Tíminn - 11.05.1963, Page 7
________ Vjfcf- : ________
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framjkvæmdastióri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 1830Ö—18305. Skrifstofur Bankastræti 7: Af.
greiðslusími J.2323. Auglýsingar, sími 19523. — Aðrar skrif-
stofur, sími 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f, —
„Forusta“ Bjarna
í tilefni af sjálfshólsskrifum Bjarna Benediktssonar um
.,forustu“ hans í utanríkismálunum, þykir rétt aS rifja
hér upp nokkra höfuðþætti hennar:
1. Hann hafði ekkí „forustu" um uppsögn Iandheigis-
samningsins við Breta frá 1901, heldur var í fyrstu
á móti henni.
2. Hann hafði ekki „forustu" um útfærslu fiskveiði-
landhelginnar í 12 mílur vorið 1958, heldur var þá
á móti henni.
3. Hann hindraði að þjóðin stæði sameinuð um út-
færsluna sumarið 1958, þegar verið var að afla
henni viðurkenningar annarra þjóða, heldur reyndi
að tortryggja þá ákvörðun og veikja þannig afstöð-
una gagnvart öðrum þjóðum.
4. Hann gerði undanhaldssamningir.n við Breta vetur-
inn 1961 eftir að búið var að vinna fullan sigur í
12 mílna málinu.
5. Hann ætlaði ekki að leggja neinar hömlur á ferðir
varnarliðsmanna og vildi hafa sambúð þeirra og
íslendinga sem nánasta.
6. Hann leyfði erlendum verktökurn að starfa á Kefla-
víkurflugvelli og leyfði hér dvöl þúsunda erlendra
verkamanna, sem fóru hér allra sinna ferða.
7. Hann vildi að ísland sækti strax um fulla aðild að
EBE sumarið 1961, sbr. skrif Mbh þá.
8. Hann er reiðubúinn til að semja um aukaaðild að
EBE, þótt því fylgi sarrjningar um gagnkvæm at-
vinnurekstrar- og atvinnuréttindi og frjálsa fjár-
magnsflutninga.
9. Hann vill taka upp það nýmæli í landhelgisgæzlu-
málum, að varðskipin skjóti aðeins púðurskotum og
treysti síðan á, að brezk herskip komi á vettvang og
handsami sökudólginn!
Þessi 9 atriði verða látin nægja að sinni til að sýna
,.forustu“ Bjarna í utanríkismálum og hversu farsællegt
bað muni reynast að fylgja henni.
£r ekki komið nóg
af gengisfeilingum?
Fátt er nú meira rætt manna á meðal en að von sé á
nýrri gengisfellingu innan tíðar ef óbreyttri stjórnar-
stefnu verði fylgt.
Menn draga þessa ályktun öðrum þræði af þeirri upp-
lausn, sem nú er ríkjandi í efnahagsmálum og m. a. lýsir
sér í því, að nær allir kaupgjaldssamningar eru lausir.
Hinum þræðinum draga menn þessa ályktun af þeirri
stefnu ríkisstjórnarinnar að gengisielling sé hin rétta
lausn allra efnahagslegra vandkvæða. enda fullnægir
ekkert betur en gengisfelling þeirri meginstefnu stjórn-
arinnar að draga þjóðarauðinn og þjóðartekjurnar sem
mest á fárra hendur. Því var gengið lækkað úr hófi fram
1960 og algerlega að tilefnislausu 1961.
En myndi ný gengisfelling leysa nokkurn vanda? Er
ekki dýrtíðarflóðið og misskipting auðs og tekna, sem
iuotizt hefur af gengisfellingunum 1960 og 1961, örugg
visbending um það?
Er ekki komið nóg af gengisfellmgum? Þetta ættu kjós-
endur að íhuga vel áður en þeir veita stjórnarflokkunum
umboð til nýrrar gengisfellingar
ósönnu skrumi
unga fólksins
LeððréHingar við nokkur helzfu öfuginælin
UNDANFARNA daga hefur
verið dreift út um Akureyrarbæ,
og að því er virðist samtimis
um land allt t.il 9400 kjósenda.
sem ekki voru á kjörskrá fyrir
4 árum, myndskreyttu riti í
barnablaðsbroti, sem sagt er út,
gefið af Sambandi ungra Sjálf-
stæðismanna. '
Frenist í þessu myndablaði er
„viðtal um viðreisn“, er svo nefn-
ist, við forsætisráðherrann Ólaf
Thors, og síðan kemur fl'eira í
sama dúr.
í blaði þessu úir og grúir af
missögnum og öfugmælum, sem
þarna eru borin fram fyrir „æsk-
una við kjörborðið“ og henni
ætlað að trúa, og auðvitað gert
ráð fyrir að hana skorti reynslu
til að vita eða skilja hið rétta
í þessum málum.
