárás 1 niisyrip nm á Genf i nétt?! Aðvaranir um loftárásir voru gefnar í Rómaborg kl. 1.45 í nótt, en að tuttugu mín- útum liðnum voru gefin merki um, að hættan væri liðin hjá. Loftvarnabyssur voru ekki teknar í notkun. Öll ljós v«ru slokkt í borginni. Flugvélar, sem menn vita ekki deili á, en talið er líklegt, að hafi verið ítalskar, gerðu loft árás á Genf í Sviss og' nágrenni hennar í nótt. Nokkrir menn biðu bana og særðust. ðrð ðaribaldís. I brezkum blöðum er farið hörðum orðum um framkomiu Mussolini. „Daily Telegraph" minnir á or'ð Garibaldis, sem sagði: „Bölvaður veri sá ítali, sem berst gegn Bretlandi“. Það Frh. af 1. síðu. muni koma í Ijés, segir blaðið, að Italir bölvi Mussolini. „Daily Herald“ ávarpar Mussolini og segir, að í 18 ár hafi hann æft ítölsku þjóðina og búið hana undir að berjast fyrir sig, til þess að hann næði því marki að verða voldugur sem Cæsar, en hann hefði farið að þessu eins og ameríski glæpakóngurinn A1 Capone, og með hans aðferðum dragi hann ítölsku þjóðina inn í styrjöld. „Times“ segir, að stríðs- yfirlýsing Mussolini sé eins sví- virðileg og nokkur annar glæp- ur sögunnar. ÍSLANDSGLEMAN Frh. af I. síðu. arar göfugu íþróttar. Þetta mót mun þó hreinsa slíkt illgresi úr hugum flestra, því að nú var vel glímt af öllum aðiljum. Reykvík- ingamir glíma fast og af miklum krafti, en utanbæjarmennirnir flestir léttar. Einn af dómurum fegurðarglimunnar sagði á eftir, að hann hefði oft áður lagt til, að engin fegurðarglímuverðlaun yrðu veitt, en nú gæti hann með ánægju veitt nær hverjum ein- asta manni þau. Þessi orð reynds manns tala sínu máli. Þótt ut- anbæjarmennimir færu ekki með sigurverðlaun heim, þá hafa þeir allir farið sæmdarför. Þeir glímdu allir vel, og spennandi verður að sjá þá aftur með meiri þekkingu og reynslu. — Það er eins og mörgum finnist þessi glíma forboði betri ára fyrir þjóðaríþrótt okkar, og víst er, að allir ungir glímumenn (þeir vilja aldrei viðurkenna, að þeir séu gamlir) hafa fullan hug á því, að svo verði. Lýsingu á glímunni var út- varpað. Á eftir var glímumönnum hald- ið samsæti, þar sem margar hvetjandi ræður um glímuna vom haldnar. ÖLL BÖRN í SVEIT Frh .af 1. síðu. blaðinu í gær hefir ríkið þegar lofað að leggja fram 10 þús. kr. til þessarar starfsemi, en það er allt of lítíð. Þá hefir bærinn og lofað góðum stuðningi. Framkvæmdanefndin hefir á- kveðið að efna til allsherjar fjár- söfnunar hér í bænum um aðra helgi, og verður þá að vænta þess, að hver Reykvíkingur styðji að þessarí starfsemi af fremsta megni. Verður nánar sagt síðar hvern- Ig fjársöfnuninni verður. hagað. anum. Það var tilkynnt í London í gærkveldi, að ítalir væru búnir að missa 27 kaupför, sem flest hefðu verið tek- in í brezkum höfnum eða á höfum úti, en sumum þó verið sökkt af sínum eigin skipshöfnum eftir þýzkri fyrirmynd. í morgun voru ítalir búnir að missa 30 skip. Þá var og tilkynnt í gærkvöldi, að brezk herskip hefðu lagt tundurduflum víðs vegar meðfram ströndum Ítalíu og ítölsku nýlendnanna í Afríku, þar á meðal inni í Adríahafi, sem ítalir hafa talið lokað haf sitt, meira að segja úti fyrir Fiume, við botn þess. Enn fremur við suðurodda Ítalíu, Sikiley, Albaníu, Libyu og í Rauðahafi, úti fyrir Erythreu. í morgun var tilkynnt í London, að sett hefði verið hafnbann á alla Ítalíu, svo og nýlendur hennar, og yrðu allar ítalskar vörur gerðar upptækar á sama hátt og þýzk- ar síðan í vetur, hvort sem þær væru á leið til ítalskra hafna eða frá. IGAMLA BIO Á flótta. (Prison Farm). Spennandi amerísk saka- málakvikmynd. Aðalhlutverkin leika: Lloyd Nolan, Shirley Ross og John Howard. Aukamynd: Skipper Skræk-teiknimynd Börn fá ekki aðgang. H NtJA BIO I Casino I de París. Hressandi og fjörug amer- ísk tal- og söngvamynd. — Aðalhlutverkið leikur lang- frægasti „Jazz“-söngvari Ameríku AL JOLSON, ásamt Ruby Keeler, Glenda Farrel o. fl.l Jarðarför móður minnar, Halldóru Jónsdóttur, Barónsstíg 20, fcr fram frá fríkirkjunni á fimmtudaginn 13. þ. m. og hefst á heimili hinnar látnu kl. 4 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Erlendína Jónsdóttir. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. Stnodum tf stnndum ekki Sýning í kvöld klukkan 8V2. Aðgöngumiðar frá 1,50 stykkið Seldir frá kl. 4—7 í dag. Revyan 1940 Sýning annað kvöld kl. 8.30. — Að- göngumiðar í dag frá kl. 4—7. Síðasta sinn. Sími 3191. DRENGJAFÖT, matrósaföt, jakkaföt, frakkar. Sparta, — Laugavegi 10, sími 3094. Verkafélk! Ráðningarstofa landbúnaðar- ins í Alþýðuhúsinu er opin kl. 6—9 síðdegls alla virka daga nema laugardaga. SÍMI 13 2 7. Margar ágætar vlstir í boði. Athugið verðlagið á Grettis- götu 2, áður en þið kaupið í búið. Gunnar Jónsson frá Foss- völlum. Útbreiðið Alþýðublaðið. FORÐUM í FLOSAPORTI. SÍÐASTA SINN. Blómastöðin Blágresi, Njáls- götu 8c: Allskonar plöntur til sölu næstu daga: Rabarbar; Blómkál, ennfremur margar blómategundir. FORÐUM í FLOSAPORTI. SÍÐASTA SINN. MINERVA nr. 172. Fundur í kvöld. Framtíðarstarfið til um- ræðu. Mjög áríðandi að allir félagar, sem í bænum cru, mæti.. Æt. ST. FRÓN nr. 227. Fundur ann- að kvöld kl. 8.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.