Tíminn - 06.04.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.04.1963, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR » > V Þl N Ul- 'RÉTT! ÞINGFRÉTTIR Ríkisstjórnin óttast dóm kjós- enda og vill ekki ræða EBE-málið Þórarinn Þórarinsson vék að fyrri ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar, þar sem ráðherr- ann hafði kallað það McCarthy- isma, er Þórar- inn hafði vitnað til ummæla ráð- herrans í ræðu hjá Verzlunar- ráði íslands, þar sem hann taldi eðlilegt að ís- iendingar breyttu stefnu sinni í sjávarútvegsmálum og veittu út- lendingum rétt tii fisklandana hér og fiskiðju, en settar yrðu regl- ur þó um þetta, þannig að hamlað yrði gegn ofveiði á fiskistofnum. Ráðherrann sagði þessi ummæli slitin úr samhengi og þetta væri hreinn McCarthy-ismi. Þórarinn sagði þetta miUa vðkvæmni hjá ráðherranum og furðulegt að hann skyldi treysta sér tii að þræta fyrir þessi ummæli. Fyrst ráðlherrann væri að nefna Mc- CartJhy-isma, ætti hann að snúa sér að. sínu eigin málgagni og uppræta rætur hans þar, en það blað lætur sér sæma að kalla mig 11. þingmann kommúnista og íleira í þeim dúr. í ummælum ráðherrans, sem vitnað hefði verið tii, kæmi það skýrt og berlega fram, að ráð- herrann teldi það rétt og síður en svo nokkuð athugavert að breyta stefnunni í sjávarútvegsmálum, hvað snertir réttindi útlendinga til landanna á fiski og rekstur fis!kiðjuvera. Ráðherrann hefði reyndar á þessu fyrirvara og segði nauðsynlegt að setja um þetta regl ur, en hverjir treysta þeirri ríkis- stjórn, siem nú situr, til að setja slíkar reglur, er yrðu okkur full- komin vernd. í þessum fyrirvara felst því lítil trygging. Nú er ráð'herrann smeykur og óttast dóm þjóðgarinnar yfir rík- isstjórninni og stefnu hennar og aðgerðum í þessu örlagaríka máli og þá gengur ráðherrann svo langt að fullyrða, að það hafi ekki svo ;mikið sem hvarflað að ríkisstjórn- inni að veita- útlendingum nbkkur réttindi hér á landi. í skýrslu ríkis stjórnarinnar sjálfrar er það hins vegar tekið skýrt fram, að höfuð- munurinn á aukaaðild og tolla- og viðskiptasamningi sé sá, að auka- aðildinni fylgi samningar um við- kvæm mál, þ.e. atvinnurekstrar- réttindi útlendinga hér. Ríkis- stjórnin vill fara aukaaðildarleið- 100 þús. króna veðdeildarlán? Við umræður um Stofnlánadeild landbúna-ðarins lýsti landbúnaðar- ráðherra Ingólfur Jónsson því yf- ir, að lán úr veðdeild Búnaðar- bankans myndu verða hækkuð í 100 þús. kr. og myndi farið að út- hlut á þessum lánum eftir nokkra daga. ina og telur hana miklu betri en 1 tolla- og viðskiptasamningsleiðina. Á því leikur enginn vafi, og þetta veit hvert mannsbarn, enda ráð- herrar ása'kað Framsóknarflokk- inn um ábyrgðarleysi fyrir að vilja fara tolla- og viðskiptasamn- l ingsLeiðina. Skv_ þessu og skv. skýrslu ríkisstjórnarinnar sjálfrar ; er ríkisstjórnin því rnjög inn á því að semja um réttindi útlend- inga hér á landi í sambandi við aukaaðild og hin „viðkvæmu mál“, sem talað er um í þessu sambandi, eru fisklandanir og fiskiðnaður fyrst og fremst. Það þarf töluverð- an kjark að afneita jafn eindregið sínum eigin skýrslum og þeim ótví ræðu ummælum um þessi mál, sem ráðherrann hefur viðhaft. Þórarinn vék síðan að atburðun- | um í EBE-málinu á sumrinu 1961, en þá var ríkisstjórnin að bolla- leggja um að senda inn urnsókn um fulla