Tíminn - 28.03.1963, Qupperneq 9

Tíminn - 28.03.1963, Qupperneq 9
W. I íslendingar eru geysilegir ferðagarpar — um iþað er ekki að villast. Þeir láta sérN ekki nægja að hjólríða um Htólm- ann þveran og endilangan vet- ur, sumar, vor og haust, heldur leggja líka undir sig heiminn. Allmargar ferðaskrifstofur annast um slíkar reisur og er oftast nóg um þátttakendur. Einna sportlegast þykir að fara um páskana suður að Miðjarð- arhafi, og hefur það verið tíðk að um sinn. En mikið vill meira, og ýmsir vera Jeiðir á því að fara alltaf til Miðjarðar hafsins. Nú eru það Kanaríeyj- ar, og bráðum verða Azoreyj- ar og Ríó fyrirheitin iönd páska ‘ferðanna, og við leigjum okk- ur Boeng-þotur í ferðalagið — og látum þær auðvitað bíða meðan við böðum okkur og skreppum í næturklúbbana. En enn þá eru Kanaríeyjar páskalandið, og það er raunar alls ekki meira en skreppa með Guðmundi Jónassyni austur í Öræfi. Um þessar mundir eru ýmsir að búa sig til páskaferðar suður á Kanaríeyjar, og er sagt, að ýmsa þá, sem fóru í fyrra, fýsi þangað farar í annað sinn. Og meðan menn bíða er ef til vill ekki úr vegi að rifja upp endurminningar frá því í fyrra,' og geta jafnvel þeir fáu sem heima sitja og hafa hvorki far- ið til Kanaríeyja né Mallorca. haft svolítið gaman af. Meðal þeirra, sem fóru til Kanaríeyja í páskaferð Ferða- skrifstofunnar SUNNU í fyrra var Kári Tryggvason, rithöfund ur og kennari í Hveragerði. — Hann hafði þann gamla og góða sið, sem bændur iðkuðu oft heima í fástaninu á þorranum áður fyrr, að skrifa dagbók, og má þó guð vita, hvenær hann eða aðrta hafa tíma til slíks. Hann hefur nú látið okkur eft- ir þessi dagbókarblöð og leyft okkur að btata úr þeim ýms^ þætti og kafla eða nota að öðru leyti til frásagnar af þessari ferg fslendinga. Kunnum við honum góðar þakkir fyrta. HVERNIG ERU KANARÍEYJAR? Kári viU, að við byrjum á svolítilli landafræði, enda er hann kennari, og skulum við hafa hana í stíl Karls Finnboga sonar greinilegum og skýr um: Kanaríeyjar eru mikill eyja- klasi, 7496 ferkm. að stærð. Þær eru 27—30 gráðum norð- an við miðbaug og um 100 km vestur af meginlandi Afríku. enda eru þær í landafræðiætt við þá álfu. þó að þær hafi ver- ið spænsk nýlenda síðan á 15 öld Helztu eyjarnar eru þess- ar: Tenerife, Lanzarote, Fuert eventura, Gomesa, Gran Cana- -ia. Ferro og Palma. Tenerife er stærsta eyjan t>ar er höfuðborgin Santa Cruz með 140 þús. íbúa, en alls eru íbúar evjanna 1.5 milljón. þar af hálf miljón á Tenerife. — Tenerife er mjög einkennileg að landslagi og .gróðri Mikill hálendishryggur liggur um mi?5 bik hennar eftta henni endi- iangri. Hann veldur því, að raki og regn, sem norðanáttin her af hafinu nær ekki til suður- -'trandartanar. Þar er mjög ISLENDINGAR A KANARÍEYJUM — Ferðaþættir Kára Tryggvasonar íslendingar í ferðalagi I Tenerife. Jóhannes Snorrason, flugstjóri, er þarna I hópnum, eins og menn sjá. þurrt og hrjóstugt, jafnvel eyði merkurbragur á landinu. Htas vegar er norðurströndta svo að segja samfelldur akur, nema * að klettar, gil og gljúfur kljúfa víða gróðurlöndin og bregða æviAtýrasvip yfir landið. Eldfjallið Ptaa de Terife, 3718 metra hátt, gnæfta yfir eyna og sést langt utan af hafi. Það blasir við augum að sögn, hvar sem á eyjasvæðtau, fag- urt og tilkomumikið. Nú er bananaræktin aðalat- vinnuvegurinn á eyjunum, og skal vikið að því síðar. Frum byggjar Kanaríeyja, Guancher fólkið, er komið frá meginlandi Afríku. einhvers staðar úr At- Iasfjöllum, og er talið grein af Berbum. Sagt er. að þeta hafi verið glæsilegt fólk ogmenning þeirra allmikil. Þeir stunduðu akuryrkju og höfðu geitur og sauðfé. Jarðyrkjuáhöldin voru þó mjög frumstæð. og plóginn þekktu þeir ekki Þeir munu þó hafa ræktað hveiti, vfnvið og sykurreyr og vafalaust fleira. En um þetta er lítið vit- að. Áveitukerfi frumbyggjanna þykir bera vott um mikla hug- kvæmní og atorku. en annars eru spor þeirra hulin móðu oc mistri aldanna. Vitag er þó, að Karbagó-menn höfðu einhver kynni af eyiárskeg.gjum og sfð