Dagur vill til bráðabirgða
birta leiðréttingar við nokkur
helztu öfugmælin og jafnframt
benda fólki á, að fylgjast vel
með því, sem um þessi mál og
önnur verður ritað hér í blaðinu,-
eða fram kann að koma á fund-
um og í útvarpi næstu vikur.
1. „Þegar stjórnin tók við“,
segir Ólafur Thors, „blasti við
upplausn inn á við og greiðslu
þrot út á við“. Hann talar um
þetta ástand sem „arf frá vinstri
stjórninni.
Stjórn Óiafs Thors tók ekki
við af vinstri stjórninni. Vinstri
stjórnin lét af störfum í desem-
ber 1958. Af henni tók við stjórn
Emjl.;'-Jónssonar, studd af Al-
þýðuflokknum og Sjálfstæðis-
flokknum. Sú stjórn sat meðan
kjördæmabyltingin og tvenruar
kosningar áttu sér stað. Núver-
andi stjórn kom til vglda í nóv-
ember 1959. Það ár breytýst
margt. M. a. söfnuðust þá all-
miklar skuldir í erlendum gjald-
eyri og greiðsluhalli varð hjá
ríki'ssjóði. Stjórnarflokkarnir
bera sameiginlega ábyrgð á
stjórnarfarinu síðan í desember
1958. og við þann tíma á að miða
samanburðinn á ástandinu.
2. Staðreyndirnar um skuldir
íslands út á við eru þessar, opin-
berlega viðúrkenndar í Morgun-
blaðinu 19. apríl s.l., bls. 3:
Skuldir þjóðarinnar umfram
innstæður erlendis voru í árs-
lok 1958 1994.7 mill'jónir króna.
í árslok 1962 voru þær 2038,1
milljón kr., eða 43.4 milljónum
hærri en í árslok 1958, þegar
vinstri stjórnin lét af völdum.
Viðskiptajöfnuður bankanna seg
ir aðeins hálfa sögu, sem er
blekkjandi.
3. „í stað hafta á innflutningi
og ófullkomins vöruvals í verzl-
unum, er komið verzlunarfrelsi
og gott vöruval", segir Ó. Th.
Árið 1950 sagði núverandi við-
skiptamálaráðherra, Gylfi Þ.
Gíslason, í þingræðu, sem prent-
uð er í Alþingistíðindum: „Það
er rétt, að í löndum hinna frjálsu
viðskipta, er meira að sjá í búð-
argluggum. En hvorki hér né
annars staðar hefur almenning-
ur lifað af því, sem hann hefur
mátt horfa á í búðargluggum, án
þess að geta keypt . . . Almenn-
ingur krefst þess að geta keypt
nauðsynjar sínar, mat og föt við
hóflegu verði ..." Nýir kjós-
endur vita, að þessi orð hafa
sama gildi nú.
4. Ó. Th. slær því i'ram, að
sparifjárinnstæður í bönkum
hafi meira en tvöfaldazt síðusiu
3—4 árin.
Þetta mun vera rétt í krónum
talið. Tveggja ára metafli á
sjónum segir þar til sín þrátt
fyrir „viðreisnina“, en ekki
vegna hennar. En í sterlingspund
um eða dollurum éru sparifjár-
upphæðirnar nú og fyrir 4 árum
nærri þvi að vera jafnar.
5. Bætur almannatrygginga
hafa hækkað mjög verulega síð-
an „viðrefonin" hófst, og hefur
raunar verið gert með samhljóða
atkvæðum á Aiþingi. En við
reisnardýrtíðin heíur hækkað út-
gjöld almennings í heild mörgum
sinnum ' meira en þeirri bóta-
.hækkun nemur. Þegar stjórnin
afnam vísitölugreiðslur á laun
1960, var óhjákvæmilegt að
hækka bæturnar. Bótahækkun
síðustu ára er ekki fyrst og
fremst framkvæmd til að bæta
lífskjör, heldur til að draga úr
rýrnun lifikjara, sem ella hefði
orðið óbærileg fyrir þá, sem
ekki geta bætt við sig vlnnu (ör-
yrkjar, gamalmenni o. s. frv.).
6. „í stað úrelts og rangláts
skattakerfis eru komin ný og
heilbrigð skattalög." Ný tollskrá
var sett og þá létt af „tollurn að
upphæð um 100 millj. kr.“, segir
forsætisráðherrann.
Hér er gengið fram hjá því,
sem mestu mál.i skiptir. Sú lækk-
un á tekjuskatti, sem fram-
kvæmd var og kom helzt hátekju
mönnum til góða, er lítils virði
þegar upphæðir í krónum hækka
vegna viðreisnardýrtíðarinnar.
