Tíminn - 10.03.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RÍKID
WILLIAM L. SHIRER
það ‘hafði smám saman verið unn-
ið frá Slövum, frá því í byrjun
elleftu aldar.
Á meðan Hohenzollern-prinsarn
ir í Brandenburg fóru með völd,
en þeir voru lítið annað en hern-
aðarlegir ævintýramenn, höfðu
Slavarnir, aðallega Pólverjar, ver-
ið reknir smátt og smátt lengra
austur með Eystrasalti. Þeir, sem
sýndu mótþróa, voru annaðhvort
drepnir eða gerðir að þrælum. —
Lög þýzka keisaradæmisins bönn-
uðu prinsunum að taka sér kon-
unglega titla, en 1701 leyfði keis-
arinn, að Friðrik II. kjörfursti
væri krýndur k'onungur í Prúss-
landi, og var það gert í Könings-
berg.
Þegar hér var komið sögu, hafði
Prússlandi tekizt af eigin ramleik
að verða eitt af mestu herveldum
Evrópu. Það hafði ekkert af þeim
auðlindum, sem hin löndin höfðu
upp á að bjóða. Landið var hrjóstr
ugt og gjörsneytt öllum málmum.
íbúar voru fáir. Engar stórar borg
ir voru í landinu, enginn iðnaður
og lítil ræktun. Jafnvel aðallinn
' var fátækur, og hinir landlausu
bændur lifðu eins og búpeningur.
Þrátt fyrir þetta tókst Hohenzoll-
ern-ættinni með æðri viljastyrk og
geysilegum skipulagshæfileikum
að koma upp spartversku herveldi,
og vel þjálfaður her þess vann
hvern sigurinn á fætur öðrum og
Macchiavelli-stjórnkænskan, sem
birtist í því að gera bandalag við
stórveldi sem í það sinnið leit út
fyrir að vera sterkast, færði ríkinu
stöðugt meiri landsvæði.
Þarna og á þennan hátt varð til
ríki, ekki myndað af neinu al-
þýðuafli né af hugsjón annarri en
þeirri að leggja undir sig lönd,
og því var haldið saman með skil-
yrðislausu valdi stjórnandans,
með þröngsýnu embættismanna-
kerfi, sem framkvæmdi skipanir
hans og með miskunnarlaust öguð
um her. Tveir þriðju, og stund-
um meira að segja fimm sjöttu
hlutar af tekjum ríkisins fóru til
hersins, sem undir stjórn konungs
ins sjálfs varð i rauninni sjálft
ríkið. „Prússliand“, sagði Mira-
beau, „er ek'ki ríki með her, held-
ur her með ríki“. Og ríkið, sem
rekið var með hæfni og tilfinninga
leysi verk'ámiðjunnar varð allt.
Fólkið var lítið annað en tennur
í hjólum verkismiðtjunnar. Eiin-
stakliftgunum var kennt, ekki að
eins af konungunum og liðþjálf-
urunum heldur einnig af heim-
spekingunum, að hlutverk þess í
lífinu væri undirgefni, vinna, fórn
og skylda. Kant predikaði jafn-
vel að skyldan krefðist þess, að
mannlegar tilfinningar væru
bældar niður, og prússneska Ijóð
skáldið Willibald Alexis lofsöng
þrælkun fólksins undir stjórh
Hohenzollern-konunganna. Less-
ing, sem líkaði þetta ekki, fannst
Prússland vera þrællundaðasta
land Evrópu. /
Junkararnir, sem áttu eftir að
fara með svo stórt hlutverk í sögu
hins nýja Þýzkalands, voru einn-
ig einstæð framleiðsla Prúss-
lands. Þeir voru, eins og þeir
sögðu, herrakynþáttur. Það voru
þeir, sem byggðu landið, sem tek-
ið hafði verið af Slövunum og
sem ráku búskap á því, á stórum
jarðeignum, þar sem þessir Slav-
arv unnu, sem urðu landlausir
þrælar gerólíkir þeim, sem bjuggu
í löndunum vestar í álfunni. Það
var verulegur munur á landbún-
aðarkerfi Prússlands og Vestur-
Þýzkalands og Vestur-Evrópu. í
hinum síðarnefndu löndum, fengu
•aðalsmennirnir, sem áttu mestan
hluta landsins, leigu eða léns-
toll frá bændunum, sem höfðu
sérstök réttindi og hlunnindi,
enda þótt þeir væru oft í nokkurs
konar ánauð, og þeir gátu smám
saman eignazt land sitt og feng-
ið borgaralegt frelsi. í Vestur-
löndum voru bændur - traustur
hluti samfélagsins. Þrátt fyrir alla
sína galla sköpuðu landeigendurn
ir í tómstundum sínum menningu,
sem meðal annars leiddi til sið-
menntaðs lífs, sem birtist í göf-
ugri framkomu, hugsunum og
listum.
