Alþýðublaðið - 13.08.1940, Side 3

Alþýðublaðið - 13.08.1940, Side 3
--------- ALÞTÐUBLAÐIÐ -------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu viS Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4983: Vilhj. S. Vilhjálms- s©n (heima) Brávallagötu 50. AfgreiSsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. Skólarnir í vetur. AÐ má gera ráð fyrir því að allir skólar hér á landi sem starfaÖ hafa undanfarin ár starfi einnig í vetur. 1 sumar þótti einhver vafi á þessu, þar, sem hið brezka setulið hafði tek- ið flesta skóla hér í Reykjavík og jafn vel víðar til sinna af- nota og ekki var séð hvernig það ætlaði að kioma sér fyrir í vet- ur. Nú hefir brezka setuliðsstjórn- in tilkynnt rikisstjóminni að hún muni afhenda öll skólahúsin til áframhaldandi skólahalds á til- settum tíma, að húsnæði mennta- skólans í Reykjavík einu undan- teknu, en þar hefir yfirherstjórn in haft aðsetur sitt síðan hún kom. Um þessi mál hefir ríkisstjórn- In rætt undanfarið og síðustu daga hafa verið haldnir fund- ir »m þau með stjórnendum hinna ýmsu skóla og öðrum á- hrifamönnum skólanna, en eng- in fuIInaðarLausn mun enn vera fengin um einstök atriði skóla- haldinu í vetur viðvíkjandi. Pað sem fyrst þarf að ráða fram úr, er, hvar menntaskólinn skuli starfa í vetur. Hin nýja háskóla- bygging er mikil og oldug og það mun hafa verið farið fram ^ það að menntaskólinn yrði starf ræktur í háskólabyggingunni í vetur. Rektor háskólans og aðr- ir ráðamenn háskólans munu vera því andvigir og bera þeir fram til stuðnings sínu máli að nem- endur séu of ungir til þess að geta sýnt nógu fágaða umgengni í þessu fagra musteri. Það er mjög skiljanlegt að rektor sé ant lum umgengnina í hinni nýju há- skólabyggingu og að hann eins og raunar alla, myndi taka það sárt ef mjög sæi á húsakynnum háskólans strax eftir næsta vetur — og þeir sem hafa gengið um stöfurnar í menntaskólanum og séð borð og bekki geta ekki kom- ist hjá því að óttast svipaða um- (gengni í háskólanum. En það er (annað í þessu máli. Það er sagt að hibýlin skapi umgengnina. Getur ekki einmitt verið að menntaskólanemendurnir myndu setja stolt sitt í það þó að ungir séu og frískir, að ganga um stof- ur háskólabyggingarinnar sem helgidóm þannig, að þeir lærðu þar betri umgengni en áður? Nemendux kennaraskólans stunda nám sitt að öllum líkindum í háskólanum. I byrjun næsta mánaðar eiga barnaskólarnir að taka til starfa eftir venjunni. Óvíst er hvort það getur orðið, en það er vist að þeir starfa allir í vetur, þó að yngstu börnin' byrji kannske svo- lítið seinna en ætlað var að öllu óbreyttu. Bæði er að bygging- Um setuliðsins er enn ekki lok- ið og svo mun verða að taka skólana til ræstingar og eftirlits um leið og það yfirgefur þær. Skal þó taka það fram að setu- Iiðið hefir gengið um skólana af hinni mestu prýði, að því er sagt er, en hér hafa margir menn farið um og haft stöðugan dval- arstað í marga mánuði svo það er eðlilegt að taka verði stof- urnar til athugunar áður en börn- in flytja imn í þær. Það má fyllilega gera ráð fyrir því að allir skólar landsins verði fullir í vetur. Þeir hafa verið mjög vel sóttir undanfarin ár, en eftir þetta sumar má gera ráð fyrir að menn hafi máske betri auraráð en áður, og það mun áreiðanlega koma fyrst og fremst fram í vaxandi aðsókn að mennta stofnunum þjóðarinnar. Hefi sjálfstæða fiimmi- oi skófinnustofn f HAFNARSTRÆTI 23. Bið viðskiptamenn að athuga, að frá kl. 3—6 hefi ég hrað- vinnu með þrem mönnum og vélum þennan mánuð á enda. Virðingarfyllst. FRIÐRIK P. WELDING. 