Alþýðublaðið - 16.07.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.07.1940, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLl 1540. ALÞYÐUBLAÐIÐ •-------- MMdmmm----------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. 1-------------------------—--—-----1+ Betri íbúðir -- meiri menning. Utierðarmeu elga að greiði sjikra ssmiagsgjilil ligskráðra skipeiia ---------- ÞESSA dagana eru fjörutíu verkamanna- og iðnaðar- mannafj ölskyldur að flytja inn í hina nýju verkamannabústaði í Rauðarárholti. Þetta eru á- reiðanlega fegurstu verka- mannabústaðirnir, sem byggðir hafa verið hér á landi, enda hafa alltaf við hverja byggingu verkamannabústaða hér orðið miklar framfarir, sem eðlilegt er. í hinum eldri verkamannabú- stöðum í vesturbænum eru 172 fjölskyldur, svo að nú eru 212 fjölskyldur komnar í íbúðir, sem byggðar hafa verið sam- kvæmt lögunum um verka- mannabústaði, er Alþýðuflokk- urinn fékk framgengt eftir langa pg harða baráttu. Það er vert að á það sé bent einmitt nú, að þessari stór- felldu umbót á kjörum alþýð- unnar í Reykjavík hefir Al- þýðuflokkurinn komið á með þeirri aðferð ,sem kommúnist- ar fordæma með öllu og telja stórskaðlega fyrir verkalýðs- hreyfinguna og alla baráttu hennar. Alþýðuflokknum hefir tekizt að koma þessum umbót- um á með samningum við aðra flokka og þá fyrst og fremst Framsóknarflokkinn. Þetta er og eðlileg lýðræðisleg aðferð til að koma fram breytingum til umbóta á kjörum fólksins og því meiri verða slíkar umbæt- ur og hagkvæmari, sem flokk- ur alþýðunnar hefir öflugri að- stöðu þar, sem út um slík mál er gert. Enguni blandast hugur um það, að þrátt fyrir margar glæsilegar nýbyggingar ein- stakra manna, þrátt fyrir það þó að risið hafi upp heil stór hverfi af fögrum, nýtízku íbúðarhús- um, hefir húsnæðisleysi þjáð verkamannafjölskyldurnar. í- búðir þeirra hafa verið litlar, dýrar og slæmar. Með bygging- um verkamannabústaðanna frá upphafi hefir verið unnið að því að bæta úr þessu. Því miður hefir alls ekki telcizt enn að bæta úr húsnæðisvandræðum alls fjöldans af verkamönn- um svo að vel sé og sérstaklega mun það aldrei líða úr minni þeirra, sem að þessum málum vinna, að lögin um verkamannabústaði geta ekki hjálpað þeim, sem allra bágast eru settir. Þeir, sem ekk- ert geta lagt fram sjálfir, geta ekki komið til greina sem íbúða- eigendur. Þetta er mikill galli, þó að lögin séu stórkost- leg umbót frá því, sem áður var. Því er af fróðum mönnum haldið fram, að ef fólkinu séu sköpuð skilyrði til að eignast sæmileg heimili, aukist menn- ing þess að öllu leyti. Þetta er áreiðanlega rétt. Margar al- þýðukonur hafa orðið að háfast við í íbúðum, sem ómögulegt hefir verið að halda hreinum og þokkalegum, hvernig svo sem konurnar hafa unnið að því. Slíkt skapar leiða, þreytu og jafnvel uppgjöf þeirra, sem eiga að sjá um að heimilið geti verið hvíldarstaður fyrir fjölskyld- una, griðastaður hennar eftir önn dagsins. Menn skilja hvaða áhrif slíkt hefir á alla menningu og jafnframt afkomu fjölskyld- unnar. Það er ekki sízt þetta, sem þeir menn hafa haft í huga, sem barizt hafa fyrir hinum miklu verkamannabústöðum, sem byggðir hafa verið á und- anförnum árum, enda hefir þeim orðið að trú sinni. En það er langt frá því, að menn hafi almennt skilning á þessu. Þess vegna hefir líka viss flokkur í landinu barizt gegn verkamannabústöðum allt fram á síðustu tíma. Oft hefir verið bent á það hér í blaðinu, og af þeim fulltrúum, sem Álþýðuflokkurinn hefir átt í bæjarstjórn Reykjavíkur, að það væri alveg sjálfsagt fyrir bæinn að byggja íbúðarhús með smáíbúðum. Allir vita að bær- inn borgar húsaleigu fyrir styrkþega sína, sem mun nema tugum ef ekki hundruðum þús- unda króna