Því fer svo fjarri, að stjórnin
hafi lækkað tolla og aðrar álög-
ur, að tekjur ríkissjóðs eru á
fjárlögum 1963 148% hærri en á
fjárlögum 1958. Hækkunin er
1300—1400 milljónir. Þessi
hækkun á álögum keunur af
hækkuðu innkaupsverði er-
lendra vara (sem verðtollur
Ieggst á %), söluskatti o. fl.
7. í stað „gjaldþrota sjóða
landbúnaðarins", segir Ó. Th..
kemur stöfnlánadeild, sem „eftir
12 ár“ eigi mörg hundruð millj-
óna höfuðstól.
í síðasta jólablaði Æskunnar,
efndi blað'ið og Flugfélag íslands
til spurningaþrautar. Spurningarn
ar í þrautinni voru alls 40, og var
fresturinn til að svara þeim út-
i'unninn 1. maí s.l. Alls bárust
386 svör, af þeim voru 146 rétt og
ÁRNÝ SKÚLADÓTTIR
Sjóðirnir voru því aðeins gjald
þrota, að ríkisvaldið vildi láta
þá vera það, því að þeir voru
ríkiseign, reknir á ábyrgð ríkis-
ins og samkvæmt fyrirmælum
þess til að styðja uppbyggingu
iandbúnaðarins, eins og gert er
í öllum nálægum löndum, og
sums staðar í stórri stíl. O. Th.
ætti að kynna sér t.d. hin stór-
kostlegu vörukaup Bandaríkja-
stjóma-r af uí.nframframleiðslu
bænda þar í landi, eða það, sem
Bretastjórn hefur gert um tugi
ára til eflingar landbúnaðinum
með ríkisfé. Nú hefur verið lagð-
ur á sérstakur söluskattur og
vextir hækkaðir um meira en
þriðjung td þess að láta þá safna
höfuðstól þeim, sem Ólafur Th.
talar um. Á þann hátt greiða þeir
yfir 300 milljónir kr. á 14 árum.
Er ráðherrann að lýsa yfir því,
að hann ætli ekki að lækka vext-
ina og þeir eigi að vera óbreytt-
ir allan þennan tíma? Og hvers
virði yrði þessi höfuðstóll eftir
14 ár með áframbaldandi við-
reisnardýrtíð?
Sú var tíðin, að forystumenn
þjóðfélagsins vildu láta rikið
stofna banka til að byggja upp
landbúnaðinn. Nú eru bændur
skattlagðir og vextir þeirra hækk
aðir til að byggja upp banka.
8. Ó. Th. gerir mikið úr því,
að afkoma útgerðar sé betri nú
en fyrir 4 árum.
Hvað segja útgerðarmenn?
Töldu þeir sig illa setta 1957—
1958? Hvað sagði Sverrir Júlíus-
son á landsfundi LÍÚ 1961 um
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar?
Stýrði „viðreisnin" síldargöng-
um 1961 og 1962?
9. „Kominn á friður á íslands-
miðum“, segir Ó. Th.
Síðustu fréttir af landhelgis-
málum og frammistaða stjórnar-
innar í sambandi við þær.
10. Hámarkslán húsnæðismála-
stjórnar hækkaði upp í 150 þús.,
segir Samband ungra Sjálfstæðis-
manna.
Af þeim 150 þúsundum fara
149 þúsundir í verðhækkanir
vegna „viðreisnarinnar“. Hús-
næðismálalánin þannig að engu
gerð, miðað yið það, sem áður
var. (Dagur).
var dregið um verðlaunin. Úrslit
urðu þau, að Ámý Skúladóttir,
Iílíðarbrau: 9, Hafnarfirði, hlaut
fyrstu verðiaun, sem er flugfar
með vél Fujgfélags íslands fram
og aftur til Noregs og þriggja daga
dvöl þar. Önnur verðlaun hlaut
Helga Þórðardóttir, Sauðanesi, pr.
Blönduós fjugfar fram og aftur á
einhverri af leiðum Flugfélags ís-
lands. Þriðju og fjórðu og fimmtu
verðlaun sem voru pemngar, hlutu
þau: Alrún Kristmannsdóttir,
Sundi, Eskifirði, Guð'jón Ingvars-
son, Fögrubrekku 6, Kópavogi og
Kristín Björg Hilmarsdóttir,
Rauðalæk 3, Reykjavík.
Þessi Noregsför veiður sú þriðja
i röðinni, sem Æskan og Flugfé-
lag íslands gangast fyrir með börn
ti! útlanda Tvær fyrri ferðirnar
voru farnar t! Danmerkuf. Æskan
er elzta og srærsta barnablað lands
r.s og er nú gefin út f rúmum 11
| þúsund eintökum. Ritstjóri hennar
er Grímur Engilberts.
HLAUT VERÐLAUN í GETRAUN
ÆSKUNNAR 0G F. í.
TÍMINN, laugardaginn 11. maí 1963 —
7j