Alþýðublaðið - 09.07.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.07.1940, Blaðsíða 2
MRIÐJUDAGUR 9. JOLI 1946. ALÞVDUBLAÐID A hverfandi hveli. (Gone with the wind). ein stærsta og glæsilegasta bók, sem gefin $ hefir verið út á íslenzku, eftir skáldkonuna Margaret Mitschel. — Bókin seldist meira en nokkur önnur bók í Ameríku s.l. ár eða 1 millj. og 500 þús. eintök. Sagan er í þann veginn að koma á kvikmynd og er af mjög mörgum talin ein allra merkasta skáldsaga — sem skrifuð hefir verið. Hinn snjalli íslenzkumaður ARNÓR SIGURJÓNSSON, þýðir bókina á íslenzku. Vegna erfiðleika með að afla pappírs, og hins háa verðs á honum, þurfa þeir, sem vilja tryggja sér bókina, að gerast áskrifendur. Bókin verður gefin út í 12 heftum og kostar hvert hefti 3.00 kr. Fullprentuð verður hún nær 1200 blaðsíður í stóru broti. Hvert hefti verður sent til áskrifenda, ef þeir óska þess, og greiðist við móttö,ku. Áskriftarlistar liggja hjá bóksölum, og einnig má panta bókina beint frá Víkingsútgáfunni í síma 2864. — Þeim, sem óska að fá öll heftin bundin saman, verður tryggt ódýrt og gott band samhliða síðasta heftinu, enda hafi þeir pantað það áður. Athugið að gerast strax áskrifendur, því aðeins verður prentað takmarkað upplag, og að undanteknum 50 eint., sem verða seld í skinnhandi á 46,00 kr., verður bókin ekki seld í einu lagi. Þeir, sem vilja eignast eintak í skinnbandi, tilkynni það í síma 2864. Vlkingsúígáfan, Reykjavik Hefi sjálfsíæða Gúmmi- oo skóvinnustof u í HAFNARSTRÆTI 23. Bið viðskiptamenn að athuga, að frá kl. 3—6 hefi ég hrað- vinnu með þrem mönnum og vélum þennan mánuð á enda. Virðingarfyllst. FRIÐRIK P. WELDING. Oistihúsið á Langarvatni er tekið til starfa. Tekur á móti dvalargestum og ferða- fólki. Gistihúsið er rekið með sama hætti og fyr. Ferðir eru alla daga kl. 10 f. h. frá Bifreiðastöð íslands, sími 1540. — Upplýsingar í síma á Laugarvatni gefur BERGSTEINN KRISTJÁNSSON. IÞROTTIR / Allsher|armót Í.S.Í. fer fram 22.« 26. júlí ♦ Búizt er við mikilli stigakeppni. Allsherjarmót t.S.Í. fer fram 22.-26. júlí næstkomandi Taka væntanlega allir helztu íþrótta- menn Reykjavíkur og; nokkrir ut- anbæjarmenn þátt í því. Reykvíkingar bíða með sérstakri eftirvæntingu eftir þessu móti, því að búizt er við afar harðri keppni, ekki aðeins . í einstökum greinum, heldur einnig í stigum úr öllu mótinu milli Ármanns og K.R. Bæði félögin undirbúa nú bardag- ann af ákafa og mun hvorugt þeirra ætla að gefa hinu eftir. Tilkynningar um þátttöku eiga að vera komnar til íþróttaráðs Reykjavíkur fyrir 13. þ. m. Þó að aðalbardaginn standi væntanlega milli K.R. og Ármanns munu fleiri félög án efa láta frá sér heyra, og eru þar fremst í flokki Í.R. og F. H. Einnig munu að líkindurh koma þátttakendur frá Vestmanna- eyjum, Kjósarsýslu og ef til vill víðar að. ípróttamót Borg firðinga fór fram s. 1. sunnudag. Borgfirðingar héldu hið árlega íþróttamót sitt á Hvítárbökkum s.I. sunnudag. Mótið fór vel og skipulega fram, íþróttalega. Ungmennafélag Reyk- dæla fékk flest stig, 30, nr. 2 varð Skallagrímur með 24 stig og nr. 3 Haukur með 10 stig. Helztu jirslit: Sund: 100 m. frjáls aðferð karla: 1. Ótt. Þorgilss., Reykd. 