Alþýðublaðið - 02.08.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.08.1940, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLA&flÐ FÖSTUÐAGUR 2. ÁGOST ÍMC. Ritstjóri: Stefám Pétursson. Ritstjóm: AlþýSuhúsinu viS Hverfisgötu. Símar: 4982: Ritstjóri. 4981: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursspn (heima) Hringbraut 218. 4983: Vilfaj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. AfgreiSsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Sínaar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 18 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTS M I © J A N H. F. í —------------------—-----—-— -------------♦ ■ GMim kenu vér ai goMnm.. Innheimta itsvar RÍKISSTJÓRNIN heíir gert það að skilyrði fyrir á- byrgð þeirri, sem hún hefir nú tekið á síldarsöltun í sumar, að einkasala verði á síldinni. Er þegar búið að fela síldarútvegs- nefnd að hafa hana á hendi, og verða samkvæmt skilyrði ríkis- stjórnarinnar engin söltunar- leyfi veitt öðrum en þeim, sem afhenda síldarútvegsnefnd síld- ina til sölu. Hefir ríkisstjórnin þar með raunverulega fyrir- skipað einkasölu á allri saltsíld. Það hefði þótt forspá fyrir fáum árum síðan, að atvinnu- málaráðherra úr flokki Sjálf- stæðismanna myndi fyrirskipa einkasölu á síld. Síðan Sjálf- stæðisflokkurinn varð til, hefir hann engu tækifæri sleppt til þess að svívirða Alþýðuflokk- inn fyrir tillögur þær, sem hann hefir hvað eftir annað gert um einkasölu bæði á íslenzkum af- urðum og innfluttum erlendum vörum. Hefir þá að jafnaði ver- ið reynt að gera slíka einkasölu fyrirfram óvinsæla með því að líkja herini við dönsku einokun- arverzlunina hér á fyrri öldum, rétt eins og það væri eitt og hið sama: innlend einkasala, stofn- uð með alþjóðarheitt fyrir aug- um af alþingi eða ríkisstjórn, ábyrgri fyrir því, og erlend ein- okunarverzlun, sem þröngvað var upp á þjóðina með erlendu valdboði til þess að erlend kaupmannastétt gæti fengið að féfletta landið! Svo gáfuleg sem þessi sam- líking hefir verið eða hitt þó heldur, hefir hún þó verið ein af aðalröksemdum Sjálfstæðis- flokksins gegn stefnu Alþýðu- flokksins, enda, eins og að lík- indum lætur, verið tekið fegins hendi af heildsölum og hvers konar spekúlöntum, sem í „frjálsri samkeppni“ hafa bar- izt fyrir því sama og dönsku einokunarkaupmennirnir forð- um, að verða ríkir á kostnað ís- lenzku þjóðarinnar. En hvað gerist, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn er loksins kominn í stjórn? Þá veit at- vinnumálaráðherra hans ekkert ráð betra en að taka upp skipu- lagstillögur Alþýðuflokksins og íyrirskipa einkasölu á síld, þrátt fyrir allar svívirðingarnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir sagt um einkasölurnar frá upphafi og fram á þennan dag! Rök veruleikans eru sterk. Það hefði líka þótt forspá, þótt ekki væri nema fyrir einu ári síðan, að atvinnumálaráð- herra úr flokki Sjálfstæðis- manna beitti sér fyrir því, að síldarútvegsnefnd yrði falin einkasala á allri saltsíld. Eng- inn getur verið búinn að gleyma því, hvernig Sjálfstæðisflokks- blöðin hafa látið út af síldarút- vegsnefnd fram á síðasta ár. Þau hafa ekki aðeins ætlað að ærast yfir einkasölunni á mat- éssíld og léttverkaðri Faxasíld, sem síldarútvegsnefnd hefir haft á hendi frá því að hún var stófnuð, helzt hafa þau viljað afnema nefndina með öllu. Og nú fyrirskipar fyrsti at- vinnumálaráðherra Sjálfstæð- isflokksins síðan síldarútvegs- nefnd var stofnuð, að henni skuli falin einkasala á allri salt- síld! Hvernig eiga Sjálfstæðis- flokksblöðin að segja lesendum sínum, sem þau hafa alið upp í óslökkvandi hatri á öllum einkasölum