Tíminn - 29.03.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.03.1963, Blaðsíða 9
Olafur Jónsson skrifar um bækur Vegurinn að brúnni Stefán Jónsson: Vegurinn að brúnni. Heimskringla. Reykjavík 1962 Fyrir tveimur árum rúmum gaf Stefán Jónsson út skáldsögu sem mun hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá jiorra lesenda enda þótt sitthvaö væri ritað vinsamlega um hana í blöð á þeirri tíð. En Sendi- bréf frá Sándströnd var fyrir margra hluta sakir hugvitssamleg og gáfuleg skáldsaga; og þótt ég sé enn sama sinnis og í ritdómi um bókina nýútkomna, að hún sé sem heild nánast misheppnað verk, hafa mér við endurnýjuð kynni orðið Ijósari ýmsir kostir hennar; ég hygg að' hún verðskuldi miklu gaumgæfnari athygli en hún mun' liafa almennt hlotið til þessa. Veg- urinn að brúnni, ný skáldsaga Stefáns, mikil að vöxtum, nýtur fjölmargra sömu kosta og fyrri sagan, og nýtur þeirra betur ef svo má taka (11 orða. með ððrurri orðum: hún er í öllum skilningi meira verk, fjölbreytilegra, þrótt- ugra og fastara í sniðum þótt ætt armótið sé auðséð með báðum sög unum. Og óneitanlega birtast í gerð Vegarins að brúnni sambæfi !eg vandkvæði og í Sendibréfi: sem heild ‘stendur verkið ekki undir sér, og þær misfarir eru af sömu rót runnar og misfarir Sendi bréfs frá Sandströnd. En þrátt íyrir þetta eru bæði verkin verð virðingar, og einkum verð gaum- gæfilegs lestrar. Litlum körlum mistakast litlir hlutir; Stefán Jóns sor. er svo kostamikill höfundur að sjálf mistök hans eiga heimt- ingu á náinni athygli og skoðun; og í báðum verkunum tekst hon- um margt með slíkum listabrag að fágætt er í samtíðarbókmennt- um okkar. Séu verk hans misheppn uð eru þau það miðað við þeirra eigin kröfur; bæði gnæfa þau vegna annarra kosta sinna hátt yfir obbann af þeim prósaskáld- skap, sem hér er ýtt á markað og stundum hampað óhóflega. Vegurinn að brúnni er raunsæi- leg og sálfræðileg samtíðarlýsing, hún segir frá þeim kynslóðaskil- um sem orðið hafa í lífi þjóðar- innar á þessari öld, skilum sveita- alaar og borgaraldar á íslandi. Ekki svo að skilja að þessi kyn- slóðaskil séu í forgrunni sögunn- ar eð'a beint viðfangsefni hennar; en þau mynda baksvið hennar, söguþráð og mannlvsingar. Sag- an skiptist í þrjá þætti samkvæmt þessari þjóðfélagssýn: hinn fyrsti segir frá uppvexti söguhetjunnar, Snorra Péturssonar, og Kormáks bróður hans. í borgfirzkri sveit: annar frá fyrstu vist Snorra í Reykjavík og kynnum af borgar- lífinu; hinn þriðj' af leið hans til þroska og skilnings á stöðu sinni í samfélagi manna. Eins og jafn- an fyrr sér Stefán persónur sín- ar í félagsiegu umhverfi þeirra. lýsir þeim i samhengí þjóðfélags: cn honum virð'ist orðið Ijósara en stundum áður að félag manna er gert af einstaklingum, af lif- andi fólki, að fólkið skapar sam- félagið i sinni mynd. Samkvæmt þessum skilningi er þjóðfélagslýs- ing verksins alla tíð háð sálfræð'i þess: sú sýn til þjóðfélagsins sem stendur að sögubaki í Veginum að brúnni mótast af mannskilningi Stefáns .Tónssonar í Sendibréfi írá Sandstrrnd var samfélagslýs- ingin bundin mikiu þrengra sviði en hér. en skilningurinn var engu að síður hmn sami: hann birtist kannski berast í þessum orð'um söguhetjunnar undir bókarlok: „Látið vkkur bara ekki detta í hug, að þi'ð séuð eitthvað mikið hvert og eitt!