Alþýðublaðið - 17.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.06.1940, Blaðsíða 3
•--------- ALÞYDUBLABIÐ -----------------i Ritstjóri: F. R. ValdemarEson. í ijarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (helma). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- urSson (heima) Sellandsstíg 16i 4903: Vilhj. S. Vilhjálm»- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. ,F. 4 ——------------------------------------♦ Þjóðhátíðardagur. JÓÐHÁTIÐARDAGUR okkar verður að þessu sinni hald- Jnn hátíðlegur á alvarlegri tímum en nokkru sinni fyr. Allt i kríngum okkur logar heimurinn af ófriði og vígum. Hvert land- tð á fætur öðru er beygt undir Járnhæl hernaðarlegs einræðis, sem stefnt er gegn öllu lýðræði og persónufrelsi, gegn siðfræði mannkynsins og trúarbragðum. Hver þjóðin á fætur annari er hnept í fjötra, gerð að þrælum í sínum eigin lönd- um, skipað fyrir tun trú og skoð- un og svift þeim réttindum, sem þær hafa talið heilögust. Pað er ekki úr vegi að við minnumst þessa sérstaklega í tiag á þjóðhátíðardegi okkar, á afmælisdegi þjóðhetjunnar, sem harðast barðist fyrir frelsi okkar og mestan þáttinn átti i þvi að endurheimta sjálfstæði þjóðarinn- ar eftir margra alda erlenda kúg- tin. Við eram svo litlir og vanmátt- s»gir, að við getum ekki rönd við reist, ef hemaðarstórveldí íekur hér land og skipar okkur fyrir um stjórnarfyrirkomulag, siðfræði og trú, en við getum þrátt fyrir það kappkostað, að vemda þann arf, sem hefir ver- ið gefinn okkur, að auka hann, gera hann fullkomnari og samrýma hann breyttum timum, þannig að þjóðfélagsskipun okk- ar sé réttlát og sem fullkomnust. Það er því mikils virði að við 'skitjum það einmitt nú, að það ©r ekki nóg að búa við stjórn- arfarslegt lýðræði, við verðum að stefna að vaxandi frelsi ■og velmegun fyrir alla þjóð- ina, því að ef ástandið er þann- *?. að aðeins örfáir geti notið þess frelsis sem lýðræðið gefur -okkur, þá nær það ekki tilgangi sinum. Lýðræðið verður að ná lengra en til stjómarfarsins, það verður að skapa fjárhagslegt lýð- ræði, lýðræði á sviði atvinnu- miálanna, engu síður en á sviði -itjórnmálanna. Að þessu sinni verða hátíða- höld okkar sérstaklega hátíðleg og minnisstæð. Við vígjum hina nýju byggingu háskóla okkar, æðstu menntastofnunarinnar i landinu, sem nú fær fyrsta sinni eigið húsnæði. Við þessa menntastofnun, í hinum nýju húsakynnum, em tengdar mikl- ar vonir. Við væntum þess að nú skapist henni meiri mögu- leikar til afreka, við vonum að húin geti í framtíðinni orðið meira leiðarljós fyrir þjóðina en hún hefir verið þau 29 ár, sem hún hefir starfað. Það var Jón Sigurðsson, sem Mgði, að háskólinn yrði því að- «ins háskóli, að hann gæti orð- tð skóli allrar þjóðarinnar. Sú hMgsjón er einmitt í dag ríkari í hugum okkar Islendinga en nokkru sinni áður, einmitt vegna þess að við treystum lýðræðinu og mætti þess til að gefa öllum einstaklingum jafnt tækifæri til menntunar og þroska. Það er rétt að játa, að þetta hefir mið- ur tekist til þessa, synir og dæt- ur alþýðustéttanna hafa átt ógreið ari aðgang að menntastofnunum en synir og dætur þeirra sem betur hafa verið efnum búnir. Ef slíku heldur áfram munu marg ir góðir -hæfileikar fara í súg- inn, menntastétt þjóðarinnar verða ver skipuð og þar með menning þjóðarinnar minni. Þetta er hægt að forðast með auknu fjárhagslegu lýðræði, auk- inni atvinnu og réttiátara kaup- gjaldi fyrir alþýðustéttirnar. Ef þetta verður framkvæmt þurfa miklir hæfileikar ekki að fara í súginn fyrir efnaleysi og