aðild. Adenauer kanslari Vestur-Þýzkalands hefur margoft látið hafa það eftir sér, að ísland væri meðal þeirra landa, sem vildu fá fulla aðUd að EBE. Ríkis- stjórnin hefur viljað gera lítið úr þessum ummælum kanslarans og hann hlyti að vera farinn að kalka. Adenauer er hins vegar ekki eins kalkaður og íslenzku ráðherrarnir ihvað þetta snertir, því að það liggur skjallega fyrir í skýrs'lu Evrópuráðsins um markaðsmálin á árinu 1961, að ísland myndi héldur vilja fulla aðild en auka- aðild, ef Bretar gerðust aðilar. Menn skulu ekki láta sér detta það í hug, að embættismenn Evrópu- ráðsins hafi veríð að búa þetta til. Auðvitað hafa þeir fengið þessar upplýsingiar frá íslenzku ríkis- stjórninni eða fulltrúum hennar. Þetta sker því úr um það, að ís-i lenzka ríkisstjórnin hallaðist að1 fullri aðild íslands að EBE á ár- inu 1961 og þarf ekki að karpa um það atríði meira. Erlendir fisksöluhringir og stór- fyrirtæki sækja nú fast að bæta aðstöðu sína í fiskiðnaðinum. Svissneskt stórfyrirtæiki hefur nú tekið yfir stærsta fiskiðnaðarfyrir- tæki Norðmanna, Findus. Bretar sækja nú fast að fá leyfi til fisk- landana í Noregi og munu standa yfir samningaviðræður um það. Unilever-hringurinn brezki er að leita hófanna um aðstöðu í Fær- eyingahöfn á Grænlandi, og það liggur nú fyrir, að erlendir fisk- söluaðilar hafa verið að leita eftir því að fá hér ein'hverja slí'ka að- stöðu. Af því, sem fram hefur komið hjá íslenzkum ráðherrum, telja þeir vel koma til mála að veita útlendingum slíka aðstöðu og meira að segja telja það eðli-; lega stefnubreytingu í sjávarút- vegsmálum og aðalmálgagn ríkis-; stjórnarínnar stimplar sig einangr upnarsinna fyrir að hafa flutt þetta frumvarp, sem kveður á um | bann við því að útiendingar kom-| ; izt í fiskiðnað hér. Vegna þessa er ! nauðsynlegt að samþykkja þetta! frumvarp strax á þessu þingi. ; Eysteinn Jónsson sagði, að um- mæli og tilvitnanir Gylfa Þ. Gísla-. sonar í ræðu Steingríms Her- mannssonar um erlent kapital hefðu verið ó- drengilegar. Ráð-| herrann hefði | gert sig sekan um að slíta úr samhengi um-1 mæli. Ekkert a*f því, sem ráðiherrann hefði tilfært eftir Steingrími Hermannssyni, kæmi við afstöðu Framsóknar- flokksins til réttinda útlendinga til fisklandana hér og reksturs fisksiðjuvera. Steingrímur Her- mannsson ritaði grein í Tímann^ 9. febr. s.l. um afstöðuna til Efna- j hagsbandalagsins, og tók í því, sambandi sérstaklega fyrir rétt- mdi útlendniga til atvinnurekstrar j hér á landi. Þessa grein veit ráð-j herrann vel um og hefur lesið hana, en hann gengur fram hjá henni og kýs að rá:ðast aftan að hinum unga manni, sem ekki hef- ur tækifæri til þess að skýra af- stöðu sína hér á þessum vett- vangi. Skoraði á ráðh. að greina | frá efni greinarinnar frá 9. febr. Eysteinn sagði ótvírætt, að ríkis-, stjórnin hefur talið mjög koma til i greina að veita útlendingum rétt- j indi ti'l fisklandana og fiskiðju. Ráðherrann er að reyna að snúa; sig út úr þessu og segir, að aldrei | hafi komið til greina að veita út-! lendingum frjálsan aðgang að fiskiðnaðinum. Því höfum við held um ekki haldið fram, að ríkis- stjórnin hafi sagt það. Ráðherrar hafa stundum sagt að setja yrði um þetta reglur og hafa stundum nefnt hættuna af ofveiði í því sam- bandi. Hitt er skýlaust, að ríkis- stjórnin telur eðlilegt að við breyttum