Tíminn - 06.04.1963, Blaðsíða 14
64
WILLIAM L. SHIRER
En Funk niefndi aðrar iðngrein
ar og fyrirtæiki, sem ekki höfðu
viljað verða utandyra, næði Hitl-
er að lokum takmarki sínu. List-
inn er langur, enda þótt hann sé
langt frá því að vera fullkominn,
því að minni Funks var orði'ð lé-
legt, þegar hann kom til réttar-
haldanna í Niirnberg. Á listanum
voru m. a Georg von Söhnitzler,
einn aðalförstjóri I. G. Farben,
hinnar miklu efnagerðasamsteypu,
August Rosterg og August Diehn
úr sápuiðnaðinum (Funk minnist
á hina „jákvæðu afstöðu“ þesöarar
iðngreinar til foringjans), Cuno
frá Hamborg-Ameríkulínunni,
brúnkola-iðnaðurinn í Mið-Þýzka-
landi, Conti gúmmífyrirtækin,
Otto Wolf, hinn valdamikli iðn-
rekandi frá Köln, Kurt von Schröd
er barón, bankamaður í Köln, sem
átti eftir að fara með margþætt
hlutverk í síðustu aðgerðunum,
sem komu Hitler til valda, alt-
margir leiðandi banikar, meðal
þeirra Deutsche Bank, Conímerz
und Privat Bank, Dresdener Bank,
Deutsehe Kredit Gesellschaft og
'Stærsta tryggingafélag Þýzkalands,
Allianz.
Wiihelm Keppler, einn af efna-
þagsráðgjöfum Hitlers, kom með
nokkra rðnrekendur frá Suður-
Þýzkalandi og stofnaði einnig sér-
stæðan félagsskap kaupsýslu-
manna, sem helgaður var S.S.-for-
ingjanum Himmler og kallaðist
Freundeskreis der Wirtsehaft, en
síðar breyttist nafnið í Vinahring-
ur Reiehsfuhrer S.S., sem var
Himmler, og safnaði félagsskapur-
inn milljónum marka fyrir þenn-
an sérstaka glæpamann, til þess
að hann gæti látið gera „rannsókn
ir“ á up.pruna Aríanna. Hitler
hafði frá upphafi stjórnmálaferils
síns verið hjálpað, bæði fjárhags-
lega og félagslega af Hugo Bruck-
man, hinum auðuga Munchenar-
útgefanda og af Carl Bechstein
píanóframleiðanda, en eiginkonur
beggja þessara manna átlu eftir
að þróa með sér sérstakah. áhuga
á þessum upprísandi naíiistafor-
ingja. Það var á heimili Bech-
steins í Berlín, sem Hitler hitti
fyrst marga af foringjum hersins
og kaupsýslumannanna og það var
einmitt þar, sem sumir af hinum
iþýðingarmiklu leynifundum fóru
fram og hjálpaði honum að lokum
til þess að komast í embætti kansl-
arans_
Það voru ekki allir þýzkir fjár-
málamenn, sem þutu upp til
handa og fóta og fylgdu Hitler
eftir kosningarnar 1930k Funk seg
ir, að hin mikla rafmagnssam-
steypa Siemens og AEG hafi stað-
ið fyrir utan þetta og sama máli
gegnir um konung hergagnafram-
leiðendanna, Krupp von' Bohlen
und Halbach. Fritz Thyssen lýsir
því yfir í játningum sínum, að
Krupp hafi verið „ofsalegur and-
stæðingúr" Hi'tlers1 og allt til þess
dags, er Hindenburg gerði hann
að kanslara hafi Krupp ákaft var-
að hinn gamla mars'kálk við að
gera slíkt glappaskot. Samt sem
áður sá Krupp brátt ljósið og varð
svo notuð séu orð hins iðrandi
Thyssen, „fyrirmyndar nazisti".
