Alþýðublaðið - 15.07.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.07.1940, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Skagastronil hefir mikla mm- Sámtal um framtíðarafkomu sjávar- þorpanna við Húnaflóa og fibúanna þar JENS HÓLMGEIRSSON segir: „Engin fjölskylda, sem hefir óvissa atvinnu, má vera án möguleika til aðgangs að landi til ræktunar.“ FRAMFÆRSLUMÁLANEFND RÍKISINS fór nýlega norður til Blönduóss, Sauðárkróks, Hvammstanga og » ( 4 . - ? » Skagastrandar. Er það liður í starfi nefndarinnar, að kynna sér af eigin sjón ástand og möguleika kauptúnanna til at- vinnulegrar viðreisnar og mun nefndin hafa í hyggju að fara jafnvel víðar um landið í sumar. Alþýðublaðið snéri sér til skrifstofustjóra nefndarinnar og hafði við hann eftirfarandi samtal: — Hvert var erindi ykkar norö- ur í land? v Aðalerindi okkar var að athuga möguleika fyrir aukinni bygg*ð á Skagaströnd. Jafnframt notuðum við tækifærið til að koma að Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki, og fá yfirlit uni at- atvinnuhorfur þar. Ræddum við m-ál þessi allýtarlega við hrepps- nefndirnar. Þekking á atvinnu- viðhorfunum á hverjum stað er okkur ómissandi grundvöllur til þess að byggja á réttlát'a og skynsamlega úthlutun fram- ieiðslubótafjárins. Jafnframt má vænta jiess, að með nægri kynn- íngu geti tekizt haldgðð sam- rinna með framfærslumálanefnd- inni og ráðamönnum staðanna Um atvinnulega viðreisn. — Hvað vilt frú segja mér um þá staði, sem fnð heimsóttuð? HVAMMSTANGI er raunverulega landbún'aðar- þorp, sem telur 280 íbúa. Vinna þar, auk jarðræktar, sem er ali- mikil, er aðallega skipavinna, sláturhússvinna á haustin o. fl., :er til fellur. Auk þess njóta þorpsbúar nokkurs af vegavinnu rikissjóðs. Sjávarútvegur er lítill og ekki stundaðui1 að staðaldri vegna fjarlægðar frá fiskimiðum. Þö er að honum töluverð hjálp. Vaxtarmöguleikar þorpsins virð- ust litlir. Það, sem stendúr þorp- inu mest fyrir þrifum, er skortur á landi til ræktunar. Landið er / sem sé allt einkaeign og aðgang- Itr 'að því fyrir þorpsbúa al- mennt nokkrum erfiðíéikum bundinn. Þorpinu er lífsnauðsyn að fá eignarhald eða trygg leigu- réttindi á jörðunum Kirkju- hvammi og Syðstahvammi, en í landi þeirra jarða er Hvamms- tangi byggður. Takist það, eru m-öguleikar þorpsbúa til jarð- ræktar sæmilega tryggðir. Með skipulegum byggingum og rækt- Un getur Hvammstangi orðið fagurt og farsælt landbúnaðar- þorp með nokkrum daglauna- vinnumöguleikum og lítils háttar stuðningi af útgerð. BLÖNDUÓS hefir tæplega 400 íbúa. Um Blönduós má segja flest hið sama og um Hvammstanga um mögu- leika til daglaunavinnu og sjó- sóknar. Ræktun er öllu meiri og almennari heldur en á Hvamms- tanga. Land það, er þorpið stend- ur á, er eign ríkisins og hrepps- ins. Þá hefir hreppurinn keypt jörð ofan við kauptúnið til rækt- unar og beitarafnota fyrir þorps- búa. Er því sæmilega séð fyrir ræktunarþörfum þeirra. Helzta nauðsynjamál þorpsbúa er að skipu-leggja og auka ræktunina. Takist það glptusamlega, er all- vel séð fyrir afkomumöguleikum þeirra. Ekki er fyrirsjáanlegt, að þarna geti orðið um fólksaukn- ingu að ræða. Aðstaða til sjó- sóknar er ill -o-g erfið, m-est fyrir hafnieysi. En hafnargerð, svq verulegt gagn sé að, virðist mjög dýr og torveld á Blönduósi. Á SAUÐÁRKRÓKI búa nálega 1000 manns. Hús- unum er þjappað saman á ofur- lítilli eyri neðan við bakkana í Iandi Sauðár, sem kauptúnið dregur nafn sitt af. J-örðin Sauðá er eign hreppsins, en rikissjóður á verzlu-narlóöina. Ræktunarskil- yrði