Tíminn - 29.03.1963, Blaðsíða 2
CHRISTINE í Madrld
BREZKA FYRIR-
SÆTAN FUNDIN
Christíne Keeler, fyrirsæt-
an, sem hvarf sperlaust í
London hér á dögunum, er
nú fundin á Spáni við beztu
heilsu, og hafði ekki hug-
mynd hvað á gekk, fyrr en
laugardaginn 23. marz, þeg-
ar hún af tilviljun leit í dag-
blað. Þá hafði hennar verið
saknað í Englandi í tíu daga.
Fyrst var undrazt yfir hvarfi
Christinar við réttarhöld jyfir
fyrrverandi elskhuga hennar,
John Edgecombe frá Jamaica, en
hann hlaut sjö ára fangelsísdóm
fyrir að bera á sér skotvopn ' í
þeim tilgangi að deyða.
Það þótti einkennilegt, að
Christine skyldi ekki mæta við
réttarhöldin, hún átti að bera
vitni, en þó tók út yfir, þegar
farið var að orða Christinu við
ýmsa háttsetta menn ríkisvalds-
ins í Bretlandi, og sumir ympr-
uðu jafnveí á því, að þetta mundi
verða sams konar hneyksli og
Rosemarie Nitribritt-málið varð
í Þýzkalandi.
Christine hafði lifað lífinu,
eins og sagt er, og heimspress-
an var ekki lengi að komast á
sporið. Helzt var hún orðuð við
John Profumo, hermálaráðherra,
en hann er kvæntur Valerie
Ho'bson, fyrrverandi leikkonu.
Ráðherrann lýsti því yfir í
neðri deild brezka þingsins, að
hann hefði að vísu þekkt stúlk-
una, en ekkert frekara hefð'i ver-
ið þeirra á milli. Hann hefði sið-
ast séð hana árið 1961, og mundi
stefna hverjum þeim, sem reyndi
að flekka mannorð hans með
nafni þessarar stúlku. Hann hafð'i
fyrst hitt Christinu í boði hjá
lækni einum að nafni Ward, og
þá hafi kona hans verig með
honum.
Framburði Christinu bar að
Öllu leyti saman við frásögn
Profumo, nema hún segir, að hún
hafi að'eins einu.sinni hitt konu
hans, og það við einhverja sund-
laug í Chvedon, en hann segir,
að konan hafi verig viðstödd í
fyrsta skipti sem þau hittust.
Laugardaginn 23. marz fór
Christine sjálf til lögreglunnar í
Madrid, og þegar enskir blaða-
menn þyrptust á fund hennar,
hafði hún verið á lögreglustöð'-
inni yfir nóttina, og sagði blaða-
mönnunum, að sér fyndist eins
og létt væri af sér þungu fargi.
Eg fór eiginlega til lögreglunn-
ar, sagði hún, af því að ég stóð
uppi auraiaus og allslaus. Svo
langaði mig líka ti'l að vita hvort
lögreglan væri að leita að mér,
og hvort ég hefði lent í einhverj-
um vandræðum heima. Eg hafði
nýlega heyrt að rætt hefði verið
um mig í neð'ri deild þingsins,
og þar að auki í öllum löndum
heims, ég vissi hvorki upp né
niður í þessu öllu saman.
Síðan var farið, með Christinu
á brezka sendiráðið, og þar fékk
hún að' vita, að hún þyrfti ekki
un. Hún sagði blaðamönnunum
alla ferðasöguna, og við ætlum
að þýða úr henni nokkra kafla.
Christine varð auðsýnilega mjög
glöð við heimsókn blað'amann-
anna og veifaði framan í þá stíg
véluðum leggjunum. Þær mundu
víst margar fyrirsæturnar og
dansmeyjarnar taka svona
hneyksli fegins hendi.
Þetta byrjaði ailt saman á mið
nætti þ. 7. marz, þegar Christine
settist inn í rauða jagúarinn hans
Paul, ásamt vinkonu sinni Kim
Proctor. Paul er góður vinur
minn, sagði Christina, ég hef
þekkt hann í mörg ár, og við
vorum búin að' ráðgera að fara
í frí til Spánar. Við ókum td
Dover, sváfum þar um nóttina
í bílnum, ókum svo frá Boulogne
til Parísar, höfð'um þar viðdvöl
í nokkra öma, og hröðuðum okk-
ur svo á mettima suður á bóg-
inn. Þegar Paul varð þreyttur,
fengum við okkur blund í bíln-
um, og svo keyptum við okkur
brauðsneiðar og gos öðru hvoru.
Daginn eftir vorum við komin
til Barcelona, og þar sendi ég
mömmu póstkort, því ég er vön
að heimsækja hana um helgar,
og hún hefði orðið hrædd ef
hún hefði ekkert heyrt frá mér.
Ég var alltaf dálítið kennd, þar
sem ég var óvön að drekka svo
mikið rauðvln í einu. Ekkert
okkar kunni orð í spönsku, en
samt komumst við heilu og
höldnu til Altea. Nú þurftum
við að fá penlnga frá London í
gegnum banka, svo að við ákváð
um, að staðnæmast í Altea.
Þarna í Altea skemmtum við
PROFUMO og kona hans, VALERIE HOBSON.
að fara til Bretlands, og lög-
reglan hefði ekkert við hana að
tala.
