Alþýðublaðið - 10.07.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.07.1940, Blaðsíða 2
MtÐVIKUDAGUR 1». JÚLÍ 1940. ALÞYÐUBLAÐIÐ Smásöluverð á eftirtoldnm tegnndum af Cigarettum má ekki vera hærra en hér segir: Yenidejn Oval (í 50 stk. kössum) .... kr. 4,50 kassinn Kings Guard (í 50 stk. kössum) .... — 4,50 kassinn KO. No. 6 Gold tipped (í 20 stk. pökkum) .... — 1,80 pakkinn Do. plain (í 50 stk. kössum) .... — 4,50 kassinn KO. No. 9 Gold tipped (í 50 stk. kössum) .... — 4,50 kassinn Do. plain (í 50 stk. kössum) .... — 4,50 kassinn Crown de Luxe (í 10 stk. pökkum) .... — 1,10 pakkinn Do. (í 20 stk. pökkum) .... — 2,20 pakkinn Do. (í 100 stk. kössum) .... —11,00 kassinn Kitz Gold tipped (í 25 stk. pökkum) .... — 1,80 pakkinn Do. 50 stk. kössum) .... — 3,60 kassinn Monde Elgantes (í 25 stk. pökkum) .... — 2,25 pakkinn Private Seal ......|. . u . .. JA1'.. kr. 0,85 10 stk. pakkinri Do............................ — 1,70 20 — — Cavanders Gold Leaf.................. — 0,85 10 — — Do. ............................. — 1,70 20 — — Myrtle Grove ....................... — 0,85 10 — — Ðo............................... — 1,70 20 — — Greys Virginia ....................... — 0,85 10 — — Do.............................. — 1,70 20 — — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala rikisins. Starfsemi „Stórasjéðs44 siðastliðið ár. -----+---- Greinargerð frá stjórn sjóðsins ARSSKÝRSLA Styrktar- sjóðs verkamanna- og sjómannafélaganna í Reykja- vík fyrir síðastliðið ár er komin út. í stjórn sjóðsins eru Sigurjón Á. Ólafsson, Sigríður Ólafsdótt- ir og Ágúst Jósefsson og hafa þau skipað stjórn sjóðsins í mörg ár. í skýrslunni segir meðal ann- •ars: „Styrks úr sjóðnum nutu á árinu 70 karlar og 42 konur. Umsækjendur eru meðlimir eftirtaldra félaga, og fengu styrk eins og hér segir: Verkamannafélagið Dagsbrún 7 umsækjendur kr. 900,00. Sjómannafélag Reykjavíkur ‘63 umsækjendur kr. 7775,00. Verkakvennafélagið Fram- sókn 41 umsækjandi kr. 3800,00 Bókbindarafélagið 1 umsækj- andi kr. 100,00. Samtals 112 umsækjendur, 12 575,00 kr. Upphæð styrkjanna var frá kr. 75,00 til kr. 150,00. Árgjald til sjóðsins hafa á ár- inu greitt þessi félög, sem öll eru í Alþýðusambandi íslands: Sjómannafélag Reykjavíkur, Verkakvennafélagið Framsókn, Hið íslenzka prentarafélag, Bókbindarafélagið og Bakarasveinafélagið. Árgjaldið er kr. 1,00 af körl- um og kr. 0,50 af konum. Þrjú félögu, sem áður hafa greitt árgjald til sjóðsins, hafa farið úr Alþýðusambandinu á árinu: Verkamannafélagið Dags brún, Þvottakvennafélagið Freyja og Félag afgreiðslu- stúlkna í brauða- og mjólkur- sölubúðum. Ekkert af þessum félögum hefir greitt árgjald ár- ið 1939. í ársbyrjun voru í vörzlum sjóðstjórnarinnar 7 umsóknir frá meðlimum Ðagsbrúnar, meðal annarra umsókna, sem fresta varð í desembermánuði. Á fundi sjóðstjórnarinnar 1. fe- brúar varð samkomulag um að veita þessum mönnum styrk á árinu 1939, þótt Dagsbrún hefði þá skömmu áður sagt sig úr Al- þýðusambandinu. Stjórn sjóðsins samþykkti að skrifa Fulltrúaráði verkalýðs- félaganna í Reykjavík, sem er yfirstjórnandi sjóðsins og kýs sjóðstjórnina, og leita úrskurð- ar þess um það, hvort veita skuli styrk úr sjóðnum meðlim- um annarra félaga en þeirra, sem eru í Alþýðusambandi ís- lands. Svar Fulltrúaráðsins, dags. 15. júní 1939 til sjóð- stjórnarinnar er á þá leið, að sjóðstjórninni sé óheimilt að veita styrki úr sjóðnum til manna, sem eru í félögum utan Alþýðusambands íslands. Eins og að undanförnu hefir sjóðurinn á árinu notið styrks úr ríkissjóði kr. 4000,00 og úr bæjarsjóði Reykjavíkur kr. 3500,00. Sjóðurinn var í ársbyrjun kr. 132 386,63, en í árslok kr. 136 868,13. Aukning á árinu kr. 4481,50.