Alþýðublaðið - 15.08.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.08.1940, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ PIMMUDAGUR 15. ágúst 194«. MEISTARAFLOKKUR tslandsmótið í kvold kl. s keppa. Fram og Valur Sjáið drengilegan og góðan leik! lATIIIBSLUBðK eftir frk. Helgu Thorlacius, með formála eftir Bjama Bjarnason lækni, er komin út. Frk. Helga Thorlacius er löngu orðin þjóðkunn fyrir framúrskar- andi þekkingu á sviði matgerðarlistarinnar og hefir á undanförn- um árum beitt sér af alefli fyrir aukinni grænmetisneyzlu og neyzlu ýmissa innlendra jurta, t. d. skarfakáls, hvannar, heimulu- njóla, hófblöðku, Ólafssúru, sölva, fjallagrasa, berja o. s. frv. í bókinni er sérstakur kafli um tilbúning drykkja úr innlendum jurtum. , it i : j s'f! : : i í i ■■ Húsmæður! Kynnið yður Matreiðsluhók Helgu Thorlacius áður en þér sjóðið niður fyrir veturinn. Bókin kostar aðeins kr. 4,00 í fallegu bandi. Einsöngur Gunnar Pálsson PÁLL ÍSÓLFSSON við hljóðfærið í Gamla Bíó föstudaginn 16. þ. mán. klukkan 7,15 e. hád. Á söngskránni eru ÍSLENZK, ENSK og AMERÍSK lög. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson- ar, Hljóðfærahúsinu, Hljóðfæraverzlun Sigr. Helgadóttur og Bókav. Snæbjarnar Jónssonar (The English Bookshop). Þjzkir failhlífarliermenH á Englandl eia bara lall- hlifar til Dess ai blekkia menn? ISKOTLANDI og Midlands á Englandi fundust fall- hlífar á nokkrum stöðum í gær og var því hafin leit að fallhlíf- arhermönnum. I»að var tekið fram, að fallhlífarnar væru ekki af þeirri gerð, sem þýzkir fall- hlífarhermenn í Hollandi hefðu notað og var ekki talið ólíklegt, að Þjóðverjar hefðu varpað nið- ur fallhlífum í því skyni að koma af stað orðrómi um, að þýzkir fallhlífarhermenn hefðu lent í Bretlandi. Ellefu fallhlíf- ar fundust í gær nálægt borg í Midlancfs. Það er algengt að flugmenn varpa sér út í fallhlífum, þegar flugvél þeirra hefir orðið fyrii; skiotum. Einn slíkur flugmaður (annst í skógi í Suður-Englandi í gær. Djéðveriar orðnir ébolin- mólir. 1 Þýzkalandi virðast menn bíða með mikillí óþreyju eftir því, að tilkynnt verði áð innrásin verði hafin á England eða sé í þann veginn að byrja. Ber erlendum fréttariturum saman um, að all- ur almenningur á Þýzkalandi byggi vonir sínar um að styrj- öldinni verði lokið fyrir vetur á því, að innrásin verði gerð. Það vekur athygli, að dans- leikir og danssamkomur hafa nú verið bannaðar í Þýzkalandi. Þetta hefir áður verið gert, þeg- ar mikið hefir staðið til, svo sem áður en innrásin hófst í Holland og Belgíu. I fregn frá Basel segir, að þýzkir herfræðingar í Berlín við- urkenni, að landvarnir Breta hafi, verið mjög efldar. Hitler er sagð- ur hafa ráðgazt við helptu hern- aðarráðunauta sína á ný. Hverjar sem orsakirnar eru, hefir inn- rásaráformum ekki verið hrund- í framkvæmd eins snemma og búizt var við, og hafa komið fram getgátur um, að þáð kunni að einhverju leyti að standa i sambandi við mótspyrnu þá, sem farin er að verða gegn Þjóð- verjum í Danmörku, Tékkóslóv- akíu og Vestur-Póilandi. En þar hafa 7 Pólverjar verið dæmdir fyrir illa meðferð á varnarlausum Þjóðverjum — það er þannig að orði komizt í þýzkri tilkynn- Ingu — 'Og era 6 þessara Pöl- verja fyrrverandi flugmenn í flugher Pólverja. _ k LOFTÁRÁSIR BRETA Frh. af í. síðu. frægu Fiatverksmiðjur í Torino á Norður-Italíu, eru þær fyrstu, sem Bretar ‘hafa gert á þeim slóðum síðan Frakkland gafst upp. Flugvélarnar urðu að fljúga frá bækistöðvum sínum á Englandi og til baka samtals 2500 km. log í 5000 metra hæð yfir Alpa- fjöll. íkveikjusprengjum var varpað á Caproniverksmiðjurnar í Mil- ano og á flugvélaskála rétt hjá þeirn og komu miklir eldar upp að árásinni lokinni. Loftárásin á Fiatverksmiðjurn- ar í Torino stóð frá kl. 