Alþýðublaðið - 10.08.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.08.1940, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 1«. ágúst 194». KavpiS bókina mi laiýiiiTBf jmfn Hver var a9 hlæpl Hver var a$ liSæfa? AliPY fl 81 HliAflIfl er bók, sem þér • •g terosiS meö! Allfi m MMÆSkMJIr .MLMJf þurfiS a3 eignast. NYJA BI0 MÁNUDAGUR Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Kórsöngvar frá ýmsum löndum. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan (Þættir úr ferðasögum; H. Hjv.). 21.00 Hljómplötur: Danzar, leikn- ir á píanó. Á MORSUN: Sunnudagslæknir er Jónas Kristjánsson, Grettisgötu 67, sími 5254. Vörð hafa Ingólfs- og Lauga- vegs-Apótek. Útvarpið á morgun: 11.00 Messa í dómkirkjunni (súra Friðrik Hallgrímsson). 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 19.3Ö HljómplötUr: Ungversk fan- tasía eftir Liszt. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpshljómsveitin: Þjóð- lög frá ýmsum löndum. 21.00 Leikþáttur: „Niili í Naust- inni, III. Hjá spákonunni“ Friðf. Guðjónsson, Anna Guðm., Gunnþ. Halldórsd. 21.30 Danzlög. MESSUR Á MORGUN: Messað í Laugarnesskóla kl. 2; síra Garðar Svavarsson. Messur í kaþólsku kirkjunni: Lágmessa kl. 6.30 árdegis. Há- messa kl. 9 árd. Engin síðdegis- guðsþjónusta. Messað verður í Viðeyjarkirkju kl. 2 e. h. Síra Hálfdan Helgason. MIKLAR SKOTÆFINGAR Frh. af 1. siðu. Framvegis munu flugvélar ef til vill öðru hverju varpa niður æfingasprengjum yfir Skerja- f jörð frá kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. Sprengjur þessar eru með öllu óskaðlegar og hættulausar. SKUTULL Frh. af 1. síðu. ishalinu, sykur, kaffi og allskonar stykkjavörur. Var farmurinn virt- ur á 26 milljónir sænskar 'krón- ur, sem fóru í hafið á nokkrum mínútum. Skipiö var nýkomiö frá Nevv York með fullfermi af vör- um til Liverpool, en fór svo það- an, þegar losað hafði verið og lestaði aftur í Glasgow og átti svo að fara til Petsamo. Skipið lagði af stað á föstudaginn 2. ágúst, en hvarf morgunin eftir með allan sinn dýrmæta farm í djúp hafsins, eins og svo mörg önnur skip, síðan styrjöldin hafst. Skipsverjunum af Atos leið öll- um vel eftir ástæðum, en þeir vildu helzt halda sig á bátapalli, og voru að sjá mjög taugaóstyrkir og viðbrigðulir við hvert hljóð, sem þeim fannst athugavert. — um hádegi á sunnudag komum við til Fleetwood og tók lóðs skipið alla skipsbrotsmennina með sér til lands. Síðar um kvöld ið voru það allt uppdubbað og hið hressasta og sagði okkur að sumt af áhöfninni mundi fara til Liverpool, en sumt til Lon- don og skildi þar með okkur og skipsbrotsmönnum af s.s. At los“. Þetta segir í greinargerö loft- skeytamannsins á Skutli, en í sam tali við einn skipsverjann, Þor- vald Magnússon, fékk Alþýðu- blaðið þetta til viðbótar: „Björgunin gekk mjög vel. Skip- verjar voru í tveimur björgun- arbátum og tókum við annan bátinn en sleptum hinum eftir að búið var að taka nytsama hluti úr honum. — Margir skips- brotsmannanna voru illa til reika, er við björguðum þeim, berfætt- ir og aðrir á sokkaleistunum. Ekki gat skipstjóri skýrt frá því hverrar þjóðar kafbáturinn var því að ekkert merki var sjáanlegt á honuml. —Sama kvöldið og við björguðum skipsverjum af „Atos“ var skýrt frá þvííMoskva- útvarpinu að öðru skipi frá sama félagi hefði verið sökkt við Eng- land“. SKÖMMTUN EÐA LOKUN? Frh. af 1. síðu. — Eruð þér fylgjandi skömmtun áfengis? ,,Nei. Ég vil lokun Afengis- verzlunarinnar og það vilja templarar allir. Ef skömmtunin verður hins vegar ofan á, þá lít ég á það sem algera neyðarráð- stöfun.