Alþýðublaðið - 16.08.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.08.1940, Blaðsíða 2
al^yðublaðið FÖSTUDAGUR 1§. ágúst 194«. TUkynnin fráríkisstjðrninni um slglingahættu Vegna hernaðaraðgerða Breta eru hér með birtar eftirfarandi tilkynningar: 1. Reykjavíkurhöfn: Girðing (boom) hefir verið lögð þvert fyrir innsiglinguna til Reykjavíkur. Eftirfarandi merki verða sýnd, þegar girðingin er lokuð: Að degi til: Tvær svartar kúlur. Að nóttu: Hvítt, rautt og hvítt,ljós, þráðbeint hvert upp af öðru. 2. Bannað er að leggjast við akkeri eða veiða með hverskonar botnslæðum á svæði því, sem sýnt er á eftirfarandi uppdrætti: Takmörk bannsvæðisins: Vesturtakmörk: Lína frá Akranessvita til staðar á 64° 15'n. brd. og 22° 07'v. lgd., þaðan í Kerlingarsker (64° 09'2"n. brd. 22° 03'4"v. lgd.). Austurtakmörk: Lína frá Krossvíkurvita (64° 18'9"n. brd. 22° 03'4"v. lgd.) í austur-rönd Akureyjar og þaðan í land. Norðurtakmörk: Ströndin við Akranes. Suðurtakmörk: Lína frá Kerlingarskeri í-Gróttuvita, ög síðan norð-austurströnd Seltjarnarness. Eigir Þýzkir falihlff arhermeBH ð Bret- laadi. ÞAÐ var tilkynnt í London í gær, að áreiöanlegt væri, að engir þýzkir fallhlífarhermenn hefðu lent í Bretlandi. A ,m. k,. tvívegis sáu heimavarnarliðsmenn fallhlífarnar svífa tórnar til jarð- ar. Einnig fuindust fallhlífar í umbúðum. Er litið svo á í Bre,t- landi að hér sé um algerlega mis- heppnaða tilraun að ræða, til þess að blekkja almenning í Bret- landi. 1 tilkynningu öryggismálaráðu- neytisins segir, að komið hafi í Ijós, að heimavarnarliðið sé við öllu búið, og hafi það fengið fyrirtaks æfingu, vegna þessara tilrauna Pjóðverja til þess að hræða almenning í Bretlandi. en það hafi mistekizt herfilega. Bretar smiða 2000 finpélar á mánnði. IGREIN sem birtist í amerikska blaðinu „New York Times", er skýrt frá því, að nú muni svo komið, að Bretar framleiði allt að 2000 flugvélum á mánuöi. Fullyrðir blaðið, að framleiðsla tefjist ekki á neinn hátt þrátt fyrir hinar síendurteknu laftárás- ir Þjóðverja. Bretar lejrfa engan matvælainnflutning til Frakklands. BAUDOIN utanríkismálaráð herra Frakklands skýrði frá því í gær, að franska stjórn- in hefði farið þess á leit, að brezka stjórnin leyfði matvæla- innflutning til Frakklands, en þessu hefði verið neitað, þótt Þjóðverjar hefði lofað að taka ekkert af þeim matvælum, sem inn væri flutt handa almenningi í Frakklandi. Það hefir einnig verið skýrt frá því í þýzku útvarpi og blöð- um, að Þjóðverjar þurfi ekki matvæli frá Frakklandi, en lof- orð Þjóðverja- eru ekki tekin trúanleg í Bretlandi. Bæjarstjórn veitir 10 hás. krðnnr til snm- ardvalar barna. B ÆJARSTJÖRN samþykkti i gær, að veita nefndinni, sem annast sumardvöl bama úr Rvík nú þegar 10 þús. kr. af því fé, sem alis verður veitt til þessa máls. Áætlaður kostnaður við sumardvöl barnanna er 85 þús. kr., en enn mun vanta 30—35 Þús. 4 : i Sókn ítala heldnr áfram í Somalílandi Bretar hafa orðið að horla unðan norðan við flargeisa. SAMKVÆMT hernaðartil- synningu frá Kairo í gær hafa ítalir gert mikið áhlaup á aðalvarnarstöðvar Breta í Brezka Somalilandi norðan við Hargeisa. Höfðu ítalir mikið lið og gnægð vélknúinna hernaðar- tækja. Sagt er, að ítalir hafi teflt fram tveimur herfylkjum í sókn sinni, m. a. liði því, sem ætlað var til varnar á landamærum Franska Somalilands. En