Tíminn - 28.03.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.03.1963, Blaðsíða 6
TOMAS KARLSSON RITAR ÞINGFRÉTTIR riR Yfirlit um helztu breytingarnar á vöruf lokkum í tollskrárf rumvarpi Hér fer á eftir yfirlit yfir helztu breytingar, sem verða á tollhæð á ýmsum vöruflokk- um og vörutegundum, eins og þær eru ráðgerðar í tollskrár- frumvarpinu nýja, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Er hér bæði um lækkanir og hækkanir að ræða. Má t.d. geta þess, að tollur á bifreið- um á að hækka um 9% (3—5 % hækkun útsöluverðs), en hins vegar eiga varahlutir til bifreiða að lækka. Algengasta tollprósentan i frv. er 35%. Er sá tollur á flestum hrávörum og öðrum rekstrarvör um til innlends iðnaðar, nema sjávarvöru- og landbúnaðar- vöruiðnaðar. Enn fremur er þessi tollur almennt á bygging- arvörum, iðnaðarvélum, ýmsum tækjum og fjölmörgum öðrum vörum. Segja má, að 35% tollur hafi yfirleitt verið settur á vör- ur, sem hafa sloppið við innflutn ingsgjald. Vörur í þeim flokki eru flestar nú með 33—37% heildartolli, en allmikið hefur kveðið að því, að vörur með hærri — stundum mjög háum — heildartolli hafi verið færðar niður í 35%, vegna þess að þær eru taldar eiga heima í þeim gjaldflokki. Á hinn bóginn hafa einnig nokkrar vörur með um 30% toll eða lægri verið færðar upp í 35%, vegna þess að hlið- stæðar vörur fá þann toll. f sum um tilvikum hafa þó vörur, sem vegna skyldleika síns við aðrar vörur hefðu átt að vera í 35% flokki, verið settar í 30% eða 25% toll vegna þess að þær hafa fyrir verið með um 20% toll og ekki hefur verið talið rétt að hækka þær í 35%. Fyrir neðan 35% eru svo fjöl- margar vörur, sem frá upphafi hafa verið tolllágar eða síðar verið settar í lágtollaflokk (að- allega við tollskrárbreytinguna 1954), og hafa margar þeirra verið undanþegnar innflutnings söluskatti. Hér hefur tollur yfir- leitt verlð settur sem næst því, sem hann er nú, þó að allmörg frávik séu frá þeirri reglu. Fyrir ofan 35% eru vörur, sem auk innflutningssöluskatts eru nú með innflutningsgjald eða með háan toll án innflutnings- gjalds. Þar er tiltölulega lítið um hrávörur og rekstrarvörur, nema t. d. vörur eins og dúka og ann- að efni til fatnaðariðnaðar, sem fer jöfnum höndum til iðnaðar og almennrar notkunar. f flokk- unum með hærri toll en 35% er lítið um vélar og tæki til at- vinnurekstrar. Þar kveður lang- mest að fullunnum neyzluvör- um, sem flestar hafa verið með innflutningsgj aldi. Hér á eftir verður leitazt við að láta sem flest mikilvæg frá- vik frá aðalreglu koma fram. jafnframt því, sem gerð verður grein fyrir tillögutollum og sam- svarandi heildartollum sam- kvæmt núgildandi ákvæðum. Lít ið verður vikið að vörum með 100% toll og þar yfir, þar sem þeim voru gerð skil hér að fram- an. í því, sem kemur hér á éftir, verða fyrst teknir fyrir hinir ýmsu flokkar neyzluvara, síðan eldsneyti, rekstrarvörur til sjáv- arútvegs og landbúnaðar, aðrar hrávörur og rekstrarvörur, bygg ingarvörur, rafmagnsvörur, tæki og vélar. ^atvörur Manneldiskornvara, kaffi og sykur á samkvæmt tillögunum að vera tollfrjálst, svo sem nú er. Kartöflumjöl og sagómjöl er hins vegar ekki tollfrjálst nú og er settur 15% tollur á þær vör- ; ur. Á sykri, öðrum en strásykri | og molasykri, helzt tollur, settur 20% í stað 16% nú. Á te er settur 70% tollur (nú 77%) og á kakaó 50% (nú 58%). Matarsalt er nú með sama toll og almennt salt og því nær toll- í frjálst. Hér er aðallega um að ræða vöru pakkaða í smásölu- umbúðir og er talið ástæðulaust að hafa hana tollfrjálsa. Er sett- ur 5% tollur á matarsalt inn- : flutt í smásöluumbúðum, en á | ópökkuðu matarsalti er gert ráð fyrir sama tolli og á almennu ' salti. Á makkaroni er settur 80% tollur (nú 84%) og á lauk 50% Á ný epli og perur er settur 30% tollur (nú 28%) og á aðra nýja ávexti 40% (nú 42—45%). Á rúsínur og sveskjur er settur 50% tollur (nú 48%) og á aðra þurrkaða ávexti 70% (nú 71%). Á smjör, ost og egg er settur 70% tollur, á tómata 70%, á nýtt kælt og fryst grænmeti 70% (nú 90%). Á kjöt er settur 50% tollur. Nýr og ísaður fiskur er talinn fluttur inn til vinnslu og endur- útflutnings og er tollfrjáls. A smjörlíki er settur 70% tollur (á hráefni í það er 30% eða 35% tollur). Vefnaffarvara, fatnaður o.þ.h. vörur Á ullargarn er settur 50% toll- ur (nú 49%), en á annað garn, náttúrlegt og tilbúið, 30%, 35% eða 40%, efiir vinnustigi og eft- ir þvi, hvort garn er umbúið til smásölu eða ekki. Hér hefur átt sér stað allmikil samræming, sem mikil þörf er fyrir vegna þess, hve óskýr mörkin eru milli garntegunda. Er ýmist um að ræða hækkun eða lækkun frá því, sem nú er. Á garni, sem er sérstaklega notað til veiðarfæragerðar ,er enginn tollur, nema hvað gert I er ráð fyrir 2% tolli á netagarni úr hampi, en það er framleitt innanlands. Vefnaður úr baðmull hefur nú þann heildartoll sem hér segir: Óbleíktur og ólitaður 40%, ein- litur og ómynstraður 49% og annar baðmullarvefnaður 60%. Vefnaður og prjónavoð úr gerviefnum og ull hefur nú 90% , heildagjöld. Ef vara er blönduð, j t. d. 52% gerviefni og 48% baðm- j ull, á sú vara að flokkast í 90% | toll. Mjög mikið er sótt á að ; koma vörum, sem eiga að réttu Tagi að fara í hærri tollinn, í ; baðmullarflokkinn og komast i þannig undan hluta af tollinum. Skapar þetta tollyfirvöldum mikla örðugleika í framkvæmd Til þess að ráða bót á þessu, er lagt til, að setja allan vefnað og prjónavoð í einn og sama toll, 65%, nema óbleiktan og ómynstr aðan baðmullardúk og einlitan og ómynstraðan dúk úr baðm- ull eingöngu. — Tollur á slíkum óbrotnum baðmullardúkum á að haldast svo að segja óbreyttur frá því, sem nú er (40% og 50%). Þetta þýðir, að tollur á vefnaði úr ull og gerviefnum lækkar úr 90% í 65%, en tollur á vandaðri baðmullarvefnaði hækkar úr 60% í 65%. Vefnaður úr heil- silki er lækkaður úr 90% í 65%. Vegna þessarar samræmingar tolla á dúkum er lagt til ,að fatn aður úr spunaefni — sá, er var settur í 100% toll í nóvember 1961 og ýmsar hliðstæðar fatn- aðarvörur — fari í 90% toll. Sum ar fatnaðarvörur voru raunar settar í 90% við breytinguna í nóvember 1961 og helzt tollur á þeim óbreyttur. Kvensokkar, sem í nóvember 1961 fengu 52% toll ,eru settir í 50%. Aðrir sokkar úr gerviþráð- um eru settir í 90% (nú í 100%), sokkar úr ull í 90% (nú 81%), og i sokkar úr baðmuir'T' 70% (nú t70%). i.MiJÖSBJaons f- Tollur á nærfatnað úr baðm- ull er settur á 70% (nú 71%), en á nærfatnað úr öðru efni 90% (nú 90% eða, 100%). Tollur á skófatnaði helzt ó- breyttur frá því, sem ákveðið var í nóvember 1961, 80%. Á skófatnað karla er settur 100% tollur (nú 103%). Á sjóstígvél er settur 25% tollur (nú 