Alþýðublaðið - 08.08.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.08.1940, Blaðsíða 2
 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 194« Hvernig á að fyrirbyggja árlegt tap af löndunarbið síldarskipanna á Siglufirði? ---♦--- KæUþrær geta teklð við sfldlnnl eg geymt bana til sfðari vinnslu. : ni. Eins og fyrr er nefnt, var gert ráð fyrir, að lengja skyldi síðar aðalþróna um helming, svo að þróarrúmið tvöfaldaðist, án þess að breyta í neinu eða stækka forþróna, með vélasal, vélaútbúnaði, vélum, raftöflum, lýsisþró, dælum, leiðslum, skóflulyftu, bryggju, pöllum, stigum o. fl. Verður því viðbótarbygging sú, sem hægt er að skeyta við þróna, langt um ódýrari en sá helmingur, sem þegar hefir ver- ið byggður. Það, sem réði því, að ákveðið var að byggja þróna í tveim hæðum, var: 1. Að hægt er að geyma helm- ingi meiri síld en ella á á- kveðnum grunnfleti hinnar verðmætu lóðar, milli verk- smiðju og sjávar. 2. Að komizt verður af með helmingi minni þakflöt en ella fyrir hvert mál síldar. 3. Að flutningstilhögun á síld frá skipi í þró verður hin einfaldasta og styzta. 4. Að þróin helst kaldari en ella vegna þess að útfletir verða tiltölulega litlir miðað við síldarmagn. 5. Að bygging tvílyftrar yfir- hyggðrar þróar er, sam- kvæmt áætlun sérfræðinga, ódýrari en bygging tveggja samhliða ýfirbyggðra þróa, ‘ fyrir sama síldarmagn. Skýrsla Traosta Ólafssen ar om kælitilrannirnar. Forstjóri Atvinnudeildar Há- skólans, hr. Trausti Ólafsson, var þá efnafræðingur verk- smiðjanna, og fylgdist hann með þeirri tilraun, sem gerð var með kælingu þá, sem áður er að vikið, og fer skýrsla hans hér á eftir: „Þann 18. ágúst 1937 voru látin í fremsta hólf hinnar nýju þróar 1148 mál af síld. Síldin var blöfiduð salti og snjó og voru alls notuð 8,5 tonn af fínu salti og 24 tonn af snjó eða 5,5 kg. salt og 15,5 kg. af snjó í hver 100 kg. af síld. Síldin var geymd í mánaðartíma og hitinn mældur annanhvorn dag ca. 60 cm. undir yfirborði og sömu- leiðis lofthitinn. í byrjun var hitinn í síldinni ca. -j- 3° C, en síðan lækkaði hann og hélst kringum -4- 1,5° C, þar til síld- in var tekin til vinnslu. Lofthit- inn var tíðast um 8° C. Síldin slaknaði vitanlega á sjálfu yfirborðinu, en þegar hún var tekin til vinnslu virtist hún vera í ágætu ásigkomulagi. Hún var heil og stinn og hvergi var afi sjá merki rótnunar. Enga lykt var heldur að finna úr henni við dálkinn eða annars staðar. Síldin var unnin ein í 3Vá klst., en eftir það var hún blönduð lakari síld. Þegar vinnslan hófst reyndist hitinn 1 til 1,5 undir yfirborði — 4° C. Fyrstu 2 klst. var snúnings- hraði pressunnar 314 á mín., en Eftir Jón Sigurðsson erindreka eftir það var hann aukinn upp í 4,5 sn./mín. Af mjöli fengust alls í 3% klst. 7900 kg. Ef mjölið er á- ætlað 16% s.varar þetta til 365 mála vinnslu eða ca. 2500 mála á sólarhring. Sé hins vegar mjölið áætlað 16,5% svarar þetta til ca. 2450 mála á sólar- hring. Hvor talan, sem tekin er, hefir því verið um ágæt afköst að ræða á svo gamalli síld. Efnasamsetning mjölsins varð hin ákjósanlegasta svo sem eft- irfarandi tölur sýna, að öðru leyti en því að saltið er lítið eitt yfir 3%: Vatn .................... 