“ Þúsundir vita, að gæfa fylgir trúlofunarhringum frá Sigur- þör, Hafnarstræti 4. DRENGJAFÖTIN frá Spörtu, Laugaveg 10. Vatnslækningar. ¥7ATNSLÆKNINGAR Þórðar * pröf. Sveinssonar hafa nú undanfarið vakið allmikla athygli manna á meðal, og með því að óg er einn þeirra, sem gott hafa haft af aðferð prófessorsins, vil óg ekki láta hjá líða, aö skýra ofurlítið nánar frá áhrifum þess- arar lækningaaðferðar á sjálfan mig, án þess þó að ég ætli að koma með ítarlega sjúkdómslýs- ingu. Þáð, sem að mér gengur, er nokkurs konar lömun öðrum megin í líkamanum, sem stafar af skemmd í taugakerfinu eða c- « .-i M - - I truflun á starfsemi þess. Eru nú úpp undir tíu ár síðan, áð eg för að finna til þessa. Versnaði mér æ meir, þótt liægt færi, þrátt fyrir tilraunir þeirra ágætu lækna, sem ég naut læknishjálpar frá. Var ég orðinn mjög langt leiddur í fyrravor og þyngd mín komin niður í 112 pund. Einnig lá ég meÖ hitasótt meiripartinn af maimánuði 1939. Þá hringdi Þórður próf. Sveinsson til min kringum miðjan maí og ráðlagði mér heit fótaböð, svo að ég svitnaði, og skyldi ég, til þess að svitna, einnig drekka heitt vatn. Er þar skemmst af að segja, að ég fór eftir ráðleggingum prö- fessorsins, komst innan skamms á fætur, og almenn líðan mín batnaði stórum. Þyngdist ég næstu fjóra mánuði um fjórtán pund og hefi haldið þeirri þyngd síðan. Til gamans vil ég geta þess, að mig hætti alveg að langa í neftóbak, er ég hafði notáð böðin um tíma, og 4. júhí í fyrra lagði ég niður neftóbaks- notkun og hefi ekki fallið í þá freistingu síðan, en var áður bú- inn að taka' í nefið í þrjiátíú ár. Er einsætt, að þeir, sem venja vilja sig af notkun tóbaks eða áfengis, ættu að reyna slík svita- böð. ! Síðan hélt ég fótaböðum þess- um áfram fram eftir vetri, en fór þá að taka heitar kerlaugar í baðhúsinu og stundaði það um hríð. Fannst mér ég einnig hafa mjög gott af því. Mér hefir að vísu ekki batnað að fullu veiki sú, er að mér gengur, enda var þess ekki að vænta, en aímenn líðan mín er stórum betri, en hún var áður, ég hefi Jiyngst, eins og áður er sagt, og áhrif veikinnar hafa minnkað; t. d. á ég allmiklu hægra með að skrifa, en áður en ég hóf böðin. Hitasóttarköst þau, sem ég fékk einatt áður, nú á seinni árum, eru alveg hætt, og hefi ég ekki legið rúmfastur af þeim sökum síðan í júmí í fyrra, og þakka ég það einnig böðun- um. Umhyggjíusemi og áhuga próf. Þórðar Sveinssonar um það, að ég fylgdi ráðum hans og hefði gott af aðgerðum þessum, er ó- þarfi að lýsa fyrir þeim, er þekkja hann, en hinir, sem eru honum ókunnugir, geta ekki gert sér of háar hugmyndir um góð- fýsi hans og áhugasemi. Vona ég, að línur þessar geti orðið til þess, að fleiri sjúklingar reyni aðferð þessa, og veit ég, að próf. Þórður muni góðfúslega veita þeim, er þess fara á leit við hann allar náuðsynlegar upplýsingar. Jakob Jóh. Smári. ™— UM DAGINN OG VEGINN-------------------- Hvernig- er með sumarfrí verkamanna, sem vinna hjá bænum? I Alllangt bréf frá bónda um verkhækkun mjólkurinnar. : ------ATHUGAKHR HANNESAR Á HORNINU —- UNDANFARIN sumur hafa bæjarvinnumenn fengið nokkurt sumarfrí. Enginn bæjar- vinnumaður mun enn hafa fengið neitt frí og væri fróðlegt að fá að vita, hvort það verður ekki veitt þeim í sumar, eins og áður. „BÓNDI” skrifar mér á þessa leið: ,,Mér hefir fundist gæta ein- kennilega mikillar ósanngirni í skrifum þínum og þeirra, sem þér skrifa um mjólkurhækkunina síð- ustu. Skoðanir þær, og gétgátur, er þar koma fram, eru næsta furðu- legar.” J aþ' £3- „ÞVÍ ER AF MÖRGIjM haldið fram, að mjólkin þurfi ekki áð hækka nema sem nemur kaup- hækkuninni. til verkamanna, og , sem nú er 22 % %. Byggist þessi skoðun, að mér skilst á því, að okkur framleiðendunum beri ekki meiri kauphæfckun en kaupstað- arbúum, og er það út af fyrir sig rétt. Að hinu er ekki gáð, að greiða