eftir uppgjöf Frakka í styrjöldinni hafa ítalir þar ekkert að óttast. Bretar, segir í tilkynningunni frá Kairo, hafa orðið að hörfa undan til aftari varnarstöðva. ítalir sækja einnig fram með ströndinni frá Zeila í áttina til Berbera. Winston Churchill vék að þessari tilkynningu í neðri mál- stofu brezka þingsins í gær og sagði, að um miður góðar fréttir væri að ræða. Kvaðst hann víkja nánara að horfunum í Brezka Somalilandi síðar, en næstkomandi þriðjudag er búizt við, að Churchill flytji ræðu í neðri málstofunni um styrjald- arhorfurnar yfirleitt. LOFTORUSTURNAR f GÆR Frh. af 1. síðu. I Hastings ltomu sprengjur inið- Ur í íbúðahverfi og særðust all- margir menn. Á einum staö varð járnbrautarlest fyrir kúlnabnotum og í Yorkshire urðu skemmdir á eignum á nokkrum stöðum. Árás á Portland bar lítinn á- rangur, en nokkrir menn særð- ust. Þjóðverjar telja tjónið af á- rásunum hafa verið mjög miklu meira og segjast hafa skotið nið- ur 89 brezkar flugvélar í loftor- ustunum, en ekki misst mema 29 sjálfir. Mikið lof er borið- á brezka flugmenn og flugvélar í ameríksk- um blöðum. Jafnvel í Frakklandi eru menn farnir að sannfærast um, að Þjóðverjar hafi orðið fyr- ir gífurlegu tjóni í árásunum á Englandi, en vitanlega er reynt að leyna Frakka því, sem gerist. Þeir geta a. m. k. ekki komizt hjá að sannfærast um það tjón, sem orðið hefir af völdum loft- árása Brefa á hernaðarstöðvar Þjóðverja í Norður-Frakklandi Ógurlegt tjón varð í gær í 21/2 klst. loftárás á olíustöðvar við Bordeaux, og er talið að olíustöðin sé Þjóðverjum gersam- lega ónotbæf. Gaus þar upp svo mikill eldur, að hann sást úr 150 km. fjarlægð. Hver olíugeym- irínn sprakk á fætur öðrum og logandi olían rarnr í allar áttir. Fjögurra brezkra flugvéla er saknað úr leiðangrinum. Fregnir frá Svisslandi herma, að erlendar flugvélar hafi flogið ^fir Sviss í pótt og sömu leið til Baka klukkustundu síðar. Er tal- ið, að her hafi brezkrar sprengju- flugvélar, aftur á leið til Norður- ítalíu. Útbreiðið AlþýðublaðÍð. UM ÐAGINN OG VEGINN - Ný kvikmyndatæki. Hreinni tónar og betri birta. Textalausar myndir. Efnisskrá. Breytingar á sölu aðgöngumiða. Skemmti- garðurinn og barnfóstrurnar. Ljósleysið í póstboxunum. — Géitháls rifið að grunni. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÁSUNNUDAGSKVÖLD verð- ur í Gamla Bíó frumsýning á nýrri vikmynd af Ben Geste, hinni frægu mynd, sem sýnd var hér fyrir mörgum árum, þá með Ronald Colman í aðalhlutverkinu. Nú leikur Gary Cooper aðalhlut- verkið. EN ÞAÐ, sem merkilegra er við þessa frumsýningu, er það, að nú verða í fyrsta skipti tekin í notkun ný talmyndatæki, sem kvikmyndahúsið hefir keypt. Framleiða þau skærari birtu og hreinni tóna svo að jafnvel heyrist hvar sem verið er í húsinu, en á þetta hefir viljað bresta með hin- um gömlu tækjum. Þá verður og fyrsta sinni sýnd textalaus mynd, frá Ameríku (þ. e. Ben Geste), og verður þannig framvegis, en efnis- skrá verður seld á 25 aura eins og í gamla daga. Stafar þetta af því, að nú er Danmerkurmarkaðurinn lokaður og nú fara myndirnar að koma frá Ameríku og e. t. v. Eng- landi. AÐSÓKN að kvikmyndahúsun- um hefir vaxið ákaflega mikið við komu hins brezka setuliðs hingað, er það og engin furða þegar skyndilega fjölgar í bænum um þúsundir manna. Þessi skyndilega aukna aðsókn hefir skapað ýmsa erfiðleika