Alþýðublaðið - 26.09.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.09.1940, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 1940 STK.pakk|NN kostar KR. 1.90 á skrifsf®fu lafmagiss^ veifnnnar, TJarnargiitu 12, simi 1222, vegna mæláálesfurs. Bafmagnsveita Beykjavíkur. Hús i Hafnarfirði til sölu Húseignin nr. 28 við Austurgötu í Hafnarfirði er til sölu. — Tilboð sendist undirrituðum. / Jon Ásbjörnsson og Sveinbjörn Jónsson, hæstaréttarmálaflutningsmenn. Fasteigna- & Verðbréfasalan (Lárus Jóhannesson, hrm.) Suðurgötu 4. Sími 4314, 3294. KAUPIR HÆSTA Y$RÐI: V eðdeildarbr éf, ríkisskuldabréf, kr eppulánas j óðsbréf, bæjarskuldabréf og vel tryggð fasteignaveðskuldabréf. LQFTARASIN A BERLIN. (Frh. af 1. síðu.) náðir. Urðu margir að dvelja í loftvarnabyrgjum fjarri heimilum sínum. í einu loftvarnabyrgi söfnuðust sanian 1500 manns, og fór mjög illa um menn vegna þrengsla. Par voru m. a. hollenzkir verka- imenn, nýkomnir til borgarinnar. í fregnum frá New York segir, að mörg hús hafi orðið fyrir skemmdum. Þjóðverjar segja, eins og vanalega, að aðeins hafi orðið skemmdir á íbúðarhúsum, lOg er talað um 8 íbúðarhúsa' hverfi, sem skotin hafi verið í rústir. í árásunum á Kiel og Ermar- sundshafn.irnar varð mikið tjón. Voru spnengingarnar svo mikl- ar, að Englandsmegin við sundið lék allt á reiðiskjálfi. Árásir þess- ar voruframhald árásanna á þriðju dagsnótt, er varpað var sprengj- luim á allar hafnarborgirnar frá Hamborg til Le Havre. Ymsar fregnir, sumar furðuleg- ar, berast um að Þjóðverjar hafi safnað úrvalsliði og senf tii bæki- stöðvanna m. a. menn, sem feng- ið hafa æfingu í að ganga á vatnsskíöum, gerðum úr korki. Hrvalsliðið varð að svara 63 spurn ingum, um íþrpttahæfileika, mála- kunnáttu og fleira. ÁRÁSIN Á DAKAR. (Frh. af 1. síðu.) í tilkynningunni er gerð grein fyrir þessari ákvörðun, svo og í tilkynningu frá útbreiðslu- málaráðunytinu brezka, en brezka stjórnin sendi herskip með skipum De Gaulle til Da- kar, tii aukins örygis og vernd- ar. í tilkynningunni er komizt svo að orði, að De Gaulle hafi haft gildar ástæður til að ætla, að almenningur í nýlendunni aðhyllist stefnu hans, en er hann hefði farið á land, hefði verið skotið á bát hans, sem í voru samningamenn með frið- arfána eða hvítt flagg. Þar sem tilraun hans til þess að setja lið á land friðsamlega mistókst einnig, var horfið frá frekari aðgerðum, en De Gaulle vildi ekki, að Frakkar berðust inn- byrðis. Áður hafði verið tilkynnt, að komið væri í ljós, að Pétain befði sent herlið á frönsku her- skipunum fimm, sem fóru frá Toulon til Dakar fyrir nokkru síðan, og hefði það tekið til sinna ráða, er til Dakar kom, en þeir, sem De Gaulle fylgdu orð- ið að víkja. * Skýnla Breta. Nd ern síðnstn Mð að kaupa hús með lausum íbúðum 1. okt. n.k. Höfum enn til sölu talsvert af húsum í hinum ýmsu bæjar- hlutum, af öllum stærðum og gæðum. Vegna anna' verður fyrirspurnum í síma um hús ekki svarað næstu daga. Fasteigna* og Werðbréfasalan (Lárus Jóhannesson, hrm.) Suðurgötu 4. í tilkynningu brezka út- breiðslumálaráðuneytisins