8,9% Salt .................... 3,3% Fita .................... 9,5% Protein ................ 68,7% Ammoniak ............... 0,17% Ef til vill er hægt að minnka saltið, án þess að það komi að sök við geymsluna. Af olíu fékkst, miðað við framangreindar tölur, 17,2— 17,6%, má segja nálægt 17,5%, eftir því sem næst verður kom- izt. Þó að hér sé vitanlega ekki um fulkomlega nákvæmar tölur að ræða, er óhætt að benda á, hve mjög þær stinga í stúf við það, sem títt er, þegar síld er geymd við venjulegan hita. Fyrsta atriðið er það, að vinnsl- an virðist ganga tregðulaust og með góðum afköstum, þar næst að útkoman á mjöli og olíu verður ágæt og í þriðjg lagi, að afurðirnar verða að gæðum langt fyrir ofan það, sem venja er til um afurðir úr svona lang- leginni síld. Það lítur út fyrir, að síldin hefði getað geymzt miklu leng- ur en þetta án þess að skemm- ast til muna. Ef þörf væri á, gæti ég hugsað mér að fá mætti tiltölulega ódýrt og einfalt ein- angrunarlag til þess að hafa of- an á síldinni. Sýra í olíunni, sem fékkzt úr þessari síld, var 3,4%. í þróar- olíu úr síldinni var sýran 6,4%. En þróarolían hlýtur að hafa verið tiltölulega lítil. Niðurstöðurnar af þessari til- raun virðast gefa góðar vonir um hagnýtingu hennar. Um kostnaðarauka fram yfir það, sem venjulegt er, er mér ekki fullkunnugt. Trausti Ólafsson.“ (sign. Árangur sá, sem fékkst af þessari tilraun og skýrslan ber greinilega með sér, segir Gísli að sýni: 1. Að kæld síld rotnar mjög lítið og seint og er í ágætu ásigkomulagi eftir mánaðar- geymslu, ef snjór og salt- magn er hæfilegt. 2. Að kælda síldin vinnst með fyllsta vinnuhraða — eins og hin nýjasta og bezta síld, sem völ er á. Hefir vinnu- hraðinn þannig síðasta IV2 klukkutíma vinnslunnar — eftir að vélstjóri hafði hert á vélunum upp í fulla ferð svarað til 2900 eða 3000 3. 4. 5. mála á sólarhring. — En af- köst verksmiðjunnar töldust 2400 mál á góðri síld. Að útkoma af mjöli og olíu er ágæt hvað magn snertir. Að gæði mjöls og olíu eru mjög góð. Að þegar síld er kæld í stór- um haug, heldur hún ákaf- lega vel í sér kuldanum — enda þótt hún liggi í óein- angruðu rúmi. — Er jafnvel hugsanlegt að kæla síld í opnum þróm, með því að salta vel efsta lagið, eða verja á annan hátt. 6. Að allt útlit bendir til þess, að síldin hefði getað geymzt miklu lengur en þetta, með því snjó- og saltmagni, sem notað var — án þess að skemmast til muna — eða að líkindum í 2-—3 mánuði. 7. Að komast má af með minna salt og snjómagn — ef ekki skal geyma síldina nema mánaðartíma eða skemur. 