12i/2 til kl. 1 ýi í fyrrakvöld. Hittu sprengjurnar báða arma verk- smiðjubygginganna og urðu af ógurlegar sprengingar og eldar. Árásin virðist hafa komið ítölum alveg að óvörum. Skutu þeir þó af ioftvarnabyssum, en ekkert skotið hitti. Flugvélarnar komust heilu og höldnu til baka yfir Alpafjöll og heim til Englands, að einni Undanskilinni, sem varð að nauð- lenda á sjónum skammt frá Eng- landsströndum. Áhöfninni var bjargað. ÖEIRÐIR í K.HÖFN OG PRAG Frh. af 1. siðu. ungir menn, handíeknir, eh Ient hafði í ryskingum milli þeirra og þýzkra hermanna. Dóms- málaráðherra Danmerkur hefir hvatt þjóðina til þess að aðhaf- ast ekki neitt, sem gæti leitt til þess að sambúð Dana við þýzka herinn í Danmörku spilltist. Þá er sagt frá þvi, að til ó- eirða hafi komið í Prag, höf- uðborg Tékkóslóvakiu á föstu- daginn. Tékkneskir fasistargengu um borgina. Þeir munu hafa ver- ið um 450 talsins, og voru þýzk- ir stormsveitarmenn með þeim. Var hópurinn á leið til bæki- stöðvar tékkneska þjóðflokksins, sem hefir verið bánnaður. En er það vitnaðist fór múgur manna á vettvang, pg lenti í ryskingum milli fólksins og stormsveitar- manna og fasista. Hacha forseti bað þá hin þýzku yfirvöld að sjá um, að stormsveitarmennirnir Idrægju, sig í hlé, til þess að unnt væri að koma á reglu. Fjölda margir menn hafa verið handteknir. Tvð nf ðryggistæki á brezkiiin skipnn. IGÆR var tilkynnt í London, að tekin hefði verið í notk- un á brezkum flutningaskipum tvö ný öryggistæki, nýuppfund- in. ( Annað er dufl, sem losnar við skipið, er það verður fyrir tund- urskeyti eða rekst á tundurdufl, og gefur öryggisduflið frá sér rautt og hvítt Ijós, sem sést all- langt að. Auk þess er komið fyrir á duflstönginni merkjaljósum, sem senda frá sér viðstöðulaust neyðarmerkið S. O. S. Hitt öryggistækið er fleki, sem auðvelt er, með sérstölram út- búnaði að renna á sjó út. Auglýsið í Alþýðublaðinu. ------UM ÐÁGINN OG VEGINN-------------------- Útgáfa Menningaisjóðs. Fyrstu bækurnar eru komnar. Hlustað eft- ir undirtektum almennings. Óánægja. Gjaldeyrir, inneignir er- lendis. Peningar og matur. Dagurinn í dag «g næstu dagar. ------ ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. -------- AÐ ER EKKI lítill viðburð'ur *** — þegar fyrstu bækur hinnar miklu útgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins koma út. Þetta er einhver allra stærsta bókaútgáfa, sem nokkurntíma hefir verið ráðist í hér á Iandi og áskrifendur eru um 12 þúsund að því er sagt er. Sýn- ir það mjög vel áhuga almennings í landinu fyrir þessu máli. Það sýn- ir, að hann þráir góðar bækur og með þessari útgáfu var líka ætl- ast til þess að nýtt bókasafn mynd- aðist á hverju heimili. SJÁLFUR HEFI ÉG ekki séð þessar bækur og enga af þeim les- ið nema Sult — Hamsuns, — sem ég las fyrir mörgum árum. Ég tek þetta fram til þess að koma í veg fyrir misskilning. Ég hef undan- farna daga hlustað eftir því, hvern- ig fólk tæki þessari útgáfu og því miður verð ég að segja það, að ég hef ekki hitt einn einasta mann, sem ekki hefir verið óánægður. MENN ERU alls ekki óánægðir með útlit bókanna. Menn eru óá- nægðir feð þær sjálfar, efni þeirra allt og þýðingu þeirra. Ég hefi eng- an hitt, sem ekki segir, að Sultur sé hundleiðinleg bók og Viktoría drottning líkar mönnum ekki. Ég vissi það fyrirfram, að bók Huxleys myndi ekki vera fyrir allan al- menning, enda hefir það komið í Ijós. Það getur vel verið, að dóm- ur manna um þessa bók byggist á því, sem því miður einkennir okk- ur íslendinga og yfirleitt alla nú- lifandi kynslóð í öllum löndum, að flýja frá hugsuninni, að vilja helzt lesa léttmeti, sem ekkert þarf að leggja á sig til að skilja og vitan- lega má ekki taka tillit til þess nema að örlitlu leyti. Ég get því ekki áfellst