“ Og enn fremur: „Eg fann hjá óllum hið sama og ég þekiu, i mér sjálfum eitthvað „umkunarvert, en gott, eitthvað fagurt, en samt“. Sami mannskiln- ingur liggur til grundvallar samfé- lagslýsingunni í Veginum að brúnni, — ag viðbættri af- stöðu sem kannski verður bezt lýst með orðum feðginanna Jósa- fats og Guðlaugar af öllu fólki. „Fyrir réttlætismálum hvers tíma berjast ævinlega þeir snauðu og valdalausu. Þú getur þekkt rétt- lætið á því oe á mótherjum-þess. Þeir hafa verið hinir sömu um aliar aldir“ segir Jósafat á ein- um stað aftarlega í bókinni; og Guðlaug hefur sagt nokkru fram- ar: „Eg veit, að enginn getur lát- ið neitf gott af sér leiða, nema Iiann kunm að verða gagntekinn af hrifningu, gagntekinn af ást til alls, sém lifSr“. Ég hygg að þess ar ósamstæðu klausur úr báðum verkunum segi sitthvað um sýn Stefáns til manna og mannlegs íélags: umburðarlyndi, samúðar- fullur, og stundum kíminn, skiln- ingur eru íinkenni hennar og ná til alls sögjfólks, en líka ákveðið „pólitískt" viðhorf: aðeins þeir smáu og snauðu hafa „rétt“ fyrir sér; þá ber að elska og í þeim „allt sem lifir“. Því að, vel að merkja: allir eiga einhvern hlut að þessu smáa og snauða lífi. Þessi er. eða kann að vera, sýn hófundar; en stíllinn sem ber hana fram, túlkar hana og stað- festir, er sigurmerki hans. Við iyrstu sýn kann þessi stíll að virð- ast margorður og endurtekninga- samur úr hófi fram, fyrirferðar- •riikfl’! og grunnfær í senn- én að- ferg Stefáns byggist reyndar á sjálfri fyrirferðinni, á endurtekn- j ingunum, á stöðugum tilbrigðum ; sömu stefja Þann veg eru allar mannlýsingar hans byggðar upp: „stef“ personunnar sett fram í fá- ; um orðum, bundig eiVni mynd hennar, og síðan endurtekið í ýms- iim tilbrigðum; ljósi varpað á j persónuna óllum megin unz hún lifir í sögunni heilu lífi. Og söm er meginbygging sögunnar, gerð um samskonar skema: þar er af- brýð'i Snorra í garð^bróður síns í stefið. öll sagan frá upphafi til enda tilbrigði við það við nýjar og nýjar aðstæður; en þar er Tíka komið að mistökum Stefáns Jóns- sonar. Þett.a er sama aðferð og hann beitti í Sendibréfi frá Sand- strönd, en nér kann Stefán á henni hófstilltari tök: ■ í Sendibréfi lá stundum við borð að stíilinn yrði taglkenndur. glósuborinn. en , aldreý svo hér; stíliinn er fínlegri og fágaðri og auðugri í tilbrigðum sínum en áður þótt aðferðin sé hin sama; málfar Stefáns sem ævinlega er vandað og öruggt og um leið fuilkomlega yfirlætislaust er hér enn næmlegra, enn betur á valdi hans en fyrr. En þessi auðlegð stílsins er öll undir niðri í sögunni ef svo má segja; á yfir- borði kann frásagnarháttur henn- ar að virðasl einhæfur og tilbreýt- ingarlaus. Sagan er öll séð úr sjónarhorni Snorra, gegnum hann; hins vegar rígbindur höfundur sig j ekki persónu Snorra í túlkun sög- unnar (eins og Þorvaldi í Sendi- bréfi); Snorri er sjáandi sögunn- ar, en túlkandi hennar, höfundur, stendur