seg- ir, að það hafi verið í samræmi við stefnu brezku stjórnarinn- innar og samkomulag hennar við De Gaulle, að veita honum þann stuðning, sem hann bað um, en það hafi heldur ekki verið stefna hennar, að fara með ófrið á hendur þeim mönn- um, sem vilja vera trúir frönsku stjórninni. Hafi því verið fallizt á ákvörðun De Gaulle, hina síðari sem hina fyrri. í tilkynningunni er lýst að- | draganda atburðanna við Dak- , --------UM BAGINN OG VEGINN-----------------------—, j Mismunandi skoðanir á afstöðunni til setuliðsins. Kaflar úr I < þremur bréfum. Kartöfluokrið og þjóðræknin. Þjóðviljinn, í < Einar og „cocktailar“ hans. ► | f 1-------- ATHUGANJR HANNESAR A HORNINU. —..........—— UT AF SKRIFUM MÍNUM um sambúðina við setuliðið hér í blaðinu á laugardaginn hefi ég fengið nokkur bréf. Ég geri ráS fyr ir því, að þeir, sem eru samála þeirri afstöðu, sem ég tók og hefi tekið frá því í vor, skrifi mér lít- ið, og þó lýsa nokkrir bréfritar- anna yfir því, hve innilega þeir séu mér sammála. Hins vegar skrifa þeir mér aðailega, sem eru mér ósammála að einhverju eða öllu leyti. TIL DÆMIS skrifar Ág. Sig. mér á þessa leið: „Mig furðar al- veg á því að þú skulir hvetja fólk til þess að sýna brezku hermönn- unum andúð. Þeir eru vinir okkar og Bretar berjast fyrir málstað allra minni máttar þjóða. Hlut- ’ leysisstefnan hefir nú sýnt sig á- takanlega og orðið banabiti margra smáþjóða. Þær smáþjóð,- ir, sem eftir eru, ættu miklu frem- ur að sýna mátt, sinn með því að taka virkan þátt í baráttunni gegn ofbeldinú. Ef ég hefði verið ein- ræðisherra á íslandi í vor, þá hefði ég sagt Þjóðberjum stríð á hend- ur. Ég vil að viS hér sýnum her- mönnunum alla þá vinsemd, sem við getum í té látið.“ MENN UNDRAR VÍST á þess- um skrifum. Hvað sem hægt er að segja um það, hve ant okkur er um frelsi okkar og annarra smá- þjóða, þá hygg ég að ekki séu margir á sömu skoðun og Ág. Sig. Ég veit beinlínis að hann stendur sbo að segja einn uppi með þá skoðun sína, að vio eigum að ger- ast þátttakendur í styrjöldinni. Ég mótmæli því alveg að ég hafi hvatt fólk til að sýna setu- liðinu andúð. Það hefi ég aldrei gert, þvert á móti. En ég tel heppilegt tif að forðast vandræði að við lifúm okkar eigin lífi og setuliðið sínu. „ÁIIORFANDI AF GÖTU- HORNUM“ segir svo: ,,Ég mót- mæli þeirri skoðun þinni alger- lega, að við gefum hermönnunum ,,rúntinn“ okkar. Það eru þeir, sem eiga að víkja.“ Framhaldið af sem eiga að víkja. Eins mótmæli ég því að við hættum að sækja kaffihúsin. Ef aðsóknin er mikil að þeim, þá eru það hermennirnir, sm eiga að víkja.“ Framhaldið af þessu bréfi hirði ég ekki að birta, ar og m. a. skýrt frá því, að frönsku herskipin frá Toulon hafi verið stöðvuð á dögunum, en þar sem tryggt var, að þau ætluðu ekki til hafna óvinanna, hafi þau fengið að fara í friði. Þá er lýst viðureigninni í Dakar og sagt, að manntjón hafi orðið og skemmdir hjá báðum aðilum. Flotastjórnin í Dakar skeytti ekki um merki og aðvaranir flotaforingja Hreta og kom því til átaka. — Það er ljóst, af tilkynningum þeim, sem