Alþýðublaðið - 18.07.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.07.1940, Blaðsíða 3
SÍMMTUDAGUÆ 18. JOLÍ 194« ALÞVÐUBLAÐIÐ Jökulbreiður Grænlands einn bezti flugvöllur í heimi .----- ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ritstjóri: Stefán Péturssen. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. 1 Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. A L Þ Ý ÐUPRENTSMIÐJAN H. F. ' Hvar eru kommúnarðarnir í dag? Bandaríkin telja sér hættu búna, ef Þýzkaland næði þar fótfestu jL' FTIR fimmtíu ár skal enginn Þjöðverji hafa hugmynd um a& marxisminn hafi nokkru. sinni verið til, sagði Göring fyrsta ár- ið, sem nazistar voru við völd á Þýzkalandi. Og hann byrjaði strax að búa sig undir það að geta staðið við þau orð með jrví að láta brenna allar þær bækur um marxismann, sem til náðist. Eitthvað sviþaða framtíð var Stálin mörgum árum áður búinn að hugsa keppinaut sínum, Trot- zki. En til þess að þurka út úr vitund manna þátt hans í rúss- nesku byltingunini og auka jafn- framt sinn eigin hróður lét hann ekki aðeins gera upp- tækar bækur Trotzkis og allar bækur yfirleitt, sem einhvern snefil af sannleika höfðu inni að halda um baráttu jressa frægasta samverkamanns Lenins, heldur Iét hann líka falsa allir þær myndir, sem teknar höfðu verið af Lenin og Trotzki í sam- einingu og gefa þær út að nýju með Lenin, en án Trotzkis! Þannig eru vinniubrögð einræð- Ssherranna, „foringjanna“, tilþess að leiða þjóðir sínar í allan sann- ieika. En það eru fleiri en þeir, sem hafa hug á því að hagræða sannleikanum eftir sínum eigin þörfum. Þeir eru bara fáir í þeirri þægilegu aðstöðu, að geta þjón- aö svo vel sínum auðvirðilegu (ilhneigingum. Það er til dæmis ekki létt fyr- Ir lærisveina Stalins hér á landi, gera bækur upptækar eða íalsa liósmyndir. En þeir geta þó alltaf reynt að snúa sannleik- anum við um þá viðburði, sem fólk hér á landi ekki þekkir til hlítar. Þannig hefir Þjóðviljinn undanfarið verið að reyna að telja lesendum sínum trú um það, að kommúnistarnir í Frakklandi hefðu verið uppistaða lýðræðis- ins þar, og aðeins þessvegna sé franska þjóðin nú orÖim fasism- anum að bráð, að franski k'Omm- únistaflokkurinn var bannaður fyrir tæpu ári síðan! Jú, frönsku kommúnistarnir hafa gert slag í því að berjast á móti fasismanum á Frakklandi! Hvað hafa þeir yfirleitt gert sið- ian í ófriðarbyrjun annað en að reka erindi Hitlers og frönsku fasistanna: Laváls. og félaga hans, þar á meðal Doriots, síns gamla góða flokksbróðir, og de la Rocques, með þvi að hvetja verkamenn og hermenn til þess að bregðast skyldum sínum í bar- átttmni við þýzka nazismamn, telja þeim trú um, að þeir væru í stríðinu ekkert annað en verk- færi Breta, sem sjálfir ekki myndu berjast nema „til síðasta Frakklendings“, tog breiða út hvers konar rógburð, sem þeir héldu að gæti orðið til jress, að veikja vöm Frakka >og flýta fyrir ósigri jreirra? Og fyrir hvað var fjokkur kommúnista á Frakklandi bannaður, annað en þetta? Fór hann ekki í einu og öllu eftir skipun Stalins? Og var Stalin ekki rétt búinn að gera banda- lag við Hitler? Og var Hitler ekki í leynilegu sambandi við frönsku fasistanna, með Laval í broddi fylkingar, þegar löngu fyrir stríð? Er hringurinn þá ekki lokaður frá frönsku kommúnist- unum til frönsku fasistanna? Hvað ætli frönsku kommúnistarn- ir hafi yfirleitt verið í þessu stríði annað en verkfæri framska fas- ismans og þýzka nazismans? Og svo kemur Þjóðviljinn og ætlar að fræða okkur á því, að Frakk- land hefði aldrei orðið fasism- anum að bráð, ef franski komrn- únistaxíokkurinn hefði ekiki verið bannaður! Nei það eru mörg svört blöð í sögu Frakklands í gegnum ald- irnar, en ekkert svartara en það, sem skráð hefir verið í sam- einingu af fasistum og komm- únistum í þessu stríði. Frakk- land hefir oft beðið ósigur i stríði áður, síðast fyrir sjötíu árum. En hversu hetjulegt og glæsilegt var það ekki þrátt fyrir það, í lok þeirrar ' styrjaldar! Hver mínnist ekki baráttu Gambetta eftir að öll