í landi Sauðár eru ellgóð, en landrými til ræktunar allt o-f lítið jafn margmennu kauptúni, sem Sauðárkrókur er nú, enda munu ræktunarafnot ekki vera jafn almenn og vera þarf. út- gerð er allmikil á Sauðárkróki og fer mj-ög vaxandi í s-kjó-li hinnar myndarlegu hafnargerðar, sem nú er um það bil fuHlokið við. Um 20 bátar — .aðallega trillur — stunda þar sjó, og er aflinn hraðfrystur í frystihúsi kaupfélagsins, eftir þvi sem af- köst hússins leyfa. S-kagafjörður hefir reynzt aflasæll hin síðari ár, einkum nú í vetur. Skilyrði JENS HÖLMGEIRSSON j fyrir kolaveiði bæði í net og dragnót eru talin þar mjög sæmi- leg. Frá Sauðárkróki er og srutt á síldarmið, þegar síldin er geng- in að Norðurlandi, enda var all- mikil síldarsöltun í kauptúninu s. 1. sumar á hinu prýðiléga sölt- unarstæði hafnarinnar. Telja verður Sauðárkr-ók álitlegan út- gerðarstað, einkurn meðan fiskur (Íengui' í Skagafjörð. Líklegt má því teíja, að útgerð aukist þar allverulega á næstunni. En þess vil ég óska íbúum kauptúnsins, að þeir láti ekki gtiðáirið til sjáv- ariiis verða til þess, að þeir van- ræki landbúnað sinn. Það mun reynast svo í framtíðinni, eins og undanfarið, að aflaleysis-árin koma, og þá er landbúnaður sjáv- arþorpanna sá eini bakhjarl, s-em líklegur til að- fleyta þeim yfir aflaleysistímann, að því einnig ó- gleymdu, að menningargildi ræktunárstarfanna er tvímæla- jaust' meira heldur en eyrarvinnu o-g sjósóknar. Á Sauðarkr-óki var móeltivél í gangf. Mómýri, allstór er norð- vestan við þorpið í ca. kílómet- ers fjariægð við- þurkv-öllinn, sem valinn var eyri norðan við hafn- stæðið. Er mórinn tekinn upp í ákvæðisvinnu, og fluttur á þurk- staðinn, en þar tekur eltivélin við honum og hnoðar hann og mótar, áður en hann er brei-ddur til þerris. Var þetta fyrirkomulag allt hið myndarlegasta. Má vænta þess að kauptúnið geti þarna fengið tiltölul-ega ódýrt og vel n-öthæft eldsn-eyti. Auk þess er þarna um allverulega atvinnu að ræða. SKAGASTRÖND Skagaströnd telur rúml-ega 250 íbúa. Skagaströ-nd, sem nýlega orðið er hreppsfélág, nær yfir fjórar víðáttumiklar jarðir, auk þorpsins, sem byggt er í landi tveggja þessara jarða. Lengd hreppsins er 5—6 km. og breidcl undirlendis frá sjó upp að fjalls- rótum er ca. 2 lun. Er þ-etta að mestu samfellt ræktunarland, að vísu nokkuð raklent á köíltim, en hæfilega hallandi til fram- ræslu. Sennilega er megnið af mýrum þessum móland og mór- inn vel nothæfur. Eg hefi hvergi séð jafnálitlegt og samfelt rækt- -unarland í grend við sjóþorp, eins og þarna. Fullyrða má að land þetta sé að stærð 800— 1000 ha., án þess þó að gengið s-é inærri hlíðinni fyrir ofan þorpið. Hafnargerðinni á Skagaströnd er alllangt komið, til mikils hag- ræðis fyrir atvinnulífið á staðn- um. Dýpkun hafnarinnar-og hafn- argarður Hólanessmegin er loka- þátturinn í því þarfa verki. Er þá Skagaströnd fyrir margra hluta sakir oröinn einn álitleg- asti útgerðarstaður, n-órðanlands Nú þegar er þar nokkur útgerð, aðallega trillubátar. Fiskimið eru nálæg og oftast fengsæl mikinn hluta árs. Vegna hinna ágætu skilyrða á Skagaströnd, bæði á sjó og landi, má vænta að þar rísi upp kauptún með þúsundum íbúa. Virðist þá eðlilegast að -dreifa m-estu af byggðinni, á skipulegan hátt, um hið samfelda ræktúnarland, svo tryggð sé full -og þægileg afnot íbúanna af sín- um ræktuðu blettum. Aðal at- hafnasvæðið sé niðri við höfnina, beggja megin víkurinnar, og yrði byggðin þar nokkru þéttari, Með hæfilegum vexti í útgerðinni á staðnum, g-etur