stefnu okkar í sjávarút- vegsmálum í sambandi við samn- inga við EBE Menn verða því að gera það upp við sig nú, hvort þeir vilja styðja þá ríkisstjórn, sem vill breyta stefnunni í sjávar- útvegsmálum varðandi réttindi út- lendrnga til fisklandana og fisk- iðju. Það er haldlaust með öllu þótt ríkisstjórnin segist vilji hafa ein'hverjar reglur um þetta, sem enginn veit hverjar eru_ Ein af ástæðunum fyrir því, að Framsóknarflokkurinn er andvíg- uraukaaðild að EBE, er einmitt sú, að Framsóknarmenn vilja ekki breyta stefnunni í sjávarútvegs- málum varðandi réttindi útlend- inga til fisklandana og fiskiðju, og þetta frumvarp er einmitt flutt til þess að fá inn í löggjöf strangari' ákvæði um þetta efni. Enginn efast um, að það er' aukaaðild að EBE, sem ríkis- stjórnin vill og aukaaðild fæst ekki nema réttindi til atvinnu- rekstrar hér séu veitt útlendingum og samningar gerðir um „við- kvæm mál“, eins og talað er um í skýrslu ríkisstjórnarinnar, og það eru einmitt samningar um fiisklandanir og fiskiðju. Á því leikur enginn vafi. Þetta veit ráð- herrann, en ríkisstjórnin hefur nú vegna kosninganna beyg a-f stefnu- yfirlýsingum sínum og aðgerðum í efnahagsbandalagsmálinu. Ríkis-; stjórnin kallar það árásir á sig, að bent er á þessar yfirlýsingaf um að slíkir samningar hljóta að fylgja aukaaðildinni eins og segir í sjálfri skýrslu ríkisstjórnarinn- ar. Enginn getur efazt um, að það er aukaaðildarleiðin, sem ríkis- stjórnin vill fara, enda qf það kall- að ábyrgðarleysi af Framsóknar- flokknum að berjast fyrir tolla- og viðskiptasamningsleiðinni, en hafna hvers konar aðdd. í skýrslu ríkisstjórnarinnar seg- ir skýrt, að munurinn á tolla- og viðskiptasamningsleiðinni og auka aðildarleiðinni sé einmitt sá, að aukaaðildinni myndu fylgja samn- ingar um „viðkvæm mál“, en tolla- og viðs'kiptasamningi myndu engir slíkir samningar fylgja. Nú er ráð- herrann í þrengingum sínum að reyna að halda þvi fram, að samn- ingar um atvinnurekstrarréttindi gætu einnig fylgt tolla- og við- skipasamningi, þvert ofan í það, sem rikisstjórnin sagði í skýrslu sinni í haust. Það er sorglegt, að ekkert skuli vera að marka, hvað þessi ráðherra segir um þessi mál_ Ríkisstjómin fer nú undan í flæmingi í þessu örlagamáli, og málið fæst ekki rætt. Þeir, sem kvöddu sér hljóðs um skýrslu rík- isstjómarinnar um efnahagsbanda- lagið í nóvember í fyrra, hafa ekki enn fengið að taka til máls á þessu ári, þótt komið sé fast að páskum. Málið hefur aðeins veríð einu sinni til um ræðu á 64 dögum. Þannig er nú komið lýðræðinu og þingræðinu í dag. Gylfi Þ. Gíslason hefur sagt, að allir flokkar hafi verið frá upp- hafi þeirrar skoðunar, að full að- ild íslands kæmi ekki til greina. Þetta er ekki sannleikanum sam- kvæmt. Sumarið 1961, þegar við hófum viðræður við rikisstjórnina um þetta mál, lýstum við því strax yfir, að' Framsóknarflokkurinn teldi þegar við fyrstu athugun, að full aðild kæmi alls ekki til greina og íslandingar gætu ekki gengið undir samstjómina. Stjórnarflokk- arnir fengust ekki til að gefa sams konar yfirlýsingu, og hafa reyndar enn ekki viljað lýsa því yfir, að ekki kæmi til mála, að íslendingar gengju undir sam- stjórnina. Ráðherrann sagði, að það væri furðulegt, að ég skyldi leyfa mér að halda því fram, að samband hefði ekki veríð haft við stjórn- málaflokkana á