vörn virtist vera á þrotum? Og hver mlnn- íst ekki hinnar frækilegu upp- reisnar Parísarverkalýðsins í marz 1871, kommúnarðaupprelsn- arihnar heimsfrægu, gegn svikur- unum innanlands og óvinunum utan að? Kommúnistar ættu þó að muna eftir henni; það erekki svo sjaldan sem þeir hafa reynt að skreyta sjálfa sig ómaklega með frægö hennar, svo ólíkir sem kommúnarðarnir voru þeim þó 5 öllu, og umfram allt í hrein- leik hugsjónarinnar og dreng- skap baráttunnar. En hversvegna er franski verkalýðurinn ekki þess megnugur í dag, að gera nýja kommúnarðauppreisn gegn frönsku fasistunum og þýzku naz- istunum? Hversvegna — nema vegna þess, að hann hefir með undirróðri, rógburði og klofn- ingsstarfi kommúnista verið af- vopnaður og svikinn í hendur fjandmönnunum, bæði þeim ytri og innri? Sama gengl á sterlings- pnndl í London og New- York. SAMKOMULAG hefir náðst um, að gengi sterlings- punds verði skráð eins í Lond- on og New York. Auglýsið í Alþýðublaðinu. Eftirfarandi grein, sem. þýdd er úr Readers Digest er eftir Bandaríkjamanninn Earl P. Hanson, sem kom með Vilhjálmi Stefánssyni hingað til lands árið 1927 og dvaldi hér sumarlangt. Greinin var, eins og hún ber með sér, skrifuð áður en Þjóð- verjar tóku Danmörku. EIM, sem árum saman hafa barizt fyrir því, að vekja athygli almennings á verðmæti norðurhjarans virðist það nærri því augljóst mál, að Bandaríkin nái tangarhaldi á Grænlandi. Það verður öllum ljóst, ef lit- ið er á eftirfarandi atriði. í fyrsta lagi að koma í veg fyrir það, að óvinaþjóð geti haft flugvélalendingarstaði svo ná- lægt meginlandi Norður-Ame- ríku, og í öðru lagi eru pólar- löndin ekki lengur „endi heims- ins“, heldur hluti nútímaver- aldar bæði pólitískt, hagfræði- lega og hernaðarlega séð. Árið 1935 sendi hermálaráðu- neytið Vilhjálm Stefánsson með leiðangur norður í heimskauta- löndin, til þess að rannsaka, — hvort hermenn gætu hafst þar við, og hvernig þeim gengi að bjarga sér þar. Á síðasta ári lét her- og flotamálastjórnin í ljós ósk um það, að Alaska yrði gert „bezt víggirta land í heimi.“ Landvarnaráð okkar hefir skil- ið það, að í Alaska var bezt að verjast árásum að norðan og vestan. En aftur á móti liggur Grænland beint við árásum að norðaustan og austan. Fyrir fáeinum árum var álit- ið, að norðurhjarinn væri „víg- girtur“ af náttúrunnar völdum. Sú blekking hefir nú verið af- hjúpuð. Árið 1927 lét Sir Hu- bert Wilkins þrjár flugvélar lenda á ísnum í Norður íshaf- inu. Wilkins, Amundsen, Bird og Nobile hafa allir verið sam- mála um það, að íshafið sé furðulega lítið stormasamt, og að þar sé ekki nærri því eins kalt og menn álíta. Leiðangrar — sem seinna hafa farið norð- ur, til þess að rannsaka skilyrð- in hafa skýrt frá því, að hinir ágætustu lendingarstaðir fyrir flugvélar séu bæði á Grænlands jöklum og á íshafinu. Seinni tíma viðburðir hafa leitt það í ljós, að nauðsynlegt er að leysa sem fyrst vandamál- ið viðvíkjandi Grænlandi. Árið 1928 ákvað Bert Hassel að fljúga frá Rochford í Illinois til Svíþjóðar eftir leiðum hinna gömlu víkinga. Hann og félagi hans stefndu á fjörð einn í Grænlandi, þar sem útbúinn hafði verið flugvöllur handa þeim. Þeir villtust og þar sem þeir voru gaslausir urðu þeir að nauðlenda. Þeir lentu heilu og höldnu á jökulbreiðu Græn- lands. í þessum atburði sáum við einungis það, að mennirnir villtust. En Þjóðverjar komu auga á annað. Flugmönnunum var boðið til Berlínar og þar var rætt við þá um Grænland af miklum áhuga. Og þýzku yfir- völdin létu ekki sitt eftir liggja. Lufthansa ræddi við ís- lendinga um að stofna til flug- samgangna yfir ísland, sem Þjóðverjar héldu uppi að mestu leyti. Og á síðasta ári endurtóku Þjóðverjar kröfur sínar, en íslendingar höfnuðu þeim. En á meðan hafði Þjóðverj- inn von Gronau flogið tvisvar til Ameríku yfir Grænland og ísland. Hér fyrir vestan, sagði hann, að þessi flugleið væri ekki góð, en í Berlín sagði hann hið gagnstæða. Þýzki vísindamað- urinn Alfred Wegener. fór tvær rannsóknarferðir til Grænlands, til