Alþýðublaðið - 14.09.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.09.1940, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 14. SEPT. 1940 ALÞÝÐUBbAÐIÐ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Áfgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝ0UPRENTSMIÐ J AN H. F. Ifiriii gægist nidan sanðargærnnni. ÞAÐ fór eins og Alþýðu- blaðið grunaði. Það þurfti ekki annað en að sýna Vísi franá á, að landsverzlun væri, að því er brýnustu nauðsynjavörurn- ar, matvæli og hráefni, snerti, eina leiðin, ef gera ætti alvöru úr þeirri kröfu hans og annarra, að nota hinn hagstæða verzlun- arjöfnuð nú til þess að birgja landið upp að erlendufn vörum, áður en þær hækka enn í verði, og spara þjóðinni þannig stórfé, Það þurfti ekki annað til þess, að „andlitið dytti af“ Vísisrit- stjórunum, eins og sagt var um árið, og úlfurinn gægðist fram undan sauðargærunni, sem þeir hafa haft á sér undanfarið, þeg- ar rætt hefir verið um aukin vörukaup frá útlöndum. Ef það á að kosta landsverzlun að birgja landið upp að þessum brýnustu nauðsynjavörum og spara þjóðinni stórfé á þann Mtt, þá kærir Vísir sig ekkert um birgðirnar og ekkert um sparnaðinn. Fyrir honum vakti aðeins það, að tryggja heildsöl- unum sem mestan innflutning og sem mestan gróða. Það er nú ómótmælanlegt, eftir skrif hans í gær. í ritstjórnargrein hans gat að lesa, að það væri að vísu „betra að hafa meira en minna“ af hin- um brýnustu nauðsynjavörum, svo sem kolum, salti, olíu og kornvöru, en það mætti lengi deila um það, hvað teljast yrði nægilegar birgðir af slíkum vörum. Það er strax töluvert . annar tónn en undanfarið. Ekk- ert lengur um það, að kaupa þurfi inn vörurnar, áður en þær hækki í verði, til þess að spara þjóðinni stórfé! Það kemur til af því, að það eru allt aðrar vör- xir en þessar brýnustu nauð- synjavörur, sem heildsalarnir vilja fá að flytja inn. Þeir hafa nefnilega aldrei verið að hugsa um að birgja landið upp að nauðsynjum og spara þjóðinni á þann hátt stórfé, heldur um hitt, að tryggja sjálfum sér fljóttekinn gróða. Þess vegna finnst Vísi nú allt í einu nóg vera til af hinum brýnustu nauðsynjum í landinu og vitnar því til sönnunar í Eystein Jóns- son viðskiptamálaráðherra, sem fyrir nokkrum vikum hafi bent á koláhrúgurnar á uppfylling- unni því til sönnunar, hvort ekki væru nægilegar birgðir til af þeim í landinu. Hitt varast Vísir að neína, að Eysteinn Jónsson viðskipta- málaráðherra upplýsti í grein sinni um gjaldeyrismálin í Tím- anum á þriðjudaginn, að þegar kolin ein væru undanskilin, hefðu birgðirnar af hinum brýn- nstu nauðsynjavörum, svo sem kornvöru, salti, olíu og öðru slíku ekki vaxið í landinu síð- an í stríðsbyrjun svo nokkru næmi, enda þótt frjáls innflutn- ingur hefði verið á þeim. Og að sjálfsögðu þegir Vísir einnig um það, ' að viðskiptamálaráðherr- ann komst þar af leiðandi í þessari sömu grein að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hægt að birgja landið upp að þess- um brýnustu nauðsynjavörum, svo að um munaði, nema því að- eins að ríkissjóðv '*erði inn- kaup á þeim, , ’ þá skammt eftir að almenm jl. iands- verzlun“. vi* Vísir vegar, að vafalaust se rétt -s að auka til muna birgðirnar af kornvöru. „En það liggur alls ekkert fyrir um það,“ segir hann, ,,að það sé ekki fram- kvæmanlegt án þess að grípa til landsverzlunar. Það eru þvert á móti öll líkindi til, að stjórninni væri innan handar, að komast að samkomulagi við innflytjendur, kaupmenn og kaupfélög, um aukinn innflutn- ing.