Áf þessu má sjá, að í lokasókn-
| inni til valda hafði Hitler töluverð
I an fjárhagSjegan stuðning frá all-
I stórum hluta þýzka viðskipta-
l'heimsins. Það hefur aldrei komið
j fram, hversu mikið þessir iðnhöld
| ar og bankamenn í rauninni lögðu
! til Nazistaflokksins síðustu þrjú
árin fyrir j.anúar 1933. Funk seg-
ir, að það hafi ef ttl vill numið
meira en „tveimur milljónum
marka“. Thyssen áætlar, að það
hafi verið um tvær milljónir á ári,
en hann segist persónulega hafa
lagt fram eina miiljón marka. En
þegar dæmt er eftir þeim miklu
fj'árupphæðum, sem flokkurinn
hafði til afnota í þá daga, enda
þótt Göbbels kvartaði yfir því, að
aldrei væru peningarnir nægilega
miklir, þá hljóta fjárgjafir kaup-
| ^ý'slumannanna að hafa verið
mörgum sinnum meiri en þessar
J ágizkanir segja til um. Koma mun
í ljós síðar, hvað gott þessar gjaf-
ir gerðu þessum stjórnmálalega
barnalegu mönnum viðskiptaheims
ins. Einn hinna áköfustu þeirra
á þessum tíma var • dr. Schacht,
sem síðar átti gftir að verða fyrir
hvað mestum vonbrigðum, en
hann lét af forsetaembættinu við
Reichsbank árið 1930 vegna and-
stöðu sinnar við Young-áætlunina,
hitti Göring sama ár og Hdler
1931 og næ'S'tu tvö árin helgaði
'hann alla sína hæfileika því að
koma foringjanum í nánara sa-rn-
band við bankamenn og vini sína
meðal iðjuhölda og enn nær hinu
, mikla marki, kanslaraembættinu.
Árið 1932 skrifaði þessi fjármála-
I töframaður, sem bar svo mikla
ábyrgð á tilkomu Þriðja ríkisins
og velgengni þess, Hitler: „Ég
efast ekki um það, að eins og mál-
in skipast nú, ge>ir það aðeins
leið til þess, að þér verðið kanzl-
ari . . . Flokkur yðar er borinn
upp að innan af svo miklum sann-
leika og nauðsyn, að sigurinn get-
ur ekki verið langt undan . . . .
Það 'skiptir ekki máli, hvaða af-
| leiðingar verk mín eiga eftir að
, hafa fyrir mig í framtíðinni, jafn-
vel þótt þér eigið ef til vill eftir
að sjá mig fangelsaðan í virki, þá
getið þér ætíð reitt yður á mig
sem tryggan stuðningsmann“. Ann
að þeirra tveggja bréfa, sem þessi
orð vorif í, var undirritað: Með
öflugu „Heil“.
Einn „þessi mikli sannleikur“
nazistahreyf'ingarinnar, sem Hitl-
er hafði aldrei farið neitt í laun-
kofa með, var, að ætti flokkurinn
nokkurn tíma eftir að ná völdum
í Þýzkalandi, myndi hann útrýma
persónulegu frelsi Þjóðverjans,
þar á meðal dr_ Schachts og fé-
laga hans fjármálamannanna. Það
leið enn nokkur tími, þar til hinn
snjalli Reiehsbankforseti, en hann
átti éftir að taka við því embætti
aftur í sjórnartíð Hilers, og menn
í iðnaðar- og viðskiptaheiminum
gerðu sér grein fyrir þessu. Og
þar eð þessi saga, eins og sagan
yfirleitt, er full af kaldhæðni ör-
laganna, þá átti ekki eftir að líða
á löngu þar til dr. Schaeht komst
að raun um, að hann hafði verið
sannspár, ekki aðeins um kanslara
embætti Hitlcrs, heldur einnig um
það, að foringinn ætti eftir að sjá
hann fangelsaðan, ef ekki í virki,
þá í fangabúðum, sem var verra,
og ekki sem „tryggan stuðnings-
mann“ — að þessu leyti hafði
hann rangt fyrir sér — heldur
hið gagnstæða.
Hitler hafði nú i byrj.un árs
1931 safnað um sig í flokknum
litlum hópi ofstækisfullra, hrotta-
fenginna manna, sem myndu
hjálpa honum' í úrslitabráttunni
um völdin, og að einum undan-
teknum áttu cftir að standa við
hlið hans og aðstoða hann við að
halda völdum á meðan Þriðja rík-
ið var og hét. Þó var það einn
þeii-ra, sá, sem stóð honum allra
næst og var ef til vill þeirra fær
astur og dýrslegastur, sem ekki
átti eftir að lifa, ekki einu sinni
til loka annars ársins, sem nazista
stjórnin fór með völd. Það voru
firnm, sem risu hærra en aðrir af
fyigismönnum Hitlers á þessum
tírna. Þetta voru Gregor Strasser,
Röhm, Göring, Göbbels og Frick.
Göring hafði snúið aftur til
Þýzkaland'S í árslok 1927, eftir
stjórnmálalega sektaruppgjöf, sem
kommúnistai'nir höfðu aðstoðað
hægriflokkana til þess að fá fram
gengt í þinginu. Hann hafði eytt
mestum hluta útlegðar sinnar frá
uppreisninni 1923 í Svíþjóð, en í
Langbro-hælinu hafði tekizt að
lækna hann af eituflyfjanotkun,
og þegar honum var batnað, vann
hann fyrir sér í sænsku fiugvéla-
fyrirtæki. Hinn glæsti, myndar-
legi kappi úr styrjöldinni var nú
orðinn þéttvaxinn, en hafði þó
ekki tapað neinu af þrótti ‘sín-
um eða lífslöngun. Hann kom sér
fyrir í látilli en glæsilegri pipar-
sveinaíbúð í Badisehestrasse . í
Berlín, (kona hans, sem hann elsk
aði innilega, en sem þjáðist af nið
urfallssýki og hafði nú einnig
22
ir að aðrir landeigendur í Kína
hafa orðið að skipta upp jörðum
sínum? spurði hún.