Prússneski junkarinn var ekki
maður, sem sat iðjulaus dögum
saman. Hann vann ötullega að því
að stjórna hinu stóra búi sínu,
líkt og verksmiðjustjóri myndi
gera í dag. Hinir landlausu verka
menn fengu sömu meðferð og
væru þeir raunverulegir þrælar;
og á hinni stóru landareign var
junkarinn algjörlega einráður.
Þarna voru engar stórar borgir,
eða millistéttafólk, sem talandi
var um, eins og í löndunum, sem
lágu fyrir vestan, og junk-
arinn gaéti lent í árekstrum við.
Hann varð þvi að ruddalegum,
dipttnunargjörnum, hrokafull-
um manni, sem skorti alla menn-
ingu eða menntun, gjörólíkur
hinum menntuðu grand seigneur
Vesturlandanna. Junkarinn var
árásargjarn, þóttafullur, miskunn
arlaus, þröngsýnn og gefinn fyrir
smámunalegt gróðabrall, eins og
það, sem sumir þýzkir sagnfræð-
ingar telja sig hafa orðið vara
við í einkalífi Otto von Bismarck,
hins happa'Sælasta allra junkherr-
anna.
Það var þessi sljórnmálasnill-
ingur, þessi postuli „blóðs og
jáms“, sem á árunum milli 1866
og 1871 batt enda á skiptingu
Þýzkalands, er haldizt hafði í nær
því þúsund ár, og kom í þess stað
með valdi á Stóra-Prússlandi.
Hið óviðjafnanlega sköpunarverk
Bismarcks var það Þýzkaland,
sem við höfum þekkt, vandræða-
barn Evrópu og alls heimsins í
nær því eina öld, þjóð gáfaðra,
þróttmikilla manna, þar sem
fyrst þessum merkilega manni,
síðan Vilhjálmi II. keisara og áð
lokum Hitler studdum af hern-
um og mörgum undarlegum gáfu
mönnum, tókst að innræta mönn
um valda- og drottnunarfýsn,
taumlausa hernaðarástríðu, fyrir-
litningu á lýðræði og frelsi ein-
staklingsins og þrá eftir yfirráð-
um og eftir yfirráðastefnunni. í
þessum töfrafjötrum reis þjóðin
til valda, féll og reis aftur, þar
til hún að því er virtist hafði ver-
ið gersigruð við enöalok Hitlers
41
vorið 1945 — én það er ef til
vill of snemmt að segja nokkuð
um það með vissu enn þá.
Aðalmál dagsins í dag ér ekki
hægt að útkljá með ályktunum
eða atkvæði meirihlutans — það
voru einmitt mistök mannanna frá
1848 og 1849 — heldur með blóði
og járni,“ sagði Bismark daginn,
sem hann varð forsætisráðherra
Prússlands, 1862. Og þetta var
einmitt leiðin, sem hann notaði
sjálfur til þess að leiða málin til
lykta, enda þótt maður verði að
viðurkenna, að hann bætti við
dálitlu af stjórnmálakænsku, oft
af allra sviksamlegustu tegund.
Takmark Bismarks var að eyði-
leggja algjörlega frjálslyndis-
stefnuna, hlaða undir völd íhalds
manna — það er að segja junk-
aranna, hersins og krúnunnar —
og gera Prússland að ráðandi þjóð
ekki aðeins meðal Þjóðverja held-
ur einnig, ef mögulegt reyndist,
í allri Evrópu líka. „Þýzkaland
lítur ekki til frjálslyndu stefn-
unnar í Prússlandi,“ sagði hann
við þingfulltrúana í Prússlandi,
„heldur til valda landsins-'.
Bismarck byrjaði á þyí að
byggja upp prússneska herinn, og
þegar þingið neitaði að samþykkja
frekari lán, útvegaði hann þau
aðeins sjálfur og leysti að lokum
upp ráðuneytið. Hann lét eíðan
höggin ríða í þremur stríðum, með
styrktum her. Fyrst gegn Dan-
mörku 1864, og þá lagði hann und-
ir Þýzkaland Sehleswig og Hol-
stein. Annað stríðið var við Aust-
urríki árið 1866, og átti eftir að
hafa víðtækar afleiðingar. Austur-
ríki, sem í aldaraðir hafði verið
fremst meðal þýzku ríkjanna, var
að lokum útilokað frá málum
Þýzkalands. Því var ekki heimilað
að ganga í Norður-þýzka samband-
ið, sem Bismarck hófst nú handa
um að koma á stofn.
