Tíminn - 29.03.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.03.1963, Blaðsíða 16
\ YFI'RSTRIKAÐI hluti kortsins sýnir svæðið, sem blaðið veit um, að jarð skjálftans hefur orðið vart. Úrfellingin á jarðskjálftasvæðnu er birt á forsfðu. Jarðskjálftinn fannst austur að Jökulsá á Brú MB-IGÞ, Reykjavík, 28. marz. TÍMINN spurðist frétta hjá frétta- riturum sínum víða um land í gær vegna jarðskjálftanna, sem hófust kl. 23,17 í gærkveldi og hafa fund- Izt allt fram á dag í dag, á svæðum, skjálftans i Skagafirði, Utan Skaga- fjarðarsvæðisins var fyrsti kippur Inn að vísu a11 harður, en hvergi hlauzt verulegt tjón af utan svæð- islns, sem fjallað er um á forsíðu. Suðaustanlands virðist fólk ekki hafa orðið jarðskjálftanna vart. — Eru nokkuð glöggar línur um þetta, sem markast af Jökulsá á Brú austanlands og Vik í Mýrdal sunnanlands. Kortig hér að ofan sýnir nokkurnveginn, hvaða lands- hluti hefur sloppið við jarðskjálft- ana, svo að fólk hefur ekki greint neina hræringu. ES-EGILSSTÖÐUM. — Jarðskjálft ans varð ekki vart á Egilsstöðum. Fréttaritari hafði samband við bæi í Fellum og á Jökuldal. Á Helga- felli í Fellum var fólk á fótum um það leyti, sem jarðskjálftinn var snarpastur, en þar fannst eng- in hræring. Sömu sögu er að segja frá Brekku í Fljótsdal. En í Hjarðarhaga, sem er vestan Jök- ulsár varð hans aftur á móti mik- ið vart, þar færðist rúm úr stað. Sömuleiðis varð vart við talsverðar hræringar á Hákonarstöðum í Jök- uldal. KV-VOPNAFIRÐI. — Hér varð ekki mikið vart við jarðskjálft- anna, en þó fannst hann. Hans varð miklu meira vart inni i sveit- inni og þar fundust fleiri en einn kippur. ÞBKÓPASKERI. — Ekkert tjón varð hér eða í Kelduhverfi af völd um jarðskjálftans. Hér fundust tveir kippir. Sá fyrrj :kl/ 23,17 og var hann snarpur, en hinn síðari kl. 23 23. -Ti] marks um styrkleika fyrri kippsins er það, að lóðunum í lóðaklukku, sem hér er, sló sam- an. í Öxnafirði og Kelduhverfi fundust kippirnir rétt rúmlega tólf á miðnætti. Menn, sem voru staddir í sam- komuhúsinu í Lundi í Öxnarfirði, sáu á lofti salarins, að það var eins og jarðskjálftinn gengi frá norðri til suðurs. í Skúlagarði stóð kona vig visk, sem fullur var af vatni, en þó mun hafa verið tveggja þumlunga borð á honum, en vatnið gusaðist upp úr vaskinum og út á borðið í kring, þegar snarpari kippurinn kom. ÞJ-HÚSAVÍK. — Fyrsti kippurinn og sá harðasti kom hér kl. 23,18. Um tíu mínútum síðar komu tveir kippir með örstuttu millibili en miklu vægari en sá fyrsti. Kl. 24,02 kom aftur dálítið harðari kippur og hálftíma síðar sá fimmti. Milli þess sem jarðskjálftakippirnir voru að koma fannst stundum væg- ur titringur. Fyrsti kippurinn mun hafa staðig yfir í'10-«-15 sekúnd- ur. Þeir, sem laust sváfu urðu varir við smákipp af og til í nótLog vart varð við þan nsíðari klukkan átta í morgun. Hér er það álit flestra að þetta sé mesti jarð- 'kjálfti. sem hér hefur fundizt síð- an 1934. þegar hinn svokallaði ÐalvikH"j'irðskjál|ti kom. Fólk almennt hér á Húsavík tók þessum atburðum rólega. Þeir, sem voru háttaðir þegar ballið byrjaði fóru ekki ' fætur 'r-imt var fyrsti kippurinn svo harður að bækur hrundu fram úr bókahillum og einnig glermunir Á einu húsi hafa komið fram sprungur. BB-ÓFEIGSSTÖÐUM, — Hér varð jarðskjálftans vart og fundust nokkrir kippir. Ljós frá heimilis- rafstöðvum blikkuðti, leirtau datt úr hillum, vasar duttu og brotnuðu og dynkir og brestir heyrðust. ED-AKUREYRI. — Hér fannst mjög snarpur kippur klukkan 23, 16 og annar minnj litlu síðar. — Klukkan 23,54 fannst lítill kippur en klukkan 23.59 allsnarpur. — Fleiri smærri kippir fundust einn ig. Fólk, sem var úti, sá göturnar ganga í bylgjum. Munir, sem tæpt stóðu í hillum, duttu niður, sömu- leiðis myndir af veggjum, og allt I gler og leirtau