— Sagði Petrov ofursti yður
ekkert um það, sagði kínverska
konan.
— Hann sagði mér fátt eitt um
yður, aðeins að þér væruð vernd
aðar af áihrifaríkum vinum_
— Já, vinir mínir hafa áhrif,
svaraði konan. — En jafnvel það
er ekki nóg nú á tímum. Eg hef(
gert mitt ýtrasta til að fá að vera j
í friði og vona að mér tafcist það,
en ég er þó við öllu búin. Eg lifi |
mjög kyrrlátu lífi hér á eigninni, j
sem liggur langt upp með einni
af þverám Jangtsekiang og ég held
að það sé svo afskekkt, að enginn
hinna voldugu herra hafi áhuga á
því.
— Eruð þér . . . ekkja? spurðij
Blanche. — Eða erfðuð þér þessa'
landareign eftir föður yðar? Eg
veit, að þér hljótið að vera mjög
auðugar, það er auðséð á öllu hér
Þetta herbergi til dæmis . . . Hún
leit í kringum sig í stofunni, hvar
hún sat ásamt Ferskjublómi —
hlýtur að hafa kostað offjár.
— Nei, ég hef aldrei verið gift,
sagði Ferskjublóm rólega. — Fað
ir minn gat heldur ekki arfleitt
mig að neinu þessu líku. Allt,
sem ég á hef ég útvegað sjálf —
einnig peninga í bönkum í Banda-
ríkjunum og Englandi, og væri
það ef upp kæmist næg ástæða til
að 'setja mig efsta á lista yfir tor-
tryggilegar persónur. Þér spyrjið
ekki, hvernig ég hafi farið að?
bætti hún við, þegar Blanche sagði
ekkert.
— Eg . . . ég hélt kannski að
þér kærðuð yður ekkert um að
segja frá því . . , og ég ætlaði ekki
að hnýsast í einkamál yðar, en
. . . þér vekið áhuga minn.
— Er það'svo? Það er gott, að
ég er enn gædd þeim hæfileika.
Hvað haldið þér, að ég hafi gert
áður en kommúnistar náðu völd-
um í Kína?
— Kannski þér hafið verið . .
kvifcmyndaleikkona, gizkaði
Blanche á.
— Ó, nei, það var ekki svo
rómantískt. Eg hef aldrei verið
á leiksviði, 'samt hef ég leikið hlut
ver'k alla mína ævi.
— Leynilegur njósnari, kannski
sem vann fyrir þjóðernissinnaða
Kínverja?
Það brá fyrir daufu brosi á and
liti kínversku konunnar.
— Eftir að ástandið breyttist
hér í landinu, hef ég stöku sinn-
um útvegað vinum mínum ákveðn
ar upplýsingar og hjálpað þeim,
'Sem hafa þurft á að halda — eins
og yður til dæmis, en ég hef aldr
ei lagt fyrir mig njósnir. Nei,
madame, auðæfum mínum hef ég
safnað með allt öðrum hætti —
hinum elzta í heimi. Skiljið þér,
hvað ég á við?
— Ég . . . held það, tautaði
Blanche og blóðroðnaði.
— Það er erfitt fyrir evrópska
konu að skilja það.
Fers'kjublóm slétti úr silkinu í
kjöltu áér og spennti greipar: —
Lífshættir eru svo gerólíkir. En
ég ætla að segja yður s'ögu mína
— Það er fróðleg saga og kannski
þér hafið nok'kra ánægju af að
heyra hana . . . Foreldrar mínir
'voru bláfátækir og þau áttu fjölda
barna. Við bjuggum norður í land
inu á mjög lítilli jörð og við
strituðum frá sólaruppkomu til
sólarlags til þess að geta lifað af
því, sem jörðin gaf af sér. Daginn,
sem ég fæddist, vann móðir mín
úti á akrinum. Hún hætti smá-
stund, fór bak við runna til þess
að fæða mig og áður en klukku-
stíind var liðin, var hún komin
aftur út á akurinn með mig
bundna á bakinu. Undursamleg
kona, hún móðir mín_
— Eg vissi ekki, að svona nokk
j uð gæti gexzt, skaut Blanche inn
I í.