Cv£T3
52
innfædda, sem kunna að með-
höndla slöngur.
— Þér eruð mjög hugrökk
kona. Vorúð þér ekki hræddar
um, að þeir kæmu upp um yður?
— Þeir blábjánar! Gertrude
fnæsti fyrirlitlega.
— Þeir eru svo hræddir við
mig, þeir vita að ég get þulið
yfir þeim bölvun. Eg get fengið
þessa innfæddu til að gera, hvað
sem ég vil.
— Jafnvel til að fremja ritual-
xnorð? Rödd mín var ofurróleg. |
Eg sá að hún kyngdi með erf-,
iðismunum nokkrum sinnum. ■—'
Eg . . mér tókst ekki að stöðva
þá . . . . í tæka tíð. Hún lokaði
augunum. Eg kæfði niður með-
aumkun með henni og minnti
sjálfan mig á, að hún hafði fyr-
irhugað, að Elisabeth yrðj fórn-
ardýrið. Eg dró djúpt andann.
Spenningurinn var orðinn nær
óbærilegur. AUt var undir því
komið, að ég fengi Gertrude til
að meðganga.
— En hvers vegna vilduð þer
myrða Elisabeth? spurði ég í
samræðutón.
Það lifnaði aftur yfir henni og
augun glömpuðu. — Vegna þess
að hún 'hefur ekkert við pening-
ana að gera. Þegar ég fæ þá . . .
— Það voruð þér, sem voruð
inni með sprautuna, ekki satt?
Hvar í ósköpunum náðuð þér í
hana . . eða eitrið? hélt ég áfram
og leit á hana fullur aðdáunar.
Hún brosti yfirlætislega. — 0,
ég hef alltaf með mér sitt af
hverju . . . maður veit aldrei
hvenær það getur komið að gagni.
Eg hef líkast til orðið óttasleg-
inn því að hún hló hátt. — Þér
eruð óttaleg kveif, Nicholas. Húri
þreifaði undir koddann sinn.
— Nicholas. Veskið mitt er í
skápnum þarna Gerðu svo vel
að rétta mér það. Mig vantar
vasaklút.
ANDLIT KONUNNAR
Clare Breton Smith
Eg gekk að skápnum. Þar lágu,
margir vasaklútar. Eg hikaði við|
og rétti henni síðan veskið.
Hún brosti og tók upp blúndu-'
vasaklút. — Seztu, drengur minn.!
Eg gerði það. Svo spurði ég.j
— En hvers vegna drápuð þér
hr. Pitcher. Kæfðuð hann?
— Hún leit á mig. — Þér eruð,
snjallari en ég hélt. Vegna þess
að mágkona min sagði honum j
frá fortíð minni, sagði hún kulda-j
lega. — Hann skipaði mér að
hypja mig og þá skildi ég, að
hann myndi aldrei kvænast mér.
Það var þá sem ég ákvað, að
Sylvester kvæntist Elisabeth.
— Og hvað sagði Sylvester við
því?
— Hann var vitlaus í henni,
og auk þess vissi hann alla sög-
una. Hann var sonur minn. Hann
hefði heldur dáið en komið upp
um mig.
■ — Og hann dó. Þér myrtuð
I hann.
— Eg ætlaði ekki að gera það.
Rödd hennar varð æðisleg.
—- Hvers vegna kvelurðu mig
með þvf að tala um hann? Hún
leit hatursfull á mig. — Þú ert
flón. Þú getur ekki ímyndað þér.
hvað ég hef hlegið að klaufaleg-
um tilraunum þínum að vernda
Elisaþethu. En það tekst . þú
' getur ekkj. hindrað mig. Hún hló
hvellt.
Eg reis á fætur Eg heyrði bíl
, koma upp hæðina og bölvaði í
I hljóði.- Eg óttaðist það væri lög-
reglan. Hafði fíflið hann Rodney
vakið Carmichal? j
— Þér gleymið, að þér hafið!
játað allt, sagði ég.
— Við þig, já. Hún hló sigri
hrósandi. — En ég neita hverju
orði. Þú hefur engin vitni.
Bíllinn kom nær. Eg varð að
vera snöggur. — Stundum getur
imaður orðið yður ofjarl, frú
Alden, sagði ég vingjamlega og.
beygði mig niður og tók upp litla
hlutinn, sem ég hafði falið undir
borðinu.