og kennt að líta á þær sem dönsku einokunina endurborna, frá slíku syndafalli flokksins og atvinnumálaráð- herra hans? Morgunblaðið var í gær bersýnilega í miklum vanda statt. Það hafði það þó eftir atvinnumálaráðherranum, að „samsala“ væri fyrirhuguð, og að óhjákvæmilegt væri, að „einn aðili annaðist söluna“, en gætti þess vel, að nefna sjálft ekki hið svívirðilega orð „einka- sala“ á nafn í sambandi við ráð- stöfun ríkisstjórnarinnar. Vísir fór ennþá meira hjá sér. Hann minntist hvorki með einu orði né öðru á ákvörðun atvinnu- málaráðherrans um stofn- un síldareinkasölunnar. Að minnsta kosti fram á þennan dag vita lesendur hans því ekk- ert um það, sem hent hefir for- mann Sjálfstæðisflokksins! „Vér brosum“. En ósjálfrátt verður okkur hugsað til orð- anna, sem kristnir menn létu falla, þegar Runólfur goði í Dal gekk undir skírnina forðum: „Gömlum kennum vér nú goðanum að geipla á saltinu.“ ABkasyknrskanHtur til snltngerðar. KÖMMTUNARSKRIFSTOFA ríkisins hefir gefið út til- kynniingiii þess efnis, að veittur verði aukaskammtur af sykri til sultugerðar, 2i/2 kg. á mann. Fyrr í sumar var úthlutað 2 kg. af sykri á mann til sultugerð- ar. Er þetta gert til þess, að fólk geti hagnýtt sér rabarbaratnn og berin. Verður ekki annað sagt, en ríkisstjómin hafi brugðizt vel við óskum manna um nýjan auka- sykurskammt til sultugeröar. NIJ um þessi mánaðamót kemur í fyrsta sinn til framkvæmda nýtt fyrirkomu- lag við innheimtu útsvaranna hjá Reykjavíkurbæ- Ber hverjum kaupgreiðanda, er hefir fastráðið fólk í þjónustu sinni, að halda eftir af kaupi þess sjöunda hluta útsvarsins mánaðarlega, að undanteknum desember, þar til greiðslunni er lokið. Af kaupi annarra vinn- andi útsvarsgreiðenda ber að halda eftir 10% af laununum, enda nemi vikugreiðsla eigi lægri upphæð en 40 krónum. í stað fullra launa, hafa því launþegar að þessu sinni fengið nokkurn hluta þess greiddan með kvittun fyrir tilskyldum útsvarshluta og það án tillits til þess, hvort þeir hafa áður stað- ið í skilum með útsvarið eða ekki. Nú er það út af fyrir sig öll- um ljóst, að það er nauðsynlegt fyrir bæjarfélagið, að hinar á- ætluðu tekjur þess komi að fullu til skila, útsvörin eins og ann- að. Að minnsta kosti hinum skilvísu gjaldendum er það engu síður ljóst, að nauðsyn ber til, að staðið sé í skilum við bæinn. Þeir vita það, og hafa reynslu fyrir því, að því faérri sem ó- skilamennirnir eru, því þyngri verða álögurnar á hinum skil vísu næsta ár. Ekki hvað sízt fyrir það, hve illa hefir gengið að innheimta útsvörin, hafa þau farið síhækkandi, auk þess, sem þar fyrir utan eru lögð 10% á, fyrir vanhöldum. Er ekki of sögum sagt, að útsvörin séu 20 til 30% hærri en þau þyrftu að vera vegna þeirra gjaldenda, er ýmist greiða þau seint eða aldrei. Það er því ekki svo lítið sem er í húfi fyrir hina skil- vísu gjaldendur, að hinar ströngu innheimtuaðferðir séu látnar ganga jafnt yfir, og þeim, sem geta greitt, sé ekki hlíft við greiðslu. Það er hins vegar ekki sagt of mikið, þó sagt sé, að núver- andi stjórnendur bæjarins hafi verið sofandi fyrir þessum þætti innheimtunnar, það sýna hinar sífellt hækkandi útsvars- skuldir og hinar árlegu eftir- gjafir til vanskilamannanna. — Ekki hefir samt vantað, að nógu strangar innheimtuaðferð- ir hafi verið heimilaðar, enda hafa þeir snauðu fengið að finna það. Það er heimilt .að ganga að eignum manna og það er heimilt til að taka laun og inneignir manna. Á því er eng- in breyting að verða. Það hefir heldur ekki unnið svo fátækur verkamaður hjá bænum, að ekki hafi útsvarið verið dregið frá launum hans í tæka tíð, .jafnvel áður en hinir skilvísustu byrja sínar