Tíminn - 28.03.1963, Qupperneq 8

Tíminn - 28.03.1963, Qupperneq 8
Hanastél vináttunnar iii. EINN DROPINN ENN. ÞÁ ER KOMIÐ að síðasta dropanum, sem fallið hefur úr skakkri flösku í hanastél vin- áttunnar hjá bréfritara Morg- unblaðsins 10. marz. Það er sú kenning, að vegna þess að trún aðarmenn Sambandsins og þá væntanlega kaupfélaganna líka, séu ekki að „ráðstafa eigin fé heldur ópersónule.gu auðmagni“, þegar þeir geri hluti eins og að byggja Bifröst, séu þeir „óháðari ákvörðunum" heldur en hinir, sem ýmist fara með eigið fé, eða þurfa að bera ábyrgð beint fyrir kjósendum“. Þetta er stærsti skammtur- inn úr skakkri flösku í hana- stél vináttunnar, en einnig sá, sem gefur ástæðu til alvarleg- astrar umþenkingar. Hjá öllu hugsandi fólki mun sá skilningur ríkur, að meiri vandi sé þeim á höndum, sem fara með fjárrág í umboði ann- arra en hinum, sem ráðstafa eigin fé. En eitt er víst. Margs konar misskilningur og vangá í ályktunum hefur átt sér stað vegna þess, að þetta atriði er mönnum ekki nægilega Ijóst. Til skýringar er þessi saga: Fyrir mörgum árum vildi svo til, að bóndi í harðbýlli fátæk- arsveit var ráðinn í að hætta búskap og selja ær sínar á út- mánuðum. Ungur nágranni hans, sem nýlega hafði stofnað heimili, fékk mikinn hug á því að kaupa ærnar, en átti ekki fyrir greiðslunni. Hart var í ári þeg- ar þetta gerðist, fátækt mikil og flestir börðust í bökkum. — Kaupfélag hafði höfuðstöðvar í næstu sjávariþorpi og átti í stríði við skuldaverzlun og fjár- skort. Bóndinn ungi fór til kaup- félagsstjórans og bað hann að láta félagið lána sér fyrir and- virði ánna, sem hann vildi kaupia til næsta hausts. Þá skyldi hann borga skuldina með dilkunum undan ánum. — Hann ætti von á að þær yrðu tvílembdar, og ef þær gengju vel undan, væru kaupin áhættu laus. Kaupfélagsstjórinn hugsaði sig um. Hann var ekki viss um að æmar yrðu tvílembdar; enn var langt til vors, yfir gat vof- að heyleysi og vanhöld á skepn- um. Hann gat látið kaupfélagið lána, en hann tók ekki áhætt- una og neitaði. Bóndinn varg fyrir vonbrigð- um. Hinum megin við götu kaupstaðarins var kaupmanns- verzlun. Þangað fór bóndinn, gekk fyrir kaupmanninn, sem hann þekkti vel, sagði honum frá hugmynd sinni um ær- kaupin og bað hann að lána sér andvirði þeirra. „Hvag þarftu mikið?“ sagði kaupmaður. Bóndi nefndi upp- hæðina. ' Kaupmaðurinn tók veskið úr vasanum og lánaði honum peningana umsvifa- og orðalaust. Báðir þessir menn, kaupfé- lagsstjórinn og kaupmaðurinn, voru svipaðir að manngildi og mannkostum, báðir vinsælir gæðamenn, enda náfrændur. — Bóndinn fyrirgaf kaupfélags- stjóranum aldrei og var þó kaupfélags- og samvinnumað- ur alla ævi. Hins vegar minnt- ist hann ævinlega viðbragða kaupmannsins með djúpu þakk læti. Voru viðbrögð hans mann- leg og venjuleg. Þessi saga varpar ljósi á mál- efni það, sem liér um ræðir. Kaupfélagsstjórinn hefur ekki fé til umráða handa bóndan- um, nema ráðstafa annarra fiármunum. Með stjórn þess fjár fer hann í umboði ann- arra, sem hafa trúað honum fyrir því. Kaupmaðurinn lánar sitt eigið fé. Hann getur leyft sér hina drengilegu hjálp á stundinni, vegna þess að hann þarf við engan að ráðgast, nema sjálfan sig og ber ekki ábyrgð fyrir öðrum. Það er minni vandi en ekki meiri, að ráðstafa eigin fé en annarra. Trúnaðarmaður ber á- byrgð fyrir öðrum og er háð- ari, heldur en hinn, sem farið getur í vasann og eigið veski.. Hinn mikli vandi