Alþýðublaðið - 16.08.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.08.1940, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 16. ágúst 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ --------- MÞYÐUBLAÐIÐ —— . Ritstjéri: Stefán Pétursson. Ritstjér*: AlþýSuhúsinu viS Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjéri. 4901: Irwilendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4983: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsl*: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4986. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. Leynistoðin. Heimsókn til trAiaðarmaiia alpýðu- samtakanna á Norðnr- o§ Aistnrlandi. ----4---- Samtal við Stefán Jóhann Stefánsson forseta Alþýðusambands íslands. AÐ eru alvarleg tíðindi, að hér í Reykjavík skuli undir núverandi kringumstæðum hafa fundist leynileg stuttbylgjustöð, sem staðið hefir í sambandi við önnur lönd, þar á meðal Þýzka- land, iog óheyrilejgt, að íslenzkur rikisborgari skuli vera við slíkt riðinn. Enn, sem komið er, hefir brezka setuliðið, sem fami stöðina og tók eiganda hennar fastan, að vísu ekki látið neitt uppi um það, í hverju starfsemi hennar var fólgin, annað en pað, að hún hafi sent .skeyti til Þýzka- lands, sem setuliðið náði í. Hvað það skeyti hafði inni að halda, er ennþá Iaunungarmál. En það virðist að minnsta kosti ekki á- stæðulaust að óttast, að slíkt skeytasamband við óvinaland þess ófriðaraðilans, sem hefir her numið land okkar, hafi verið þess eðlis, að það geti haft hinar al- varlegustu afleiðingar, ekki að- éins fyrir eiganda leynistöðvar- innar og þá, sem að hon'um kynnu að standa, heldur og fyrir land okkar og þjóð í Reild sinni. Það er út af fyrir sig alveg nógu alvarlegt brot gegn islenzk- um lögum, að hafa yfirleitt leyni- lega útvarpsstöð hér, þótt tím- arnir væru ekki eins hættulegir og þeir eru. Og það var eig- anda þeirrar stöðvar, sem nú hef ir verið fundin, fullkunnugt. Hann hefir tvisvar sinnum verið aðvar- aður áður fyrir að hafa leynilega útvarpsstöð í sinni vörzlu. En hvað er það þó á móti því, að gera sig sekan um slíkt á þeim tímum, sem nú eru, og að standa í ólöglegu skeytasambandi við land annars ófriðaraðilans, ef til ivill í þeim tilgangi, að gefa hon- um upplýsingar, sem hernaðar- lega þýðingu geta haft, um við- búnað hins, sem nú hefir* gert land okkar að hernaðarlegri bækistöð sinni? Það væri einkennilegur mis- skilningur 'af manni, sem slíkar njósnir hefði með höndum, og af þeim, sem að honum kyninu að standa, að ímynda sér, að þeir gætu leyft sér slíkt af því, að íslenzk lög næðu ehki til þess. Þá háfa þeir ekki gert sér grein fyrir því enn, hvað þaðþýðir, að land okkar hefir verið hernumið. Hver hugsandi maður ætti þó að geta skilið það, að enginn her myndi íáta það viðgangast, að haldið væri uppi njósnum fyrir óvinaþjóð hans í því landi, sem hann hefði hertekið, hvað sem Iögum þess lands liði. Og það ætti því að mega ætla, að hver og einn sæi sinn eigin hag í þvi, að halda sér frá allri slíkri starfsemi gegn hinu brezka setu- liði hér, jafnvel þótt hann ekki fyndi að það er líka siðferðisleg skylda harís gagnvart þjóð okkar. Það er hugsanlegt, þótt það sé ; ótrúlegt, að til séu menn hér a landi, sem hafa verið æstir svo upp á móti Bretum með undirróðri nazista og kommún- ista, að þeir finni hjá sér hvöt til þess, að gerast verkfæri Hitlers hér og koma upplýsingum um viðbúnað brezka setuliðsins til Þýzkalands. En það er ólík- legt, að þeir séu svo skyni skroppnir, að þeir skyldu ekki