Tíminn - 11.05.1963, Page 5
• "_______ÍÞRDTTIR
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON
Stan Matthews knatt-
spyrnumaður ársins
Enskir knattspyrnugagnrýn-
endur kusu í gær Stanley Matt-
hews, hinn 48 ára gamla út-
herja Stokes, sem knattspyrnu-
mann ársins s. 1. keppnistíma-
bil. Þetta er í annað sinn, sem
Matthews hlýtur þennan heið-
ur, en þegar slík atkvæða-
greiðsla fór fram fyrir 15 árum
í fyrsta sinn var hann kosinn
knattspyrnumaður ársiins.
Það efast fáir um að Matt-
hews eigi ekkii þennan heiður
skilið nú, þrátt fyrir sín 48
ár, sem auðvitað koma talsvert
niður á hraða hans, en leikn-
in er alltaf sú sama. Þegar
hann fór frá Blackpool tiil Stoke
fyrir tveimur árum var stað-
an allt annað en góð hjá Stoke,
félagið i botnlausum skuldum
og í tuttugasta sæti í 2. deild.
En strax með komu Matthews
breyttist staðan, bæði fjárhags
lega sem íþróttalega. Stoke
vann jafnt og þétt á og áhorf-
endur þyrptust á völlinn, voru
á öllum þýðingarmeiri leikjum
frá 25 ti! 40 þúsund.
Með bættum fjárhag gat
Stoke keypt nýja menn og það
voru nöfn af ekki verra tag-
inu, eins og Violett frá Manch.
Utd., Clamp frá Arsenal, Stu-
art frá Wolves og Mcllroy frá
Burnley. Samtals kostuðu þess-
ir þekktu lcikmenn Stoke um
sjötíu þúsund pund, en þeim
punduin hefur verið vel var-
ið, því Stoke er nú í efsta sæti
í 2. deiid með 49 stig eftúr 38
Ieiki, einu stigi ofar en Chelsea
og Sunderland, sem leikið hafa
einum leik meir. Að vísu var
Stoke fynir hálfum mánuði tal
ið öruggt með sæti í 1. deild,
en þrjú töp í röð hafa sett
strik í reikningiinn, e.n staða
félagsins er þó enn lang hag-
stæðust
Talsverður spenningur var
nú í sambandi vði kjör knatt-
spyrnumanns ársins á Englandii
og Iilaut Matthews tveimur stig-
uin meir en næsti maður Dave
McKay framvörður hjá Totten-
ham. Annars var listinn þannig:
1. Stanley Matthews, Stoke 128
2. Dave Mckay, Tottenh. 126
2. Gordon Banks, Leicester 41
3. Eddie Lowe, Fulham 38
5. Jim I.angley, Fulham 28
6. Dennis Law Manch. Utd. 19
McKay og Law eru Skotar en
koma til greiina í atkvæða-
greiðslunni, þar sem þeir leika
með cnskum liðum.
ERFITT IÞROTTAAR A AKRANESI
Frá ársþingi íþróttabandalags Akraness. Lárus
Árnason kjörinn formaður sambandsins.
18 Ársþing fþróttabandalags
Akraness var haldið í íþrótta-
húsinu 7. apríl s.l. Formaður
Í.A. Guðmundur Sveinbjörns-
son setti þingið og flutti
skýrslu stjórnarinnar. Forseti
þingsins var kjörinn Lárus
Árnason og varaforseti Ólafur
J. Ólafsson, Ritarar voru kjörn
ir Helgi Daníelsson og Einar
J. Ólafsson.
Hér á ffctir fer útdráttur úr
skýrslu stjórnar ÍA og þeirra sér-
ráða er starfa á vegum bandalags-
Knattspyrna
Ákurnesirigar tóku þátt í lands-
mótum allra flokka. Meistaraflokk
ur varð nr 3 í keppni 1. deildar,
en alls lék flokkurinn 18 leiki á
arinu og unnust 6 þeirra, 6 end-
uðu með' jafntefli og 6 töpuðust.
Markatalan 36:46. ÍA í óhag. Éng-
in yngri flokkanna komst í úrslit
í landsmóti í landsliðinu léku
Real vann
Juventus
Torinó 9. maí. NTB.
Real Madrid sigraði Juventus í
vináttuleik í knattspyrnu hér í dag.
f hálfleik stóð 2:1 fyrir Real og
jók Liðið markatöluna í 3:1 i síðari
hálfleiknuni Vinstri Lnnherjinn,
Fuskas, skoraði tvö af mörkunum
og de Stefar.ó liið þriðja. Miðherji
Juventus, Zigoni, skoraðii eina |
mark Iiðs síns.
þrír Akurnesingar, þeir Ríkharð-
ur Jónsson, Helgi Daníelsson og
Þórður Jónsson. í B-landsliðiriu
léku einnig þrír Akumesingar,
þeir Bogi Sigurðsson, Ingvar Elís-
son og Þórður Jónsson. 3. flokkur
fór í keppnisferðalag til vinabæja
Akraness í Noregi og Svíþjóð. —
Tókst súHerð í alla staði mjög vel.
Bæjarkeppni við Reykjavík fór
fram á árinu. en leikinn var bæj-
srkeppni við Keflavík og Hafnar-
fjörð, hin svo kallaða Litla bikar-
keppni. Lauk þeirri orrustu þann-
ig að öll liðin urð'u jöfn að stig-
um.