1:11,8 mín. 2. —3. St. Þórisson, R. 1:12,5 — 2.—3. Jón Sæm, R. 1:12,5 — 50 m. frjáls aðferð kvenna: 1. Steinþóra Þórisd., R. 33,2 sek. 2. Stella Magnúsd., R. 35,5 — 3. Vilborg Bjarnad., R. 44,3 — 50 m. drengjasund: 1. Óttar þorgilsson, R. 29,2 sek. 2. Þórður Magnúss., Sk. 35.7 — 3. Valg. Magnússon, R. 27,8 — 100 m. bringusund karla: 1. Helgi Júl., Hauk 1:19,0 mín. 2. Kr. Guðjónsson, R. 1:19,0 — 3. Sig. Eyjólfss., Hauk 1:21.1 — Frjálsar iþróttir: 100 m. hlaup: 1. Sig. Guðm., Sk. 11,6 sek. 2. Davíð Áskelsson, R. 12,5 — 3. ívar Björnsson, R. 12,8 — Hástökk: 1. Jón Þórisson, R. 2. Kristleifur Jóh., R. 3. Helgi Jónsson, Hauk Langstökk: 1. Sig. Guðm., Sk. 6,26 m. 2. Þorv. Friðrikss., Sk. 5,74 — 3. Einar Þorst., UMF. ísl. 5,72 — Þrístökk: 1. Þorv. Friðriksson, Sk. 12,75 m. 2. Davíð Áskelsson, R. 12,56 — 3. Einar Þorst., ísl. 12,53 m. Kúluvarp: 1. Sig. Guðm., Sk. 10,13 m. 2. Helgi Júlíusson, Hauk 9,95 — 3. Tyrf. Þórarinss., Sk. 9,78 — — Af hverju vilt þú losna við þetta símanúmer? Mér finnst svo gott að muna það, 4609! — Það er af því þessi bölvaður íþróttavöllur hefir næsta númer við, og svo er öll kvöld verið að hringja í mig og spyrja til svona: Hvernig stendur það? Hver hefir yfir? Það er meiri bölvaður ósiður- inn! 400 m. hlaup: (Bein grasbraut). 1. Sig. Guðm., Sk. 55,4 sek. 2. Sig. Guðbrandss., Sk. 59,0 — 3. Steingr. jþórisson, R. 59,8 — Fyrir utan þessar keppnir sýndi kvennaflokkur frá Borgarnesi leikfimi undir stjórn Helga Júlí- ussonar. §-----------------------------3 I Víðsjá | Fred Walcott, ameríkanski grindahlauparinn heimsfrægi, keppti nýlega í Prince- town. Þar vann hann 110 m. grindahlaup á 13,9 sek. Einnig vann hann 220 yards grindahlaupið á 22,5, sem er nýtt heimsmet. Helen Jacobs, tennismærin víðfræga hefir keppt mikið í Bandaríkjunum í ár og unnið stóra sigra. Hún vann til dæmis Eunice Dean með 6—1 og 6—2. A1 Blozis, ameríkskur kastari vann kúlu- kast og kringlukast í New York. Kúlunni kastaði hann 16,85 og kringlunni 50,08 m. Negrinn Watson frá Michigan hefir náð 7523 stig- um í tugþraut. Heimsmetið er 7900 stig. Frá í. S. í. Í.S.Í. hafði í ár falið einu af Reykjavíkurfélögunum að halda Allsherjarmótið 15.—18. júlí. Þetta félag auglýsti mótið ekki jafn- snemma og reglur mæla fyrir, heldur 10 dögum of seint. Annað félag í Reykjavík fór vegna þessa fram á að mótinu yrði frestað um 10 daga. Í.S.Í. tók þetta að nokkru leyti til greina og frestaði mótinu um 7 daga, eða til 22. júlí. Til að slíkt sem þetta endurtaki sig ekki, hefir sambandsstjórnin tekið ákvarðanir á fundi sínum. Er ætlunin, að félög, sem halda vilja landsmót eitthvert ár, verði að hafa sótt um það til Í.S.