þess að rannsaka strendur landsins og jöklana. Ennfrem- ur hefir Hitler lengi haft mik- inn áhuga á íslandi, sem er að- eins 600 mílur frá nyrsta tanga Bretlands. Á síðustu árum hefir hann sent menn til íslands, til þess að kenna íslendingum svifflug, en um leið hef- ir hann látið rannsaka lend- ingarstaði fyrir flugvélar. ís- lendingar voru ekki grunlausir um, hvað undir áhuga þýzku yfirvaldanna byggi, og fyrir um ári síðan kom það í ljós, að grunur þeirra hafði reynst á rökum byggður. Allt í einu kom sendinefnd frá Þjóðverjum til Reykjavík- ur með herskipi, sem átti að „hafa eftirlit með þýzkum skipum.“ Sendinefpdin fór fram á það, að íslendingar létu Þjóð- verja fá flugvélalendingarstað og fleiri sérréttindi. Þessi vopn- lausa, fámenna þjóð, harðneit- aði og bar það vott um eitthvert mesta hugrekki, sem getið er um í sögu hinna síðustu tíma. Kanadamenn skildu það allt í einu, ap ef Þjóðverjar gætu haft loftflota á íslandi, væru þeir komnir ískyggilega nálægt Quebec, Montreal og Ottawa með viðkomustað á Grænlandi. Þeir vissu, að það sést nærri því frá íslandi til Grænlapds, og frá Grænlandi til Kanada, og að Grænlandsjöklar eru beztu lendingarstaðir fyrir flugvélar. sem hugsanlegir eru. Og þá hef- ir sennilega sú hugmynd fæðst, að gott væri fyrir Bandaríkin að kaupa Grænland af Dön- um. Þétta var ekki í fyrsta sinn, sem um þetta mál hafði verið hugsað í Washington. Eftir að Steward keypti Alaska árið 1867 hafði hann tilbúna skýrslu um Grænland. I þessari skýrslu er að finna allt, sem menn vissu á þeim árum um þetta land. Þar er talað um grösug engi, þar sem hinir gömlu Norðmenn hafi ræktað búpening í fjórar aldir. Og menn vita nú, að á sumrinu er þar snjólaust Iand, sem er stærra en England. Margir hugrakkir, amerískir landkönnuðir — Kane, Hayes, Hall, Gresley og Peary hafa gefið okkur réttinn á Norður- Grænlandi. Peary fór tvisvar yfir Norður-Grænland og árið 1900 sigldi hann fyrir norður- enda þess, og sannaði, að það væri eyja. En ekkert var gert í þá att að ná eignarhaldi á land- inu. Og árið 1916, þegar við keyptum hinar dönsku Vestur- Indíur, óskaði Danmörk eftir því, að við viðurkenndum yfir- ráð hennar yfir Grænlandi. — Danir áttu við Suður-Grænland, þar sem þeir höfðu öldum sam- an haft yfirráð. Peary aðmíráll bað stjórnmálamennina í Was- hington að láta ekki af hendi Norður-Grænland. En yfirvöld- in álitu Norður-Grænland ekki annað en stóran ísmola. Nú er svo komið, að yfirráð- in yfir Norður-Grænlandi eru mikilvægt skref í þá átt að láta Monroe-kenninguna ná til víð- ara svæðis í þeirri von, að hægt sé að halda Norður-Ameríku hlutlausri í stríði í Evrópu og Asíu. Sannarlega munu hvorki Bretar né Bandaríkin kæra sig um, að Hitler fari um Græn- land. Og ekki þætti okkur við- kunnanlegt, að Bretar færi stríðið heim að bæjardyrum okkar með því að taka Græn- land. í Washington líta margir svo á, að við ættum að taka Græn- land, ef Þjóðverjar tækju Dan- mörku. Og það mun verða við- urkennt, að okkur sé það nauð- synlegt, ef við ætlum að reyna að halda okkur utan við stríð- ið. Eftirmáli höfundar: Engum gat dottið í hug, að Þjóðverjar myndu taka Danmörku svona fljótt. En nú sjáum við í bjart- ara ljósi afstöðu okkar til Græn- lands og jafnvel íslands. Hm hernaðarlega þýðing hefir auk- ist hundraðfalt. Mér virðist, að annaðhvort verðum við að taka Grænland undir okkar vernd, eða láta brezka herinn gæta þess fyrir okkur, með því skil- yrði, að við fáum það, ef nauð- syn krefur. Það er ofurlítið öðru máli að gegna um ísland. Það er sjálfstætt nútíma ríki, sem er að nálgast Ameríku menningar- lega og viðskiptalega. Það mætti líta á það sem eitt af þeim sjálfstæðu ríkjum, sem Monroekenningin nær til. Nokkur góð heimili í sveit vantar kaupakonur nú þegar. Uppl. á Vinnumiðlunarskrif- stofunni. Sími 1327. r.............. FORNSALÁN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuð húsgögn, lítið notuð karlmanna- föt o. fl. Sími 2200. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.