að baki Snorra og hefur víðara sjónarhorn, fyllri skilning, þótt sjálf sýn hans sé hin sama og Snorra. Og þessari að'ferð sinni er höfundur síðan vandlega trúr söguna á enda; framsétning sög- unnar er ævmlega ðbein, hann set- ur ekki sögufólk og atburði á svið. hann lýsir því að sínum skilningi, (og Snorra) segir frá atburðum og túlkar þá; aðferð hans er epísk, ekki dramatísk. Fastheldni höf- undar við þessa aðferð, þetta sjón- armið, veldur nokkru um fábreyti- legan (og sumir kunna að segja óhóflega þreytandi) svip verksins; og hún veldur því að sem heild stendur það eða fellur með lýs- ingu Snorra sem í senn er sjáandi verksins og alla tíð í sjónarmið'ju þess. Sendibréf frá Sandströnd var jafnvel enn rammlegar njörvað söguhetju smni og sögumanni, Þor valdi menningarfulltrúa; sem heild fór sagan út um þúfur vegna þess að Þorvaldur var alltof óskýr persóna, dulin sem er um hann í sögunni ekki annað en þoka og lífsvandi hans aldrei lifandi. Hér fer á ekki ósvipaðan hátt. Megin- stef Vegarins að brúnni, afbrýði Snorra, endist ekki söguna á enda sem í senn samtenging og eina hreyfiafl hennar. Sálfræði verks- ins bregzt þar sem mest á reynir; í smáatrið'um skeikar hún ekki né í lýsingu aukapersóna; en sem burðarás alls verksins stenzt hún ekki. Bezt er lýsing Snorra í fyrsta þaettinum, oernskulýsingunni, sem einnig er að öðru leyti bezt heppn- aði þátturmn; en þegar fram í sækir söguna snýst sálflækjan upp í einskæra lítilmennsku; í stað þess að ný atvik glöggvi og fylli mynd Snorra stirðnar og lokast persónan og öll staða hans í verk- inu haggast Þannig verður örðugt að festa trúnað á skipti hans og annars sögufólks í síðari hlutun- um, greind hans, glæsimennsku, áhuga annars fólks á honum, kven hylli hans; og sjálf sinnaskipti hans að lokum. þótt fínlega sé að þeim unnið. afturhvarf hans til hins lifandi ósvikna lífs, fá falsk- an hljóm. Höfundur kynni að segja að hann hirti lítt eða ekki uin ytri söguþráð: að lýsing fólks- ins í sögunni sé honum eitt og allt; en þar á móti kemur að fólkið birtist í og af athöfnum sínum; ósamkvæmni í atburðarás kemur af ósamkvæmni í persónusköpun. Og tvískinnungurinn sem er í gerð Snorra, annars vegar lýsing hans ems og hún kemur fyrir í sögunni, hins vegar þag hlutverk sem hon- um er ætlað þar, veldur því að verkið sundrast. Þetta má orða öðruvísi: verkið er ekki í fókus; úflínur þes; eru að vísu skýrt og skarplega dregnar, einstök atriði sögunnar iifandi og fullgildur skáldskapur; en í sjónarmiðju er ósannfærandi óskýrleiki. Og óskýr leiki Snorra smitar af sér yfir á þær persónur sem næstar honum standa, einkum Kormák, en einn- ig vinkonur hans Guðlaugu, Boggu, Svövu, vegna þess að fullnægjandi rök brestur að skiptum hans við þær og stöðu þeirra allra innbyrð- is. Vant er ag siá hvað valdi þess- um mistökum Stefáns Jónssonar. Á þag hefur verið bent að mistök hans í Sendibréfi frá Sandströnd eru alveg sambærileg; og vert er r.