Alþýðublaðið - 17.06.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.06.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 17. JÚNÍ l§4t. Öll prentun fljótt og vel af hendi leyst. Alþýðuprentsmiðjan h.f. ALÞTÐUBL Alþýðuprentsmiðjan h.f., Alþýðuhúsinu, Hverfis- götu 8—10. JSími 4905. ' ' V/ ' ■;. ~ MÁNUDAGUR Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 14.30 Útvarp frá vígslu háskóla- byggingarinnar í Rvík. 19.30 Útvarpshljómsveitin: ís- lenzk lög. 20.00 Fréttir. 20.30 Karlakórinn ,,Fóstbræður“ syngur. 21.00 Ávarp: Forseti Í.S.Í., Ben. G. Waage. 21.15 Erindi (Bjarni Ásgeirsson alþingismaður). 21.45 Fréttir. Þórólfur Sigurðsson frá Baldursheimi andaðist síð- •stliðna sunnudagsnótt á Lands- spítalanum eftir stutta legu. Olympíumyndin víðfræga verður sýnd í Gamla Bíó í dag kl. 5. Tilkynning. Háskólabyggingin nýja verður opin almenningi til sýnis mánudaginn 17. júní klukkan 6—10 síðdegis. Með því að veggir og húsgögn og allt í húsinu er ný- málað og nýfægt, er það mjög við- kvæmt fyrir öllum skemmdum. — Menn eru því beðnir að gæta ítr- ustu varkárni, forðast að hand- leika veggi og húsmuni og yfirleitt gagna prúðmannlega um húsið. Verði mjög mikil aðsókn, verður ekki hjá því komizt, að loka hús- inu í bili og hleypa mönnum inn í hópum, og eru menn því beðnir að dvelja ekki óþarflega lengi við skoðunina, svo að menn komizt að sem greiðlegast. Þeir, sem hafa með sér regnhlífar og göngustafi, eru beðnir að koma þeim fyrir til geymslu á meðan í fatageymslu hússins í anddyrinu. Bðtaíélagið Bjðry tilkynnir. Þeir félagsmenn, sem enn ekki hafa komið til viðtals út af lán- veitingum til norðurferðar, mæti á skrifstofu Dagsbrúnar í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í dag kl. 5—7. Nefndin. I. O. G. T. ST. FRAMTÍÐIN nr. 173, Fundur annað kvöld kl. 81/2 í Bind- indishöllinni. Kosning stór- stúkufulltrúa. Mælt með um- boðsmanni stórtemplars og gæslumönnum. Næsta ðættlnnarferð til Kirkjubæjarklausturs er á morgun, þriðjudaginn 18. júnj. Afgreiðsla Bif- reiðastöð íslands. Siggeir Lámsson. Aðalfnndnr Kaupfélags Hafnarfjarðar verður að Hótel Hafnarfjarð- ar fimmtud. 20. júní og hefst kl. 1,30 e. h. Dagskrá samkv. félagslög- YFIRLÝSING BRETA. (Frh. af 1. síðu.) Stríðið getur orðið langt, var sagt í himii hálfopinberu yfir- lýsingu í London, en með yfirráðum Bandamanna á sjónum og hinum ótakmörkuðu möguleikum þeirra til þess að draga að sér hráefni, hergögn og matvæli, ekki sízt eftir að auðlindir Banda- ríkjanna hafa verið opnaðar þeim til fulls, ætti endanlegur sig- ur þeirra í styrjöldinni að vera fullkomlega tryggður. mmm íprétta- manna i dag. Spenuandi keppni op nýstar- leo skemmtiatriði. IÞRÓTTAMENN efna í dag til fjölbreyttra hátíðahalda. Hefjast þau kl. 2 e. h. með skrúðgöngu frá Austurvelli, þar sem Lúðrasveit Reykjavíkur gengur í fararbroddi. Verður síðan staðnæmzt við leiði Jóns Sigurðssonar forseta, og síðan verður hinn nývígði háskóli hylltur. Kl. 2,45 hefjast hátíðahöld á íþróttavellinum. Verður þar margt til skemmtunar, t. d. ætla nokkrir kappar á hestbaki að slá köttinn úr tunnunni. Er það skemmtilegur leikur, sem ekki hefir verið leikinn hér um margra árá skeið. Þá verður þreytt pokahlaup qg kassa- hlaup. Er það síðarnefnda nýj- asta nýtt eftir því, sem undir- búningsnefndin segir. Af íþrótt- ’unum er athyglisverðast einvígi þeirra Haraldar og Sigurgéirs á 5 km. Einnig verður gaman að sjá, hvað þeir geta hlaupið þéss- ir lögfræðingar, því að í 100 m. hlaupinu eru 4 ménn úr laga- deild Háskólans. Þannig má lengi telja, en eitt er víst, að allir fá-eitthvað fyrir sinn smekk á vellinum eða dans- leikjunum í kvöld. fiðssar leggja nndir sig Lithanen. Stjórn Lithauen sett af og Smetona forseti fiúinn úr landi um. Stjórnin. RÚSSNESKAR HERSVEIT- IR tóku Lithauen á sitt vald á laugardaginn, Hafði sovétstjórnin sett lit hauisku stjórninni xirslitakosti, sem hún var tilneydd að ganga að. Átyllan fyrir þessum úrslita- kostum Rússa og hertöku lands ins segir útvarpið í Moskva vera þá, að andúö hafi verið gegn rússneska setuliðsins í Lethauen, að rússneskir hermenn hefðu ver- ið numdir á