26%) og á annan gúmmískófatnað og á hæl lausa strigaskó 50% (nú 50%). AÖrar neyzluvörur Sápa og hreinlætisvörur fá 110 prós. toll samkvæmt tillög- unum og snyrtivörur 125 prós.. Er áður gerð grein fyrir breyt- ingum tolla á þessum vörum. Sama er að segja um búsáhöld, sem fá almennt 100 prós. toll. Á rafmagnsbúsáhöld er settur 80 prós. tollur (nú 80 prós.). Á út varpstæki 80 prós. (nú 90 prós.). Á saumavélar — bæði til heim- ilisnota og til iðnaðar — er settur 40 prós. tollur. Á hinum fyrr nefndu er nú 55 prós. tollur, en á hinum síðarnefndu 21 prós. síðan 1960, þar sem heimilað var með efnahagsmálalögum, nr. 4/ 1960, að fella niður innflutnings gjald á þeim. Þessi skipting saumavéla eftir notkun er ófram kvæmanleg og verður að afnema hana og hafa sama toll á báðum tegundum. 1 stað 55 prós. tolls og 21 prós. tolls er hér lagt til, ag komi eitt tollgjald, 40 prós. Rafmagnsperur eiga skv. cil- lögunum að fá 40 prós. toll í stað 38 prós. nú. Tollur á ljósmyndavélum var í nóvember 1961 í 52 prós. og samkvæmt frv. er hann 50 prós Til viðbótar er nú lagt til, að kvikmyndatökuvélar og sýning- ar- og skuggamyndavélar séu færðar úr 76 prós. tolli í 50 prós. toll, til samræmis viö ljósmynda vélarnar. Jafnframt er lagt til að tollur á filmum verði almennt 70 prós. Er þar um að ræða mikil væga samræmingu tolla og mikla lækkun tolla á sumum filmutegundum. Á öll lyf er settur 15 prós. toll- ur (nú 16 prós eða 34 prós.). í núgildandi lögum er heimil- að að fella niður verðtoll af org- elum til kirkna og hljóðfærum til notkunar við kennslu í skól- um. Munu þessi undanþáguhljóð færi nú bera um 20% heildar- gjöld. — í tillögunum er gert ráð fyrir, að tollur af píanóum og orgelum verði lækkaður úr 76% (fór í það í nóvember 1961) í 30 prós. og af öðrum hljóðfær- um úr 76 prós í 50 prós. (nú 162 prós. eða 227 prós.). Eftir þessa almennu lækkun þykir vart á- stæða til að halda sérstakri und- anþáguheimild fyrir orgel til kirkna og píanó til kennslu í skólum, en á hinn bóginn lagt til, að lækka megi úr 50 í 30 prós. önnur hljóðfærl, sem not- uð eru til kennslu í skólum. Toll- ur á undanþáguhljóðfærunum hækkar samkvæmt þessu nokk- uð, en að öðru leyti stórlækka gjöld á þessari vöru. Erlendar bækur og tímarit eiga samkvæmt tillögunum að vera tollfrjáls, eins og nú er. Tollur á íslenzkum bókum, prent uðum erlendis, er settur 50 prós. (nú 70 prós.). Eldsneyti Á díselolíu, gasolíu, fuelolíu, kolum og koksi er nú mjög lágur vörumagnstollur, sem gert er ráð fyrir, að haldist óbreyttur, sbr. það, sem áður segir um toll á eldsneyti. v Á venjulegt benzín er settur 50 prós. tollur (nú 49 prós.), á flugvélabenzín 15 prós. (nú 15 prós.), á „jetfuel“ 15 prós. (nú 1.1 prós.), til samræmis við flug vélabenzín. Á smurningsolíu er settur 2 prós. tollur (nú 2.3 prós.). Tollur á feiti til líkra nota er lækkað- ur úr 4.5 í 2%, vegna þess að ill- mögulegt er oft að greina milli þessara tveggja vara við tollaf- greiðslu. Rekstrarvörur til sjávar- útvegs og vinnslu sjávarafuröa f tillögunum er ekki gert ráð fyrir teljandi breytingum á toll- um af veiðarfærum og efni í þau. Hráefnin, þ.e. efni í garn og garnið sjálft, og tilheyrandi hjálparefni, eiga að vera toll- frjáls eða því sem næst. Gam úr hampi er þó undantekning. Hef- ur sú framleiðsla nú lítils háttar vernd — tollur af hampgarni er nú 3.9 prós., og er lagt til, að það verði lækkað í 2 prós. — Færi, línur og kaðlar eru.sam- kvæmt tillögunum með 4 prós. toil, sem er að heita óbreytt frá því, sem nú er (frá 3.7 prós. ti! 4.1 prós.). Fiskinet og fiskinetja slöngur eru nú með 3.7 prós. oe er tillögutollurinn 4 prós. 1 tillögunum er gert ráð fyrir. að umbúðir utan um útfluttar sjávarafurðir og efni í þær verði tollfrjálsar á þann hátt, að ann- aðhvort verði tollur endurgreidd ur að fullu eða hann felldur nið- ur þegar við tollafgreiðslu, sbr 3. gr., 11. tölul. Að öðru leyti er það að segja um toll á rekstrar- ! vörum sjávarútvegsins og sjávar ; vöruiðnaðar, að hann er yfir- ileitt settur sem næst því, sem nú er. Vörur, sem einvörðungu fara til þessara nota, eru yfir- leitt annaðhvort tollfrjálsar eða með 1—4 prós. toll, en á öðrum rekstrarvörum. sem einnig fara til annarra nota, er ekki um að ræoa lágan. sértoll fyrir sjávar- útveg og sjávarvöruiðnað, held- ur verða þessar atvinnugreinar að sæta venjulegum tolli. I sum- um tilvikum er þó tekið tillit til þess, að val*a er mikið notuð í sjávarútvegi eða sjávarvöru- vinnslu, þannig, að settur er á hana tiltölulega lágur tollur. Rekstrarvörur til land- búnaöar og vinnslu landbúnaöarvara I tillögunum er gert ráð fyrir, að fóðurvörur og tilbúinn áburð ur verði tollfrjáls, eins og nú er. Annars er algengast, að lagður sé 10, 15 eða 20 prós. tollur á sérstakar rekstrarvörur landbún aðarins, t.d. á flöskuhettur 20 prós. ( nú 21 prós), mjólkitr- hyrnur 15 prós. (nú 15 prós.), mjólkurbrúsa 10-lítra og stærri 10 prós (nú 21 prós og smjör- og ostalit 20 prós. (nú 35 prós.). Þó er grasfræ gert tollfrjálst (nú 21 prós.). Hrávörur og aðrar rekstr arvörur til innlends neyzluvöruiðnaðar o.fl. Þegar hefur verið gerð grein fyrir tollum á hrávörum til veið- arfæragerðar og hrávörum til fatnaðariðnaðar (garn og dúk- ar). 1 sambandi við dúkagarn er rétt að geta þess, að gam úr baðmull og gerviþráðum nýtur nú sérstakrar tollundanþágu, ef það er flutt inn af fyrirtækjum, sem framleiða dúka úr garninu (greiða hlutaðeigendur nú að- eins 8.8 au. vörumagnstoll af hverju kg. garns). Þessi tollund- anþága var á sínum tíma ákveð- in til stuðnings nýrri iðngrein, sem var að rísa á legg og þarfn- aðist hjálpar til að sigrast á byrjunarörðugleikum, en nú virð ist þessi iðnaður standa allföst- um fótum. Er af þeim sökum talið óeðlilegt og óþarft að halda undanþágunni í því formi, sem verið hefur. Er því lagt til, að tollurinn á vefnaðargaminu, sem settur er 30 prós., verði lækk I aður um allt að helming þegar í hlut á verksmiðja, sem fram- leiðir dúka úr innfluttu garni, sbr. 3. gr., 21. tölul. Að því er snertir vörur til fatnaðariðnaðar, aðrar en dúka og garn, er um að ræða ýmsar tollalækkanir. T. d. er lagt til, að tollur á smávörum úr ódýrum málmum til fatnaðar (og raunar til ýmislegs annars iðnaðar o. fl.) lækki úr 90 prós. í 70 prós.. Gert er ráð fyrir hliðstæðum lækkun- I um á nokkrum öðrum vörum til fatnaðariðnaðar o. fl. Eins og áður segir, er algeng- asti tollur á hráefnum og skyid- um vörum 35 prós. samkvæmt frv.. Þó er lægri tollur á sum- um hrávörum, eins og t. d. á á sumum sútunarefnum 20 prós. Framhald á 15. síðu. T I M I N N, fimmtudagur 28. marz 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.