að þeir væru með því að vega að okkar eigin landi og okkar eigin þjóð, sem nú þegar ér í nógu miklum vanda stödd vegna hins brezka hernáms, þó að Þjóðverjum sé ekki af á- byrgðarlausum apgurgöpum og njósnurum beinlinis boðið upp á að koma til þess að berjast um landið við hið brezka setulið og leiða allar sömu hörmungar ó- friðarins yfir það og þeir hafa þegar leitt yfir Noreg, Holland, Belgíu og mörg önnur lönd. En hvað annað væru þeir menn raunvemlega að gera, sem hér rækju njósnir fyrir þýzka naz- ista? Það væri því sannarlega hörmu legt til þess að vita, efsámaður, sem nú hefir verið tekinn fast- ur fyrir að hafa hina leynilegu stuttbylgjustöð í vörzlu sinni og halda uppi skeytasambandi við Þýzkaland, skyldi hafa verið svo ábyrgðarlaus, að senda þangað upplýsingar, sem hernaðarlejga þýðingu gætu haft. Hinsvegar þyrfti það ekki að koma nein- um á óvart, þótt slík óhappa- verk hlytust af þeim samvizku- lausa undirróðri, sem hér er rek- inn af fimmtu herdeildinni, naz- istum og kommúnistum, gegn brezka setuliðinu, í þeirri von að verða hafin til virðingar af Hitl- er að launum á eftir, ef hann skyldi verða ofan á í stríðinu. Slíkir herrar eru ekki að hugsa um það, þótt þeir stofni í hættu einum eða fleiri mönnum, sem væru svo ógæfusamir að láta ginnast af þeim til fjandsamlegs athæfis gegn hinu erlenda setu- liði og til lögbrota eða jafnvel landráða við sína eigin þjóð. Og þeir horfa heldur ekki í það, að leiða hörmungar ófriðarins yfir sitt eigið land, þegar þeir vænta sér einhverrar vegtyllu af því sjálfir. Það höfum við séð af dæmunum um Quisling og Kuu- sinen erlendis. Uppgötvun hinnar leynilegu stuttbylgjustöðvar ætti að vera okkur öllum alvarleg áminninig lum að vera í framttðinni betur á verði gagnvart hinu þjóðhættu- lega moldvörpustarfi nazista og kommunista hér, en hingað til. Auglýsið í Alþýðublaðinu. STEFÁN JÓH. STEF- ÁNSSON forseti Al- þýðusambandsins er nýkom- inn heim úr ferðalagi um Norður- og Austurland. Fór hann aðallega til að hafa tal af trúnaðarmönnum Alþýðu- flokksins og Alþýðusam- bandsins í þessum landsfjórð ungum. Alþýðublaðið hafði tal af St. J. St. í gær og spurði hann tíðinda úr för hans. „Ég heimsótti trúnaðarmenn alþýðusamtakanna á Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, Húsa- vík, Reyðarfirði, Seyðisfirði, Eskifirði og Norðfirði,“ sagði hann. „Ég talaði við trúnaðarmenn- ina eftir því sem föng voru á, en sumsstaðar varð ég þó að hafa meira hraðan á en ég hefði óskað .Tókst mér þó að ná tali af mörgum fulltrúum samtak- anna.“ — Og hvernig horfir fyrir Al- þýðuf lokknum ? „Allsstaðar þar, sem ég kom, varð ég var við mikinn áhuga og starfsvilja hjá flokksfólki. Það kom mjög vel í ljós, að skilningur á stefnu og starfs- aðferðum flokksins, eins og nú stendur, er ágætur.“' — Sundrungin úr sögunni? „Já, sundrung sú, sem var vakin í flokknum 1937 er alveg úr sögunni innan samtakanna — og flokkurinn er nú sem óð- ast að vinna það upp aftur, sem þá fór forgörðum. Ég varð þess áþreifanlega áskynja hvað eftir annað, að menn telja að reynslan hafi sýnt það, að sú stefna, sem flokksstjórnin tók þá, hafi verið hin eina rétta — og að þeir, sem vöktu þessa sundrungaröldu, hafi beðið al- gert skipbrot. Um vöxt og viðgang flokks- ins vil ég segja, að and- stæðingar hans til allra handa munu komast að raun um það, að hann stendur fastari fótum, á meiri ítök og er heilsteyptari, en sum af blöðum andstæðing- anna hafa verið að geypa um. Enginn verður með orðum veg- inn. Alþýðuflokkurinn starfar að stefnumálum sínum, og það nægir. Þessi mál eiga að skapa framtíð hans.