brott og að hem- aöarbandalag hafi verið í und- irbúningi milli Lithauen, Lett- lands og Estlends. ’ ’ Rússneskir hermenn standa á verði um opinberar byggingar um allt iandið, en lithauinsk lög- regla heldur þó áfram störfum. Lithauenska stjómin hefirsagt af sér og Smetona ríkisforseti er farínn úr landi. Fulltrúi sovétstjórnarinnar er í Kannas og undirbýr stjómar- myndun, eftir höfði rússnesku stjómarinnar. Siðnstn fréttir: Sovétstjórnin íiefir gert sömu kröfur til Eistlands og Lett- lands og til Lithauen og virðist því aðeins tímaspursmál hve- nær hún leggur þau lönd undir sig til fulls. ÞEIR, SEM BYGGÐU HÁ- SKÓLANN. (Frh. af 2. síðu.) Þorsteinsson og Hjálmar Þor- steinsson, húsgagnasmíðameistar- ar. Inniþiljur í bókasafn: Þorst. Sigurðsson, húsgagnasmíðameist- ari. Hillur og húsgögn í bókasafn Magnús Jónsson, húsasmíðameist. Bekki í kapellu: Hjálmar Þor- steinsson & Co. Bekkir í kennslustofur: Jón Magnússon og Kjarval, húsgagna- smiðir, Bekki og stóla í hátíðasal: Þor- steinn Sigurðsson, húsgagnasmíða- meistari. Bekki og borð í kennslustofur læknadeildar: Þorst. Sigurðsson, húsgagnasmíðameistari. Húsgögn í kennaraherbergi: Þorsteinn Sigurðsson. húsgagna- smíðameistari. Húsgögn í stúdíuherbergi: Dvergur h.f. ■gamla bio sýnir kl. 9: LeikskéliDn. amerísk kvikmynd. Aðal hlutverkin leika: LUISE RAINER og PAULETTE GODDARD. OLYMPÍU- KVIKMYNDIN. í tilefni af íþróttadeginum verða báðir kaflarnir sýndir í kvöld klukkan 5. NYJA BIO mi FlóttiDD frð SpðDi. Spennandi og viðburðarík amerísk kvikmynd frá FOX, er gerist á Spáni um það leyti er borgarastyrj- öldin brauzt þar út. Aðal- hlutverkin leika: LORETTE YOUNG og DON AMECHE. „BORRAH MINEVITCH“. Sýnd kl. 7, lækkað verð, og kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2. Konan mín, Ragnhildur Magnúsdóttir, andaðist 15. júní. Páll Briem Jónsson, Suðurgötu 39, Ilafnarfirði. Húsgögn í kennarastofu: Dverg- ur h.f. Húsgögn í lestrarsal: Dvergur hf. Húsgögn í Rektorsherbergi: Friðrik Þorsteinsson, húsgagna- smíðameistari. Áklæði: Haraldur Árnason, stó'r- kaupm. og Karolína Guðmunds- dóttir o. fl. Raflögn og ljósatæki: Eiríkur Hjartarson, rafvirki. Upphitun og hreinlætistæki: Ríkharður Eiríksson, pípulagning- armeistari. Kyndingartæki: H.f. Hamar. Lands- Lof tupphitunar tæki: smiðjan. Uppdrætti: Húsameistari ríkis- ins. Járnaútreikninga og uppdrætti: Gústaf Pálsson, verkfræðingur. Hitaútreikninga og uppdrætti: Ben. Gröndal, verkfræðingur. Rafmagnsuppdrætti: Jón Gauti, verkfræðingur. Eftirlit, daglegt: Þorlákur Ófeigsson, byggingameistari. Útbreiðið Alþýðublaðið. I. S. I. I. R. R. 17. júní hðtiðlsdagnr iþrðttamanna. K1 1,30 e. h. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli. Kl. 2 e. h. Skrúðganga íþróttamanna frá Austurvelli (í íþrótta- búningum) og annarra bæjarbúa. Staðnæmst við leiði Jóns Sig- urðssonar forseta, gengið þaðan að hinni nýju Háskólabyggingu og þaðan inn á íþróttavöll. Á íþróttavellinum fara fram ræðuhöld, söngur og Lúðrasveit Reykjavíkur spilar undir stjórn Alberts Klahn. Keppt verður í þessum íþróttagreinum: 100 m. hlaupi, kringlukasti, 800 m. hlaupi, hástökki. Ármenningar sýna glímu. Enn fremur fara fram ýms skemmtiatriði, svo sem: Pokaboðhlaup, kötturinn sleginn úr tunn- unni, 20X80 metra boðhlaup (viðvaningar) o. fl. Kl. 8,30 síðd. heldur hátíðin áfram á íþróttavellinum og fer þá fram keppni 1 langstökki, kassaboðhlaupi (stúlkur), 5000 m. hlaupi, kúluvarpi, 1000 m. boðhlaupi og handknattleikskeppni milJi Háskóla íslands og „Hauka“ úr Hafnarfirði, enh fremur kepp- ir kvenflokkur Ármanns við ? Kl. 10 síðd. hefjast dansleikir á Hótel Borg, í Iðnó og Oddfell- owhúsinu. Aðgöngumiðar kosta 2,50 og fást í anddyrum húsanna frá kl. 6 e. h. 17. júní. Reykvíkingar! Það er þjóðlegt að skemmta sér 17. júní. Takið allir þátt í hinum fjölbreyttu og glæsilegu hátíðahöldum íþrótta- manna og hjálpið til að gera þennan dag að réttnefndum þjóð- hátíðardegi. Aögöngumiðar að íþróttavellinum kosta 1,00 kr. pallstæði og 50 aura fyrir börn, sæti 2,00 kr.- GLÍMUFÉLAGIÐ ÁRMANN. ÍRÓTTAFÉLAG REYKJAVÍKUR. KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.