fátækt. Einmitt i dag eigum við að gera okkur grein fyrir þessum málum, þetta er þjóðhátiðardagur okkar, afmælisdagur þjóðhetju okkar, vigsludagur fegursta hofs, er við höfum nokkru smni reist, hínn- ar nýju háskólabyggmgar. Við eigum einmitt í dag að strengja þess heit að vinna að meiri jöfnuði meðal landsins bama, auknu frelsi til sjálfs- íbjaigar og siita þá fjötra er hneppa menn í þrældóm og draga úr þroska þeirra og mættí. I dag fáum við að sjá blóm- ann úr Réykjavik, æs'kulýð höf- uðstaðarins, ganga fagran og tígulegan ttm götumar. Það em miklar vonir tengdar við hann, eins og það eru miklar vonir tengdar við stjómskipulag okkar og háskólans sem við vigjum með mikilli viðhöfn í í dag. ** Hárnet fín og gróf. NIEVA og PIGMENTAN sólarolíur. Sportkrem. Hreinsunarkrem. Dagkrem. Sitroncoldkrem. Tannkrem og rakkrem. BREKKA Ásvallagötu 1. Simi 1678 TjarnarM&in Shni 3570. ) DEENGJAFÖT, matrósaföt, jakkaföt, frakkar. Sparta, — Laugavegi 10, sími 3004. ALÞYÐUBLAÐIÐ manudagur 17. júni 194». HáskAlinn er llstaverk. ---♦--- En það hefir kostað 1,6 millj. krðna. Nýja háskólabyggingin. EGAR ÉG GEKK um ■ ■ háskólabygginguna ný- lega og skoðaði undrandi alla þá dýrð, sem þar er að líla, voru menn og konur úr flest- um iðnaðar- og starfsstéttum borgarinnar að vinna þar. Menn struku dyraumbúnaði, fægðu veggi, skreytiu loft, aðgættu rafleiðslur, bónuðu gólf, nudduðu af málningar- bletti og ryk, auk f jölda margs annars. Þarna voru ungar og gamlar þvottakon- ur, gamlir og gráhærðir múr- arar, trésmiðir, málarar, raf- magnsmenn, símalagningar- menn, verkamenn, yfirleitt menn af flestum stéttum. Það var verið að fullbúa þetta musteri, annað nafn geí ég ekki gefið þessari miklu byggingu, undir vígsluna, sem á að fara fram í dag og hef jast klukkan 2,30 og verður athöfn- inni allri útvarpað. — Þá get ég glatt almenning með því, að í dag klukkan 6—10 eftir hádegi verður Háskólinn til sýnis öllum almenningi. Samtal rið raktarin. Ég gekk fyrst heim til dr. Al- exanders Jóhannessonar og hlustaði á hann tala um framtíð Háskólans og fortíð hans. Rekt- orinn hefir mikla trú á því að nú með þessari miklu byggingu skapist Háskólanum nýir víð- tækir möguleikar. „Starfssvið hans hefir verið of þröngt, við höfum verið í ófullnægjandi húsakynnum, það hefir kreppt að okkur og dregið mjög úr mætti þessarar æðstu menntá- stofnunar þjóðarinnar. — Nú breytist þetta, nú fer þjóðin að geta gert meiri kröfur til skól- ans og það er áreiðanlegt að allt starfslið hans mun reyna að nota hina'nýju möguleika út í æsar.“ — Hverjir verða viðstaddir háskólavígsluna ? „Því miður tekur hátíðasal- urinn ekki nema 300 manns, og varla svo marga, en miklu fleiri þyrftu að vera við- staddir. Við vígsluna verða 50 nýir stúdentar, sem útskrifast sama dag, 100 stúdentar, sem nú eru í Háskólanum, allir kennarar Háskólans og aðstoð- .arkennarar, um 30 að tölu, rík- isstjórnin, fulltrúar erlendra háskóla, æðstu embættismenn þjóðarinnar, happdrættisráð og blaðamenn.“ — Hvað kostar þessi mikla og fagra bygging? ,,Um 1,6 milljónir króna.“ — Háskólinn gefur út rit af tilefni vígslunnar? „Já, tvö rit: Annað þeirra er skrá um rit háskólakennara 1911—1940. Við athugun á þessari skrá sést bezt hve mik- illi vinnu háskólakennarar hafa afkastað auk kennslustarfanna. Hitt ritið flytur myndir af byggingunum á háskólalóðinni, þeim, sem upp eru komnar.“ — En kennarabústaðirnir? „Þeir eru framtíðarmál. Að- alatriðið var að koma upp há- skólabyggingunni sjálfri. En ég vona að síðar takist að koma upp kennarabústöðunum fyrir sunnan Háskólalóðina.