— Jú. Meðal fátækra Kínverja
j er svona nokfcuð algengt. Konur
j eru aldar upp til að þola mikið.
Þegar ég var sjö ára gömul geis-
aði hungursneyð í héraðinu. Marg
ar fjölskyldur fóru í suðurátt, til
Shanghai og sumir reyndu líka
að komast til Hong Kong. En við
gátum hvergi farið, við vorum of
mörg og móðir mín var nýlega
búin að ala tvíbura- Þrír fjöl-
skyldumeðlimir dóu úr hungri og
voru graínir fyrir utan litla kof-
ann okkar og við vissum, að við
hin myndum einnig deyja, ef ekki
| tækist að útvega peninga fyrir
I matvælum. Þá gerðist það um
þetta leyti, að nokkrir verzlunar-
menn komu norður í'leit að smá-
telpum, sem átti að þjálfa upp,
svo að þær gætu starfað á tehús-
unum í Peking, Hankow og Shang
hai. Þeir voru mjög vandlátir, því
að stúlkurnar, sem þeir áttu að
velja, urðu að vera gæddar ýms-
um hæfileikum og gáfum. Þessir
menn voru í tengslum við hina
æðstu og tignustu menn og þeir
höfðu engan áhuga á venjulegum
' bændastelpum. En þeir fengu
áhuga á mér. Eg hafði alltaf vei-ið
[ öðru vísi en hin og móðir mín
hafði alltaf tekið mig fram yfir
systur mínar og reynt að hlífa
mér við mestu erfiðisvinnunni og
hún kenndi mér það litla, sem ég
kunni til að hirða um útlit mitt.
— Eg skddi það ekki þá, en ég
fékk að vita það síðar, að maður-
inn, sem ég hafði talið föður minn,
var það ekki. Átta mánuðum áð-
ur en ég fæddist hafði herdeild
farið um héraðið. Liðsforinginn
var ungur og glæsilegur. Móðir
mín var vön að faj-a til herbúð-
anna og þvo fyrir hann. Hún var
mjög fögur og hrífandi kona og
liðsforinginn var orðinn leiður á
j að hafa alltaf eintóma karlmenn
; í kringum sig
| — Veslings móðir yðar, sagði
Blanche innilega.
— Hvers vegna segið þér það?
Þetta var eðlilegt. Annað eins og
þetta hefur gerzt og er alltaf að
| gerast og ég á mínum óþekkta
föður að þakka alla þá eiginleika,
| sem ég hefði ekki verið gædd sem
i bóndadóttir. Móðir mín sá nú gull-
ið tækifæri til að bjarga einnig
mínu lífi frá þeirri tilveru, sem
hún hafði orðið að þola í mörg
ár_ Hún seldi mig verzlunarmönn-
unum og fyrir peningana gátu
þau komizt suður í landið og út-
vegað mat handa hinum böi-nun-
um.
— Þetta er óttalegt, hrópaði
Blanche skelfd.
— Það var alls ekki óttalegt,
þótt það líti kannski svo út í yðar
augum.
— En þér urðuð . . . urðuð
ambátt, sagði Blanche einbeitt.
— Al'lar konur eru ambáttir á
einn eða annan veg og flestar á
annan veg, ambáttir fátæktar og
eymdar . . . Eg var flutt til Pek-
ing, á tehús, sem var sagt að hefði
fyrir fastagesti hina tignustu
menn. Og þar fékk ég þjálfun
mína. Ó, já, sagði hún, þegar hún
sá rvipinn á Blanche^sem vissi
ekki sitt rjúkandi ráðT — Þetta
þótti virðulegt starf þá, og þær
stúlkur, sem höfðu vit á, gátu
haft geysimikið fé upp úr því.
Margar þeirra stúlkna, sem fengu
þjálfun samtíða mér, lögðu síðan
fyrir það mikinn heimamund, að
þær gátu gifzt góðum mönnum.
Þær urðu virðulegar og dáðar frúr
og mæður margra barna. En é'g
hafði aldrei ágirnd á þeirri leið.
— Mér var kennt, hvcrnig ég átti
að tala, sitja, hvernig ég átti að
nota hendurnar á þokkafullan
hátt. Eg lærði allt um föt, skart-
gripi, smekkur minn var formað-
ur þar. Eg lærði að beita rödd
minni og ég varð að læra að leika
á ýmis hljóðfæri. Á fjórtánda af-
mælisdaginn minn var ég sett inn
í starfið. Eg hafði þá verið rösk
sex ár i tehúsinu og gengið þar
í strangan skóla. Ekkert var til
sparað, ég fékk meira að segja
amah út af fyrir mig.
— En höfðuð þér ekki viðbjóð
14
TIMIN N, laugardaginn 6. apríl 1963 —