glamraði. Þessu fylgdi svo dimmur og þungur niður. Fólki varð víða mjög byélt við og þusti út. Margir fluttu sig niður í kjalara húsa sinna eða höfðust við úti um stund. Eitthvað var um það, að fólk fengi taugaáfall og veit ég tU þess að læknis hefur verið vitjað til nokkurra kvenna til að gefa þeim róandi sprautur. ÞV-HRÍSEY. — Hér fundust snarp ir kippir og varg fólk allhrætt. — Sumir höfðust við í kjöllurum húsa sinna, það sem eftir var næt ur. Klukkur stönzuðu og munir færðust úr stað. Bátur var á leið frá Akureyri til Hríseyjar. Urðu skipverjar greinilega varir við kippinn og lét skipstjóri stöðva Framh á bls 15 Vaknaði við vond an draum IGÞ-Reykjavík, 28. marz. Ölxátur maður á Sauðár- króki hafði nýlega hallað sér á sitt glaða eyra, þegar jarðskjálftinn byrjaði í gær kvöldi. Hann hrökk upp með andfælum eins og fleiri góð- ir menn þar á staðnum, og varð fyrst fyrir að bjarga brjóstbirtunni, sem hann hafði geymda í skáp í her- berginu. Mátti það el$i seinna vera, því að flaskan var aö detta fram úr skápn- um i hristingnum. Skalf nú jörðin, en maðurinn sat að brjóscbirtu sinni og kvað sig einu gilda þótt björgin kloín uðu. Þegar verstu hryðjurn- ar voru gengnar um garð hafði maðurinn sig á ról og varð gengið út á götu. Vissi hann ekki fyrr en hann var kominn innan um torkenni- legt íólk, sem virtist tilheyra annarri öld. Manninum fór ekki að lítast á blikuna. Hann hafði vaknað við jarð skjáltta hafði með naum- indum bjargag brjóstbirtu sinni og var nú kominn inn- an um forfeður sína, að þvi er virtist þarna á myrkri nóti með dyn náttúruham- fara i eyrum. En sannleikur inn vsr sá að hann hafði rek izt á hóp leikara, sem voru að Koma af æfingu á fjalla Eyvindi. sem verður sýndur á Sauðárkróki á Sæluvik unm og voru i búningum i dag var mönum ag vonum tíðræít um jarðskjálftann a Sauöáikróki, og sá ölkáti bætti við sögunnj af hinm dularfullu reynslu sinni. fcj Sumir háhýsahúar urðu skelk- aðir — aðrir urðu ekki varir GB-Rc-yKjavík, 28. marz. Það gekk á ýmsu í háhýsun- um hér í Reykjavík, en vegna hæðar þessara húsa, er ekki nema eðiilegt að þar hafi jarð- skjálftans gætt mest, a.m.k. á efstu hæðunum. í dag hitti fréttamaður blaðs ins fru að máli, sem býr á þrettándu hæð í Sólheimum 23, og þegai hún var spurð hvort hún vær, búin að ná sér, svar aði hún — Hvcrt ég er búin að ná mér? Eg var bar steinsofandi og haíði ekki hpgmynd um neitt fyrr en maðurinn minn vakti mig nokkru eftir að hann kom úr vinnu. Hann var nýkom inn int, og rétt varð var við einhvert skruðning og hrær ingu en gerði sér ekki ljóst, hvað þelta var, hélt að það væru smiðirnir að vinna að samkomi'salnum hérna á hæð- inni. Það var nú allt og sumt En fyrir allar aldir í morgun hringdi hún mamma sunnan úr Hafnarfirði til að vita, hvort nokkuð hefði komið fyrir hjá okkur. því að það hefði oltið fram úr rúminu, svo að eitt- hvað heíur gengið á í Firðin um, úr hvl að mamma þeyttist fram út rúminu. hún sem er bæði stó.r og feit. Maður < næsta skýjakljúf, Sólheimum 27, sagði: — Þetta hús er nú þannig byggt, kdiiinn minn. veggirntr þéttriðnu járnum einmitt tiJ að þola o'na mestu jarðskjálfta. Eg var giaðvakandi og sat við skrifborðið mitt og rétt fann einhvern smáskítlegan titring, og það er ekki orð á því ger- andi. Húsvörðurinn bætti við: — Tveir unglingar hér'uppi á hæð unum stóðu á því fastar en fót unum, að þeir hefðu oltið fram úr rúmunum. Annars varð ég ekki var við neina óeðlilega um ferg eða hræðslu hjá íbúunum. Veitingaþjónn á Hótel Sögu var staddur hjá húsverðinum. Hann sagði: — Það gekk áreið- anlega meira á úti á Hótel Sögu. Þa? var fullur veitingasal urinn á áttundu hæð, allir þustu app frá borðunum, konur af ýmsum þjóðum íandi og Framh a bls lð. ssn J i /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.