Tíminn - 19.03.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.03.1963, Blaðsíða 6
Gylfi tekur illa frv. um að Islend- ingar sitji einir að fiskiðnaðinum Frumvarp Þórarins Þórarinsson- ar um að íslendingar megi einir eiga og reka fiskvinnslustöðvar og fiskiðjuver hér á landi, var til 1. umr. í neðri deild í gær. Kom til hvassra orðaskipta milli Þórarins og Gylfa Þ. Gíslasonar og tók ráð- herrann frumvarpinu illa og taldi það aðeins flutt til áróðurs. Þórarhm Þórarinsson sagði, að þetta frumvarp væri meðfram flutt af gefnu tilefni ráðherra í umræðum um skýrslu ríkisstjórn- arinnar um efnahagsbandalags- málið. Eins og löggjöf er nú hátt- að, geta útlendingar átt og rekið hér atvinnutæki, ef þeir eru bú- settir hér á landi. Undantekning er löggjöfin frá 1922 um fiskveið- ar í landhelgi. Þá sóttust útlend- ingar mjög eftir að komast í fisk- veiðar landsmanna og því var nauð synlegt talið að setja um þau sér- stök lög. Margt hefur breytzt síð- an í þróun fiskiðnaðarmála. Nú er það fiskiðjan, sem er sérlega eftirsóknarverð hér á landi og fisk iðnaðurinn verður tvímælalaust mikilvægasta atvinmugreinin hér á landi næstu áratugi. Undanfarið hefur borið talsvert á því, að er- lendir fisksöluhringir vilja kom- ast inn í fiskiðnaðinn hér á landi. Því er nú sérstok ástæða til að iáta ákvæðin um fiskiskipin einn- ig ná til fiskvinnslustöðva. Þórarinn vitnaði síðan til ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar, viðskipta- málaráðherra, á fundi Verzlunar- ráðs fslands i júlí 1961, en kafli sá úr ræðunni er birtur feitlelrað- ur í ramma hér á síðunni. Af hon-| um væri augljóst, að ráðherrann væri fylgjandi því að leyfa útlend- ingum rétt til að reka fiskvinnsiu- stöðvar og erlendum skipum að landa hér ffeki, ef settar væru| reglur, sem kæmu í veg fvrir of- veiði á fiskistofnum. Ráðherran- um fyndist greinilega ekkert at- hugavert við að veita útlendingum slíkan rétt. Sama skoðun kæmi fram hjá Jónasi Haralz ráðunauti ríkisstjórnarinnar í EBE-málinu. í grein, sem hann ritar í Fjármála j tíðindi, ræðir hann sérstaklega um æskilega fyrirvara fyrir ísland í sambandi við aðild að EBE og segir orðrétt: „Þeir (fyrirvararnir) verða enn fremur að tryggja það, að erlendir fiskimenn geti ekki stundað veið- ar innan íslenzkra fiskveiðitak- marka og að hugsanleg þátttaka útlendingg í rekstri fiskvinnslu- stöðva leiði ekki til ofveiði fisk- stofna við ísland'S.“ Jónazi Haralz finnst því ekkert athugavert við að hleypa útlend- ingum inn í íslenzkan fiskiðnað, ef, settar yrðu reglur, sem hömluðu gegn ofveiði fiskistofna við land- ið. Þeir, sem hafa lýst sig á önd- verðum meiði í þessu efni eru svo kallaðir einangrunarsinnar í mál- gögnum ríkisstjórnarinnar og þeir sagðir hampa úreltu hugtaki um sjálfstæði. Þórarinn rifjaði það siðan upp, hver hefði verið reynsla Suður- Ameríkuríkja og Kanada af mik- illi erlendri fjárfestingu. í fyrstul Allt virðist benda til þess, að ríkisstjórnin ætli að hleypa útlendingum inn í fisk- iðnaðinn í sambandi við aukaaðild