á ári. Þá borgar hann og vinnufærum mönnum fátækrastyrk. Alþýðuflokkur- inn hefir lagt til að bærinn not- aði eigin lóðir og eigið bygging- arefni, setti vinnufæra styrk- þega í byggingavinnu og kæmi upp íbúðarhúsum, sem hann bæði leigði út gegn sanngjarnri leigu og fengi auk þess styrk- þegafjölskyldum sínum til íbúð- ar. Ef Reykjavíkurbær gerði þetta, færi hann að dæmi fjölda annarra borga á Norðurlöhdum, sem hafa álitið slíkar bygg- ingaframkvæmdir hagkvæmar, enda hefir reynslan sýnt að þær hafa verið það. En við þetta hefir ekki verið komandi. Þegar meirihluti Sjálfstæðis- flokksins hefir verið spurður um rök gegn þessari tillögu hef- ir hann ekki fengist til þess að koma með þau, nema ef það eiga að vera rök, sem Pétur Hall- dórsson borgarstjóri sagði einu sinni við umræður um þessi mál, að ,,hið opinbera ætti ekki að vera að grípa fram fyrir hendur einstaklinganna í bygg- ingamálunum1'. En til langframa má það ekki viðgangast, að hinn fátækari hluti verkalýðsins sé þannig lát- inn sitja á hakanum. Fyrr eða síðar verða bæjarfélögin að hefjast handa um það, að skapa honum viðunandi húsakynni. LÞÝÐUBLAÐINU hafa bor- izt margar fyrirspurnir frá sjómönnum um það, hvort þeim bæri að greiða sjúkrasamlags- gjöld fyrir sig, þegar þeir væru lögskráðir á skip. Út af þessum fyrirspurnum vill blaðið upp- lýsa það , að. á síðasta alþingi voru gerðar ýmsar breytingar á lögum nr. 74, 31, dez. 1937, um alþýðutryggingar, en í þeim eru ákvæði um sjúkrasamlög. I 40. gr. þeirra laga var út- gerðarmanni heimilt að semja við Sjúkrasamlög um að þau tækju að . sér ,gegn aukagjaldi, þá á- hættu í veiikindatilfellum, sem út- gerðarmaður ber samkvæmt 27. og 28. gr. Sjómannalaga frá 1930 en skipverjar áttu aðeins að greiða iðgjöld, meðan ráðningar- tíminn stæði yfir, sein svaraði til þeirrar áhættu, sem samlagið hefði, eftir ad ábyrgð útgerðar- manna væri lokið. En sjómenn hafa ekki fengið neina eftirgjöf á sjúkrasamlagsgjaldmu, þar sem útgerðarmenn virðast ekki hafa viljað tryggja hjá sjúkrasamlög- unurn þá áhættu, sem þeir höfðu samkvæmt 27. og 28. gr. sjó- mannalaganna, en samkvæmt þeim bar þeim að greiða allan kostnað af umönnun sjúkra skip- verja allan tíman, sem skipverji er skráður, og sex vikur eftir að þeir eru afskráðir innanlands, en 12 vikur erlendis o. fl. Sjómenn töldu því ekki rétt- mæt.t að borga til Sjúkrasamlugs, meðan þeir væru lögskráðir, þar sem sjúkrasamiag bar engan kostnað af veikindum, sem stöf- uðu af slysi, í 6 mánuði, og ekki í öðrurn veikindatilfellum fyrstu 6 vikurnar, en þær eru vana'.ega ikostnaðarsamastar. Nú hefir verið ráðin böt á þessu með því að hinn 15. apríl s. 1. breytti alþingi þessu ákvæði, Qg hljóðar 40. gr. laganna nú svo: i „Nú er samlagsmaður einnig slysatryggður samkvæmt lögum þessurn, og greiðir samlagið þá læknishjálp oig aðra sjúkrabjálp hans vegna samkv. 10. gr. 1. tölulið laganna, að undantekn- um dagpeningum. Til að standast kostnað, sem af þessu leiðir, á sjúkrasamlagið rétt á að fá hluta af slysatryggingariðgjöldum, sem greidd eru á samlagssvæðinu til Slysatiyggingarinnar. Um skipt- ingu iðgjaldsins og nánari fram- kvæmdir þessa ákvæðis fer eftir reglum, sem ráðherra setur, að fengnum tillögum tryggingar- ráðs. Eigi hinn tryggði að öðru leyti rétt til slysaböta' á hendur skaðabótaskyldum manni eða síofnun, skal hann, ef hann krefst sjúkrastyrks, framselja hfutaðeig- andi sjúkrasamlagi rétt sinn til bótanna. Nú greiðast hærri bætur en framlögðum sjúkrastyrk nem- ur, og fær hinn tryggði þá það, sem fram yfir er, og jafnan skal hann fá þær bætur, scm greidd- ar eru vegna þiáninga eða lík- amslýta, eða aðrar slíkar miska- bætur. Útgerðarmahur skal greiða sj úkrasamlagsiðgj öld tryggingar- skyldra, lögskráðra sjómanna, enda taki þá sjúkrasamlagið á sig áhættu þá, sem á útgerðinni hvílir samkv. 