Alþýðublaðið - 14.06.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.06.1940, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 14. JONi 1*4«. ALÞYÐUBLAÐIÐ Pað bezta verðnr ávalt Mýrast. DAGLEGA NÝTT: Nautakjöt Kindakjöt Bjúgu Pylsur Fars Alls konar álegg. Pantið í matinn í tíma. Pantið í hann í síma 9291 — 9219. Stebbabúð. Hárnet fín og gróf. NIEVA og PIGMENTAN sólarolíur. Sportkrem. Hreinsunarkrem. Dagkrem. Sitroncoldkrem. Tannkrem og rakkrem. BREKKA Glænýr Stntnngir Ýsa, Smálúða. Reyktur fiskur. Ennfremur EjSx Fiskhðllin Sími 1240 og allar. útsölur Jóns & Steingríms Ásvallagðtu 1. Sími 1078 Tjariarbúðin ■< i ’< I Sími 3570. Það bezta er aldrei of gott! Dagiega nýtt Nautakjöt Hakkað kjöt Hangikjöt Kjötfars Kjöt af fullorðnu. Kindabjúgu Miðdagspylsur Folaldakjöt Enn fremur allan áskurff. Jén Matliiesen. Símar 9101 9102. Útbreiðið Alþýðublaðið. Nýtt Alikálfakjöt. Nautakjöt. Lax og Rabarbari, mjög ódýr. Kjðt & Fiskur Símar 3828 og 4764. Allar nýlenduvörur ódýr- astar í verzluninni Bragi, Berg. 15. Sími 4931. ♦----———-------;———-------: Plöntur og grænmeti selt dag- lega frá kl. 9—12 á daginn við Steinbryggjuna og á laugardög- um einnig á torginu við Njálsg. og Barónsstíg. Oeta K.R. og falir iBiii Beykjavfknr- Við fáum að sjá pað i kvold á ibróttavellinum T KVÖLD kl. 9 hefst spennandi kappteilnxr á íþróttavellinum. Það eru félögin K. R. og Vaíur, meistaraflokkamir, sem eigast við. Allur ágóðinn af kappleikntim rénnur til íþróttasambands Is- iands. Mörgum mun leika forvitni á a& sjá þessi liö keppa nú. Hrak- farir beggja {tessara sterku fé- laga eru í fersku minni frá fyrrí umferö Reykjavikurmótsins, hrak- farir, sem komu mönnum alveg á övart. Siðari umferðin hefst í næstu viku, og nú er að sjá í kvöld, hvort þessi féiög bafa nokkra von tii að bæta aðstöðu sína frá fyrri umferði Umferðaslys í gærkveldi. Maður lærbrotnai*. T GÆRKVELBl vildi til það slys, að' maður tær- brotnaði í umferðarslysi. Hann var ásamt öðrum manni á bif- hjóli og fór það úet af veginum innan við bæinn. Slysið vildi til ftl. hálf níu í gærkveldi, vestan við Lækjár- hvammsbrúna. Mennirnir, sem á hjólinu voru, heiia Sigurður Benjamíns son, Hverfisgötu 73 og Vilhelm Wilson, Baldursgötu 28. Sigurð- ur ók bifhjólinu, en Vilhelm sat í hliðarvagni bifhjólsins. Þar, sem slýsið vildi til er beygja á veginum. Óku þeir Frh. á 4. síðu. ------UM DAGINN OG VEGINN------------------------ Kolin, koxið. verðlagið, hitaveitan og stríðið. Koma hitaveituskip- in? Mussolini og Matteotti. Margs að hefna á báða bóga. Dönsku fréttirnar í útvarpinu. Trjáplöntur frá Ameríku til gróðursetningar í íslenzkri mold. —------ATKUGANIR HANNESAR Á HORNINU.------------- MENN SPYRJA NÚ MJÖG um kolin, kaupin á þeim og verðið á þeim. Það stendur enn við það sama, að verið er að festa kaup á kolaförmum og er að Iík- indum búið að festa kaup á ein- hverju. Koksfarmur er kominn hingað og von er á kolaskipi þá og þegar. Enn hefir verðlagsnefhd ekki ákveðið verðið á hinum nýju kolum, en talið er víst að það verði þó nokkuð laegra en verðið hefir verið undanfarið og mun koksið líoma til greina við þann útreikn- ing, en verðið á því er miktu lægra en áðnr. EINS ER MEÐ HITAVEITTNA. Menn vita ekki með neinni vissu hvort það tekst að fá skipin frá Danmörku með efn'ið til hennar. Menn gera sér aðeins vonir una það, eftir þær viðræður, sem, fram hafa fárið rrri'lli viðkomandi aðilja. En miklir erfiðleikar eru á þessu eins og gefur að skilja og' á svona tímum er allt.