íslands að EBE hefði þetta litifj vel út og löndin virzt hagnast af þessu. En þegar fram liðu stundir komu ókost- irnir fram. í stað fjármagnsinn- flutnings hófst fjármagnsútflutn- ingur frá þessuon löndum, þ.e. vextir og afborganir og allur gróð- inn. Af þeim sökum er mikili greiðsluhalli á búskap þessara ríkja. Þegar eitthvað blæs á móti, draga hringirnir úr framleiðslu f þessum löndum og eru óhræddir við að skella á atvinnuleysi. í Kanada er nú gífurlegt atvinnu- leysi af þessum sökum. Eitt af því, sem mestu ræður um afstöðu de Gaulle til markaðsmálanna er andúðin gegn fjárfestingu banda- rísks einkafjármagns í' Vestur- Evrópu. íslendingar þurfa reyndar ekki að leita til annarra landa varðandi reynslu af erlendum yfirráðum á atvinnurekstri. Áður fyrr var síld- ariðnaður landsmanna svo til ein- göngu í höndum útlendinga, og því var það að 1928 sarheinuðust állir flokkar um það á Alþingi að þjóðnýta síldariðnaðinn. Meira að segja íhaldsflokkurinn, sem var andvígur hvers konar þjóðnýtingu, studdi þá aðgerð. Hinir erlendu stjórnuðu líka síldariðnaðinum al- gerlega með tilliti til eigin hags- muna og báru hagsmuni íslend- inga gersamlega fyrir borð. Nokkuð hefur borið á þeirri skoðuð, að nauðsynlegt sé fyrir íslendinga að fá útlendinga inn í íslenzkan aívinnurekstur til að komast yfir nýjungar og tækni. í þessu felst ástæðulaus vantrú á íslenzkum atvinnurekendum og is-. ienzkum verkalýð, því að reynslan hefur sannað, að íslendingar hafa verið fljótir að tileinka sér ýmsar nýjungar — en hins vegar hefur reynslan sannað, að það getur ekki borgað sig að veita útlend- ingum ítök í atvinnuvegunum. Ef það er nokkuð, sem fremur ræður úrslitum fyrir íslcndinga og sjálfstæði íslands, eru það yfir ráðin yfir fiskiðnaðinum og raf- orkuverunum, og þar þarf því sér- staklega að vera á verði gagnvart útlendingum. Þess vegna er þetta frumvarp borið fram, og vonandi fær það góðar undiríektir og skjóta afgreiðslu á þessu þingi. Gylfl Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra kvaðst harma það, að Þórarinn skyldi leyfa sér að leggjast svo lágt að flytja slíkan áróður úr Tímanum inn á hið háa Alþingi Sagði hann Þórarin hafa flutt ræðu sína, þá er hann flutti á -fundi Verzlunarráðsins. Ríkis stjórnin er á móti áhrifum og at- vinnureksri útlendinga hér á lándi og það er einmitt af því, sem okkur hefur aldrei dottið i hug, að ísland gerðist fullgildur aðili að EBE. Las ráðherrann úr skýrslu þeirri, sem hann flutti Al- þingi um EBE-málið þar sem sagði, að störf og tækni útlend- inga hér á landi væri mjög mikil- væg, en nauðsynlegt væri að tryggja sig gegn hættu á því, að út lendingar gætu náð úrslitaáhrif- um í atvinnurekstri hér á landi. Með flutningi þessa frumvarps er Þórarinn að reyna að gera okkur tPTV'yf'pl'gí', og gera okkur 1 upp rkr m; riY — Hvað sem líður hugs- ariíegri aukaaðild okkar að EBE, þá hefur það verði áhugamál ým- issa hér á landi að íslendingar hagnýttu sér erlent fjármagn og erlenda tækniþekkingu, og þessi áhugi hefur ekki farið