Alþýðublaðið - 14.04.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.04.1920, Blaðsíða 1
ýðubla CrefiO iit af .AJþýðuflokkniim. 1920 Miðvikudaginn 14. aptíl 82. tölubl. ðr ódýrasta, fjölbreyttasta og ftezta dagblað laridsins? I Kaupið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess rerið. Baitmerkur-fréttir. Khöfn 12. april. Þingið hefir samþykt kosningar- 3ögin, og hafa þau verið staðfest af konungi. Kosningunum hefir verið frest- að til 26. þessa mánaðar. Svœsin veifkföll i Danmöpkttt Áframhaldandi verkfall meðal 3iafnarverkamanna,sjómanna,kynd- ara, bakara og verksmiðjuverka- ¦manna. Jafnaðarmannafélagið, Eins, og skýrt hefir verið frá áður hér í blaðinu, er félag starf- andi hór í bænum, er heitir þessu ©afni. Pólágið er meðal annars stofnað til þess, að þeir, sem fylgja stefnu jafnaðarmanna, og ískki eru í félögum verkamanna, iái tækifæri til þess að koma saman og ræða áhugamál sín. Allir, bæði karlar og konur, fá inngöngu í félagið. Og geta þeir, «r æskja inntöku, skrifað sig á lista, er liggur frammi í brauð- sölunni á Vesturgötu 29. Fundur verður haldinn í félaginu á fimtu- Miaginn kemur kl. 8V2, í Alþýðu- xáðhúsinu. Ungir menn og konur, er áhuga ¦hafa á þjóíélagsmálupa, ættu að ^ganga í félagið, til ;þess að efla starfið og styrkjastefnuuafnaðar- manna hér á landi. Alþýðuflokks- menn eru allir sjálfsagðir í félagið. Clarté. Ligue de solidarité Intellectu- elle pour le Tríomphe de la Cause Internationale (Niðurl.) Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr ritum Henri Barbusse, þeim er skýra frá stefnu og starissviði fé- lagsins. Bækur þessar eru báðar kómnar út á dönsku og heita: Ilden önnur, en hin Verden venter. A frönsku heita þær Le Teu og Clarté. í Le Teu lætur Barbusse her- mann nokkurn segja: Svo spyrja menn sjálfa sig: hvers vegna eru eiginlega háðar styrjaldir? Hvers vegna — já það er nú einmitt það, sem enginn veit. Ea fyrir hverja — það vita menn. Því menn komast ekki hjá því að sjá það, að þegar skurðgoði styrjald- arinnar er daglega fórnað nýju kjöti fimtán hundruð ungra manna frá hverri þjóð, þá er það aðeins til ánægju fyrir fáeina foringja, sem hægt er að telja á fingrum sér. Menn komast ekki hjá því að sjá, að heilar þjóðir eru bornar á blóðvöllinn til þess að ein borða- lögð stétt geti skráð konunga- nafnsins söguna, til þess að aðrir gullkálfar, sem teljast til sama fantaílokksins, geti grætt meira, braskað meira. Og undir eins og augu mannanna hafa opnast, sjá þeir að þær markalínur, sem þeir hafa haldið að yæru milli mann- anna, eru ekki eins qg þeir héldu, og að þær sem þeir tróðu á, eru í rauninni alls ekki til. A eiaum stað í Glarté segir hann: Missið ekki sjónar á því, hvað hinn nýji heimur er óbrotinn og einfaldur. Sannleikurinn í þjóð- félagsnaálunum ,er ofur óbtotinn. Það sem er margbrotið og flókið, er hitt sem ofan á er, þessir haug- ar af hleypidómum og villum, sem tímar harðstjóranna, sníkjumann- anna og málrófsmannanna hafa hlaðið vpp Sá sem vill grafast eftir sannleikanum, verður að gera hlutina óbrotnari, sannfæringin verður að vera ótvíræðlega einföld og auðskiiin, annars er glötunin vís Segðu þeim að fara fjandans til, öllum þessum brögðóttu blæ- brigðurh, öllum þessum vafningum ræðumannanna. Hrópaðu heldur: þetta er það sem nú er, og síðans þetta er það sem á að verða. En þennan einfalda sannleika færðu aldrei, eins og heimurinn er núna, nema þú grípir hann sjálfur. Ef þú vilt eiga hann, verðurðu að skapa hann sjálfur, með sjálfs þín höndum. Og eg skaí gefa þér tötrameðalið, þetta dýrðlega, dul- magnaða orð: þú getur. Þrátt fyrir alt trúi eg á sigur sannleikans. Eg trúi á órjúfandi gildi þeirra fáu manna, sem i framtíðidni fullnægja hinum sanna anda bræðralagsins, þeirra sent fylkja sér fast um hið glæsilega merki réttarins og skyldunnar, mitt í taumlausu ölduróti eigingjarna ættjarðarglamurs. Eg hefi þá óbif- andi sannfæringu, að hið nýja þjóðfélag verði hlaðið upp af þess- um mönnum. Þrátt fyrir það, þó við verðum ennþá að þjást, eins langt og augað. eygir — getur hugsjónin samt sem áður ekki fremur hætt að þróast og hrærast en mannshjartað og sá vilji, sem nú þegar er farinn að bæra á sér, verður ekki brotjnn á bak aftur úr þessu. Eg boða óhjákvæmilega komu alheims lýðveldisins. Ekkert gétur lengur stöðvað sigur alþjóðasann- leikans, ekki stundar afturkippir, ekki, myrkur og hörmungar, ekki harmþrungnar hindrunartilraunir til að hefta það, að heimurinn hristi af sér okið allur í einu. En eff myrkravöld váldhafanna vilja ekki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.