Tíminn - 10.03.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.03.1963, Blaðsíða 15
 «*5.W IM*.V Nú eftir kreppu í íslenzkri skáldsagnager'ð er komin út bók, sem markar tímamót með túlkun höfundar á lífsviðhorfum samtímans. skáldsaga eftir Baldur Óskarsson Stílsmáti hans, hraður og hnitmiðaður, er sjálfur sá lífstón, sem bergmálar um þessar mundir. Sögusviðið er markað, að fenginni reynslu, í heimi blaða- mannsins, þar sem línur veruleikans skerast. Bókaútgáfan Fróði : »«**>!• ot. I* jí -W, W*, , ai at uwur * v -r--4» j*». ■>cn r«votw».>r.Mr . amv* Spígsporað á marka$i 1 Framhalc! ai 9 .íifla eru út tvö bindi af, og ber hið síðara nafnið: „Langspilið ómar". Gó&ar stundir nefnist safnrit í skinnbandi á gjafverði. í bók þessa skrifuðu fjölmargir þjóðkunnir menn um tómstundastörf sín, Magnús próf- essor Jónsson um að mála sér til skemmtunar, Bjarpi Ásgeirsson um að.yrkja sér til hugarhægðar, Bjarni Guðmundsson um að lesa leikrit. Og Egill Bjarnason segir meðal annars um bókasöfnun: — Bókasöfnun er afar spenn- andi tómstundavinna. Það mætti líkja henni við laxveiði. Veiðimað- urinn veit, að laxinn er i ánni, en tekst að veiða hann? Eins er því farið með bókasafnarann. Hann veit, að þessi eða hin bókin er til, oft á ákvcðnum stað, en stundum einhvers staðar í óvissunni. Kost- ar það oft ótrúléga mikla þraut- seigju og tíma a8 ná í ýmsar bæk-i ur og smákver, sem í sjálfu sér j eru lítils virði, bæði efnislega og peningalega séð. Ljóðakver Sím- onar Dalaskálds þóttu t.d. ekki merkileg á þeim tíma, er höfund- urinn ferðaðist með þau sveit úr sveit til að selja þau. Margir gerðu það af einskærri góðsemi að kaupa þau af Símoni, en fleygðu þeim oft áður en höfundurinn var kominn út fyrir túngarðinn. Nú eru sum kver Símonar meðal torfengnari Ijóðabóka. Sú gamla vísnabók, útgefin af Guðbrandi Þorlákssyni biskupi á Hólum, 1748, 2. útgáfa — um fyrstu útgáfu ér ekki að tala — er bók, sem bókasafnarar og sér- staklega ljóðasafnarar, leggja kapp á að eignast. Bók þessa hafði mig lengi langað til að eignas'. og fréttj loks af henni til sölu. En þegar til kom, áttu tveir for- kaupsrétt að henni á undan mér. í þrjá daga beið ég eftir úrslitun- um og leið líkt og eiginmanni, sem bíður eftir fæðingu frumburðar sins, en endirinn varð þó sá, að ég hreppti eintakið bg galt fyrir tvo þriðjunga af mánaðarlaunum mínum. En aldrei hef ég séð eftir þeim kaupum. > Dynskógiar. . Fyrir mörgum árum kom útj safnritið Dynskógar, sem ég ætla,! að hafi átt að verða ársrit Félags : íslenzkra rithöfunda, en kom út, aðeins eitt bindi af. Þetta var ein j af vönduðustu bókum að frágangi, \ er hér hafa komið út í mörg ár, j sögur, kvæði og leikrit bókarinn- ar mynds'kreytt og auk þess. mynd í hverjum upphafsstaf, allar eftir Atla Má. Litprentað málverk er á bókarumslagi eftir Gunnlaugj Blöndal, bókin prentuð á sveli-1 þykkan, gulan pappír og bundin í skinn. Hún fæst hér á markaðn- um fyrir hlægilega lítið verð, ein- ar 32 krónur. Meðal efnis bókar- innar er ræða sú, er Davíð frá Fagraskógi hélt við opnun Lista- mannaþings 1945, sögur eftir Krist mann og Þóri Bergsson, verðlaun- að útvarpsleikrit eftir Gunnar M. Magnúss, O'g meðal kvæðanna er eilt eftir Guðmund Inga, nefn- ist Sóley og lýkur á þessa leið: Ó, Sórey, Sófey, danski blómabær| með bros á mjúkri kinnj Það er sem Jónas gengið hafii í gær um græna skóginn þinn. Svo verða ljóð hans alltaf ung og tær með yndisleika sinn. Á líknargaddi þjóffar Ekki var það vonum fyrr, að samin yrði bók um Þorsteih Er- ling'^on. Hún kom út fyrir -f áum árum, höfundur Bjarni frá Hof- teigi, og hér fæst hún fyrir hálf- virði. Við flettum henni og dett- um niður á kafla um skáldalaun, og segir frá togstreitu mikilli áj Aiþingi 1913, sem einkum stóð út j af launum til Þorsteins. En um það 1 þurftu alþingismenn ekki oftar að þrátta, því að Þorsteinn „varj látinn áður en þingmenn gætu gert hann að bitbeini í sjöunda sinn.