eftir stjórn málaflokkum. Vitnaði ráðherrann í því sambandi til greina Stein- gríms Hermannssonar um þessi mál. f ÞETTA SAGÐJ GYLFI 1961 „Það skiptir sérstöku máli fyrir íslendinga, að gert er ráð fyrir því, að öll aðildarríki bandalags ins hafi jafnan rétt til þess aS.koma á fót fyrir- tækjum á öllu bandalags svæðinu og að öllu leySi jafna aðstöðu til atvinnu reksturs. Ef til einhvers konar aðildar okkar að þessu bandalagi kæmi, hlytum við að ætlast til þess. að þessi almenna regla gilti ekki um fisk- veiðar. Hagnýtingu fiski veiða innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu getum við ekki deilt með öðr- um þjóðum, enda hafa fiskstofnar algera sér stöðu samanborið við aðrar náttúruauðlindir. Hins vegar kæmumst við ekki hjá að athuga stefnu okkar varðandi réttindi útlendinga til löndunar á fiski og rekst urs fiskiðjuvera, ef til að ildar okkar ætti að koma enda yrði sú stefna, sem nú er fylgt, okkur sjálf um ekki lengur nauðsyn- leg ef tryggja mætti með öðru móti að breyt- ing á henni leiddi ekki ti! ofveiði." Þórarinn Þórarinsson sagði ^ furðulegt, að GÞG skyldi treysta sér til að afneita svo augljósum staðreyndum, sem ræðunni í Verzlunarráðinu. Ræðan birtist í Mbl. og þar stæði það svart á hvítu, að GÞG teldi ekkert óeðli- legt að hleypa útlendingum inn í fiskiðnaðinn og veita þeim leyfi til fisklandana ef settar yrðu regl- ur, sem hömluðu gegn ofveiði. (Sjá ramma á síðunni). Nú seg- ist ráðherran aldrei hafa sagt þetta. Menn reyndar orðnir vanir því, að þessi ráðherra gefi hinar furðulegustu yfirlýsingar. Hann sagði fyrir skömmu, að EBE-mál- ið væri gersamlega úr sögunni og við þyrftum ekki. að hugsa um það mál framar,l — lét eins og EBE væri bara alls ekki til lengur. — Svo blés ráðherrann sig út nú og sagðist.vera á móti hvers konar atvinnurekstri útlendinga hér á landi, en las svo upp ummæli eftir sig, þar sem sagði, að það yrði til mjög mikilla hagsbóta að útlend- ingr yrðu hér í atvinnurekstri. Væri þó algerlega á móti því — en hefði samt áhuga á því að þeir yrðu hér í atvinnurekstri og það hefðu fleiri en hann áhuga á þvi!! Nú segir ráðherrann, að það hafi aldrei hvarflað að rikisstjórn- inni að sækja um fulla aðild að EBE. Ríkisstjórnin hafi pressað fraift jáyrði hjá ýmsum samtökum atvinnuveganna fyrir því, að sótt yrði um fulla aðild að EBE sum- arið 1961. T>að var vesíur-þýzka stjórnin, sem sagði GÞG, að ísland myndi ekki geta fengið fulla að- ild að EBE og þess vegna varð ekkert af umsókninni. Ríkisstjórn in er hrædd við fortíð sína í þessu j máli, og það á að reyna að leyna hinni raunverulegu stefnu fram yfir kosningar. Það mun hins veg- ar ekki takast. Hún liggur of ljóst fyrir, skjalfest svart 'á hvítu. Slík- ir svardagar og afneitanir eru því j gagnslausar fyrir ráðherrann og j hann bætir ekki úr fyrir sér með þeim. En ef ráðherrann hefur skipt um skoðun varðandi réttindi j útlendinga til að reka fiskvinnslu- stöðvar hér á landi og er raun- verulega þess sinnis, sem hann þykist vera, þá æ‘.ti hann að taka 1 