ar Frakkar á 14 öld. En Spán- verjar lögðu evjarnar undir si" á 15. öld. og eftir það tóku eyj arskeggjar að blandast Spán verjum. Márum og Svertingjum Talið er bó, að íhúar Palrn- séu nær óblandaðir enn. S" eyja er lítil og liggur fjærr' meginlandi Afríku Kanaríeyja-búar eru dugleg- ta og þrautseigir. Þeta eru stolt og glæsilegt fólk, sem ann landi sínu og siðum og heldur sér- kennilegum þjóðsiðum, þrátt fyrir vaxandi kynni af öðrum þjóðum. Misskipting auðs er mjög tilftananleg, eins og vænta má, þegar litið er á stjórnarfar Spánverja. Sagt er, að um 20 ættir eigi öll lönd á Tenerife, en fátækir verka- menn vinna fyrir sultarlaunum hjá auðugum landeigendum. FERÐIN HAFIN Hópferð íslendinga til Kana- ríeyja hófst 14. apríl 1962. Þeir voru 78 í stórri farþegaflugvél, og áhöfn hennar sex manns. Þetta var meistarinn Skýfaxi, eign Flugfélags íslands og Jó- hannes Snorrason flugstjóri. Fararstjóri var Guðni Þórðar- son forstjóri SUNNU. Skýfaxi losnaði við asfaltið á Reykja- víkurflugvelli kl. 7,30 árdegis og settist á Shannon-flugvöll á írlandi hálfri fimmtu klukku- stund síðar. Byggingar á flug- velltaum þar þóttu okkur glæsi legar en landslagið tilkomulít- ið. Þar var líka allmikil verzl- un og vörur heldur ódýrar. Frá Shannon var flogig eftir litla viðdvöl beint suður yfta hafið, ofar skýjum og sást ekki land fyrr en eyjan Madeira, en yfir hana lá leiðta. Klukkan 7 um kvöldið skall á myrkur og með nokkuð skyndilegum hætti að okkur þótti, o.g sást nú ekk- ert nema sortinn fyrr en Ijósin á strönd Tenerife blöstu við augum. Höfðum við þá flogið 4400 km leið og verið um 12 stundir á flugi. Skýfaxi lenti á flugvelli nálægt borginni La Lagune. Var þetta í fyrsta sinn, sem íslenzk flugvél lenti á Kanaríeyjum og ein af lengstu flugferðum íslenzkra flugvéla. Eyjarskeggjar tóku vtasamlega á móti okkur, hirtu vegabréf okkar en skeyttu ekki um toll- skoðun. Eftta nokkra bið komu tveir glæsilegir langferðabílar og fluttu okkur til borgarinnar Puerto la Cruz, sem er á norð- urströndinni um 30 km. frá flugvellinum. Þótti okkur veg- urtan langur og krókóttur í myrkrinu, en veðrið var milt og þungur blómailmur í lofti. Leig ta liggur um allbratta hlíð og sáum við digra trjáboli í bjarma bílljósanna. Víða voru húsaþyrpingar við veginn, og við undruðumst mjög, hve götu Ijós og útiljós á húsum voru fá og smá. En áður en langt leið, sáum við ljóshaf mikið framundan. Þar var ferðamannaborgta Puerto de la Cruz, og síðan ók um við gegnum borgina niður að hinum glæsilegu strandhótel um. Á ákvörðunarstað var allt umhverfið upplýst og uppljóm að, götur breiðar og hreinar, bjómskrúð mikið við gangstétt- ir. Tók ég fyrst eftta háum al- blómguðum neríum, Havai-rós- um og pelagóníum. Þessar jurt ir, sem við ræktum í húsum tani, eru þarna svo stórvaxnar, að ég ætlaði varla að þekkja þær. Okkur Islendingum var ætlað að búa á tveim stórum ferða- mannagistihúsum, Valle Mar og Tenerife Playa. Ég bjó á Tene rife Playa, það er afar stórt og vandað, og var þar múgur erlendra gesta, svo að okkar íslendinga gætti lítið í þeim grúa. Herbergi mitt var með tveimur stórum gluggum móti vestri. Voru hlerar fyrta og hægt að renna þeim fyrir um nætur. Úti fyrir glugganum var uppljómaður garður, skrautleg ur mjög með sundlaug, en um- hverfis laugina grasbalar og þægindi ýmisleg. Gróður var mikill og fagur í garðinum, og átti ég eftir að kynnast honum síðar. Eftir að hafa þvegið af okk- ur ferðarykig og skipt um föt, komum við fslendingar saman til kvöldverðar í stórum sal. Var sá verður hinn bezti, græn- meti og spaghetti, nautasteik og rauðvín. Var þetta vel þegið. Eftir málsverð fórum við inn í danssal. og stigu gestir þar dans við góða hljómlist. Þarna sat ég um stund en gekk til náða klukkan eitt eftir mið- nætti. 15. APRÍL. Maður er árrisull í nýjum stað. Ég klæddist snemma og gekk út í borg. Sólskin var ekk Framhald á 13 síðu T í M I N N, fhnmtudagur 28. marz 1963. — BE5.T. 9

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.