af „ábyrgð beint fyrir kjósendum," er blaðamannamál, sem ekki varð ar þessa sögu. P. H. J. GLÆSILEG MALVERKASYN- ING KÁRA EIRlKSSONAR i LAUGARDAGINN 23. marz opn- aði Kári Eiríksson sýningu á 58 málverkum í Listamanna.skálanum. Engum, sem sér þessa'sýnihgu, get ur blandazt hugur um, að hér er um mikinn listaviðburð að ræða. Myndirnar eru allar vel unnar og sumar stórglæsilegar. í þessari frumlegu og skapandi list sinni er hinn ungi málari ekki aðeins „efnilegur ungur maður“, liann er þegar orðinn einn af meistur- unum. Á þessum málara hefur lítið borið fram td þessa. Hann hefur stundað nám á Norðurlöndum og Ítalíu, síðast í boði Ítalíustjórn- ar 1960—1961, og haldið sýningar í Mílanó, Flórense, Róm og hér heima hélt hann sina fyrstu sýn- ingu 1959. Hér er á ferðinni maður, sem apar ekki eftir nýjungar, heldur skapar hann þær. Lítum t. d. á mynd 20 (Útnes), mynd 30 (Vör) og síðast, en ekki sízt, mynd 35 (Klettaströnd). í þessum mynd- um leysir málarinn verkefni sitt | á algjörlega nýjan hátt. Hann not- ar hið gamla myndræaia sem þesis, hið nýja sem antiþesis og sameinar þetta tvennt í nýjum synþesis, sem er hvorki hið gamla form né hin nýja formleysa, en byggir þó á hvoru tveggja, og málarinn vinnur þetta saman á meistaralegan hátt, einkum í mynd 35. Kári skapar raunar með þess- ari mynd nýjan skóla í íslenzkri myndlist, þannig að rétt er að líta á þessar myndir sem tíma- mótaverk. Það hlaut að reka að því, að baráttan milli hins gamla og nýja leiddi til þessarar nýju listar, sem Kári Eiríksson nú sýn- ir, og það fer ekki hjá því, að þetta sé aðeins upphafið. þróun- in heldur áfram. í skóla Kára Ei- ríkssonar skynjar listamaðurinn veröld sína eins og óort Ijóð, eins og heim, sem er enn í sköpun. — Hann sameinar form hins skap- aða og fomleysu þess, sem enn er óskapað. Kári er í senn þjóð- legur og aiþjóðlegur í verkum sínum. Þetta er rétt stefna, og Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur s.l. fimmtudag var m.a. til umræðu eftirfar- andi fyrirspurn frá Einari Ágústssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins: „Á fundi í borgarstjórn Reykja- víkur 1. nóv. s.l. bar fulltrúi Fram sóknarflokksins, Hörður Helgason, fram tillögu um að gatnagerðar- gjald af iðnaðarlóðum skuli inn- heimt á fimm árum með jöfnum afborgunum. Skuli þetta gert til að létta undir með nýjum iðnfyrir tækjum og auðvelda vöxt eldri. Tillögunni var vísað til borgar- ráðs til athugunar og fyirgreiðslu. Spurt er um: Hvað hefur verið gert í þessu hagsmunamáli iðnað arins að tilefni þessarar samþykkt •ar borgarstjórnar?" Geir Hallgrímsson borgarstjóri, svaraði fyrirspurninni og benti á samþykkt borgarráðs frá 19 marz, en hún var á þá lund, að borgar- ráð sæi sér ekki fært að rýmka greiöslufrest gatnagerðargjalds 8 Stirfni við iðnaðinn Frá umræðum á borgarstjórnarfuifdi síðastliðinn fimmtudag um frarn það, sem ákveðið er í, ráðast í fyrirtæki og rekstur. Rétt gjaldskrá, en þar er heimilað að í vœri því að leggja áherzlu á, : gera greiðslusamning innan ákveð! gj'aldið væri greitt áður en bygg-íí áföngum og liði oft langt á milli inna takmarka. Slíkur • greiðslu-j ingarframkvæmdir hefjast. samningur getur þó ekki falið íj Einar Ágústsson þakkaði svörin sér lengri frest en þangað til lóða! og kvað þau bera með sér, að • kvæmdir til þess að koma fótum | undir atvinnurekstur sinn, ef þeir fengju að greiða þetta gjald í á- föngum. Einnig