verður einnig hækkun þá er orðið hefir við tilkostnað mjólk- urinnar. Kolin eru stór þáttur í rekstri mjólkurstöðvarinnar og mjólkurbúanna og hefir stöðvar- kostnaður allur, auk kolanna, auk- ist að miklum.mun síðan í haust.” „MÉR HEFIR verið tjáð, að fyrir Mjólkurverðlagsnefnd hafi legið nákvæmur útreikningur lög- giltra endurskoðenda um hækkun stöðvarkostnaðar og hafi nefndin í ákvörðunum sínum stuðst yið hann. En það mun öllum augljóst, að hinn aukni tilkostnaður verður fyrst að greiðast áður en úthlutun dýrtíðaruppbótarinnar til okkar framleiðendanna fer fram.” „BLÖÐ ÍHALDSINS hafa hald- ið því fram, að lítið sem ekkcrt af þessari hækkun muni falla okk- ur framleiðendum í skaut, heldur muni skipulagið gleypa það allt. Við því er það að segja, að við höf- um fengið næga reynslu af skipu- laginu til þess að láta ekki slíkar hrakspár á okkur fá. Allar hrak- spár íhaldsins hafa hingað til að engu orðið. Og þó ekki verði útséð um það, hvað við framleiðendur fáum af þessari hækkun, fyrr en árið er liðið og uppbótin hefir ver- ið ákveðin, þá geta menn samt ver- „Dettifoss“ fer annað kvöld vestur og norður. Viðkomustaðir: ísa- fjörður, Siglufjörður, Akur- eyri og Húsavík. Farseðlar óskast sóttir fyr- ir hádegi á morgun. x>oc<x>oo<xxxx f l\mm mlnni til 22. þ. m. gegnir hr. læknir Óskar Þórðarson sjúkrasamlags- læknisstörfum mínum. ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON, læknir. ið óhræddir um það, að sú hsekkun verður aldrei meiri en kauphækk- unin til kaupstaðarbúanna, a. m. k. þori ég að lofa að greiða þá kaup- hækkun til baka — hvað mig snertir.” „UM SKIPULAGIÐ er það að segja, að s.l. ár kom Samsalan dreifingarkostnaðinum niður fyrir 2 aura og segir það sig sjálft, að slíkt verður ekki gert nema með ítrustu sparsemi og hagsýni í öll- um rekstri. Þar mætti því verða meiri en lítil breyting, ef skipulag- ið ætti allt í einu að gleypa alla mjólkurhækkunina — eða svo til.” „EINS OG VIÐ mjólkurfram- leiðendur breytum mjólkurskipur laginu til að skila okkur hækkun- inni að frádregnum aðeins nauð- synlegustu útgjöldum við rekstur þess, eins finnst mér neytendur ættu að geta treyst því, að hin op- inbera verðlagsnefnd fari eins sanngjarnlega í sakirnar og unnt er, hvað hækkun snertir. Og annað verður henni varla borið á brýn fyr en óvéfengjanlegar tölur liggja þá fyrir um það, að ofmik- ið hafi runnið til framleiðenda að uppgjöri afstöðnu.” ARNARHÓLL er nú þakinn bréfarusli, þ. e. a. s. sá hluti hans, sem við ráðum yfir. Almenningur gengur óþrifalega um hann. Bréfa- rusl má ekki eiga sér stað að sé skilið þar eftir. Þarf því nú að láta fara fram allsherjar hreinsun á túninu. Hannes á horninu. Stjérnarskrð Péíains verðnr samnrkkt til fntls í Vicky i dag OLDUN GADEILD franska þjóðþingsins, sem kom saman á fund í Vichy í gær, — samþykktí með 225 atkvæðum gegn 1, að sett yrði ný stjórn- arskrá fyrir Frakkland. Full- trúadeildin hafði áður gert sömu samþykkt með 395 atkv. gegn 3. Báðar deildir koma saman í dag á fund, til þess að samþykkja sameiginlega hina nýju stjórnarskrá. 88 öldungadeildarþingmenn og 220 fulltrúadeildarþingmenn eru fjarverandi eða „forfallað- ir,“ eins og það er orðað í fregn- um frá Frakklandi. Eins og aðrar fregnir. sem nú koma frá Frakklandi, barst þessi fregn fyrst frá þýzku fréttastof- unni í Berlín. K. R. tilkynnir leikmót. 1%/B' EISTARAMÓT ÍSLANDS ■t- í frjálsum íþróttum hefst 19. ágúst n.k. Keppnin í boð- hlaupum verður 3.—4. ágúst. LeiÖrétting. Á Íþróttasíðu blaðsins stóð í gær, að menn kæmu síðar til keppni í Rvík, en átti að vera síð- ur. NÝR MUNCHENSÁTTMALI Frh. af 1. síðu. Ungverja. En búlgörsku blöðin segja, að þeir óski að fá þessum kröfum framgengt friðsamlega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.