1—-----------------—------------------------------------♦ Mngvallaferðir í ágnstmánuði Til Þingvalla kl. lOVá árd., 2Vi og 7 síðd. Frá Þingvöllum kl. 1 e. h., 5V2 og 8V2 síðd. daglega. Aukaferðir laugard. og sunnudaga. Stesndór, sími 1580. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. águst 134«. Sfðnstn f rétflr af ■iitomiiB IGÆR sást minkur suður í Garðahrauni með kanadisk- an herínann í kjaftinum. Þessa fregn færði mér kunningi minn og finnst mér sjálfsagt að láta hana berast. Hún er kannske með kröftugra móti, en mjög í sama anda og fréttir þær, er blöðin flytja af minkunum og almenningur smjattar á. Hugsið ykkur, hermaður með alvæpni! Hverju mega óvopnaðir íslend- ingar búast við? En þeir voru líka landar, Kanadamaðurinn og minkurinn, svo að þetta hefir líklega bara verið kunningja- 'bragð! Aðra fregn hefi ég að færa eftir manni sunnan úr Hafnar- firði, er ég átti nýlega tal við. Það hittist svo einkennilega á, að hann var sonur manns þess, er varð fyrir hænsnatjóninu. Hann kvað það rangt vera, að hænsnahúsið hefði ekki verið lokað, og leiðréttist það hér með. Gólfið úr kofanum hefði verið úr tré, en ekki úr múr- steypu, hefði minkurinn nagað gat á það og komizt þannig inn. Ég efast ekki um, að maðurinn segi það satt, að gat hafi verið í gólfinu og minkurinn komizt upp um það, en hitt tel ég víst, að það hafi verið rotta, sem opn- aði honum leiðina. Hann hefir sennilega gætt sér á rottunni fyrst, en svo tekið þar við, sem hún hefir orðið að hverfa frá, og þess vegna komizt inn til hænsnanna. Minkar naga ekki gat á slétt tré, tennur þeirra eru ' ekki lagaðar til þess. Minkabúr- in eru gerð úr þunnum fjölum og leitast þeir aldrei við að naga sig í gegnum þau. Sé rifa eða gat fyrir, svo að þeir komi víg- tönnunum við, geta þeir dálítið nagað tréð. Þessi sami maður sagðist nokkrum sinnum hafa séð minka í læknum í Hafnarfirði, og hefir þó ekki heyrzt um neinn óskunda, er þeir hafi gert, annan en hænsnadrápið — og nú síðast þetta með Kanada- manninn! — En það sagði hann að væri eftirtektarvert, að nú yrði varla vart við rottu í Hafn- arfirði. Við Elliðaárnar er vörður, sem Valdimar heitir, og það vill svo vel til, að hann virðist ekki hafa neitt ,á móti því, þó að blöðin geti um afrek hans. Það þótti forðum frækilegt að tak- ast á við útilegumenn, en hvað er það á við það, sem Valdimar gerir, að takast á við mink? Á- tökin voru að vísu önnur en þau, að togast á við einn mink- inn um ál, sem hann hafði veitt sér. Og handsterkur er Valdi, því að álnum hélt hann, og er þó sagt, að hann sé háll, að minnsta kosti þegar kemur aftur undir sporðinn. Og hug- rekkið! Það var meira en í sjálfri óvættinni, því að hún tók á flótta og lét Valdimar eft- ir bráðina, sem hún hafði náð með erfiðismunum. En Valdimar þessi hefir sýnt af sér meira hugrekki en hér er getið. Hann hefir komizt að því, eftir frásögn blaðanna, að tvö ,,minkabú“ væru í grjót- garði neðan til í Elliðaánum. — Hann liggur því í leyni, því að auðvitað er það ógerningur að herja á búin — og eftir langa bið sér hann, að „minkur kom með blátrýnið út í holrunnann og viðraði í allar áttir. Var hann svo var um sig og tortryggur (sic!), að hann áræddi ekki út fyrr en eftir hálfa klukku- stund.