þessu frumvarpi vel og greiða götu þess gegnum þingið. Gyifi Þ. Gíslason sagði það ekki sæmandi að gagnrýna stjórnina fyrir það, sem hún hafi ætlað að gera, heldur bæri að gagnrýna hana fyrir það, sem hún hífði gert og ríkisstjórnin hefur ekki sótt um neins konar aðild að EBE. Um- sókn að EBE hefði þó ekki orðið skulcjbindandi á nokkurn hátt. í þessu máli er það skýrsla ríkis- stjórnarinnar, sem gildir, en ekki Verzlunarráðsins. * Þórarinn Þórarinsson sagði* að í skýrslu ríkisstjórnarinnar væri ekki rætt sérstaklega um rétfindi útlendinga í íslenzkum fiskiðnaði, en hins vegar væri því atriði gerð sérstök skil í Verzlunarráðsræð- unni. Jafnvel þótt einhverjar regl- ur væru settar, sem ættu að hamla gegn ofveiði fiskistofna, gætu slík- ar reglur orðið lítils virði og myndi verða hnikað til, ef útlend- ingum tækist að ná úrslitavöldum í fiskiðnaðinum og erlendir hags- munir yrðu miklir hér á landi. Þórarinn sagði, að það kynni að koma á daginn eftir kosningar, að það er meira mark takandi á því, sem ríkisstjórnin ætlaði að gera I EBE-málinu, en því, sem hún segir nú. Ríkisstjórnm er að reyna að fela þetta mál fram yfir kosningar og er vísvitandi að reyna að blekkja þjóðina fram yfir kosningar með því að segja, að EBE-málið sé endanlega úr sögunni. Gylfi Þ. Gíslason sagði, að rík- isstjórnin vildi ekki nein óeðlileg áhrif útlendinga hér á landi. Hvað 'viðræðurnar við þýzku ríkisstjórn- ina áhrærði, sagðist ráherrann vilja taka það fram að aðeins hefði verið leitað álits hennar um það, hvaða leiðir væru hugsanlegar fyr ir ísland, án þess að íslenzkir ráð- herrar hefðu á nokkurn hátt látið í ljós álti sitt um það, hvernig ís- lenzkum hagsmunum yrði bezt borgið. Það væri furðulegt, að Framsóknarmenn skuli nú láta eins og það hafi verið glæpsam- legt af rikisstjórninni að hugleiða hvort ekki mætti tryggja íslandi svipaða samningsaðstöðu við borð EBE og Norðmenn fengu. (Norð- menn sóttu um fulla aðild að EBE). Framsóknarmenn töldu einmitt nauðsynlegt 1961 að ná tengslum við EBE, og var því sam mála ríkissljórninni um það, þótt síðar hafi þeir breytt þessari af- stöðu sinni. Flensan sígur á BÓ-Reykjavík, 17. marz. Vikuna 24. febrúar til 2. marz voru 666 inflúenzutilfelli í Reykja vík samkvæmt skýrslu borgar- læknis. Vikuna þar á undan voru tilfellin 322. Frá 3. til 9. marz voru skráð 613 tilfelli. Flenzan virðist ekki í rénun, og útköll varðlækna benda til, að hún breið- ist út jafnt og þétt. Á Akureyri var sumum bekkj- um menntaskólans lokað vegna inflúenzunnar. Erlingur Davíðs- son, fréttaritari blaðsins. sagði í dag, að full kennsla væri aftur hafin í menntaskólanum. Flenzan leggur nú marga í rúmið þar nyrðra, einkum á vinnustöðum, þar sem fólk hefur ekki verið sprautað, en nokkrir fjölmennir starfshópar voru sprautaðir gegn flenzunni, og hafa þau fyrirtæki sloppið við vimnutap Önnur sprautuumferð er nú hafn. Veik- in er að breiðast út í nærsveitum Akureyrar. 6 T f MIN N , þriðjudaginn 19. marz 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.