“ í bókinni segir enn frem- ur: Það bar við haustið 1913 að kona ein austur í Rangárþingi, Ingibjörg Helgadóttir frá Árbæj í Holtum kom að máli við ungan mapn, Bergstein Kristjánsson á Árgiisstöðum, og bað hann að skrifa grein gegn þeim þingmönn um, sem síðast í sumar hefðu veTÍð andvígir sæmilegum skálda- launum til Þorstejns Erlingsson- ar. Bergsteini var .skáldið ekki síður kært en konunni, tók hann beiðni hennar vel, og nokkru síð- ar birtist grein hans. Þorsteini barst hún í hendur, og 16. desem- ber ritaði hann Bergsteini þakk- arbréf. Hann furðar sig sérstak- lega á því að slík ritsmíð skuli j upprunnin i Rangárvallasýslu, „því að þótt það sé ekki sem álit-' legast til afspurnar, þá verður að segja hvcrja sögu sem hún geng- ur, að þaðan hef ég átt sízt að vænta virðingar og velvildar síð- an þeim lauk Sighvati gamla í Eyvindarholti og Þórði í Hala.“ í bréfinu uggir Þorstein að þing- menn ætli sér næst að svipta hann og önnur skáld launum af opin- beru fé. Á þinginu 1915 voru engu skáldi ætluð sérstök laun á fjárlögum, en kosin var nefnd til að úlhluta þeim tiltekinni fjár hæð sem veitt var í því skyni Þorstein máttu, raunar einu gilda störf þeirrar nefndar. en þau kynnu þó að hafa reynzt hon- um litlu geðfelldari en eftirtöl- ur Alþingis — ef til þeirra kasta hefði komið. Árið 1912 höfðu nokkrir Vest- ur-íslendingar sent Þorsteini 500 krónur að gjöf með séra Rögnvaldi Péturssyni. Það var ekki fyrr en haustið 1913, sem hann hafði skap til að þekka gef- endunum. Erindið til Jóns frá Sleðbrjót var þannig: Drenglund þín er söm við sig. Svona eru dísir góðar, að þær telja’ ekki ofan í þig, eins og þú sérð er gert við mig, lémýs hér á líknargaddi þjóðar. Þáttur kirkjunnar Framhald af 2 síðu meistarans, hans, sem trúin er kennd við, Drottins kær- leikans, sem sagði: __„ÉlskiS. ó vini yðg.r. og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yð- ur.“ Slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þá einn- ig hinni að honum." Þessi afstaða, þessi lífs- stefna sem fyrirgefur, bless- ar og skilur allt er afleiðing þeirrar trúak, sem Kristur hrósaði hjá kanversku kon- unni. Hann mundi aldrei segja við kirkjurækna fólkið í þýzka þorpinu: „Mikil er trú ykkar." Hann mundi aldrei blessa yfir styrjaldir. deilur og dauða.dóma hinna „kristnu". Sá Kristur sem þeir hafa stundum dýrkað er svo ólík- ur Jesú, að þeir mundu hvorki þekkja né skilja hvor annan, þótt þeir eigi að vera sama persónan: Hugsið ,ykkur Jesúm guð- spjallanna í sporum dómar- ans, som sendir vesaling í gasklefann eða rafmagns- stólinn eða ofsækir vanskap- að barn. Því ættum við öll að íhpga spurninguna: Hver er trú þín? Trúir þú á sigrandi mátt kærleikans? Eða trúir »þú samkvæmt fyrirskipun og for skrift játninga og kreddna, sem eru byggðar á misskilningi löngu liðinna kynslóða? Árelíus Níelsson. öðru verið leiðandi afl í félags- og íþróttamálum staðarins um ára- tugi. Og enn er Guðmundur létt- ur í spori og'á þægilegt með að ganga í takt við æskufólk, þótt heilsa hans og starfsþrek sé farið að láta á sjá eftir langan og oft erilsaman vinnudag. Samvizku- semin við störfin er hin sama og áður. Mér hefur hlotnazt það, að vera ailnáinn vinur Guðmundar og fjölskyldu hans og samstarfsmað- ur á ýmsum