ð gefa þvi gaum hversu Snorri í Veginum og Þorvaldur í Sendi- bréfi eru náskyldar persónur, svo mjög að saga Þorvaldar á Sand- strönd gæti verið í beinu fram- haldi af sögu Snorra í Reykjavík. Höfundur hefur að vísu gætt þess- ar söguhetiur sínar ólíkum ytri einkennum, en eðlisfar þeirra er hið sama: sjálfshyggjan samfara vantrausti á sjálfum sér; kærleik- ur til lífsins í lítt tilteknum skiln- mgi ásamt óánægju með eigin hag; hneigð þeirra til roskinna kvenna; afstaða þeirra til sér sterkari manna. Þetta eru aðeins nokkur einkenni og ólík hlutföll þeirra með þessum tveimur persónum; en ég efa ekki að nákvæmur samanburður mundi leiða í ljós fvllri hliðstæðu. — Hitt eíe ég ekki heldur að þegar Stef- án Jónsson hefur loks sigrazt á þessari persónu sinni, skilið hana fullum og óheftum skilningi, verð- ur hann fær að gera um hana minnilegt og merkilegt skáldverk, — ef hann hirðir þá um það þegar svo ei komið. Og þrátt fyr- ir allt held ég að hann sé nær þeim skilmngi í Veginum að brúnni en hann var í Sendibréf frá Sandströnd. Misheppnað skáldverk; — þessi emkunn er nokkurn veginn jafn- fjarri því að segja alla sögu um Veginn að brúnni og verið getur. Mistök Stefáns Jónssonar eru, eins og áður var vikið að, verg athygli og umræðu vegna alls hins sem honum lánast í verkinu. Einkum er upphafsþáttur verksins minnis- verður skáldskapur; og hann er sá eini sem hægt er að líta sem heillegt og sjálfu sér trútt lista- verk. (Hér er kannski rétt að minna á, að Vegurinn ag brúnni er að gerð sinni ekki ein bók, heldur þrjár, trílógía; að venjuleg um útgáfuhætti hefði hver bók komið út fyrir sig). í fyrstu bók- inni stendur lýsing Snorra (og þar með Kormáks) undir sér, og sem æskulýsing stendur bókin í fremstu röð í bókmenntum okk- ar. (Kemur enn að því sem Stefán þykist trúlega hafa heyrt fulloft: snilld hans í bamlýsingum!). Hér er eitthvert mest stílafrek Stefáns Jónssonar, sem ég veit til þessa i lýsingu sveitarinnar; það er hin íslenzka sveit sem nú er horfin, en stöðugt er minnzt í bókmennt- um þeirrar kynslóðar, sem átti þar uppvöxt sinn; áður eigum við ágæt verk þessarar tegundar eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson meðal ann- arra. En Stefán hefur það um- fram marga aðra höfunda svipaðra verka að sveitarlýsingin er honum ekkert aðalatriði; hún er baksvið mannlýsinganna og í senn lif- andi þáttur þeirra, en hann er ekki að „deila“ á eða um horfna samfélagsháttu. Aðferð hans er raunsæileg, hlutlæg; en bókin hef ur blæ og ilm minningarinnar; og honum tekst hér ag búa mann- skilningi sínum, sem ég reyndi að lýsa hér á undan, hlutbundið, lif- andi form. Bein náttúrulýsing læt- ur ekki mikið yfir sér hér, en hitt er athyglisvert hversu lands- lagið, sveitin, er ríkur þáttur sög- unnar. Þetta verður ljóst þegar kemur fram í seinni þættina: reyk vísk staðfræði er þar að vísu með skilum (og betri skilum en í mörg um „reykjavíkursögum" öðrum), en landslag bæjarins er ekki þátt ur sögunnar í sama skilningi og sveitin; bærinn lifir þar engu sam bærilegu lífi. Þetta er ekki „gagn- rýni“ um Veginn að brúnni; að- eins vísbending um það hverju umhverfi tilfinning höfundar er bundin; og um leið vísbending, held ég, um þag hverjir höfundar eiga eftir að setja Reykjavík þann stað