Alþýðublaðið - 26.09.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.09.1940, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR K. SEPT. 144« Hver var að hlæfa? Kaupið bókina AIÞYÐDBLAÐIÐ Hver var að hlœja? •r bók, 9«m þér og brosið með! mmtr & jup u msm a iu þurfiS að eigaast. FIMMTUBAOUR Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Útskúfun Fausts, eftir Berlioz. 19.45 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20.30 Einleikur á píanó (Fritz Weisshappel): Lög eftir Merikanto. 20,50 Frá útlöndum. 21,10 Útvarpshljómsveitin: For- leikurinn að ,,Elverhöj“, eftir Kuhlau. 21.45 Fréttir. Úthlutun matvælaseðla fyrir næsta mánuð hefst í dag. Út- hlutun á kaffi og sykri á að gilda fyrir 2 mánuði, en 5 mánuði á kornvörum. Afgreiðslan er á sama stað og áður. Fertugur er á morgun Bjarni Marino Einarsson, Suð- urgötu 22. Flugmaður fótbrotnar. í gær varð bifreiðarslys á Sand- skeiði. Rákust saman grindur á palli íslenzkrar flutningabifreið- ar og ensk bifreið. Flugmaður, sem í bílnum var, varð á milli með fótinn. Norskur hermaður af „Friðþjófi Nansen“ lézt hér í Landdspítalanum 22. þ. m. Jarð- arför hans fer fram á morgun og hefst kl. 1. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Ársfundur Guðspekifélags íslands verður haldinn næstkomandi sunnudag í húsi félagsins og hefst kl. 1 y2 eftir hádegi. Mánudaginn 30. þ. m. flytur Gretar Fells er- indi, er hann nefnir: „Hvers vegna er guðspekin bezt?“ Félagsmönn- um er heimilt að bjóða gestum að hlýða á erindið. V etrarstar f semi Glímufélagsins Ármanns hefst þriðjudaginn 1. okt. n.k. Öll verð- ur starfsemi félagsins rekin í í- þróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, og verður hún mjög fjölþætt eins og undanfarin ár. Skrifstofa félags- ins í íþróttahúsinu, sími 3356, er opin í dag og á morgun kl. 8—10 síðd. og eru félagsmenn þá beðn- ir að koma til innritunar í flokk- ana. Ársskýrsla félagsins liggur frammi á skrifstofunni þessi sömu kvöld. Bústaðaskipti. Kaupendur Alþýðublaðsins, sem hafa bústaðaskipti núna um mán- aðamótin, eru vinsamlega beðnir að tilkynna afgreiðslunni það. Símar 4900 og 4906. Sveinn Ingvarsson forstjóri Bifreiðaeinkasölunnar festi kaup á 108 nýjum bifreiðum í ferð sinni til Englands. Bifreið- ar þessar eru „Plymouth“ og ,,Dodge“. Áttu bifreiðarnar að fara til Svíþjóðar. Þær koma hingað næstu daga og eru ósam settar og ómálaðar. Verðið á þess- um bifreiðum mun verða eilítið lægra en. áður hefir tíðkast, en þær eru allar stórar fólksflutn- ingsbifreiðar. BOÐSKAPUR TERBOGENS. (Frh. af 1. síðu.) starfsemi stjórnmálaflokkanna bönnuð, er sú, að flokkarnir höfnuðu allri samvinnu Þjóð- verja, að nazistaflokknum und- anteknum. Nýja stjéraiB. Meðal ráðherra hinnar nýju stjórnar er Sigurd J. Halvor- sen, Jonas Lie, Gudbrand Lun- de og F. Sandberg. Líklgt er, að Halvorsen verði forsætisráðherra, Jonas Lie fer með lögreglumál, Lunde með fræðslumál og Sandberg með dómsmálin. Flestir hinna nýju manna eru lítt kunnir sem stjórnmála- menn. KAUPI GULL og sHfur h*BBta verði. Sigurþér, Hafnar- stræti 4. ,,Við reynum að komast hjá því með því að kalla aðila á fund okkar og gera tilraun til HÚSNÆÐISVANDRÆÐIN. (Frh. af 1. síðu.) að miðla málum. í flestum til- fellum tekst þetta. í einstaka tilfellum höfum við orðið að kveða upp úrskurði og liggja nokkur slík mál fyrir nefnd- inni nú. Brot á hásaleigDlðgnnum í einu tilfelli, enn sém kom- ið er, höfum við orðið að kæra húseiganda fyrir sakadómara fyrir meint brot á húsaleigu- lögunum. Þessi húseigandi er GuðmUndur H. Þórðarson. — Þannig liggur i máli hans, að hann hefir sagt mönnum upp húsnæði með of stuttum fyrir- vara og teljum við, að hann mjmi hafa gert það, til þess að leigja setuliðinu hærra verði en húsaleigunefnd hefir álitið sanngjarnt í mörgum húsum hans. En eins og mönnum mun kunnugt hefir hann fjölda húsa til umráða hér i bæ.