væri það svo, að . mjög mörg iðnaðarhús væru byggð leigusamningur hefur verið gerð- ur. Borgarstjóri kvað ekki unnt að taka iðnaðinn út úr í þessu efni og óeðlilegt að veita einum at- vinnuvegi lengri frest en öðrum. Hann taldi, að gatnagerðargjald iðnaðarlóða færi varla yfir 3% af byggingarkostnaði húsa á slíkum lóðum og gæti slíkt varla haft úr- slitaáhrif um viðgang fyrirtækis- eða rekstrar, sem stofnað væri til. Hins vegar gæti greiðsla slíks greiðslusamningur sá. sem borgar stjóri hefði rætt um, fæli alls ekki í sér þá fyrirgreiðslu. sem gert hefði verið ráð fyrir í til- lögu - Harðar. og borgaryfirvöld vildu ekki sýna lit á að sinna þessu hagsmisnamáli iðnaðarins. Eínar kvað það að vísu rétt, að tafar- laus greiðsla þessa gjalds mundi ekki ráða neinum úrslitum hjá fiestum iðnfyrirtækjum. ,en eigi að síður væri ljóst, að það mundi gjalds verið nokkur mælikvarði á létta undir fyrir m8r„um. sem getu manna og félaga til þess að væru að ráðast í dýrar fram- Það væri því oft tilfinnanlegt fyr- ir iðnaðarmenn með naum fjár- ráð að verða að greiða gatnagerð- argjald þegar í stað af allstórri iðnaðarlóð um leið og þeir byggðu fyrsta hluta hússins. Yrði slíkt auð vitað oft miklu meira en 3% af kostnaði við þann áfanga. Einar mótmælti því, sem borg- arstjóri hafði sagt, að greiðsla gjaldsins gæti verið nokkur mæli- kvarði á getu manna til þess að ráðast í reksturinn, og að þannig yrði betur tryggt, að þeir fengju lóðir sem þyrftu þær og gætu nýtt. Miklu líklegrd væri, að þessi 1 regla kæmi oft í veg fyrir að þeir listamenn okkar verða að gera sér ljóst, að list þjóðar á ekki að- eins að vera eign hennar, heldur einnig framlag herihár til um- heimsins. Af þeim myndum, sem sérstaka athygli vekja, má nefna Vetur í bæ (mynd nr. 30), NorSanátt (mynd nr. 38), Vestast í Vestur- bænum (mynd nr. 28), Kaþólsk impresston (mynd nr. 45), Álfa- borg (mynd nr. 41), Sumamótt (mynd nr. 33), Óveður í aSslgi (mynd nr. 24), Álfhelmar (mynd nr. 29), Næturlíf (mynd nr. 10), Gatan (mynd nr. 18), Si'rta (mynd nr. 17), Hrannir, (mynd nr. 15), 12 á hádegii (mynd nr. 11) og Fuglabjarg (mynd nr. 7). Allar þessar myndir eru gullfallegar og sama verður raunar sagt um flestar myndanna. Þetta er sýn- ing, sem allir unnendur góðrar Ustar hljóta að sjá. Hrifning sýningargesta við opn- un sýningarinnar minnti á sýn- ingar sjálfs stórmeistarans, Kjar- vals, og um 40 myndanna seldust þegar á fyrsta degi. Undirritaður telur þessa sýningu í flokki þeirra merkustu, sem hér hafa verið haldnar. Gunnar Dal. fengju lóðirnar, sem helzt þyrftu þeirra, en tryggði þær öðrum, sem peningana hafa. Borgarstjóri tók aftur til máls og kvað Einar vera að amast við gatnagérðargjaldinu, sem væri fyrst og fremst til hagsbóta fyrir iðnaðinn. Einar Ágústsson kvaðst vilja taka það fram, að hann væri alls ekki á móti gatnagerðargjaldinu, og hér væri ekki um það að ræða að gefa neitt eftir i þessum efn- um, heldur hvort borgaryfirvöld- in vildu eða ekki styðja og greiða fyrir nýrri atvinnugrein, sem er í vexti, þarf meira að byggja en aðrir og framtíð borgarinnar velt- ur mjög á að vaxi vel. — Borgar- ráð hefði nú sagt álit si-tt um þetta,. og um synjun þess væri ekki að sakast úr þessu, en gott að hlutaðeigendur vissu, hvað við þeim snýr, svo að þeir væru ekki að gera sér neinar tálvonir. T I M I N N, fimmtudagur 28. marz 1963. —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.