sem henni ber í bókmenntum okkar. Og þessi tilfinning höfund ar fyrir náttúrlegu umhverfi fólks- ins í sögunni held égað glæði mann lýsingum í fyrstu bók mest líf: heimilisfólki í Hvammi í uppvexti bræðranna, Gljárfólki, prestinum á Stað o.s.frv. Aðferð hans er alls staðar söm, hins síendurtekna, til- brigðaríka stefs; en stílfylling verksins er ríkust í fyrstu bók; í seinni bókunum er hún ekki slík, og þar koma aðrir hlutir til. Þar fyrir er persónusköpun í síðari bókunum að sínu leyti ekki síður glögg og lifandi: hér eru hjónin Dóra og Jónas og Karitas og Jósa- fat sem öll njóta hins umburðar- lynda, kímna mannskilnings höf- undar; hér eru ástkonur Snorra, Bogga og Guðlaug, skemmtilega andstæðar stúlkumyndir þótt lýs- ing þeirra hafi varla sömu nautna legu fyllingu og hinna eldrf' kvenna í sögunni; hér eru ungu mennirnir, Stjáni og Hallgrímur og Víkingur Helgason, smánazist- ar, og listamaðurinn Þórólfur fs- fjörð o.s.frv. Það vottar enn hversu aðferð höfundar er traust, hve lifandi allt þetta fólk er og glögglega afmarkað þrátt fyrirhinn óbeina frásagriarhátt; hér hrósar raunsæilegur stíll Stefáns Jónsson ar og sálfræðilegur skilningur hans sigri, öll smáatriði eru „rétt“, lífsönn, ekki síður en í fyrstu bók. Athyglisvert er einnig hvern ig höfundur hagnýtir sér samtíma atburði frá fjórða tugi aldarinnar, sveigir þó til móts við verk sitt án þess að láta „veruleikann“ nokkru sinni taka af sér völd; þá þraut hafa ekki aðrir leyst betur en Stefán nema Halldór Kiljan Laxness — og hann ekki alltaf. (Gaman er að bera saman frásögn Stefáns af Jónasi í götubardagan- um við Góðtemplarahúsið, og sögu Laxness margrómaða um Þórð gamla halta). Hér sem endranær birtist listrænn einhugur höfund- ar: Það er líf sögunnar sjálfrar og einnar sem skiptir máli; og í þessu lifandi lífi er allur „boðskapur“ hennar. Og þeim mun meiri furða er að sjá tök hans á sálfræðilegri heildargerð verks síns bresta; sjá það skipbrot sem verður og engin knýjandi rök virðast liggja til inn an verksins sjálfs. Þessi umsögn er þegar orðin óhóflega löng, enda mun henni nú senn ljúka. Þrátt fyrir þær misfarir, sem ég hef raynt að lýsa er Vegurinn að brúnni að mörgu leyti fágætt verk í íslenzkum bók menntum; það er tvímælalaust eina alvarlega prósaverkið sem barst á markað á liðnu ári; og mér hefur virzt það sæta alltof lítilli athygli og umræðu á bókamarkaði hausts og vetrar. Og sama má heita að gildi um önnur verk Stefáns. Hafa smásögur hans sætt verðugri athygli, eða sögur hans fyrir börn (sem ég held reyndar að séu heillegustu listaverk hans til þessa)? Þar er undirbúningur þeirra verka sem hann vinnur nú, og sem við vonum ag haldið verði áfram til stærri sigra. Ó.J. P.S. Vegurinn að brúnni er gefinn út af Heimskringlu í afmælisbóka flokki Máls og menningar, og er frágangur hennar hinn bezti eins og allra þeirra bóka, þrátt fyrir smávegis leturgalla á sumum sfð- um. Uppsetning bókaritnar, og titilblað, er einfaldari, og þar með Framhald á 13. síðu. riKINN, föstudagur 29. marz 1963. — •I 9 ,i í í i í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.