birtar voru í Lond- on í nótt, að þurft hefði að framkvæma víðtækar he^rnað- araðgerðir til þess að kúga stuðningsmenn Vichy-stjórnar- innar í Dakar til uppgjafar. enda skiptir það engu máli. HÉR ER EKKI HÆGT að tala um það „hvernig það ætti að vera“. Vitanlega hafa Bretarnir engan rétt til að vera hér, frekar en Þjóðverjar eða erlendar þjóðir ihafa til að ráðast með valdi inn í hlutlaus og friðsöm lönd. Við er- um aðeins að tala um ástandið eins óg þaS er og það er um það að ræða, hvort við viljum horfast í augu við veruleikann og taka af- stöðu okkar eftir því. Vitanlega vildum við íslendingar ekkert fremur en að engir hermenn liefðu komið hingað og að við hefðum fengið að vera alveg laus- ir við hernaðarsvipinn hér heima fyrir. En þetta fengum við ekki og þá er að haga sér eftir því. Við töldum það alltaf mikla gæfu fyr- ir okkur þegar ófriðir geisuðu, að við værum einangraðir, eins er það‘ nú: Bezta vopn okkar er að- einangra okkur í okkar eigin landi frá hernaðarsvipnum, svo að hann færist pkki yfir á okkur sjálfa. „UNG STELPA“ skrifar mér svö á þcssa leið: ,,Ég skil ekkert í því hváð mikið veður er gert út af því að hermennirnir elti kven- fólkið. Ég er líkast til svo ljót, að- enginn vill elta mig. Annars læt ég mér alveg nægja mína elsku— legu íslenzku stráka. Þeir hafa alltaf reynzt okkur beztir og; „heima er bezt“. En ég vildi benda því til þess kvenfólks, sem aldreí-I þykist geta verið í friði fyrir her- mönnum, að ég veit um þjóðráð, nýtt og- gamalt vopn okkar kven- þjóðarinnar gegn óvelkomnum’ gestum. Hafið nál eða títuprjón og verjið ykkur eins og grimmar- saumakonur. Við skulum sjá hvort þeir leggja ekki á flótta fyrir slík- um vopnum, jafnvel þó að þeir væru sjglfir með alvæpni." BRÉF, SEM ÉG HEFI FENGIH um kartöflurnar, tel ég óþarft að- birta, þar sem það mál var upp- lýst hér í blaðinu nýlega. Það næg. ir að skýra frá því, að fólk er á- kaflega hrætt við að alger kart- öfluskortur verði hér þegar líður- á veturinn og það mun vera rétt,. að til dæmis í gær íengust kart- öflur alls ekki í ýmsum verzlun- um. ANNARS SKAÐAR EKKI þó að á það sé minnzt einnig hér, að- framkoma • þeirra, sem reypa að okra á þessari nauðsynjavöru, er- meira en svívirðileg. Þjóðræknin kemur ljóslega fram hjá þessum. mönnum! Og ekki er framkoma þeirra betri, sem eru að safna sér- birgðum til þess að geta síðar selt þær meS okurverði. BLAÐ KOMMÚNISTA þykist. mjög bera fyrir brjósti sjálfstæði íslands og frelsi þjóðarinnar. Eft- ir lýsingum þess eru allir undir- lægjur og þrælar Breta nema lcommúnistar. Þjóðviljinn tekur- sem dæmi til að lýsa undirlægju- hættinum, að ýmsir höfðingjar- hafi setið veizlur hjá Bretum! Ég: get upplýst það, að einn af þeim. höfðingjum, sem ekki hefir látið sig vanta í slíkar „cocktail“-veizl- ur, er höfðinginn Einar Olgeirs- son, þingmaður kommúnista og: ritstjóri Þjóðviljans. Hann hefir sannarlega sopið sinn „cocktail“". Góðir og reglusamir geta fengið atvinnu strax. Afgreiðsla blaðsins vísar á- *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.