“ — Hyggur þú að miklar breytingar hafi orðið á pólitísku hugarfari manna úti um land? „Nei, það hygg ég ekki. Ég- tel mestar líkur til, að fylgi flokkanna sé hlutfallslega mjög líkt og var við síðustu kosning- ar, nema fylgi Kommúnista- flokksins. Allsstaðar þar, sem ég kom, voru mér sagðar hinar sömu fréttir: um fylgistap hans, um vantrú alþýðunnar á þessu rússneska útibúi og algert von- leysi þeirra sárafáu, sem enn halda þó tryggð við hann. Það er bersýnilegt að þessi flokkur setur nú alla von sína á heims- yfirráðastefnu Stalins. Stefnu- skrá í innlendum málum hefir hann enga.“ — Félagsstarfsemi? „Alþýðuflokksfélögin starfa lítið sem ekkert á sumrum. En mikill hugur var í flokksmönn- um um að hefja öflugt félags- starf þegar haustar, bæði með hliðsjón af flokksþinginu, sem haldið verður í haust og eins vegna fyrirhugaðra alþings- kosninga á næsta vori.“ —- Verkalýðssamtökin? „Eins og .þér er kunnugt um, verður haldið Alþýðusam- bandsþing í haust. Innan skamms verður farið að kjósa fulltrúa á þetta þing. Hygg ég, að þátttakan í því verði mjög al- menn. Fullkominn skilningur er hjá trúnaðarmönnum sam- takanna á því, að taka verði til gaumgæfilegrar athugunar breytingar á skipulagi sam- bandsins. Heyrði ég svo að segja engan mæla gegn því. Það var mjög athyglisvert, að mér var sagt, að allar raddir væru gjörsamlega þagnaðar um þau mál, sem sundrungarpost- ularnir reyndu að nota mest til að skapa óánægju og sundrungu innan verkalýðsfélaganna, en þar á ég við vinnulöggjöfina og lögfestingu kaupgjaldsins. Þó að menn séu ef til vill óánægðir með einstaka dóma Félagsdóms, þá er yfirleitt talið, að vinnu- löggjöfin skapi töluvert öryggi fyrir samtökin. Um lögfestingu kaupgjaldsins er það yfirleitt skoðun, að ekki hefði tekist að ná sömu kauphæð og nú er, ef allt hefði verið með gamla lag- inu. Telja menn, að Alþýðu- flokknum hafi tekist mjög vel að vernda hagsmuni kaupþega, eins og nú er ástatt um alla hluti. Hinsvegar er mönnum ljóst, að hér er um bráðabirgða- lausn að ræða og gera má ráð fyrir að um nýjár hefjist aftur frjálsir samningar, en hinsveg- ar telja menn sjálfsagt að heildarsamningar verði teknir upp og um leið verði kaup sam- ræmt, svo að ekki sé eins og nú er, að kaup sé mjög misjafnt í þorpum, sem eru þó jafnvel í sömu sýslu.“ — Hvernig er afkoman á þessum stöðum, sem þú heim- sóttir? „Það var ánægjulegt að koma til flestra þessara staða, vinna var mikil og flestir önnum kafn- ir, afkoman er því sæmileg eins og stendur. Ég vil geta þess, að þegar ég var á Austurlandi var þar stadd- ur framkvæmdastjóri fram- færslumálanefndar ríkisins, Jens Hólmgeirsson, og ræddum við í sameiningu við stjórnir Eskifjarðar og Norðfjarðar. Mörg sveitarfélög hafa átt við mikla erfiðleika að etja undan- farin ár — en ég vona nú að leiðir finnist út úr ógöngunum.“ GREINAR VILMUNDAR JÓNSSONAR Logið í stállunga Ritað gegn auglýsingaskrumi lækna o» Stállungahemaðurmn x Ritað gegn hýenum lýðræðisins fást á afgreiðslu Alþýðublaðsins, og kostar 50 aura hvor bæklingur. Sendir gegn póstkröfu út á land. Auglýsingu þessari var neitað um rúm í Tímanum. Mflgvaltaferðir í ágústmánuði Til Þingvalla kl. IOV2 árd., 2V2 og 7 síðd. Frá Þingvöllúm kl. 1 e h., OV2 og 8V2 síðd. daglega. Aukaferðir laugard. og sunnudaga Steindór, sími 1580. verður verzlun mlnni og verkstœðum lokað laugardaginn 17. ágúst, allan daginn. Hf. Egill Vilhjálmsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.