Alþýðublaðið - 16.09.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.09.1940, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 16. SEPT. 1940. ALI>Ý©UBLA©ie Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐHPRENTSMIÐJAN H. F. «---------------------------|----------------♦ ¥erða húsBæðisvandræði í haist? Mil elsa aMreis Reynir Hltler Innrásina í England I pessari vlku? ----«----__ Eða gefst hann alveg npp við hana? FLUTNINGADAGURINN, 1. október, nálgast óðum. Oft h-afa ver;iÖ hér mikil húsnæðis- vanclræði á haustin, og menn óttast mjög, að þ,au verði ekki minni að þessu sinni. Ástæðan fyrir þessum ótta er fyrst og fremst talin vera sú, að hinir er- lendu hermenn reyni að taka á leigu sem mest af íbúðarhúsum, og að húseigendur vilji heldur leigja þeim í von um hærri leigu. Bn auk þess vær,i, þó að ekkert hefði breytzt, ekki nema eðlilegt, þó að óvenjumikil húsnæðisvaindræði yrðu, og stafar það1 af því, að svo að segja ekkert af nýjum í- búðarhúsum hefir verið byggt í sumar. Þegar hiinir 40 nýju verkamannabústaðir eru umdan- skildir, þá mun ekkert hafa verið um nýbyggingar í sumar. Eftir því, sem Alþýðablaðið veit bezt, eru litlar likur til að hinir erlendu hermenn taki mikið af íbúðarhúsum á leigu í haust. Feiknin öll af húsum hafa verið byggð yfir þá bæði hér í bænum og eins utan bæjar, og rnuin í ráði að þyggja enn ti! viðbótar. Hiins vegar mun herstjórnin hafa gert tiiraunir til að fá noikkur hús til afmota fyrir miðstöðvar sínar og skrifstofur. Peir verða eins og kumnugt er í Menntaskólanum, Stúdentagarðinum og að Lauigar- nesspítala. Auk þess er víst, að þeir hafa tekið á leigu tvö stór hús, annað á Þórsgötu, hitt innar- lega á Laugavegi. Má vera, uð þeir hafi tekið eitthvað meira á iéigu, þó að þeim, sem þetta ritar, sé ekki kunnugt um það. En þess verður líka vel að gæta, að ekki sé leigt erlendum mönnum svo á þessum tímium, að t'iL stórra vandræða leiði af þeim sökum; nóg munu vandræðin verða samt. Er þess að vænta, að stjómar- völdin verði vel á verði um þetta. Hins vegar er líka rétt að minna fóik á það, að húseigend- ur geta ekki sagt leigjendum upp húsnæði meðan þeir standa í skilum. Húsaleigu. er heldur ekki hægt að hækka, og er það sam- ikvæmt lögum. Er sjálfsagt fyrir alla sem geta, að halda sínu hús- næði og afhenda húsaieiguipefnd, ef gerð er tilraun til að hækka leiguna frá því, sem hún er. En vel gæti verið, að einstaka hús- eigendur freistuðu að hækka leig- una einmitt nú, þegar horfir til erfiðleiika um húsnæði. Það eni' nokkuir brögð að því, að fólk hér í bænum taki sér vetrarvist utan bæjairiins, og er það mj'ög viturlegt af þeim, sem það gera, ekki eingöngu vegna erfiðleika á húsnæði, helduir og vegna þess, að víst er, að lítið verður um atvinmlu hér í hæUtim í vetur. Má fullyrða, að vinna verði enn minni en undanfarna vetur, nema hvað að sjálfsögðu verður efnt til niokkurrar at- vinínUbótavinnu, eins og venja hefir verið yfir vetrarmánuðina. Það verður því ekki björgulegt að dvelja hér í Reykjavik í vet- ur fyrir þá, sem ekkert eiga víst um vinnu, jafnvel þó að sumar- atvinnan hafi ef til vill gefið Siiokkuð í aðra hönd, borið saman við afrakstur undanfarin sumur. Þá er því og haidið fram, hvort sem það er rétt eða ekki, að nokkru minna muni koma hingað af utanbæjarfólki í haust en und- anfarin haust. Er talið að því ráði aðallega það, að foreldiar telji ekki heppilegt, að börn þeirra, sem eiga heimili sín utan Reykjavíkur, dvelji hér í borg- ínni í vet'ur, eins og ástandið er. Ef þetta hvorutveggja reynist rétt, myndi það draga úr hús- næðisvandræðununi, auk þess sem sjálfsagt virðist, að þeir, sem á undanförnum árum hafa haft vel rúmt uim sig, spari við sig húsrúm og þar með útgjöld, með því að leigja út frá sér. Smábátaralr ernfarn Ir að koia helB. ASk©mat p<eti*s*a 01* kaflega