Alþýðublaðið - 25.07.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.07.1940, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ SIMMTUDAGUR 25. JCLÍ 1940. ALÞÝiOBLAfflS Ritstjóri: Stefán Pétuj-ssan. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. SÍHiar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð þr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasþlu. A L Þ'ÝÐ UPRENTSMIÐJAN H. F. sem stjórnar verkamannaher Englands. „His master’s voice“. I MJÖG EFTIRTEKTÁRVERÍRI GREIN hér í blaðinu fyfir fáum dögum sí'öan benti ViL- mundur Jðnsson lanrilæknir . á þann sannleika, að þáö eru ekki ■ a'öeins stóru einræðisherrarnir, í einræðislöndunum, sem lýðræð- |nu í heiminum stendur nú hætta af, heldur líka litlu einræðisherr- arnir í lýðræ'öislöndunum sjálf- 'am, menn, sem að vísu eru sífellt með lýðræðið ,á vörunum, en gráfa í verki ræturnaf undan því með því að rugla dómgreind og vitund fólksins, fara meb ó- sannindi og falasa sögulegar staðreyndir, sjálfum sér og flokk- um sínum til framdráttar á kostn- að annarra. Landlæknirinn benti í þessu sambandi sérstaklega á vinnu- brögð og bardagaaðferðir eins þekkts stjórnmálamanns hér á landi, núverandi formanns Fram- sóknarfliokksins. En það rná nærri geta, að slikar bardagaaöferöir á- hrifamikilla stjórnmálamanna eru ekki lengi að sýkja út frá sér. Og allra sízt þarf nokkUr að furða sig á því, þótt ritstjöri Tímans, sem aldrei hefir notið annarrar andlegrar næringar ■en áróðursgreina formanns Fram- sóknarflokksins, temji sér slíkar bardagaaðferðir, þó að það sé að vísu meira af vilja en getu, og : hann standF • sínum pólitíska læriföðuf sennilega ennþá lengra •að baki í listunum en íærifaðir- inn sjálfur sínum erlendu fyrir- myndum. í síðasta tölublaði Tímans get- ur i stuttrí fitstjórnargrein að lésa sögu stjórnmálaflokkanna hér á landi, skrifaða af svipaðri sannleiksást og virðingu fyrir sögulegum staðreyndum og for- maður FramsóknarfLokksins hefir svo oft sýnt í sínum löngu blaða- greinum. Þar er gerður saman- burður á Frgmsóknarflokknum og hinum flokkunum, og sá fellur núVekki amalega ut fyrir Fram- sóknarflokkinn. „Hann hefir,“ segir blaðið, „allt af sagt: Mark- mið mitt er að berjast fyrir um- bótum og bættum lífskjörum, en þetta getur ekki orðið nema íólk- ið sjálft vilji eitthvað leggja á sig.“ En aftur á ífiöti hefir Al- þýðuflokkurinn, segir Tíminn, „frá fyrstu tíð bg til þessa tíma rekið mjög hávaðasama yfir- boðsbaráttu. Starf hans hefir einkum verið fólgið í því, að leiða verkafólk upp á fjall kaup- hækkananna og bjöða því stöð- ugt hærra og hærra kaup, án tillits til afkomu og gjaldgetu at- •vinnuveganna." Þannig lítur saga Alþýðu- fl'Okksins út, þegar núverandi rit- stjóri Tímans og vikapiltur for- manns Framsóknarflokksins skrif- ar hana. Hún er skrifuð af álíka vírðingu fyrir sannleikanum og saga lýðræðisflokkanna er sögð í éihræbisrikjunum af einræðis- hcrrunum og þjónum þeirra. Það (^r víst fyrir slíkan áróður, sem ritstjóri Tímans Hælir flokki sjn- um í sömu grein fýrir hollustu við lýðræðið! Það er víst sá lýð- ur, sem meðtækilegur er fyrir slíkar ritstjórnargreinar, sém á að vera uppistaða lýðræðisins hér á landi í framtíðinni! Víst er það vitað, að ritstjópi Tíriians ntuni varla haf>a lært morg sannindi um starf og stefnu Alþýðuftokksins í áróðursgrein- um læriföður síns í seinni tíð. En hann ætti þó að vita svo mikið,- að hann er hér að lýsa fLokki, sem Fram- sóknarflokkurinn hefir unnið með á alþingi í tvo áratugi og: einnig í ríkisstjörn allt að því þriðjung þess tínia, og haft af ómetanlegan stuðning í ölium framfaramálum bænda. Og þó að það sé sann- ast niála, að skilningur Fram- sóknarfliokksíns á umbótakröfum Alþýöuflbkksins hafi oftast verið af mjög skornum skammti, þá hefir hánn þó ekki komizt hjá því í þeirri samvinnu, að veita einnig aö sínu leyti stuðning ýmsum