sumrinu 1961, því það hefði verið haldinn fundur í utanríkismálanefnd 2. júní og stjórnmálaflokkunum gerð grein fyrir afstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins. Það er rétt, að það var haldinn fundur í utanríkismálanefnd 2. júní og viðskiptamálaráðherra gerði grein fyrir viðhorfi ríkis- stjórnarinnar. Bókað er í fundar- gerð nefndarínnar, að ráðherrann hefði lýst því yfir, að ríkisstjórn- in teldi það ekki raunhæft að ís- land gerðist aðili að EBE eins og stæði þá, og ríkisstjórnin teldi að ekkert ætti að aðhafast í mál- inu og bíða átekta. Svo kemur fréttin um það 18. ágúst eins og þruma úr heiðskíru lofti, að ríkis- stjórnin sé búin að afla sér jáyrða frá fulltrúum ýmissa félagssam- ta'ka í landinu um að send yrði þegar í stað inn umsókn um aðild íslands að EBE. Svo leyfir ráð- herrann sér að halda þvl fram, að ríki'sstjórnin hafi haft samráð og samband við stjórnmálaflokkana þótt þeir fengju ekkert um þetta að heyna frá 2. júní til 18. ágúst, að þetta kom í blöðum. Hverju eiga menn að trúa í málflutningi þessa ráðherra, þegar dæmi eins og þessi geta gerzt? Gylfi Þ. Gíslason sagði, að ríkis- stjórnin hefði frá fyrstu tíð talið, að full aðild H kæmi ekki til greina, og bíða ætti átekta eins ' °S gert var. Ekk- - ?■ .ert væn að marka fréttabréf Á—. - Evrópuráðsins, því að fréttamað urinn, sem sikrif- aði þetta, hafði ekkert samband við ábyrga, íslenzka aðila; væri þetta óráðvendni fréttamannsins að kenna, því að ekki væri fótur fyrir því, að ríkisstjórnin hafi verið að hugsa um fulla aðild. Varðandi samstjórnina var ríkis- stjórnin frá upphafi þeirrar skoð- unar, að ekki kæmi til mála að ganga undir ákvæði Rómarsátt- málans. í fyrstu var þó ýmsum leiðum velt fyrir sér og hverjar hugsanlegar væru færar fyrir ís- land, t.d. full aðild með sérstökum prótókolli, og þegar í upphafi var það ljóst, að ekki er hægt að fá réttindi innan EBE. Þórarinn Þórarinsson sagði, að það væri segin saga, þegar fréttir berast erlendis frá um fyrirætl- anir íslenzku rí'kisstjórnarinnar, að ríkisstjórnin teldi þær tilihæfu- lausar. Varðandi Adenauer væri boríð við kölkun, og varðandi Evr- ópuráðið óráðvendni fréttamanns. En það, óráðvendnin og kölkunin í þessu máli, er annars staðar en hjá Adenauer og Evrópuráðinu. Eysteinn Jónsson sagði að ráð- herrann hefði viðurkennt að ríkis- stjórnin hefði veríð að velta fyrir sér fullri aðild með prótókolli. Full aðild var það samt, enda vildi ríkisstjórnin ekki lýsa yfir að hún útilokaði hana sumarið 1961. Fjarritarasamband miklar á að þetta verði fram- kvæmt, ef einkaviðræður Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna ganga að óskum, og yrði þetta þá fyrsti raunhæfi árangurinn af þrettán mánaða viðræðum um afvopnun. Tserapkin taldi í ræðu sinni, að framkvæmd málsins þyrfti ekki að sæta neinum hindrunum. Hins veg ar hafnaði hann öðrum tillögum Bandaríkjanna, sem þau lögðu fram um leið og tillöguna um beint samband milli Moskvu og | Washington. Ein þeirra tillagna var á þá leið, að bæði löndin | skyldu tilkynna hinu um alla ! meiriháttar flutninga á herliði o.g j heræfingar, en Sovétríkin nalda i því fram, að þetta myndi ekki i ciraga úr stríðshættu, heldur vera í hugsanlegum árásaraðila í hag. 6 T í M IN N , laugardaginn 6. apríl 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.