27. og 28. gr. laga nr. 41, 19. maí 1930, að svo miklu leyti, sem hún fellur saman við hlunnindi þau, sem samlagið veit- ir samkvæmt samþykktum sínum. Heimilt skal útgerðarmanni að semja við sjúkrasamlag um, að það taki að sér gegn aukagjaldi þa áhættu, sem útgerðarmaður ber samkvæmt sjómannalögum og umfram er þá áhættu, sem sjúkrasamlagið tekur á sig sam- kvæmt samþykktum sínum. Sama gildir að því er snertir skyldur húsbænda gagnvart hjúum sam- kvæmt hjúalögum oig meistara gagnvart iðnnemum samkvæmt lögum um iðnaðarnám." Lög þessi voru staðfest í rík- isráði Islands 6. maí s. 1. og öðluðust þegar gildi. Svfar sæta harðri gafirýni í Lonðon. Bretar segja, að hérflutningam Þjóðverja um Svfpjðð sé stefnt gegn sér. TTM þá ákvörðun Svíaaðleýfa Þjóðverjum herflutninga um land sitt, segir sænska útvarpið í London í gær, áð hún stingi jtnjög í stúf við ræðu þá, er Per Albin Hansson, forsætisráðherra hafi flutt þann 12. april s.l. þar sem bann sagði, að Svíar myndu verja heiður sinn og frelsi og gæta hins fyllsta hlutleysis í hví- vetna. Forsætisráðherrann sagði ennfremur við það tækifæri, að hver sú þjóð, er leyfðl erlendu ríki herflutninga um land sitt, hefði horfið frá hlutleysisstefnu sinni. En svo kynlega vill til, að 5. júlí s. 1. er gefin opinber yfir- lýsing þess efnis, að Þjóðverjum 'séu leyfðir herflutningar um land- ið. Sagði sænska útvarpið, að brezka stjórnin fylgdist vel með því, sem nú væri að gerast í Svíþjóð. — Þess sé skemmst aö minnast, að Sviar synjuðu Banda- mönnum leyfis til herflutninga um Svíþjóð til Finnlands, en nú flytti Þjóðverjar her sinn um Svíþjóð til árása á Bretland. Sagði sænska útvarpiði ennfrem- ur, að Svíþjóð liefði nú um lang- an aldur notið frelsis og sjálf- stæðis o g myndi Svíum nú bregða við, ef land þeirra yrði gert að þýzku leppríki. Norsk biðð I f jðtr- ni ritskoðnoar. íyfORSKA útvarpið í London sagði í gær frá því, að norskum blöðum sé í skrifum sínum bannað að nota orðið ,,heimsstyrjöld“ um yfirstandandi ófrið. Þeim er ennfremur bannað að birta myndir af meðiimum konungsfjölskyldunnar nórslui svo og ráðherrunum. Fréttirnar frá fréttastofunum Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætis- duft iriniheldur ekkert vatn, og er því 15% ó- dýrara en kaffibætir í stöngum? Reynið FREYJU-DUFT Nú hlakka ég til að fá kaffisopa með Freyju- kaffibætisdufti, því þá veit ég að kaffið hressir mig. I fjamrn minni til ágústmánaðarloka gegna læknarnir Kjart- an Ólafsson augnlækn- isstörfum og Alfred Gíslason heimilislæknis- störfum mínum. Bergsveinn Ólafsson. Ensk fataefni. Úrval af enskum fata- efnum fyrirliggjandi. Sauma úr tillögðum efnum. — Sanngjörn saumalaun. GUNNAR A. MAGNÚSSON klæðskeri. Laugavegi 12. — Sími 5561. Reuter og Havas eru háðar rit- skoðun fréttastofunnar þýzku og má ekki birta þær á áberandi' stöðum. Hinsvegar verða her- stjórnartilkynningarnar þýzku að birtast þar, sem þær vekja mesta athygli. Þá sagði útvarpið einnig frá því, að blað Quislings, „Fritt fóik“, hafi lýst því fyrir skömmu að gömlu stjiórnmálamennirnir, menn liðna tímans, muni ekki fá að koma nálægt þeirri „ný- sköpun“ og endurskipulagningu, sem nú muni fram fara i Noregi. Um þessa yfirlýsingu blaðsins segir norska útvarpið í London áð norska þjóðin muni aldreigleyma því, að enn sé til Noregskonung- ur og lögleg ríkisstjórn, og að þessir aðilar séu ímynd hins sjálfstæða og óháða Noregs. FORNSALAN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuð húsgögn, lítið notuð karlmanna- föt o. fl. Sími 2200.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.