útgáfuna fyrir þáð að gefa þessa bók út, þó að hún sé ekki fyrir allan almenning, hún getur einmitt verið nauðsynlegri fyrir það. Þá hafa margir menn fundið mjög að þýðingunum, en þó sérstaklega finna menn að þýðing- unni á Viktoríu drottningu, sem kvað vera með miklum endemum á köflum. ÞAÐ ER ÁKAKFLEGA SLÆMT — ef illa hefir tekist til um þessa fyrstu tilraun til útgáfu Menning- arsjóðs. Ég man, að ég hitti í fyrra Jónas Jónsson og sagði við hann: Ég er hræddur um að þið verðið of þunglamalegir, að þið skiljið ekki nógu vel hvað á að gefa út. Hann kvað enga hættu á því og leizt mér vel á nöfn sumra bók- anna, enda hygg ég, að hezta bók- in, bók Lawrense sé enn ekki komin. ÉG VIL MINNA fólk á það, að þó að það sé ef til vill ekki ánægt með þessar fyrstu bækur útgáf- unnar, þá er alveg ástæðulaust fyr- ir það að tapa trúnni á þessa út- gáfustarfsemi og ég hygg, að eng- inn þurfi að sjá eftir þeim 10 kr., sem þeir láta fyrir allar þessar bækur, þó að þeir séu ef til vill ekki algerlega ánægðir með þær. Allt stendur til bóta — og eins er um þessa útgáfu. 1 ÞAÐ ER SAGT, að allmikill gjaldeyrir sé nú til í landinu, að mikið hafi verið borgað upp af lausum skuldum erlendis eða jafn- vel allar og að við eigum nú orðið álitlega fjárfúlgu erlendis. Væri ekki ráðlegt að kaupa mikið af mat og fatnaði til landsins fyrir féð? Er nokkur faót fyrir okkur að safna fé erlendis, meðan allt er í óvissu um lok stríðsins — og hve lengi það kann að standa? Matur er alltaf matur, fatnaður er alltaf fatnaður, en peningar eru ekki allt af peningar. Það höfum við öll fengið að sjá. Annars ættu bættir tímar að kenna okkur — ekki síð- ur en þeir slæmu. Þó að allmikið sé nú um atvinnu og útgevðinni gangi sæmilega, getur hún skyndilega hrapað niður í sama fenið og hún var áður í. Við skul- um eyða fénu í nytsama hluti, en ekki liggja á því. Þetta segi ég og: almenningur, hvað sem fjármála- spekingarnir segja. Hannes á horninu. Tvær ikeMtiferilr FerOafélagsins um næstn taelgi F^ERÐAFÉLAG ÍSLANDS fer tvær skemmtiferðir um næstu helgi. Aðra ferðina inn í Kerlingafjöll. Verður lagt af stað kl. 3 síðdegis á laugardag 'Og komið heim á sunnudags- kvöld. Ekið verður um Gullfoss með viðkomu í Hvítárnesi, en dvalið í Kerlingafjöllunum mest allan sunnudaginn, en þau eru einhver sérkennilegustu og feg- urstu fjöll fslands og hverasvæð- ið afar einkennilegt. Hin ferðin er gönguför á Esju. Ekið verður í bílum upp að Bugðu í Kjós. Gengið þaðan austan við Flekkudal upp fjall- ið á Hátind og haldið vestur eft- ir fjallinu og komið niður að Mogilsá. Áskriftarlistar liggja frammi é skrifstofu Kr. ó. Skagfjörðs og þátttakendur í Kerlingaf jalla- ferðinni eiga að vera búnir að taka farmiða fyrir kl. 7 á föstu- dag, en í Esjuferðinni fyrir kl. 12 á laugardag. ðnnnar Pálsson sppnr t ðamla BiAannaðkvðli Það er sannarlega ekki van- þörf á að hressa upp á bæjar- búa á þessum siðustu og verstu tímum. Það er varia talað um annað en stríð, steypiflugvélar >og föðurlandssvik. Andrúmsloftið er að verða óþolandi. Þess vegna- var mér það óvenju kærkomin frétt að heyra um hljómleika Gunnars Pálssonar annað kvöld Við höfum heyrt Gunnar stöku sinnum í útvarp- inu og sem einsöngvara með Karlakór Reykjavíkur, en í mörg ár hefir hann ekki haldið sjálf- stæða hljómleika. Er illa farið, að jafn ágætur söngvari skuli setja ljós sitt undir mæliker. Svo skínandi bjartur og voldugur ten- ór er ekki á hverju strái. Áftöngskránni á föstudaginir era íslenzk, ameriksk ogensklög,. öll alkunn. x. Talnr-Fram i kvöli L. 8 I kvöld (ekki kl. 8i/2); hefst leikur Vals og Fram í Islandsmótinu. Er búizt við góð- um og léttum leik, eins og alla jafna, þegar þessi félög eigast við.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.