risið þarna upp stórt og fallegt kauptún, með á- gætri aðstöðu til sjósóknar og búskapar. Þegar við komum á, hafnar- garðinn á Skagaströnd, var þar fyrir trillubátur, nýkominn frá að draga fimm kolanet, sem höfðu legið í sjó yfir nóttina. Bátsverjar, sem vo-ru tveir, á- ætluðu aflann 90 - kró-na virði. Bendir allt til að ko-lamið séu ágæt í grend við Skagaströnd. Kaupfélagið hefir reist hraðfrysti- hús á staðnum. Er kolinn hrað- frystur og það af þorskaflanum, sem afköst hú-ssins leyfa. Hvað þarf að gera í kauptún- unum? — Hafið þið áformað að fara til fleiri staða í sumar? Um það er ekkert ákveðið enn- þá. Hitt er þó víst,* að ef starf okkar á að bera v-erulegan á- rangur, þá verður það að byggj- ast á náinni þekkingu á staðhátt- um á hv-erjum stað, og vera framkvæmt í sem nánastri sam- vinnu við forráðamenn staðanna. Ef reynt er m-eð einlægni -og samstarfi, -oig þeirri aðst-oð af hálfu ríkisvaldsins, s-em fram- leiðslubótaféð getur veitt, að sigr- ast á m-est aðkallandi atvinnu- málaverkefnunum á hverjum stað, þá finnst mér ekki óskynsamfegt að vænta þess, að atvinnuleysið, umfram það sem hin íslenzka veðrátta hlýtur alla jafnan að skapa, verði smátt og smátt úr sögunni í öllu venjulegu árferði. EH CrÓÐ OG OERIR SDMAIFRllB MÁNUDAGUR 15. JÚLl 1948. / — Hvað telur þú að helzt beri að g-era, til þess að bæta afkomu kauptúnanna og minnka styrk- þegaframfærið? í því efni dugar ekkert veru- lega, nema lengri atvinnutími. Þ-ess er ekki að vænta að nofckur fjölskylda geti haft lífsframfæri, þegar heimilisfaðirinn hefir ekki atvinnu, nema 4—6 mánuði af ár.inu, en verður að sitja auð- um höndum hinn hluta ársins. Þetta eru þó alkunnar staðreynd- ir, eins og allir vita. Þessu mun þó erfitt að breyta, meðan þróttmikill iðnaður er ekki risinn jupp í Jandinu. Það er hætt við að ávalt verði nokkrar eyður í atvinnu sjómanna og verkafólks við sjóinn. Tíminn milli vertíða, þegar gera þarf við báta og v-él- ar, ógæftir, fiskleysi, markaðs- örðugleikar o. fl., allt þetta hlýt- ur að höggva stórt skarð í at- vinnutíma sjómanna og verka- fólks á ári hverju. Þessí skörð þarf að fylla. 1 því efn-i er ekkert úrræði jafnálitlegt og það, að gefa þessum stéttum kost á jarðar- blett til fæktunar. G-era þeim á þann hátt mögulegt aÖ hagnýta atvinnuleysisstundir sínar til fram- leiðslu landbúnaðarafurða fyrir héimili sín. Á þessu er afarmikill misbrestur ennþá. f kaupstöðum og sjóþorpum búia nú um 73 þúsundir manna. Eftir því sem næst verður komist, má áætla að ca. V,;—’/r, af þessum hópi hafi jarðarafnot svo teljandi sé, og margir af þeim við tiltölulega erfiða aðstöðu. Um það bil helmingur ísl-endinga hefir engan eða mj-ög takmarkaðan aðgang að moldinni. Hugsaðu þér slíkt ástand í því nær iðnaðarlausu landi, sem ennþá hefir takmarka- lausa ræktunarmöguleika. Mikið af því fólki, sem lifir við þessi atvinnuskilyrði, er dæmt til ör- birgðar, nema þegar Ægir ersern allra gjöfulastur. Þjóðfélaginu hef ir áreiðanl-ega yfirsést í því, að láta það viðgangast, að kaupstað- ir og sjávarþorp þytu upp, þegar vel áraði til sjávarins, án þess fyrir því væri séð, að aðstaða til ræktunar væri isæmileg. Ég held því að ekkert bjargráð hefði jafn varanlega og almenna þýð- in-gu, eins og að kippa þ-essu í lag, eftir því sem unt er. Kjörorð kaupstaða og sjávarþorpa þarf að verða: Engin fjölskylda, sem hefír óvissa atvinmu, má vera án möguleika til aðgangs að landi til ræktunar. ÓDÝR BÓKS EHI SKEMMTILEGRÁ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.