“ Það væri mjög fróðlegt að fá að heyra það hjá Vísi, hvaða samkomulag það ætti að vera. Innflutningurinn á kornvöru er frjáls, og þó hafa birgðirnar af þeim ekkert aukizt síðan í stríðsbyrjun. Heildsalarnir hafa ekki viljað flytja inn meiri birgðir af þeim upp á eigin á- byrgð. Það skyldi því aldrei vera, að samkomulagið, sem Vísir vill fá milli stjórnarinnar og innflytjendanna um aukin innkaup á kornvöru, sé rétt ein ríkisábyrgðin enn, þannig að hið opinbera ei^i að taka á sig áhættuna,, en einkaframtakið að hirða gróðann — eins og venjulegt er, þegar um ríkisá- byrgð fyrir einstaklingsfyrir- tæki er að ræða? Er það máske þannig, sem Vísir hefir hugsað sér að spara ,,þjóðinni“ stórfé með auknum vörukaupum? Eða er það afnám verðlagseft- irlitsins á nauðsynjavörum, sem stefnt er að, til þess að heild- salamir geti grætt meira en hingað til? Úrvalsljóð Einars Beneðiktssonar Sp Hvernig verður umhorfs í Reykjavík 1943 (aðeins fá eintök). Bókaverzl. GUÐM. GAMALÍELSSONAR. VANTAR íbúð í Hafnarfirði 1. okt. Bjarni Jónsson kennari. Símar 5036 og 5857. AÐ var sky’t og sjálfsagt að gefa út á þessu ári úrval ljóða Einars Benediktssonar, höf- uðljóðskálds okkar, sem nýlega er til moldar genginn, í hinni fallegu útgáfu íslenzkra úrvals- ljóða. Það er ekki svo lítill vandi að velja úr kvæðum stórskálda í söfn. sem eiga að kallast úrvals- ljóð, og er ekki trúandi fyrir því öðrum en þeim, sem þekktir eru að smekkvísi á bókmenntir. Þó er aldrei hægt að búast við, að valið verði öllum til geðs. Jónas Jón-sson hefir valið úr ljóðum Einars í þessa hók, en hann hefir ritað í Tímann miög langa grein um Einar Benedikts- son og skáldskap hans, í tilefni af andláti skáldsins. í grein þess- ari tók höfundurinn þann kost að láta skáldið að miklu leyti tala sjálft og segja sögu sína. Bar greinin þess vott, að höfundi hennar væm vel kunn ljóð Ein- ars Benediktssonar. Nú er það svo, að ég sakna að visu margra ljóða Einars í þetta safn, en gallinn er aðeins sá, að ég veit ekki, hvaða ljóð ættu að víkja úr því í staðinn, en rúm hinsvegar takmarkað, svo að ekki var hægt að taka með allt það, sem þetta höfuð- skáld okkar hafði ágætlega kveð- ið. En eitt hefir veljandinn gert, sem orkar mjög tvímælis. Hann hefir fellt úr sUmum kvæðum on tekið aðeins vísu og vísu úr öðr- um. Það, að þetta skuli vera hægt, án þess að eyðileggja kvæðin eða stórskemma þau, sýnir raunar ekki annað en það, hversu skáld okkar, jafnvel þau allraþeztu, hafa verið litlir „fag- menn“. Menn eiga helzt að rnega gera þá kröfu til kvæöa, að þau séu heilsteypt verk, sem ekki sé hægt að yrkja inn í, aftan við, framan við, eða fella úr. Þau eiga að vera eins og málverk, sem ekki nýtur sín, nema það sjáist allt. En það hefir brostið mjög á verkskunnáttu íslenzkra skálda, jafnvel þótt stórskáld væm, svo sem Einar Benedikts- son og Matthías Jochumsson. Sum ágæt skáld skemma góð kvæði með því að þau kunna ekki hið gullna meðalhóf. Þetta hendir t. d. Guðmund Friðjónsson í hinu, ágæta kvæði Ekkjan við ána, þar sem fyrsta vísan er algerlega óþörf. Og þannig væri lengi hægt að telja. En um brottfell- ingu Jónasar Jónssonar úr ljóð- um Einars Benediktssonar er ,það að segja, að það er allsendis ó- vist, að þeir, sem ekki eru kunn- ugir ljóðunum, verði þess varir, áð vantar í kvæðin ; aftur á móti mun hinum finnast þessi ráðstöf- un til lýta. Og fyrst veljandinn á annað borð' tók þann kost, að fella úr ljóðunum, mátti hann gjanian fella niður siðustu vísuna úr hinu ágæta kvæði Púndið, því að ég hefi ekki ennþá rekizt á þann mann, sem hefir skilið þá vísu, enda er kvæðinu i raún- inni lokið með næstsíðustu vís- unni. Að öðru leyti má vel una val- inu. Karl ísfeld. iveltnr sltjanffi kráka m llpganffi fær. illii stén*feBag!ega TA félaisias (íalsveltaa verðnr i tatoMsiim Jkvilld kl. 8 — 11 «g ð marpn frá kl. 4 e.b. Aldrei nokkurn tíma hefir annað eins safn af góðum og nytsömum varningi verið á boðstólum hér á einum og sama stað og það fyrir aðeins 50 aura. Ef telja ætti öll þau ósköp upp, myndi blaðið varla endast, og bendum við því aðeins á það allra stórfénglegasta, svo sem: iðl br I penissisn. (Elðsfö) 2 ffiðpir sfóiar Neffóbakið 2X250,00 kr. Fulltrúi lögmanns mun sjá um að öll stóru númerin verði sett strax í kassann. (Kamina) 500 kr. virði. í einum drætti. góða. Auk þess Kol, — MÁLVERK — Fatnaðir FATAEFNI — MAT- VARA. ails konar — BÚSÁHÖLD — FARSEÐILL til Vestmanna- eyja með Esju o. fl. o. fl. — Komið, skoðið og þér sannfærist. Aðgangur 50 aura. Dráttur 50 aura. Engin núll. Lítið í glugga Litlu biómabúðarinnar Bankastræti 14. Mssnið MSVELTAN I kvöid og á morgno í VarðarMsinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.