í mjög mikilli ó- vissu. UM ÞESSAR MUNDIR vinna 300 verkamenn í hitaveitunni og, er unnið að því að steypa remi- urnar í skurðina og grafa. fyrir nýjum skurðum. Er vitanlega gott að búið sé að undirbúa allt sem. bezt, ef það tekst aö Cá hingað efn- ið, því að þá er hægt að taka. til óspilltra mál’anna og vinna af full- um krafti, eins og nú er unnið í hergagnaverksmiðjum Bretaveldis, að því að fullgera hitaveituna. Það geta komið þeir tímar hér, að hita-' veitan verði okkur jafnvel enn, dýr- mætari en við hefðum. þó haldiS. Churchill: hefir lýst því yfir. að Bretar myndu berjast í Fl'akk- landi. í Ehgjandi og ef með þyrfti og óvinirnir tækju England, myndi verða barizt í sjálfsstjórnarnýlend- unum. og á sjönum. Franski for- sætisráðherrann segir í boðskap sínum til Roosevelts, sem skýrt var frá hér í blaðinu í gær, að Frakk- ac muni fóerjast um llivert fóteál lands síns, ef þeir verði sigraðir þar, muni þeir berjast frá Norður- Afríku og ef með þurfi frá nýlend- unii Frafcka í Ameríku. HVAÐA ÞÝÐINGU liefir slíkur heimsófriður fyrir okkur. Ef styrj- öldin rennur í þennan farveg, verða kolanámumar brezku lokað- ar okkur að íullu auk alls annars — og þá er hætt við að mörgum verði kalt á klónum. Ef einhverjar landvættir eru til, þá ættum við nú öll að Ieggjast á bæn og biðja þær þess að við fáum allt efnið til hitaveitunnar innan iarra daga, því að margt er nú hægt .að þola ef við aðeins höfum hlýjuna. DAGINN SEM MUSSOLINI gekk í lið með Hitler og sagði Bretum og Frökkum stríð á hend- ur. voru liðín nákvæmlega 16 ár frá því er hann lét Iaunmorðingja vega ítalska jafhaðarmannafor- ingjann Matteoíti. Matteotti var glæsilegasti andstæðingur Musso- linis og óttaðist einræðisherrann hann mjög. Varð það til þess að hann lét myrða hann daginn eftir að Matteotti hafði ráðizt á hann í ítalska þinginu. Ernst Bevin, brezki verkalýðsforinginn, sem nú er vinnuiViálaráðherra Breta, sagði í ræðu í útvarpinu í London á þrið j udagskvöld, að það gleddi brezka og franska verkamenn að nú fengju þeir tækifæri til að hefna Matteottis og annarra níð- ingsverka ítalska fasismans á ít- ölskum verkalýð. Það er hætt við því, að margs verði að hei'na f stríðsl'ok,. hvor sem vinnur. EINN AF' ÖTALMÖRGUM örg- um hlustend'um skrifar mér: ,.Það er ekki beinlínis sómakært Ríkis- útvarpið okkar, er það lætur út- varpa- erléndu fréttunum á dönsku áffur en ísltenzkir hlustendur fá þær. I kvöld fékfc ég þannig á rúll- andi dönsku þá stórfregn, að Þjóð- verjar hefðu allan Noreg á valdi sínu og, að ítalir hefðu sagt Frökk- um og Ehgltendingum stríð á hend- ur. Ett ekki fengu þessar fregnir að ná> Jslenzkuxn eyruin á íslenzku fýrr- e-n alllöngu síðar í kvöld.“ „HVERNIG ER ÞAÐ? Geta ekki Grænlendingar sætt sig; við að fá sflaar dönsku fréttir að lokinni ciagskránni kl. 10? Ég hélt sannast að segja,. að þá heyrðÍKt. betur ti' Frb. á 4. síðtt. Áframhald greinarinnar é Logið í stállunga. Eftir Vilmund Jénsson, landlækni IV. Tveim dögum síðar, hinn 9. maí, þ. e. síðasta dag hins stutta sjálfstæðis- tímabils hinnar óháðu og hlutlausu ís- lenzku þjóðar, kom Tíminn út og í hon- um hvorki meira né minna en heill leið- ari um stállungað eftir hvorki meiri né minni mann en Jónas Jónsson, og þar lagt nokkuð á aðra leið en ég hafði gert út af hinum sama texta. Hér kló nú sá, er kunni og vissi, hvað hann var að fara. Ætt hins óvenjulega aðstoðarlæknis er rakin til hinnar „nafntoguðu Bol- holtsættar“ og til Ófeigs á Fjalli (þess, er lét hrossalýsingar í blöð, sem hann entist ekki til að greiða fyrir í lifanda lífi, og átti peysu, er helzt kynni að hafa jafnazt á við stállunga. Hann dó raun- ar í peysunni). Getið skyldleika hans við togaraskipstjóra og aflakónga (og ekki minnzt á, að þeir hafi nokkurn tíma komið nálægt íslenzkri landhelgi eða stungið stafni við í Grimsby). Minnzt á vist hans með Vestmönnum og dvöl á „rannsóknarstofu" (allt í Helj- arslóðarstíl), þar sem „störfuðu á fimmta hundrað læknar, en 80 þúsund- ir manna koma þar til rannsóknar ár hvert“ (það éru 100—200 sjúklingar á lælcni eða einn sjúklingur þriðja hvern dag, og þótti engum mikið, en sjálfsagt, kemur nú mismikið á hvern eftir verð- leikum og hlutur aðstoðarlæknisins þá ekki verið smár). Svo mikið er víst, að vestra stóð honum „til boða að ílengj- ast, en sem betur fer, dró ættarlöngun- in hann heim.“ Og hvílíkt happ! Hvenær hefðum við annars eignazt stállunga og getað notað okkur það? Aðeins fyrir það, að „Ófeigur Ófeigsson hafði fengið svo yfirgripsmikla menntun í ensku- mælandi löndum, tókst með þeim (hon- um og dr. Macintosh) kynning“. (Dr. Macintosh dvaldist hér einn dag, og þar skal nokkuð til). Fyrir það gat hann „sýnt honum sjúkrahúsið“. Fyrir það „kom þar, að enski læknirinn bauð að gefa Ófeigi stállunga“. Fyrir það er nú „þetta bjargtæki í höndum enskumæl- andi læknis í bæ eins og Reykjavík, þar sem oft er mikið um enska gesti“ (og mun vera annaðhvort, að stállúngað kunni „mannamál að tala“ líkt og „papagöja“ Jóns Indíafara, en skilji ekki nema enska tungu, eða nú eigi að fara að. taka þannig á móti enskum gestum í Reykjavík að setja þá í stál- lungað, og þykir mér þá eiga að fara að „tríta þá wel“, eins og landar okkar segja vestra). Ekki er gleymt höfðings- skap aðstoðarlæknisins og kvikinzku hinna, er „taka sem margföldust laun úr ríkissjóði fyrir sem minnsta vinnu“ (hér er sennilega átt við aðra lækna, ■’sem vinna fyrir Landsspítalann — þetta átt þú, Gottsveinn!) og munu meta það „Ófeigi lækni' til vanhyggju að hafa ekki þegið til persónulegra hagsbóta gjöf, sem var virði þúsunda í reiðu fé, heldur afhenaa verðmætið landinu. (Þykkt er nú smurt — hún var sjóvá- tryggð af sendanda fyrir 50 £ — og víst mundi einstakan mann kosta stór- fé að eiga gripinn. Ekki er heldur öll- um lánað ' það ímyndunarafl að sjá, hvað einstakur maður ætti við slíkt stállunga að gera — sem læknisáhald. Hann kynni helzt að geta notað það eins og Benóný Hamsuns kafarabúninginn: farið í því til kirkju). Þá fær heilbrigðiss t j ór rán sinn skammt deildan fyrir að vera ekki nógu viðbragðsfljót og snör í snúningunum við móttöku „bjíirgtækisins“ svo og yf- irlæknar spítalans fyrir að taka það ekki þegar 1 notkun (og slita þannig að óþörfu út úr lungunum í sjúklingunum! Með blygðun að segja, er ekki hægt að kalla, að það hafi verið notað enn). Og að lokum refsandi orð fyrir siðlaust at- hæfi heilbrigðisstjórnarinnar að hafa ekki þakkað aðstoðarlækninum gjöfina (sem hún fyrir hæversku hans hafði ekki heyrt hann orðaðan við, fyrr en hún las þessi ósköp í blöðunum, og hann er —- mirabili dictu — ekki farinn að afhenda enn). Er ekki eins og þeir séu úr einu efni og heilsteyptari en við hin- ir, þessir leiftursóknarmenn: aðstoðar- læknirinn, sem sér blygðun yfirlækna sinna, gengur þegar fram fyrir skjöldu og sýnir þeim, hvernig yfirlæknar vxð. sjúkrahús eigi að haga sér, og höfund- urinn, maður úti í bæ, sem skákar hispurslaust til hliðhr hlutaðeigandi yfirvöldum segjandi: „Og að lokum vil ég . . . gera það, sem ég hefi ekki orðið var við, að heilbrigðisstjórnin hafi gert, að þakka Ófeigi Ófeigssyni lækni fyrir að hafa sýnt með framkomu sinni í þessu máli, að það er hægt að verða íyrir þeim áhrifum af menningu Vest- manna, sern klæðir yel menningu íp-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.