sasis|©Ss2. SMÁBÁTARNIR, sem fóru til fiskveiða á Vestur- og Norðurlandi að tilhlutun Fiskifélagsins eru nú sem óðast að koma inn. Afkoma þeirra hefir verið mjög misjöfn. Bátar, sem voru í Flatey og á Húsavík höfðu mjög góða afkomu, en bátarnir, sem voru í verstöðvunum við Húna- flóa höfðu mjög rýra vertíð. Vélabilanir hömluðu mjög mörgum bátum, í sumum þeirra var vélin allt af að bila. Það yoru alls 35 bátar, sem fóru á þessar veiðar. Ivðldsfcðli K.F.D.H. byrjar 1. okt n.k. Innritun nemenda fer fram í Verzl. Vísi, ^augaveg 1. Tryggið yður skólavist í tæka tíð. M LÍKUR FYRIR ÞVÍ, hvort Þjóðvérjar muni gera tilraun til innrásar í Engíancí er nú meira rætt en nokkuð annað um allan heim. Var meðal annars þetta atriði hvað eftir annað gert að umtals- efni í brezka útvarpinu i gær. Tveir kunnir Bretar, Lord Milne hershöfðingi skrifaði grein í eitt enska blaðið í gær og lýsti yfir því, að hann teldi að úr þesu yrði Hitler að gera tilraunina. Segir hershöfðinginn að Þjóðverjar séu komnir svo langt með undirbúninginn, að það sé svo að-segja ógerningur fyrir þá að hætta við svo búið. Þeir hafa safnað saman miklu af smáskipum á nor.ðurströnd- um Frakklands, Belgíu og Hol- lands og ógrynni af hergögnum og hermönnum. Ef þeir hætta við að gera tilraun til innrásar felst í því viðurkenning á því, að brezki flugherinn hafi eyði- lagt svo mikið fyrir þeim með hinum gífurlegu loftárásum undanfarið, að þeir verði að gefast upp við tilraunina, og getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir nazismann heima fyrir í Þýzkalandi og eins í hinum herteknu löndum. Það er ólíkt Hitler að viðurkenna ó- sigur sinn á þennan hátt. Hann mun því tefla á tvær hættur og gera tilraunina. í þsssari viku verða aðstæður til innrásar eins heppilegar og þær geta orðið: fullt tungl og háflæði, Ganin, hinn kunni blaðamað- ur við ,,The Observer“, segir í grein í blaðinu í gær: ,,Nú eða aldrei. Ef Hitler reynir ekki að brjótast inn í England nú, er fullvíst, að hann fær ekkert tækifæri til þess síðar.“ Menn minnast þess, að Chur- chill sagði í ræðu sinni í síðustu viku, að næsta vika, þ. e. þessi vika, yrði mjög örlagarík, en fregnir úr herbúðum möndul- veldanna benda til annars: Fréttaritari svissneska blaðs- ins Baseler Nachrichten í Berlín símaði blaði sínu á laugardag- inn, að í Berlín væri sú skoðun farin að breiðast út, að ekkert myndi verða úr innrásinni, hún yrði ef til vill óþörf, hægt væri að vinna England með sífeld- um loftárásum og hafnbanni einu saman. Og frá Rómaborg kemur samskonar frétt. Far.inacci, einn af forvígis- mönnum ítölsku fasistanna sagði í útvarpsræðu í gær- kveldi, að innrás í England Frh. á 4. síðn. »oooooooooo< Rúgmlðl aðeins kr. 0.60 pr. 1 kgr. HVEITI, bezta teg. 0.70 kgr. Flest til slátrurs og sultu- gerðar bezt og ódýrast. Komið! Símið! ‘Sendið! IIHII Ásvallagötu 1. Sími 1678 Sítni 3570. XXXXXX>ÞOOOOí mála um markmið hvers einstak- iings. Hver einstaklinigur, á að verða sem fulikiomnastur maður. „Mannshugsjónin“ er ekki það, sem deilt er Um, heldur hitt, eftir hvaða leiðum skuli farið til þess að ná einndg því marki. Um það segir höf. hókarinnar: ,,Fyi irmynciarmaÖur er óháður maðiur. öháður líkamlegum skynj- unum sínum og gimdurn. Óháður fýsn sinni til valda og eigna. Ó- háður þeim hlutum, er þéssar hvatir beinast að. óháður reiði sinni og hatri; óháður einkaástum sínum. Óháður auðæfum, frægð, stöðu sinni i mainnfélaginu. Jafn- vel óháður vísindum, listum, heimspeki, líknarstarfsemi." „Aö vera óháður er neikvætt aðeins að nafninu til. í fram- kvæmdinni hefir það í för með sér iðkun allra dyggða." Það hef- iir í för með sér iðkun góðvildar og iðkun hugrekkis. Það hefir í för með sér örlæti og óeigingirni, og það hefir í för með sér að ieggja rækt við skynsemina, „því skynlaus heimska er meginrót allra annara lasta.