greiðslur. Það var því engin furða, þó menn stæðu undrandi yfir því, áð á hinum nýlega birta lista yfir vanskilamenn, skyldu standa nöfn margra íastlauna- mannanna og annarra, er vitað er, að hafa svo ríflegar tekjur, að þeir hefðu átt að geta greitt útsvörin sín engu síður en verka menn, sem vinna hjá bænum. Þetta er ekki sagt af pólitíkskri hlutdrægni. Það eru fleiri en Alþýðuflokksménn, sém mundu taka undir þetta. Nýlega hefir bæjarráði borizt áskorun frá fleiri hundruð gjaldendum í bænum, sem flestir, ef ekki flestallir, hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum, þar sem skorað er á stjórnendur bæjarins, m. a. að ganga til innheimtunnar án pólitískra sjónarmiða og yfir- leitt herða á böndunum við vanskilamennina. Má nærri geta, að allur þessi hópur gjald- enda hefði ekki séð ástæðu til að taka þannig til orða, ef þeim hefði ekki fundizt fortíðin gefa tilefni til þess. Svo mikil alvara fylgir hér máli, að það fylgir áskoruninni neitun um að byrja greiðslu hinna nýju útsvara, nema horf- ið sé frá gamla sleifarlaginu og hlutdrægninni og jafnt sé látið yfir alla ganga. Meðal áskorenda eru margir nafntogaðir Sjálfstæðisflokks- menn, eins og t. d.: Gunnar Þor- steinsson, hrm., forstjórarnir Bjarni Jónsson, Sveinn Bene- diktsson, M. Thorsteinsson o. fl. o. fl. — og ennfremur hæstu gjaldendur í bænum: Kvik- myndahúsin, Skóverzl. Lárusar G. Lúðvígssonar o. fl. En sam- tals greiða áskorendur 336 þús. krónur í útsvar í ár. Enda þótt meiri hluti bæjar- stjórnar neitaði að lesa áskorun þessa upp í bæjarstjórninni, —■ verður þó að ætla það, að hann hafi augun opin fyrir réttmæti hennar, ef ekki, má hann sann- arlega búast við, að gjaldend- urnir verði á verði og hindri allt óréttlæti í þessum efnum fram vegis. Það, sem óbeinlínis er sagt með áskoruninni, er Alþýðu- flokkurinn að vísu löngu búinn að segja, þó aðeins lítill hluti bæjarmanna hafi hingað til fengizt til að Ijá því eyru. En nú er þó svo komið, að ekki verður um þetta lengur deilt, þar sem stór hluti Sjálfstæðis- flokksins hefir einnig tekið upp baráttu, með Alþýðuflokknum gegn ríkjandi hlutdrægni og sleifarlagi í innheimtunni. — En þeir þurfa einnig að koma auga á eftirgjafirnar og taka upp baráttu gegn þeim ófögn- uði. Ef hin nýja innheimtuaðferð færir okkur bæjarbúum óhlut- drægan og réttmætan árangur, og strangleiki innheimtunnar verður látinn ná til allra jafnt, þá er vel farið og ber að taka henni tveim höndum. En verði hið gagnstæða enn á ný uppi á teningnum, er hætt við, að tal- að ,verði betur utan í bæjar- stjórnina um þetta mál og má þá mikið vera, ef nýir áskor- endur bætist ekki í hópinn. 1. ág. ’40. Áh. um umferð í Reykjavík. Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur er akstur hvers kyns ökutækja, svo sem bifreiða, reiðhjóla og hestvagna hannaður um Hafnarstræti frá austri til vesturs. Enn fremur er samkvæmt ákvörðun hæjarstjórn- ar óheimilt að leggja bifreiðum vinstra megin á þeim götum, þar sem einstefnuakstur er. Fólks- flutningsbifreiðar mega þó nema staðar vinstra megin á akbrautum, meðan þær taka farþega eða skila þeim af sér, en óheimilt er bifreiðastjóra að yfirgefa bifreiðina meðan hún staðnæmist þeirra erinda. Þá er og einnig samkvæmt ályktun bæjarstjórn- ar óheimilt að leggja reiðhjól frá sér hægra meg- in á götunni. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 1. ágúst 1940. Agnar Kofoed-Hansen Þinpallaferðir i ágðstmánnði Til Þingvalla kl. lOVá árd., 21ú og 7 síðd. Frá Þingvöllum kl. 1 e. h., 5V2 og 8Vz síðd. daglega. Aukaferðir laugard. og sunnudaga. Steindór, sími 1580.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.