þeirn framkvæmdum, sem Alþýðuflokkurinn hefir barizt fyrjr, á sviði atvinnumála og fé- lagsmála, sem mest tímamót liafa markað í lifi alþýðunnar hér á landi og raunar lífi allrar þjóð- arinnar undanfarna tvo áratugi. Eða hefir ritstjóri Tímans ekki heyrt nefnd á nafn lögin urti átta tíma hvíld á togurunum, verkamannabústaðina, alþýðu- tryggingarnar, síldarverksmiðjur ríkisins, Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar, Samvinnufélag ísfirðinga, Sogsvirkjunina, svo aðeins fátt eitt sé nefnt? Hvernig heldur hann að umhorfs hefði verið í landinu í dag, ef Alþýðuflokkur- irin hefði ekki barizt fyrir öllum þessum málum og mörgum öðr- um og fylgt þeim fram til sigurs ? Og hve mikið af mjólk, kjöti bg smjöri heldur hann að Frarn- sóknarbændurnir hefðu nú selt í bæjum og kauptúnum landsins, ef í kaupdeilum við atvinnurek- endur á undanförnum tveimur áratugum hefðu mátt sín meira kaupkúgunarvilji atvinnurekend- anna og sleggjudómar Framsókn- arflokksins um „gjaldgetu at- vinnuveganna“, en stuðningur Al- þýbuflokksins við verkamennina? En til hvers er að rökræða staðreyndirnár við ritstjóra Tím- ans? Grein hans er engin rök- ræða, heldur bara gömul og þekkt grammófönplata — „His master's voice“. FORNSALAN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuð húsgögn, lítið notuð karlmanna- föt o. fl. Sími 2200. AÐ eru, að ég hygg, engar ýkjur, þó að sagt sé, að engri ráðstöfun Churchill- stjórnarinnar hafi verið tekið jafn vel og vakið bjartari vonir en þegar Emest Bevin var gerð- ur að vinnumálaráðherra Bretr lands. > ■' 1 Með honum fær brezka verka lýðshreyfingin öf lugan og á- lcveðinn fulltrúá í ábyrgðar- mikla stöðu. Verkamannaforingi fær að ráða yfir vinnuafli þjóð- arinnar. Alþjóð hefir látið í ljós, að þar sé réttur maður á réttum stað. Ernest Bevin er maður tæp- lega séxtugur að aldri. Alla æfi hefir hann verið verkalýðs- sinni. Hann gerðist flutningá- verkamaður á ungá aldri. Og það er ekki einasta, að hann sé orðinn aðalritári þess fagsam- bands, heldur hefir hann gert, það eitt öflugasta fagsamband þjóðarinnar. Og það er viður- kennt, að 'hann sé einn af beztu mönnum brezku verkalýðs- hreyfingarinnar. Hann hefir komið auga á þáð, að mest er undir baráttunni komið. Ernest Beviri er stór maður vexti og hefir víðan sjóndeild- arhring. Hann hefir verið á- hugasamur um margt. Hann telst ekki til þeirrar tegundar ■ skipulagningarmanna, sem ekki geta séð skóginn fyrir trjárium. Og hann getur komið auga á fleiri sjónarmið en 'sitt eigið. Einn af hinum góðu- hæfileikum hans er sá, að hann getur litið á málin út frá sjónarmiði þeás, sem situr andspænis horium við samningaborðið. Hann er þeirrar skoðunar, að nútíma verkalýðsforingi verði að vera stjórnmálamaður, ef hann eigi að geta nokkru til vegar komið. Hann verði að kunna skil á tollamálum, geng- ismálum, iðnaðarmálum, milli- landaverzlun o. s. frv. Það hefir verið leyndardómurinn við árangurinn af starfi Ernest Bevins, að hann hefir skilið þessi mál. Hann ræðir við verkamennina um vandamál þeirra eins og hann sé einn af þeim. Hann veit, að honum ér nauðsynlegt að hafa fullkomið vald á að ráða fram úr málum þeirra. Höfuðkostir hans eru: fram- úrskarandi viljastyrkur, mikið framkvæmdaþrek og ágætar gáfur. Hann er ákafur bardaga- maður og sést ekki fyrir, hversu þung högg hann greiðir. Hann er ef til vill ofurlítið vanstiltur, og hann þolir ekki vel, að menn geri sig seka um mistök. ITann hefir ekki áunnið sér jafnmiklar vinsældir og margir aðrir félagar hans úr verkalýðs- hreyfingunni vegna þess að hann leggur sig ekki í líma til þess að afla sér vinsælda. Þeg- ar hann er búinn að ákveða hvað hann ætlar sér, stefnir hann að markmiðinu af öllum mætti, og hann hirðir ekki um hvað af þeim verður, sem standa í vegi fyrir honum. Hann er maður, sem nýtur Ernest Bevin aðalritar! landssambands brezkra