“ Tilgangurinn er, að hv-er ein- s'taklingur nái þeim þroska að verða „óháður“, að verða fyrir- myndarmaður. En til þess að ná því marki þarf einnig það þjóð>- félag, sem hann vex upp í, að vera þannig, að það veiti hoinium þau skiiyrði, er til þess þarf, að geta náð þessari fullkomnuin. Að skapa slíkt þjóðféiag er mikið vandaverk, enda hefir það ekki tekizt til þessa. Veldur þar nokkru um hinn sífeldi árekstur milli hinna ýmsu ieiða, sem reyndar nafa verið, en hitt þó einkum, að hver sú ieið, sem reynd er, og beitir þeim vopnum, sem eru í sjálfu sér ill, fjariægir menn á- valt meir og meir því takmarki, sem að ber að stefna. „Hvern- ig horfir |)á ástandið nú á tím- um við þessum hugsjónum?“ spyr höfundurinn, og hann svarar því með þessum orðum; „í stað þess að náigast hugsjónamarkið, eru flestar þjóðir heims á hraðri rás bnott frá því.“ IV. Bezta leiðarstjarnan um það, bverf rétt sé stefnt, er það, hvort góðviidin eykst eða minnkar meðal mannanna. „Sönn framför er framför í góðvild, allar aðrar framfarfr eru aukaatriði í saman- burði við hana. Svo langt sem rituð saga nær hefir sönn fram- Jör lorðið í rykkjum. Tímabil með framför i' góðvíid hafa skipzt á við afturfararthuabil.“ Ef ldtið er tii ástandsius í heiim- ínum nú, er þá um að ræða framför í góðvild? Það er síður en svo, segir höfundur. „Á tuttugustu öldinni beita ekki aðeins stjórnendur Evróy)n pynd- ingum ríkulega, heldur éru sumir fræðimenn reiðubúnir til þess að réttlæta hvers konar grhnmdar- verk, skipulögð af ríkinu, hvort heldur er húðstnoka og brenni- merking eða stórslátrun minni- hluta og allsherjar stríð.“ Þá segir höf. enn fremur: „Nátengd afturförinni í góð- vild er hnignunin í vírðingr.i manna fyrir sannleikamum.. Á engu skeiði veraldarsögunnar hefir skipulögð iygi verið iökuö jafn blygðunarlaust né, sakir nú-1- tímatækninnar, með jafn miklum ■árangri og í svo gífurlegum mæli sem af einræðisherrunum í stjórnmálum og fjármáluim þess- arar aldar. Mest af þessari skipu- lögðu ly.gi birtist sem áróður, er innrætir mönnum hatur og hje- gómagirnd og býr hug þeirra undir stríð. Aðalmarkmið lygar- anna er að uppræta góðvild og vmgjarnlega breytni í viðskipt- um þjóða.“ Þá bendlr höf. á, að á öllum tímum hafi framför í góðvikl veri'ð samfara heimsskoðun, er annað hvort stefndi til eingyðis- trúar eða álgyðistrúar. Eu síðustu 50 árin hefir verlð stefnt bæði frá eingyðistrú og algyðistrú, stefnt að hjáguðadýrkun. Menn hafa dýrkað staðbundin goð, svo sem „þjóÖina“, „stéttina“ og jafn- vel einstaka menn“ (Hitler — Stalin — Muss'Olini). Heimurinn, sem vér lifum í, er „heimur í augljósri aftUrför," segir höf., ,,ef mi’ðað er við eina framfarar-mælikvarðann, sem unt er að taka gildan. Framfarir tækninnar ern örar. En án fram- farar í góðvild eru þær gagns- lausar. Þær eru raunar verri en gaignslausar. Framfarir tækninnar hafa aðeins fengið oss í hendur öflugri tæki til að fara aftur á bak.“ Meginhluti bókarinnar, sérstak- lega seinni hluti hennar, ræðir urn leiðirnar til þess að stöðva þessa afturför í góðvild og komast á ný á framfaraleið, og verður síð- ar að því vikið. V. Þá ræðir höf. um leiðir þær, sem nútíminn velur sér að þessu markmiði. Verður þar fyrst fyrir honum „skipulagningin“. „Heim- fur vor er í vandræðum, og það virðist ekki hægt að bjarga hon- um úr þessu ástandi ogxenn síður að bæta hann, nema með því að skipwleggja hann af ásettu ráði.“ En ef skipulagnirígin miðar ekki að aukinni góðvild er hún og verður æ til meiri og rneiri bölv- unar. Ef hún miðar ekki að því að gera það mannféiiag, sem henni er beitt við „réttlátt, frið- samt, siðgæðilega og andlega framgjarnt samfélag óháðra og ábyrgra karla og kvenna,“ þá er skipu'Iagningm í eðli sínu vond og getur gert heiminn að hreinu Frh. á 4. síðu. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.