fyrir kvikmyndahúsin með aðgöngumiðasöluna. Af ýms- um ástæðum hafa kvikmyndahús- in reynt að stilla svo til að útlend- ingarnir sætu út af fyrir sig og ís- lendingar annars staðar. Er þetta meðal annars og aðallega gert vegna þeirra vopna, sem hermenn- irnir hafa meðferðis. ÞETTA HEFIR TEKIZT að noékru leyti, en ekki öllu, vegna þess að ekki hefir verið hægt að skipuleggja aðgöngumiðasöluna nógu vel. Nú hefir Gamla Bíó á- kveðið að reyna að koma enn betra skipulagi á þetta en áður og þess vegna er ákveðið að hafa tvær sýningar daglega, aðra kl. 7, en hina kl. 9. Aðgöngumiðasala á að hefjast kl. 1 hvern dag, tekið er á móti pöhtunum, en allar pant- anir verða menn að sækja fyrir kl. 6 y2, annars verða þeir miðar seldir öðrum. ÞÁÐ HEFIR t. d. vakið mjög óá- nægju hinna erlendu hermanna að sjá aðgöngumiða afhenta, en þeim neitað um miða. Þeir þekkja ekki þessa pantanavenju okkar, en vit- anlega er sjálfsagt fyrir kvik- myndahúsið, að reyna að gera öll- um viðskiptavinum sínum til hæfis og það ætlar það að reyna að gera með þessu nýja fyrirkomulagi. ALMENNINGUR mun áreiðan- lega taka vel í þessar breytingar og skilja nauðsyn þeirra. Aðal- breytingin er í því fólgin, að allar pantanir verða að vera sóttar fyrir kl. 6,30 á kvöldin. R. S. SKRIFAR MÉR á þessa leið: „Þú varst einn daginn að dá- sama kyrrðina í skemmtigarðinum við Tjörnina og ekkert fannst mér þar ofmælt. En hefir þú ekki orðið var við neitt óvenjulegt í garðin- um fyrst þú ert þar svona oft þeg- ar veður er gott Ég tel ósæmilegt framferði ýmissa barnfóstra, jafn- vel stelpukrakka, sem þarna eru. Viltu ekki minnast á það, að rétt sé að benda þeim á að hugsa meira um börnin, sem þær eigá að gæta og minna um annað óhollara?“ ÉG HEFI EKKI orðið var við neitt óvenjulegt eða ósæmilegt, en það getur meira en verið, að hvort tveggja eigi sér þó stað. Ég hefi líka heyrt að garðyrkjuráðunautur bæjarins hafi að gefnu tilefni beð- ið um aukið lögr.eglueftirlit í garð- inum — og hefir hann áreiðanlega ekki gert það að ástæðulausu. Bendinguna til barnfóstranna sendi ég rétta hoðleið. MEÐAL ANNARRA ORÐA: Hvernig stendur á því, að númer vantar enn á sum nýju póstboxin. — og hvernig stendur á þvf, að Ijós eru oft alls ekki fyrir innan boxin, svo að ekki er hægt að sjá í þau? ÉG SKAMMAÐIST svolítið um daginn út í hryggðarmyndina að Geithálsi, gamla, ljóta, gluggalausa hjallinn, og lagði til að hann yrði brenndur til ösku eða rifinn, eins; og venja er um hús, sem eiga að hverfa. Nú er ákveðið að gera þetta — og byggja fallegra hús á staðn- um. Þetta líkar mér. Hannes. á horninu. Bað bezta verðnr ávalt ðdýrast. Nýslátrað dilkakjöt. Frosið dilkakjöt. Nautakjöt. Kálfakjöt. Grænmeti, allskonar. Álegg, fleiri tégundir. Allt, sem þér þarfnist í ferðalagið. Pantið í matinn í tíma. Pantið í hann í síma 9291 — 9219. Stebbabúð. Það bezta er aldrei of gott. Nýtt dilkakjöt, Nautakjöt af ungu. Kálfakjöt. Grænmeti, lækkað verð. Kaupið í matinn þar, sem úrvalið er mest. Jén Mathiesen. Símar 9101 og 9202. Nýslátraé dilkakjðt Frosin dilkalæri. Nýr lax og silungur. Nýreykt kjöt. KJÖTVERZLANIR Hjaita Lýðssonar. Reiðhjólaviðgerðir eru fljót- ast og bezt af hendi leystar i Reiðhjólasmiðjunni Þór, Veltu- sundi 1. ESI ^ramWólW^opimnn. 1 1 TA níTrAwa. 1 Æk\ . lo.uoab.w. f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.