Í. fyrir áramót. Sambandið raðar svo mót- unum niður, skipar félög til að halda það og auglýsir þau. Þessi- auglýsing sambandsins á svo að 1 Frá ípróttamót- inu síðastliðið föstudagskvöld. Síðastliðið föstudagskvöld fór fram á íþróttavellinum keppni — sem unnendur frjáls-íþrótta biðu með nokkurri eftirvæntingu eftir. Var það 3 km. hlaup, sem ungur hlaupari frá Siglufirði tók þátt L Einnig fór fram handknattleikur kvenna úr Ármann og K. Akra- ness. Reykvísku stúlkurnar unnu' með 9:6. Kassaboðhlaup var milli karla og kvenna og bar kvenfólkið algerlega sigur úr býtum. í 200 in. hlaupi urðu úrslitin: 1. riðill: 1. Anton Björnsson, K.R. 26,2 s. 2. Sigurj. Hallbjörnss., Á. 26,4 — 3. Þórhallur Einarsson, Á. 26,8 — 2. riðill: 1. Hörður Kristófersson, Á. 25,8 s1. 2. Guðm. Sigurjónsson, Á. 25,8 — 3. Rögnv. Gunnl.ss., K.R. 26,3 — Lok^ eru hér úrslit 3000 m. hlaupsins: 1. Sigurg. Ársælss., Á. 9:30.5 mín. 2. Indriði Jónsson, K.R. 9:41,8 — 3. Ásgr. Kristj., Sigl. 9:47,8 — 4. Evert Magnúss., Á. 9:55,7 — Veðrið var afleitt, kuldi og stormur og hefir það áreiðanlega haft sín áhrif á tímann. Ásgrímur Stefánsson er mjög: léttur á sér og sýnilega vel til hlaupa fallinn frá náttúrunnar hendi. Hins vegar ber hann það' með sér, að hann hefir lítillar eða engrar kennslu notið. Náttúru- hlauparinn reynir aðeins að láta hendurnar ekki tefja sig, en vís- indahlauparinn reynir að nýta þær, láta þær hjálpa sér. Vísinda- hlauparinn þarf að hafa gaddaskó. nudd, gufuböð og fleira — til að halda sér í fullkominni æfingu,. en slíkt þekkir náttúruhlauparinn' ekki. Ásgrímur er ósvikinn nátt- úruhlaupari, sem hefir eingöngu: æft á þjóðvegum og túnum, en aldrei komið á hlaupabraut, eins og þá, sem hér í Reykjavík err fyrr en nú. Allir þeir hlauparar, sem hlaupa 200 m. eða lengra — verða að eyða miklum tíma í æf- ingar við að hlaupa á bognum brautum. Slíkt hefir Ásgrímur aldréi gert af þeirri einföldu á- stæðu, að á Siglufirði er engin slík braut til. Hann fékk fyrir norðan rnjög góðan tíma í 3 km.. hlaupi, og lögðu Reykvíkingar lítt trúnað á, að sú tímataka væri ná- kvæm og rétt. Það er að vísu ekki gott að rengja þann tíma með öðrm. en því, hversu ótrúlegur hann er, því sárafáir af beztu hlaupurum heimsins hafa gert betur. Jafnvel — þegar tekin er til greina sú at- hugasemd, að skeiðúrið hefði vís- að einni mínútu of stuttan tíma, sem er líklegt, er tíminn mjög. góður á íslenzkan mælikvarða, og afar líklegt, að Ásgrímur hafi hlaupið svo vel, enda samsvarar það nokkuð tíma hans í 1500 m. Reykvíkingar vissu þessar að- stæður allar, en löngunin til að skapa „sensation” varð yfirsterk- ari og árangurinn sá, að efnilegir hlauparar úti um land munu síð- ar sækja til Reykjavíkur í keppni. gilda, svo að ekki þurfi að koma ringulreið á niðurröðun mótanna, þótt það fallist fyrir hjá félaginu, sem á að halda mótið, að auglýsa það í tíma. Auglýsið í Alþýðublaðinu.. 1,51 m. 1,50 — 1,50 —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.