“ — Hvernig hugsið þér yður framkvæmdir á skömmtun? ,,Um það hafa engar reglur verið samdar. En í stuttu máli er skömmtun framkvæmd með þeim hætti, að hver maður, sem vill fá áfengi, fær áfengisbók með eyðublöðum, sem hljóða upp á ákveðinn skammt. Til þess að ná í skammtinn þarf viðkomandi maður að sækja hann sjálfur í vínverzlunina og kvitta þar undir skjal með eigin hendi að hann hafi fengið áfeng- ið. Það verður vitanlega á valdi ríkisstjórnarinnar að ákveða skammt hvers manns.“ • Þetta sagði Fr. Ásm. Brekk- an. Svo virðist sem nokkur skriður sé kominn á þessi mál og að helzt sé nú fyrirhugað að tekin verði upp skömmtun. Én hana er ekki hægt að' fram- kvæma nema með löngum und- irbúningi. Er það illa farið, að ríkisstjórnin skuli ekki sjá sér fært að taka það skref til fulls, sem eins og nú er ástatt er þó nauðsynlegt: að loka áfengis- verzlun ríkisins og stöðva þar með alla útsölu áfengis. EBGAHÍILA BI0 K Horð I vændunt! Skemmtileg og' spennandi leynilögreglumynd, um fífldjarfan sakamálafrétta- ritara, — sem spáir því, að ákveðinn maður verði myrtur. Aðalhlutverkin leika: Barry K. Barnes, Valerie Hobson og Alastair Sim. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Ráðast Japaair á Indo-Kíoa ? VIÐSJÁRNAR út af frönsku nýlendunum í Indó-Kína eru nú taldar alvar- legri en nokkru sinni áður. Ott- ast menn um allan heim, að þess sé aðeins skammt að bíða, að Japanir ráðist á landið til þess að leggja það undir sig. Fregnir frá Áustur-Asíu skýra frá miklum viðbúnaði Japana í þessu skyni og grun- samlegum herflutningjum suðr ur á bóginn. Msnisd skip í för- nin inilli Bretlands op Bandaríkjanna. MR. PURVIS, formaður her- gagnakaupanefndar Breta í Bandaríkjunum sagði í gær, að Bretar hefði um 1000 skip í för- Baskervillebandurinn í Frægasta sagan um SHERLOCK HOLMES eftir Sir A. Conan Doyle, sem amerísk stórmynd frá Fox. Aðalhlutverkið: Scherlock Holmes leikur — BASIL RATHBONE. Aðrir leikar- ar eru: Richard Greene, Wendy Barrie o. £1. um milli Bretlands og Banda- ríkjanna, til þess að flytja her- gögn, matvæli og annað, sem Bretar kaupa vestra. Bretar hafa þegar keypt her- gögn og fleira í Bandaríkjwium fyrir 600 millj. stpd., þar afflug- vélar og flugvélavarahluti fyrir um 300 millj. stpd. Frakkar ð Nýjn Heb- rideseyjflfli hylla De Banile. FRAKKAR á Nýju Hebrid- eseyjum í Kyrrahafi hafa vottað De Gaulle herforingja hollustu sína. Sendu þeir hon- um skeyti og buðust til þess að berjast með honum fyrir frelsi Frakklands. Þökkuðu þeir hon- um starf hans í þágu Frakk- lands. De Gaulle þakkaði þeim boð þeirra og kvaðst mundu leita til þeirra síðar. Nýju Hebrideseyjum er stjórnað af brezkum og frönsk- Um landstjórum. Hínn Sahamálasatia eftir Seamark «• ósigrandi greinum verkfræðinnar. Spor höfðu fundist fyrir utan gluiggann. En strax við rannsóknina koim það í ljós, að spoxin vonx eftir Lyall. Þeir þóttust fullvissir um það, að Lyall hefði kom- ið inn um gluggann. En hvaö hafði borið við inni höfðu þeir ekki hugmynd um. Og verkfræðingarnir höfðu mjög takmarkaðan skilning á vélum Dains. Nú sat Delbury með blaðahrúgu fyrir framan sig. Það voru morgunblöðin. Hann greip símann og hringdi á einn af umdirmönnum sínum. — Nokkuð að frétta, Delbury, hreytti hann út úr sér. — Ekki nokkur skapaðar hlutur, sagði Delbury og varð fremur skuggalegur á svipinn. — Dain virðist hafa vaðið fyrir neðan sig, og það er ekki hægt að festa hendur á honum. Ég hefi sent alla njósnara okkar fljúgandi, akandi og gangandi af stað. — Þér haldið ennþá, að hann sé einhversstaðar ná- lægt Kingsway? — Ég hefi verið að velta því fyrir mér og þykist alveg sannfærður um það, að hann er einhversstaðar á því svæði. Ég hefi sett sterkan vörð um allt um- hverfið, svo