sviðum í meir en tvo áratugi. Er mér mikið þakklæti í huga til fjölskyldunnar. É^g þakka því af alhug öll þau kynni og óska Guðmundi, konu hans, börnum og tengdabörnum allra heilla með þessi tímamót, og flyt þá ósk að Guðmundi Sveinssyni og fjölskyldu hans megi allt til auðnu verða í framtíðinni. Veit ég að margir munu taka undir þau orð mín. Guffj. Ingim. Örfirisey Framhaio ai 1 síðu gönguferðir í Örfirisey. Að vísu færi hann þangað einstaka sinn- um, en það væri af gömlum vana og tryggð. Áður hefði þetta nán- ast verið helgisiður hjá sér að fara þangað daglega, en lítil upp- lyfting væri nú orðið að koma þangað og horfa á eyðilegginguna. — Eg hef ekki fundið neinn nýjan stað fyrir gönguferðir min- ar, ég fer ýmist til Hangakletta í Fossvogi, austur í Kringlumýri eða vestur á Seltjarnarnes, sagði Þórbergur að lokum. Slysiff Sjöfugur Framhald at 8. síðu Íslandí,, Laugarvatni. kvraitur Hiördísi Þórðardóttir, Hallfríður, gift Agli Einarssyni bifrstj. Rvík, og Stefán, húsasmm. Sauðárkróki, kvæntur Hrafnhildi Stefánsdóttur. Frændrækni er óvenju sterk mnan fjölskyldu Guðmun'dar Sveinssonar og samheldni forcldra og barna svo að af ber Þar er ætíð gengið samstíga el á reynir Börn þeirra hjóna hafa hvert af Framnald af 1 siðu. drengurinn var fluttur á Landa- kotsspítalp.nn, þar sem aðstaða til að kanna meiðslin var ekki fyrir hendi á I-Ivítabandinu. Þar lá hann á skurðarborðinu, þegar blaðið hringdi laust fyrir hádegi. Krist- mundur náði tali af móðurinni milli klukkan 12 og 1, og skýrði hún frá tildrögunum eins og fyrr segir. Drengurinn var þá meðvit- undarlaus. Blaðið hringdi aftur á spítalann klukkan að ganga 2, óg var drengurinn þá enn á skurðar borðinu.. Rannsóknarlögreglan tilkynnti í hádegisútvarpinu, og skoraði á alla, ökumenn og vegfarendur, sem kynnu að hafa farið um Bú- staðaVeginn um kl. 11 að gefa sig fram þegar í stað. Kristmundur vissi þá ekki til um sjónarvotta ut an lítinn dreng, sem var þar á staðnum, en hann fékkst ekki til að segja neitt. Lögreglan mældi 28 metra frá -f.'gvélinu, pangað sem drengur- ú;n fannst. Það bendir til, að á- Skipaútgerðin Ms. Hekla fer austur um land í hringferð 15. þ.m. ‘/örumóttaka á mánu ! dag og þriðjudag til Fáskrúðs- fjarðar, Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Seyðis- fjarðar, Raufarhafnar og Húsa ( víkur Farseðlar seldir á fimmtudag. Ms. Skjaldbreiff fer til Ólafsfjarðar, Grnndar- fjarðar cg Stykkishólms 14. þ. m. Vörumóttaka á mánudag og þriðjudaga. Farseðlar seld- ir á fimmtudag. Ms. Baldur * fer 12. þ.m. til Rifshafnar, Hjallaness, Skarðstöðvar, Króksfjarðarness, Flateyjar og ' Brjánslæxjar. Vörumóttaka á í mánudag. reksturinn hafi verið harðari en svo, að ökumaður hafi ekki veitt honum athygli, svo framarlega að drengurinn hafi verið í stígvélinu, þrgar slysið átti sér stað. Drengurinn heitir Samúel Krist inn Samúelsson, fæddur 12. ágúst Í96L Síffustu fréttir: — Ökumaffurinn gaf sig fram klukkan aff ganga 2. Hann varg var við áreksturinn, en kvaffst hafa orffiff miffur sín af skelfingu, haldið áfram til vinnustaffar og síðan heim og skýrt frá atburffinum. Stjúpfaðir hans kom með hann til lögregl- unnar. — Litli drengurinn, sem horfffi á atburðinn háfffi þá sagt, aff Samúel hefffi orffiff fyrir fram- enda á vörubíl, og valdi hvítt af nokkrum litum, sem Iionum voru sýndir til að ganga úr skugga um útllt bílsins. Héi "ir um beinhvít- ;,n vörubíl að ræða. SPÓNLAGNING Sníðum og límum saman spóninn Axel Eyjólfsson | Skipholti 7. — Sími 10117 TIMINN, sunnudaginn 10. marz 1963 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.