Christine er annars nokkuð sér
kennileg stúlka eftir ferðasög-
unni að dæma og það' er óhætt
að segja það, að hún hefur ekki
áhyggjur af deginum á morg-
okkur mjög vel, dönsuðum,
drukkum, fórum í útreiðatúra á
ösnum, og ég tók lítinn hungrað
an hvolp, sem ég fann, í fóstur.
Um helgina buðu tveir nauta-
banar okkur að koma með sér
til Madrid, og ég þáði það, og ók
Framhald a 13. síðu.
Eflaust eiga margir skemmti-
legar endurminningar frá hljóm
leikum þeim, sem „The Delta
Rythm Boys“ komu hér fram á
fyrir átta árum og þeim getum
við sagt þá ánægjulegu frétt, að
von er á þessum snjöllu skemmti
kröftum aftur hingað til lands,
nánar til lekið, þann 1. apríl. —
Það er knattspyrnudeild Víkings,
sem stendur fyrir komu þeirra
hingað, og eru næstum tvö ár
frá því að fyrst var haft samband
við þá, þar til tókst að fá þá
hingað í nokkurra daga hléi á
milli annarra söngferðalaga
Hingað koma þeir félagar frá
Kanada og þar áð'ur voru þeir
í Japan.
Ákveðnir hafa verið fjórii
hljómleikar hér, og verða þeir
haldnir í Háskólabíói. Forsala á
aðgöngumiðum hefst í dag í
Bókaverzlun Lárusar Blöndal og
í Háskólabiói. Er fólki bent á,
að tryggja sér miða í tíma, þar
sem gert er ráð fyrir mikilli að-
sókn.
Bæjarfélögin
og tollskráin
í sambandi vi'5 tollskrár-
frumvarp ríkisstjórnarinnar,
vekur það ekki sízt athygli, að
ríkisstjórnin ætlar frá næstu
áramótum að fella niður þann
hlu'ta af innflutningsskött-um,
er himgað til hefur runnið til
bæjar- cg sveitarfélagia og num-
ið hefur mil'ii 50—60 millj. kr.
Ef haldið verður fast vlð þetta
áform, hlýtur það að leiða til
þess að afla verður bæjar- og
sveitarfélögunum tekna á ann-
ian hátt. Slíkt er þó án efa ekki
til bóta. Því verður að knýja
ríkisstjónnina til þess að falla
frá þessu áformi og vinna að
því, að bæjar- og sveitarfélög
in njó'ti áfram hluta af innflutn
ingssköttunum.
B'lekkingariðju ríkisstjórniar-
iiii’iar má nokkuð marka af því,
að hún auiglýsir 100 millj. kr.
tollalækkun, sem er m.a. feng-
in þannig, að sveitarfélögin
eru svipt 50—60 millj. kr. þess
ana tekna, sem þau verða vit-
anlega einhvem veginn að afla
sér. Raunveruleg lækkun tolla
er því um 40 millj. kr., en
ekki 100 milljónir.
Grein Jóns Skafta-
sonar
Hin ágæta grein Jóns Skafta
sonar um ísland oig Efnahags-
biandalag Evópu, sem nýlega
birtist hér í blaðinu, hefur ber
sýnilega farið mjög í taugar rit
stjóra Mbl. og Þjóðviljans. —
Fyrst reynir MM. að snúa lit
úr henni á hiinn siðlausasta
hátt, og Þjóðviljinn étur þetta
upip eftir því. Við sjálfu efni
greinarinnar er ekki reynt að
hrófla neitt, enda er það svo
vel flu'tt og rökstutt, að bæði
blöðin sjá hyggilegast að
sneiða hjá því. f staðinn er grip
ið til hreinna falsana.
Ætla mætti, að Mbl. þætti
það ekki litil tíðindi, að í grein
Jóns er greint frá þvi, að Ev-
rópuráðið liafi birt þær upplýs
ingar í bæblingi, sem það gaf
út sumarið 1961, að fsland
myndi heldur vilja gerast full
ur aðili en aubaaðili að EBE.
Hvaðan heldur Mbl. að Evrópu
ráðið hafi fcngið þessar upp-
lýsiugar? Sýnir þetta ekki, eins
að forustugreinar Mbl. sjálfs
frá þessum tíma, að ríkisstjórn
in sóttist þá eftir fullri aðild,
þótt nú sé reynt að afneita
því?
Þióðminiasafnsræðan
Alþýðublaðið á enn i sömu
vandræðunum með þjóðminja
saf.nsræðu Gjdfa. Það kepplst
við að snúa út úr ummælum
ýmissa Framsóknarmanna, eins
og t.d. Ólafs Jóhannessonar og
Steingríms Hermannssonar, og
segir þá vilja ekki síður inn-
göngu í Efnahagsbandalagið en
Gylfa. ÁðUr hefur verið rakið
hér í blaðinu, hve fjarstæðúr
er þessi útúrsnúninigur á um-
mælum Ólafs, en þó er hann
ekki síður fjarstæður, hvað
snertir ummæli Steingríms
Hermannssonar. Steingrímur
hefur nýlega látið þau orð
falla, að þjóðirnar þyrftu að
vinna saman að vísindalegum
raninsóknum Þetta segir Al-
þýðublaðið að sé hið sama og
vilja inngöngu í EBE! Til þess
að draga athyglina frá ræðu
Gylfa, grípa ritstjórar Alþýðu-
blaðsins þannig livert hálmstrá
ið öðru haldminna og minna
helzt á menn, sem hafa alveg
ruglazt í kollinum.
T f M I N N, föstudagur 29. marz 1963. —
2