Handknattleikur
Handknatcleikur á frekar erfitt
uppdráttar á Akranesi og er það
íyrst og fremst óhentugt húsnæði,
sem þar um veldur. Meistaraflokk-
ur tók þátt í landsmóti 11. deild-
ar 1962 og varð flokkurinn í 4.
sæti með 4. stig. Nokkrir hand-
knattleiksflokkar frá Reykjavík og
í ágrenni komu í heimsókn til |
Akraness og léku við heimamenn.
Þá fór fram hin árlega hraðkeppni j
iið'a utan Reykjavíkur og lauk
þeirri Keppni með sigri Hafnfirð-
ínga, i öði’u sæti urðu Keflvík-
ingar.
Sund
Sundmenn tóku þátt í einni bæj
arkeppni á árinu og var það við
Hafnfirðinga Keppnin var mjög
jöfn, en henni lauk með sigri
Hafnfirðinga 45 stigum gegri 43.1
Akurnesing-ir tóku þátt í nokkrum
móturh í Reykjavík og nágrenni.
Eitt Akranesmet var sett á ár-
'nu, eri það var Sigrún Jóhanns
dóttir, ér syr.ti 50 m skriðsund
4.1 sek
Síðastlið.’ð ár var eitt erfiðasta
i sögu sundiþróttarinnar á Akra
nesi. Margir helztu sundstjörnurn-
ar eins og Sigurður Sigurðsson,
Guð'mundur Samúelsson o. fl.
bættu æfingum og keppni og eftir
voru aðeins unglingar, margir að
visú efnilegir, svo minna varð um
þátttöku í mótum, en á undanförn
um árum Emnig hefur þjálfara-
skortur mjög háð eðlilegum fram-
gangi sundíþiróíttalDÍnnair'.
Stjórnarkjör
Guðmundur Sveinbjörnsson baðst
eindregið undan endurkjöri sem
i’ormaður. og var formaður kjör-
inn Lárus Árnason. Aðrir í stjórn
ÍA eru Garðar Óskarsson . vai'a-
formaður Ólafur I. Jónsson rit-
Framhald á 15. síðu.
Breytingar
á urvalinu
Fjórar breytingar eru á SV-
lands-úrvalinu, sem valið var
fyrir skömmu og mætir Hell-
as í dag í íþródtahúsinu á
Keflavíkurtlugvelli, en lands-
liðsnefnd upplýsti í gær, að
Ragnar Jónsson, Sigurður
Hauksson og báðir markverð-
irnir — Hjalti og Guðmundur
Gústafsson — yrðu ekki með
í leiknum í dag en eins og
kunnugt er áskildi landsliðs-
nefnd sér rétt til að breyta
liðinu þegar það var valið upp
haflega
SV-lands-úrvalið, sem leikur i
dag er þannig skipað':
Þorsteinn Björnsson, Á, Brynj-
ar Bragasou Vík., Guðjón Jóns-
son, Fram, Ingólfur Óskarsson,
Frarn, Sigurður Einarsson, Fram,
Karl lóhannsson, KR, Sigurður
Óskarsson KR, Einar Sigurffsson,
FH, Kristjan Stefánsson FH, Ilörð
ur Kristinsson, Á, og Gunnlaugur
Hjálmarssou. ÍR.
Þegar litið er yfir liðið kemur
í ljós, að í því leika sex leikmenn
sem ekki -’oru með í landsliðinu
í vetur
Þetta verður fyrsti og eini leikur
Svianna á stórum velli í förinni
og eftir frammistöðu þeirra gegn
Fram í fyrrakvöld að Hálogalandi
veiður ekki annað séð, en leikur-
inn ætti að geta orðið hinn
skemmtilegasti, en styrkleiki Sví-
anna ætti að aukast til muna á
stórum veili
Leikurinn hefst kl. 16.00 í
íþróttahúsinu á Keflavíkurflug-
velli og er forsala aðgöngumiða
þegar hafin. en þá er hægt að fá
í Bókaverziunum Lárusar Blöndal
í Reykiavík og í Bókaverzlun Oli
vers Steins í Hafnarfirði.
Fram-Valur
Eftir nokkra daga hlé, heldur
Reykjavíkurmótið í knattspyrnu
afram um belgina og fara fram
tveir ieikir í meistaraflokki og
tveir í 1. flokki.
Á sunnudaginn kl. 14.00 mætast
Fram og Valur í meistaraflokki í
síðari umferðinni og mánudags-
kvöldið leika KR og Þróttur og
hefst sá loikur kl. 20,30. Báðir
ieikirnir verða eflaust spennandi,
einkum verður gaman að fylgjast
rneð viðureign KR og Þróttar.
í dag leika á Melavellinum í 1.
f’okki KR og Valur og hefst leik-
urinn kl. 14.00. Strax að þeim
leik loknum mætast Fram og
Þróttur — eða kl. 15.00.
Leikur íslandsmeistara
Fram og sænsku meistaranna
Hellas í fyrrakvöld var oft
hinn skemmtilegasti og mjög
spennandi. Svíarnir sýndu
ágætt línuspil og sýnir mynd-
in til hliðar, þegar Thelander
hefur fengið knöttinn sendan
inn á línuna og skorar, en þrí-
stirnið Guðjón, Ingólfur og
Ágúst fylgíast með, án þess að
'á nokkuð að gert. — Fram
'ann leikinn eins og áður hef-
ur verið sagf frá með fveim-
ur mörkum, 18:16.
TÍMINN, laugardaginn 11. maí 1963
5