— Hvert orð, sem þér hafið sagt
hefur verið tekið upp á segulband.
Eg hef nógar sannanir til að fá
yður dæmdar fjórum sinnum.
Eg sá andlit hcnnar afmynd-
ast í tryllingi. Svo virtist sem hún
ætlaði að ráðast á mig Eg hörf-
aði ögn'undan.
Svo heyrði ég hvin i hemlum
fyrir utan — Það er lögreglan,
frú Alden. Þér verðið að senda
eftir lögfræðingi
Eg sá allt í einu, hvernig hún
féll saman og varð þreytt og
ákaflega gömul. En augu hennar
glömpuðu.
— Þú'. þú . .
Eg lokaði dyrunum og mætti
Carmichal í ganginum Hann
leit öskureiður á mig. — Ilvað
í fjáranum þykisí þér geta gert?
Svo ý:ti hann mér frá sér og hvarf
,inn í herbergið. Deildarhjúkrun-
arkonan kom hlaupandi, ]jós voru
kveikt.
Carmichal kom út aftur. Hann
lagði höndina þungt á axlir mér. ■
— Hún er dáin^ sagði hann. —
Hvar f fjáranum kom'st hún yfir
eitrið?
— Eg hef gefið henni það, sagði
ég, — því að hún bað mig að
rétta sér handtöskuna sína.
— Bölvað fífl eruð þér, hróp-
aði hann. — Eg gæti . . .
— Þér hafið á réttu að standa,
sagði ég rólega. — Eg hefði ekki
átt að leyfa henni að sleppa und-j
an lögunum — en ég hélt það
væri betra svona.
Dr. Keet kom í ljós og hraðaði
sér fram hjá okkur. Eg rétti Carmi
chal mikrofóninn. Upptakarinn
var í næsta herbergi. — Hér eru
sannanirnar. Fjögur morð og ein
morðtilraun. Eg bætti við hálf-
kæfðri röddu — Slíkar mann-
eskjur eiga engan tilverurett.
— Hún meðgekk? Fjögur
morð og auk þess ein tilraun?
Guð minn góður! Það er sjald-
gæft að sjá Carmichal major í
uppnámi. en nú missti hann alla
stjórn á sér — Eg vona að þér
vekið ekki Elisabethu, sagði ég
rólega. þegar hann þagnaði.
Við litum ínn til Elisabethar.
Hún svaf vært. Það lék bros um
varir henni. Eg fékk hjartslátt
— Virðist sem hún muni ná
ser núna. tautaði majórinn stutt-
lega
EFTIRMÁLI
Og svona endaði Alden-málið.
Verki mínu var lokið. Eg gat tjáð
hr. Twindlcham, að Elisabeth
væri örugg og hann þyrfti ekki!
að hafa áhyggjur af henni lengur.
Eg gat haldið heimleiðis. Móðir
mín skrifaði og kvaðst sakna mín,
en vonaði að mér liði vel.
Liði vel! Þegar konan, sem ég
elskaði, kom fram við mig eins og
ég væri þægilegur, gamall frændi,
af sama árgangi og afi hennar!
Um nokkurn tíma var aUt í upp-
námi vegna hnéykslisins. Til allrar
hamingju tókst okkur að halda
Eliöabethu utan við það, með þvi
að segja að hún væri veik. Það
var haldin stór veizla í klúbbnum
til að fagna að Frances var látin
laus og majórinn kom þangað og
afsakaði sig á báða bóga.
Hr. Twindleham skrifaði, að
honum fyndist að Elisabeth ætti
að ko^ma til Englands, til að leita
mætti til sérfræðings vegna minn-
isleysis hennar. Var ég fús að
vera fylgdarmaður hennar á leið-
inni?
Víst var ég fús til þess! Elisa-
beth hafði fallizt á þá staðreynd,
að hún hefði misst minnið, en hún
gat ekki — eða vildi ekki — heyra
tat um, að afi hennar væri dáinn.
Hún sagði, að okkur hlyti að
skjátlast. Hún vissi að hann væri
lífandi og hún hlakkaði til að
koma til Englands og vera við-
stödd, þegar hann kvæntist henn-
ar góðu fóstru, Etty. Eg velti
fyrir mér, hvað myndi gerast, þeg
ar við kæmum til Englands. Dr.
Keet ráðiagði mér að láta hverj-
um degj nægja sína þjáning.
— Það er ómögulegt að segja,
hvað vekur minni hennar aftur,
14
TÍMINN sunnudaginr 10. marz 1963 —