“ Hugsa sér, að minkur við Elliðaárnar skuli vera tor- trygginn, eins og honum er líka fagnað af kollega sínum, rán- dýrinu tvífætta, sem helgar sér árnar með rétti hins sterka. Það bendir til þess, að minkurinn hafi hugmynd um, hvaða rétt- arfar gildi í heiminum nú á tímum. Varðmaðurinn við árnar skaut þenna mink, er hann hafði kaf- að í straumvatnið og komið upp ,,með 3—4 þumlunga langt laxaseiði“. En ekki hefir frétzt að nokkur hafi haft hugrekki til þess að eyða þessum tveim ,,minkabúum.“ Þriðja fregnin af viðureign við minka er sú, að maður, sem lætur einu sinni ekki nafns síns getið, nær lifandi mink með höndunum og samkv. frásögn blaðanna hefði hann náð öðr- um í viðbót, ef hann hefði ekki haft hinn fyrri lifandi í hönd- unum. Það ætla ég, af þeim litlu kynnum, sem ég hef haft af minkum, að þar muni hafa þurft snör handtök til. En þessi vesl- ings maður á víst ekki von á neinum Fálkakrossi, sem ég tel víst að vörðurinn við Elliðaárn- ar eigi von á, eftir öll sín afrek. Allra síðustu fréttir af mink- , unum, þegar þetta er skrifað, eru þær, að Leirvogsá sé full af minkum „milli vatns og sjávar.“ Ekki hafa borizt neinar fregnir af því fyrri en nú, að eitt blað- ið birtir þær í þeim dálki, sem kalla mætti „Vaðall.“ Sé eins mikið af villtum mikn- um og af er látið, fer ég að halda að þeir tímgist betur í viltu lífi en við ræktun, eða þá, að rækt- endur hafi gefizt upp og sleppt öllu frá sér. Hverju á maður að trúa? Hvort er sennilegra? Það er í verkahring stjórnar- valdanna að rannsaka þetta, sé i hér um einhverja hættu að xxxxxxxxxxxx M er hagkreut að baka braaðia heima. Hveiti 0,70 kgr. Rúgmjöl «,65 — Kjarnahveiti 0,70 — Lyftiduft 5,00 — 5“. í p/hdun lehpm^^anqtifi afiib G^kaupíélaqiá ÞöööCXXXXXXXX ræða. Verði veiðibrestur í nær- liggjandi ám næstu ár, tel ég víst, að það verði kennt mink- unum, og eins, ef fiskbrestur verður í Faxaflóa, ef það sann- ast á þá, að þeir hafi leitað út í Elliðaárvoginn. Þó að minkar eyði fiskiöndum og öðru því, sem eyðir laxaseyðum miklu frekar en þeir, verður að skella allri skuldinni á þá, af því að menn einblína á þessa hættu. Og ef svo skyldi fara, að mink- ar vendu komur sínar hingað í bæinn og eyddu öllum rottum, eins og þeir hafa gert í Hafnar- firði, sv» að embætti, sem heit- ir ,,meindýraeyðir,“ yrði óþarft, þá er það í sannleika sagt „jafn- vægisröskun.11 Ársæll Árnason. Gerið góð kaup. m mrm, —— Nú er tækifærið að kaupa sumarkjólinn. Seljum út sumar- og eftirmiðdegiskjóla frá aðeins kp 22.00 Sýndir á saumastofunni Austurstræti 5, uppi Verslunin GuUfioss. GREINAR VILMUNDAR JÓNSSONAR Logið í stállunga Ritað gegn auglýsingaskruxni lækna og Stállungahernaðurinn Ritað gegn hýenum lýðræðisi^s fást á afgreiðslu Alþýðublaðsins, og kostar 50 aura hvor bæklingur. Sendir gegn póstkröfu út á land. Auglýsingu þessari var neitað um rúm í Tímanum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.