Alþýðublaðið - 14.04.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.04.1920, Blaðsíða 3
ALÝÞÐUBLA ÐIÐ 3 Dm dagins 09 veginn. Stúdentafélag Háskólans hélt fund í gærkvöldi um bannmálið. Hóf Magnús Magnússon, stud. jur. máls og taldi marga galla og mikla á banni, og vísaði því mður fyrir allar hellur. Kom hann fram með flestar hinar úreltu og marghröktu skoðanir andbanninga. Næstur tók cand. theol. Árni Sigurðsson til máls. Mælti hann skörulega og fast með banni og færði fram rök bannmanna til stuðnings máli sínu. Þá mælti H. Siemsen Oftósson, stud. jur., með banni, og mæltist vel. Björn O. Björnssoa tók næst til máls, og tók í sama strenginn og þeir Árm og Hendrik. Var þá fundi frestað, þar eð áliðið var orðið. dsrífni. Hinir sóttkviuðu far- þegar af íslandi hafa fundið npp það .snjallræði" að númera sig eins og fanga. í „Vísi" í fyrradag stóð greinarkorn frá einum þeirra, sem kallar sig „fanga nr. 23". Þegar gáð var að hver hann væri þessi löghlýðni(Il) borgari, kom það upp úr kafínu, að hann var ekki auðfundinn, því hann hafði stolið númeri Htilíar telpu, tveggja eða þriggja ára, undsr þennan spegil sálar sinnar, (nefoilega rit- smiðina i „Visi'). Getur ósvífnin komist á hærra stig, en að fela sig bak við pilsfald óvitka barns. Jafnaðarmenn og Alþýðn- flokksmenn, munið eftir þvf, að ganga í Jafnaðarmannafélagið á morgun. Listi liggur frammi í brauð- sölunni á Vesturgötu 29. Fundur- inn verður í Alþýðuráðhúsinu ann- að kvöld kl. 8V2. Ekki fyrirhafnarlanst. Hjá lögreglustjóranum eru tveir símar. í gær þurfii að ná sambandi við Kennaraskólann og var ómögulegt að ná í miðstöð í hvorugum sím- anum. Loks varð að taka það ráð. að senda lögregluþjón í bifreið niður á miðstöð til þess að biðja um sambandll Fiskiskipin. í gær komu af vaiðum, Kaflavíkin með 11 þús., Esther með 6 þús. í nótt komu Helgi með 10 þús. og Iho með 6 þús. í morgun kom Egill Skalla- grímsson með veikan mann af lungnabólgu. Timburfarmur. í nótt kom frá Halmstad í Svíþjóð skonnortan „Hans“ með timburfarm til H/f. „Björk“. Island fer á morgun kl. 11 f. h. Borgarstjórinn í Ryík verður nú í fyrsta sinn kosinn af öllum kosningabærum bæjarbúum samkv. lögum frá 1914. Áður var borgar- stjóri kosinn af bæjaistjórn, en breyting á þessu var gerð samkv. margítrekuðum þingmáláfundar- samþ. hér í bæ. Sá, sem fyrstur flutti tillögu þessa á þingmála- fundi hér og jafnan síðan hólt henni fram, var Guðjón Einarsson prentari. Veðrið í dag. Reykjavík .... -r- 5,6. ísafjörður .... . NA, 3,0. Akureyri .... • logn, 4 0. Seyðisfjörður . . . NA, -5— 3 0. Grlmsstaðir . . . . NA, 7,5. Þórsh., Færeyjar. . ANA, hiti 3,3. Stóru staflrnir merkja áttina. -4- þýðir frost. Loftvog há, lægst fyrir sunnan land, norðaustanátt með nokkru frosti, bjartviðri á Suðvesturlandi, hríð á Grímsstööum. Að austan. Stækknð rafstöð. Nýlega hafa Seyðfirðingar samþykt að stækka rafstöðina hjá sér um 150 hest- orkur. Ætla þeir í því augnamiði að taka alt að 120 þús. kr. lán, og framkvæma verkið hiÖ bráðasta. Eiðaskólinn. 180 þús. króna lán heflr veriÖ tekið til þess að reisa nýtt skólahús á Eiðum. Húsið verður úr steini og búist við að 60—70 nemendur geti dvalið í skólanum, er hann verður fullger. Það verður einlyft, með kjallara undir. Leikfimissalur og baðhús verður í bjallaranum, en bústaður skólastjóra ásamt skóla- stofum uppi, segir Austurland. , 6 ' Engar sóttvarair. Ekki verður annað séö af „Austurlandi", en að Breislispilt fæst í verzlun B. iónssonar & G. Guðjónss., Grettisg. 28. Simi 1007. ________________t Nýkomið: með s.s. ‘‘Island“: Trawlstakkar, allar stærðir, Trawtdoppnr, allar stærðir, Trawlbuxnr, allar stærðir, Elókajakkar, allar stærðir, Trawlsokkar hvítir, Yélamannaföt brún og blá, Olíufatnaður, allskonar, Fatapokar, margar stærðir. Signrj&n félnrsson, Hafnarstræti 18. Simi 137 og 837 (tvær ifnur). seljum við fyrir kr. 1,30 pr. l/s kg. Verzlun B. Jónssonar & G. Guðjónss., Grettisgötu 28. Sími 1007. Sterling háfi ekki verið hafður í sóttkví, er hann flutti inflúenzuna austur, en það heflr verið talið víst hér í bæ, hingað til. Stökur. Ofan í farið sama saxar svæfð er minning helgra daga. Auraþörfin virðist vaxa, vitnar hún glögt um svangan magai í sálarfylgsnum síðla rofar svartnættið á trúarvegi. „Togarans Grútur" ólgar ofar endurlausnarans pínudegi. Kolskeggur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.