“ Þetta sagði rektorinn. f Báskélanum. — Síðan gekk ég suður í Há- skóla. Undan framhlið bygging- arinnar eru verkamenn að höggva grjót og moka mold. Þeir eru að leggja grundvöllinn að skrúðgarði Háskólans. Hann á að verða þarna framundan höllinni í allmikilli lægð, en tröppur eiga að liggja niður í hann af hlaðinu. Þegar maður stendur milli flaggstanganna getur maður hæglega myndað sér skoðun um alla þá fegurð, sem þama verður þegar þessu verki er öllu lokið. Ég talaði nokkur orð við einn verkamannanna: — Þetta er fögur bygging. „Já, sú fegursta, sem ég hefi nokkru sinni séð, líka í draumi, en hún er líka dýr.“ — Ef til vill á sonur þinn eft- ir að fara um sali hennar, lærð- ur og vitur. „Kannske —- ætli hann lendi þó ekki á eyrinni og í atvinnu- leysinu, eins og faðir hans.“ HfisabnglaiiB. Ég verð að játa það, að ég hefi ekki þekkingu til að lýsa háskólabyggingunni og tölur eru leiðinlegar og einskis nýtar þegar á að lýsa salarkynnum. Útbúnaðinum get ég heldur ekki lýst svo að sú lýsing gefi nokkra hugmynd um alla þá fegurð, sem þarna ber fyrir augun. Það er aðeins auðséð, að ekkert hefir verið sparað til að gera bygginguna sem fegursta og þetta er tvímælalaust feg- ursta bygging, sem nokkru sinni hefir verið reist á íslandi. Þegar ég hefi farið ofur hægt um öll þessi miklu salarkynni, kem ég inn í vinnustofu efst uppi. Þar er Axel Helgason að ganga frá hinu mikla líkani sínu af landinu. — Það verður sett upp úti í skrúðgarðinum, þegar þar að kemur. Húsaskipan er í aðalatriðum á þessa leið: Á fyrstu hæð er kennara- stofa, rektorsherbergi, skrif- stofa, lestrarsalur og bókasafn, 2 kennslustofur, rannsóknar- stofa læknadeildar. Á annarri hæð er hátíðasalurinn og kap- ellan og söfn læknadeildar. Há- tíðasalurinn og kapellan ná upp um tvær hæðir. Eru hvort- tveggja hin fegurstu salar- kynni. Á þriðju hæð eru vinnuher- bergi kennara og húsnæði, sem enn er óráðstafað. í kjallaranum eru ýms her- bergi fyrir geymslur, íbúð hús- varðar, hreinlætisherbergi, skálar fyrir tilraunadýr, fóður- geymslur og fieira. Allur útbúnaður húsSins að innan sem utan er gerður af miklu hyggjuviti og smekkvísi. Öll áherzla hefir verið lögð á það að nota sem mest af ís- lenzku efni í bygginguna. Þess- ar bergtegundir hafa verið not- aðar: silfurberg, hrafntinna, líparít, kalksteinn, blágrýti og grásteinn. Hafa bergtegundir þessar verið haglega slípaðar og blandaðar víða. Silfurberg og hrafntinna hafa verið sett í loft sums staðar og er það mjög skrautlegt. Annars er ekki hægl að lýsa þessu svo vel sé og verð- ur fólk að fara og sjá það sjálft. Guðjón Samúelsson hefir teiknað bygginguna, og er hún fegursta teikning hans. Hann og Alexander Jóhannesson hafa tvívegis farið utan til að kynna sér háskólabyggingar. í bygg- ingarnefnd háskólans eiga sæti: Guðjón Samúelsson, Alexander Jóhannesson, Sigurður Nordal, Magnús Jónsson, Jón Steffen- sen, Ólafur Lárusson og Guð- mundur Hannesson. Eftirlits- maður með byggingunni hefir verið Þorlákur Ófeigsson. Byrj- að var að grafa fyrir bygging- unni 1936 og hefir því verið unnið að henni í 4 ár samfleytt. Happdrætti Háskólans hefir gert það fært að byggja þetta stórhýsi. Það verður dýrt að reka það áfram og vitanlega ber Háskólanum að fá ágóðann af happdrættinu eíns og hingað til. Fjölda margir iðnaðarmenn og iðnfyrirtæki hafa unnið að byggingunni og má segja að verkið lofar meistarána hvar sem litið er. > VSV :

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.