Tíminn - 19.03.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.03.1963, Blaðsíða 1
ÚTLENDINGAR í FISKIÐNAÐ SJÁ ALÞINGIS- FRÉTTIR BLS. 6 LUMA ER LJOSGJAFI benzin eda diesel Gullfoss brennur ASils—Kaupmannahöfn, 18. marz. í morgun kom upp eldur í Gull- foss, þar sem hann liggur í þurrkví hjá skipasmíSastöS Burmeister og Wain í Kaupmannahöfn, og er meg iniS af afturhluta skipsins gerónýtt. Má búast viS aS viSgerS á því taki marga mánuSi. Eldurinn kom upp um klukkan 9 í morgun eftir íslenzkum tíma, og breiddist hann afar ört út. — Steig upp af skipinu mikill reykj- armökkur, sem sýnilegur var um alla Kristjánshöfn. Eldsvoðinn vakti mikla athygli og umferðar- stiflur mynduðust á þeim stöðum, sem eldurinn var sjáanlegur frá, þar eð fiölmenni stöðvaði bíla sína til þess að horfa á eldinn. — Lögreglan varð að kalla út' auka- lið til ag koma reglu á umferðina. Kristján Aðalsteinsson, skip- stjóri á Gullfossi, skýrði Berling- Framh. á bls. 15. Tíminn fékkyþessa mynd símsenda frá Kaupmannahöfn. Skilyröi voru mjög slaem til sendingar. Þó er myndin n teKKvpess það skýr, að greinilega sést að um mikinn eld hefur verið að ræða, einkum í skut. Myndin er tekin skömmu eftir að eldurinn gaus upp. (Pglfoto). TYEIR í FLUGVÉL TÝNAST í HAFI MB-JK-Reykjavík, 18. marz. Tveggja hreyfla flugvélar með tveimur íslenzkum flugmönnum hefur verlð saknað síðan snemma i morgun. Flugvélin var yfir At- lantshafi vestur af Labrador í STEKÁN MAGNÚSSON flugstjóri Kanada á leiðinni frá Gander á Nýfundnalandi til Narssarssuaq á Grænlandi, síðast er fréttist af hennl. Þetta er ný fjögurra sæta Piper Apache-flugvél, TF-AID, ÞÓRÐUR ÚLFARSSON flugmaður sem flugfélagið Flugsýn hefur keypt. Tveir starfsmenn Loft- leiða, Stefán Magnússon flug- stjóri og Þórður Úlfarsson flug maður, flugu vélinni. Stefán er 36 ára gamall og er einn af reyndustu flugstjórum Loft- leiða og Þórður er 24 ára og hefur starfað hjá Loftleiðum í rúmlega tvö ár. Þeir lögðu af stað frá Gand- er klukkan hálfþrjú í nótt. Síðan segir ekki af ferðum þeirra fyrr en klukkan hálfátta í morgun. Þá kölluðu þeir á veðurathugunarskipið Bravo, sem var staðsett á 56,5 gráðu norðlægrar breiddar og 51 gráðu vestlægrar lengdar. Sögg ust þeir eiga í erfiðleikum og væru að missa flugið. Þeir kváð ust vera í 35 mílna fjarlægð frá skipinu, en báðu um rat- sjárstaðarákvörðun. Hafa þeir þá verið þremur stundarfjórð- ungum á eftir áætlun. Veður- athugunarskipið heyrði ekki kall þeirra, en loftsk'eytastöðin Lake Eon, sem er 140 mílur suðvestur af Gaase á Labrador. Þetta kort er af flugleiðlnni frá Gander á Nýfundnalandi yfir Narssarssuaq á Grænlandi til íslands. Merkt er með krossl, þar sem veðurathugunaskipið Bravo er staðsett. Flugmenn Piper-Apac- he-vélarinnar sögðust vera 35 mílur frá skipinu, þegar sfðast heyrð- ist frá þeim. héyrði það og kom því áleiðis til Bravo. Veðurathugunarskip ið hóf þegar leitina og var kom ið klukkan hálfellefu í morgun á staðinn, sem flugmennimir höfðu tilkynnt. Síðan hefur Apache-vélarinnar verið leitað ákaft, en árangurslaust. Leitinni hefur verið stjórnað frá Torbey á St. Johns og hafa ’þrjár bandarískar herflugvélar leitað á svæðinu í allan dag. Allar eru þær búnar ratsjám. Um klukkan sjö í kvöld bættist í hópinn Cloudmastervélin Framhald á bls. 15. T" i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.