að hann ætti ekki að eiga auðvelt með að sleppa. Og ef ég næ ekki tangarhaldi á-hanum í dag ,skal ég láta leita í hverjum einasta krók og kima um allt hverfið. Yfirmaðurinn ræskti sig og hugsaði síg um stundar- korn. — Hefir draugurinn Iátið nokkuð til sín heyra? — Hann hefir ekki svo mikið ‘ sem hvíslað í eyru olckar. Ég held að mig hafi verið að dreýma um bréf flrá honum í alla nótt. — En, hvað getið þér sagt mér frá Tansy? —Við höfum fengið von um, að hægt sé að ná í 1 ann, en það er að vísu veik von. — Hefir einn af gömlu kunningjunum gefið vísbend- ingu uni hann? — Já, við fengum nafnlaust bréf í gærkvöldi, þar sem skýrt er frá því, að Tansy hefði sézt niðri í Aldgate í gærkvöldi. — Ágætt, reynið að fara eftir vísbendingunni og hafa uppi á manninum. Sendið strax röska sveit þangað ofan eftir. Og segið mönnum yðar að hringja hingað strax og hans verður vart. Hvað er það fleira, sem þér hafið í hygfeju að gera í dag. — Ég ætla að fara til Greydene og ljúka við rann- s*óknir og yfirheyrslur þar. Ég fer þangað svo fljótt sem ég get. Dain er sagður unnusti ungu stúlkunnar þar, dóttur Lyalls heitins. Það er víst enginn vafi á, að það er sannleikur. Og ég býst við, að við náum hionum með því að hafa stöðugt samband við það heimili. Hann hefir þegar hringt þangað einu sinni, og ég er alveg sannfærður um, að hann hringir þang- að aftur. Það er því um að gera að vera vel á verði. — Ágætt, sa,gði yfirmaðurjnn. Ég mun ræða við yður aftur um hádegið. Viljið þér gera svo vel og koma þá á aðalstöðvarnar. — Það skal ég gera. — Aðeins eitt enn, sagði yfirmaðurinn. — f yðar sporum myndi ég ekki tneysta þessari dóttur Lyalls. Mér finnst framkioma hennar ekki hrein í þessu máli. Það kann að vísu að vera hugarburður einn, en mér er samt nær að halda, að grunur minn sé réttur. Ég er þeirrar skioðunar, að hún gæti sagt okkur miklu fleira, sem upplýsti máiið en hún hefir gert fram að þessu. í. Delbury hengdi heyrnartóiið á síinann og var mjög hugsandi. Hann nuddaði hökuna á sér og rendi aug unum yfir skjalabúnkann á skrifborði sínu. — Hvað var það nú aftur, sem hann var að dylgja um, tautaði hann. Hann vissi, að yíirmaður hans hafði sínar sérstöku skioðanir á málunurn, og hann hafði sínar sérstöku aðferðir til þess að fá vitneskju sína um það, sem hann þurfti að vita. E;i að því er Deibury sjálfan snerti þóttist hánn alveg sannfærður um það, að ungfrúin væri með öilu saklaus. — Hm, sagði hann. — Við skulum nú sjá, hvort sá gamli hefir á réttu að standa viðvíkjandi þessu miáli. 1 -t- Shanghnessy kom með töluverðum asa inn úr dyrunum. — Hér er bréf til yðar, sagði hann og brosti svo að skein í skjallahvítar tennurnar um leið og hann fleygði bréfi á borðið. — Ég hygg, að það sé leynd- arskjal númer 36. Það er sett í póst í Hammersmidt. Þetta var samskonar bréfsspjald og þeir höfðu feng- ið 35 sinnum áður. Delbury greip það upp og hönd hans titraði. Hann- brá fingri undir umslagið og reif það upp. Andartak var dauðaþögn í herberginu. Meðan Del- bury las bréfið hnyklaði hann brúnirnar. Þegar því var iokið fleigði hann því á borðið og leit snöggt á !r- lendinginn. Hann var mjög vaintrúaður á svipinn. — Em það leiðbeiningar frá draugnum? spurði Shang,nessy. — Lítið þér bara á, hvað það er, hreytti Delbury út úr sér, Annað hvort er draugurinn orðinn vitlaus eða ég er orðinn vitlaus. Hamingjan góða, Mick, lítiö þér á bréfiið og segið mér svo hvernig yður líst á það. Shangnessy greip bréfið upp. Þar voru skráðar þær ósæmilegustu fréttir, sem hann hafði heyrt á ævi slnni. Hann las það og var það svohljóðandi:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.