flutningaverkamanna, sem er vinnumálaráðherra í stjórn Churchills. i Ernest Bevin, valdanna og vex með vanda hverjúm. Og vegna þess að hann nýtur þess að vera valda- maður er honum nautn. að því að sjá árangur starfsins. Hann hefir ekkert gaman af því að byggja draumahallir, og þess vegna á hann lítið sameiginlegt með mentamönnum í verkalýðs hreyfingunni. Hann er mjög hygginn maður, sem vill sjá ár- angur starfsins strax. Hann fyr- irlítur allan orðhengilshátt. Hann er maður, sem ber virð- ingu fyrir kraftinum og dugn- aðinum. Meðal þéirra, sem gagnrýna hann — og þeir eru margir, sem það gera — eru menn, sem segja, að hann hafi gaman af því að hnoða andstæð- inga sína niður. Ég er ekki þeirrar skoðunar. Mín reynsla er sú, að eins og margir aðrir orustuglaðir menn beri Bevin. virðingu fyrir þeim mönnumV sem hafa þrótt til þess að veitá honum mótspyrnu. En hann getur ekki þolað menn, sem beita slægð og róa undir, en þora ekki að sýna sig á vígvell- inum, heldur flýja þegar þeir sjá, að óvinurinn hefir komið auga á þá. Og það má bæta því við, að vegna þessa hefir hann sífellt átt í höggi við kommún- istaflokkinn. Hann fyrirlítur allt baktjaldamakk og gangi hann fram til baráttu vill hann ekki að andstæðingur sinn skríði í felur. Það er geysileg áhyrgð, sem hvílir á horium sem vinnumála- ráðherra. Það er ekki einasta, að hann verði svo að^segja á svipstundu að skipuleggja all- an vinnukraft þjóðarinnar, heldur verður hann einnig að> HINN ÞEKKTI brezki rithíöfundúr og jaínaðarmaður, Har old Laski, prófessór, lýsir í eftirfarandi grein flokksbróð- ur sínum, Erpest Bevin, forseta landssambands brezkra flutn- ingavérkamanna, sem síðan' í maí er vinnumálaráðhérra í stjórn Churchills og stjórnar sem slíkur öllum vinnukrafti , Bretlands. Hann, Herbert Morrison flokksbróðir hans, sem er vopnabirgðaráðherra og íhaldsmaðurinn Lord Beaverbrook, sem er flugvélaframleiðsluráðherra, eru af mörgum taldir mestú járnkarlar brezku stjörnarinnar. skipuleggja vinnukraftinn á allt annan hátt en verið hefir. Hann verður að láta milljón- ir verkamanna gefa eftir ýms réttindi, sem kostað hefir bæði hann og aðra verkalýðsleiðtoga harða baráttu og mörg ár að öðlast. Hann verður að leggja í hættu þann grundvöll, sem verkalýðshreyfingin byggist á, vegna þess ástands, sem nú rík- ir. Getur hann gert þetta? Og framar öllu öðru: Getur hann gert þetta nógu fljótt? Það er að minnsta kosti hægt að segja það, að byrjunin hafi heppnast vel. Hann hefir þegar látið mik- ið til sín taka í þessu erfiða starfi, Verkalýðurinn, sem hann hefir snúið sér til; hefir vakn- að af dvala ,og leggur sig allan fram. Það hefir vaknað nýr á- hugi, ekki einasta í stjórnar- ráðsdeild hans í Whitehall, heldur einnig úti á ökrunum, í verksmiðjunum og á vinnu- stöðvunum um allt landið. Það vantaði fleiri menn í vélaframleiðsluverksmiðjurnar. Ávarpi hans var svarað á þann hátt, að fjöldi manna fyllti vinnumiðlunarskrifstofurnar. Hann hefir byrjað ágætlega og ég held að framhaldið verði eftir byrjuninni. Bevin þekkir fólkið og fólkið þekkir hann. Það trúir á hæfileika hans, það treystir honum og hann hefir vakið alla hina blundandi krafta, sem leyndust með verkalýðnum. Verkalýðurinn skilur hið alvarlega ástand yfir- sfandandi tíma og hann veit betur en nokkur önnur stétt í landinu, hvað er í húfi. Hann mun leggja sig allan fram til þess að sigur verði unninn. En verkalýðurinn mun einnig gæta þess, þegar sigri hefir ver- ið náð, að fórn hans hafi ekki verið unnin fyrir gýg. Og eng- um er þetta betur ljóst en Bevin sjálfum. Hann leggur í hættu það, sem verkalýðurinn hefir unnið í fimmtíu ára bar- áttu. Og það er skoðun mín, að hann ætlist ekki til þess að þetta sé lagt í hættu fyrir ekki neitt. Þúsundir vita, að gæfa fylgi trúlofunarhringum frá Sigui þór, Hafnarstræti 4.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.