8. Að tilraunin gefur góðar vonir um hagnýtingu kæli- aðferðarinnar. í grein sinni gerir Gísli enn fremur kostnaðaráætlun um geymslu síldarinnar, með þess- um tveim geymsluaðferðum. Tafla I sýnir . kostnað við geymslu á síld með söltunarað- ferðinni í opinni þró, en tafla II með kæliaðferðinni. Einnig er í áætlun þesari á- ætlað efnatap. TAFLA I. Kostnaður við söltun bræðslusíldar. Áætlaður Aurar/mál Aurar/mál geymslutími Salt saltverð kr. saltverð kr. Hráefnis- Tap í þró kg./mál 45,— 150,— gæði % % 1 vika 3 13,5 45 98 2 2 vikur 5 22,5 75 90 10 3 vikur 8 36 120 75 25 4 vikur 11 49,5 165 50 50 4—8 vikur 14 63 210 50—0 50- -100 TAFLA II. Kostnaður við kælingu bræðslusíldar. Salt og snjór Aurar/mál. Aurar/mál kg./mál Saltverð Saltverð kr. 45,00 kr. 150.00 2 kg. salt 9.0 30.0 6 kg. snjór 9.0 18.0 9.0 39.0 2 kg. salt 9.0 30.0 10 kg. snjór 15.0 24.0 15.0 45,0 3 kg. salt 13.5 45.0 12 kg. snjór 18.0 31.5 18.5 63.5 4 kg. salt 18 60.0 15 kg. snjór 22.5 40.5 22.5 82.5 7,4 kg. salt 33.3 111.0 20.9 kg. snjór 31.4 64.7 31.4 144.4 Aætlaður geymslutími í þró 1 vika 2 vikur 3 vikur 4 vikur 8 vikur Töflur þessar tala það skýrt sínu máli, að þær þurfa ekki frekari útskýringa við. Ef hver verksmiðja hefði átt sina kælfyrð.... Haustið 1937 var þjá flestum verksmiðjum á landinu svo og svo mikið eftir af síld síðast, sem ekki vár hægt að bræða, vegna þess hve legin og mork- in hún var, og fór þar talsvert fé forgörðum. Auglýstu þó flest- ar verksmiðjurnar að þær keyptu nýja síld af reknetabát- um við mjög háu verði, og var ætlunin að nota þá síld til að' blanda með þá gömlu, svo hægt væri að bræða upp og þar með nýta. En það kom fyrir ekki, ný síld fékkst ekki næg, svo henda Hráefnis- gæði % 98 97 96 Tap % 95 90 10 varð miklu og kostaði ríkisverk- smiðjurnar vorið 1938 ef ég man rétt um 9 þús. krónur að hreinsa úr þrónum það, sem ekki var hægt að bræða um haustið. Geri óg ráð fyrir að lík hafi útkoman verið hjá þeim öðrum verksmiðjumv er síld áttu eftir. Ef hver verksmiðja hefði átt sína kæliþró, hefði ekki til slíks komið, því kælda síldin hefði getað komið þar í stað nýrrar, og sízt verið verri, eftir þeim árangri að dæma, er áðurgreind tilraun sýndi. Við stjórnvölinn á stærsta atvinnufyrirtæki landsmanna standa sumir þeir menn, sem — af heift til Gísla Halldórssonar og annarra þeirra manna, sem að byggingu kæliþróarinnar stóðu — hafa með eðli sauð- kindarinnar spyrnt fótum við | Nýkomið: MISLITAR TÖSKUR undir haðföt, verð 13.50.. STÓRAR RÚMGÓÐAR TÖSKUR, svartar, bláar, hrúnar og gular, verð 18.50, hentug- ar í ferðalögum. Eftirmiðdagstöskur, nýjasta tízka. ttOOOOOOOQOCK. Kaupið aestll BREKKU Asvallagðtu 1. Sími 1678 Sími 3570. X>OOOOCX>OOOCK 5555 Vinna: Þórir Jökull ritar: „50 gáfu sig fram.“ Hefi nú þegar vinnu fyrir 50. JÖKULL. Sími 5555. því að þessari merkilegu tilraum væri haldið áfram. Afkoma sjómanna og útgerð- ar er mikið undir því komin, hvernig hagað er rekstri þessa. stóra atvinnufyrirtækis og ættu þessir tveir aðilar sameiginlega að gera kröfu til þess, að til- rauninni verði haldið áfram. Þróarhúsiö er til, en það er EKKI notað til þess, sem það var upphaflega ætlað. Jón Sigurðsson. KNATTSPYRNUMÓT fSLANDS HEFST í KVÖLD KL. 8. Þá mætast hinir gömln keppinautar K. R. og Fylgist með fjöldanum: Sjáið skemtilegan og góðan leik! VALUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.