“ —- Hefir húsaleiga hækkað? ,,Við reynum að koma í veg fyrir hækkun húsaleigu af fremsta megni. Ég vil geta þess, að nokkuð mun það eiga sér stað, að fólk þrengi nú að sér, en vitanlega dregur það lítið úr húsnæðis- vandræðunum. Það er ekki ó- líklegt, að hið opinbera verði að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana vegna húsnæðis- vandræðanna í haust. Ef það verður ekki gert má búast við að fjöldi manna standi húsnæð- islaus á götunni undir veturinn. mgamla bio k® s n smyja B8o ma 1 Endurfandir. lestry skerst i leikínD (BRIEF ECSTASY.) (DESTRY RIDES AGAIN.) Amerísk stórmynd frá Ensk afbragðskvikmynd. Universal Film, er alls Aðalhlutverkin leika: staðar hefir hlotið feikna Paul Lukas, vinsældir og hrifningu. Hugh Williams, Aðalhlutverkin leika: Linden Traven. Marlene Dietrich, Allir erlendir listdómarar James Stewart hrósa þessari framúrskar- og skopleikarinn frægi andi mynd. Mischa Auer. Sýnd klukkan 7 og 9. 1 Börn fá ekki aðgaug. Jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, Jóns Jónssonar, fer fram frá Dómkirkjunni laugard. 28. þ. m. og hefst með bæ» á heimili hans, Vatnsstíg 16 A, kl. 1 e. h. Jónína Jónsdóttir. Lárus Jónsson. Jón Back og barnabörn. V Iþréftaskólinn Vetrarstarfsemi íþróttaskólans hefst 1. október. Viðtals- , • tími næstu daga klukkan 4—7 síðdegis. — Sími 3738. JÓN ÞOI^STEINSSÖN. Stýrl mannaskóllnn verður settur þriðjudaginn 1. október klukkan 2 síðdegis. SKÓL AST J ÓRINN. Bardagarair á enda í Franska Indó-Kína? AÐ hefir nú verið opinher- Iega tilkynnt í Tokio, að Japanir hafi lokið við að setja lið sitt á land í Franska Indó- Kína. í gær var barizt allan daginn við Dong-Dong, en Vichy- stjórnin tilkynnti í morgun, að bardögunum þar sé lokið, og hafi Nichihara, herforingi Jap- ana, leyst deiluna. 3. THEODQRE DREISER: JENNÍE GERHARDT úti, og allur forsalurinn var skrautlýstur. Þær voru komnar neðst í stigann. Utan úr kuldanum kom hávaxinn miðaldra maður. Hann var afar vel búinn og það var augsýnilegt, að hann var háttstandandi embættismaður. Hann var hátíðlegur á svipinn, brúnamikill og góðmannlegur. Hann gekk að borðinu tók lykilinn sinn og lagði af stað upp stigann. Hann gekk fram hjá konunni, sem var að ljúka við að þvo stigann, gaf henni merki með hendinni, eins og hann vildi segja: — Verið þér ekki að ómaka yður mín vegna. Dóttirin stóð á fætur, feimin mjög. Hann leit í augu hennar, og sá, að hún var hrædd um, að hún væri fyrir honum. Hann brosti vingjarnlega, hneigði sig og sagði: — Verið þér bara róleg, þér þurfið ekki að ómaka yður mín vegna. Jennie brosti. Þegar hann var kominn upp í stigann, varð honum það ljóst, að hún var mjög falleg. Hann minntist þess, að hún hafði hátt og fallegt enni, andlitsfallið var fíngert og augun blá. Vöxturinn var mjög fallegur og limaburðurinn tignarlegur. Þessi maður var Ge- orge SylveSter Brander öldungaráðsmaður. — Fannst þér það ekki fallegur maður, sem fór nýlega fram hjá? spurði Jennie móður sína fáeinum sekúndum seinna. < — Jú, þetta var fallegur maður, sagði móðir hennar. — Stafurinn hans var gullbúinn. — Þú mátt ekki horfa fast á menn, sem ganga fram hjá, sagði móðir hennar. — Það þykir ekki kurteislegt. — Ég starði ekki á hann, sagði Jennie. — Hann hneigði sig fyrir mér. Jennie hélt áfram starfi ^ínu og var þögul. En hún var ekki lengur ósnortin töfrum heimsins. Hún gat ekki varizt því að hlusta á skvaldrið og hlátrasköllin umhverfis hana. Á sömu hæð var borðsalurinn. Það heyrðist glamra í borðbúnaði, og þá vissi Jennie, að verið var að bera á borð. í borðsalnum hafði einhver sezt við slaghörpuna og var byrjaður að leika. Klukkan sex mundi ráðskonan eftir þeim og sagði, að þær þyrftu ekki að vinna lengur í dag. Þeim létti, og þegar þær höfðu komið þvottaáhöldunum á sinn stað, flýttu þær sér heim. Móðirin var glöð yfir því, að hún hafði loks fengið atvinnu. — En hvað það hlýtur að vera gaman að vera rík- ur, sagði Jennie. — Já, sagði móðir hennar. Hún var að hugsa um Veroniku litlu, sem var veik. — Leiztu inn í borðstofuna? — Já. Þær héldu áfram fram hjá lágreistum húsum. Vindurinn feykti fölnuðum haustlaufunum. — Ég vildi, að við værum rík, sagði Jennie í hálf- um hljóðum. — Ég veit ekki, hvað við eigum að taka til bragðs*. sagði móðirin og stundi þungan. — Ég held, að við eigum ekki matarbita á heimilinu. — Við skulum fara inn til herra Baumans og vita, hvort hann vill lána okkur. — Heldurðu, að hann vilji lána okkur meira en orðið er? — Við skulum segja honum, að við höfum fengið vinnu. — Við skulum þá reyna það, sagði móðirin þreytu-1 lega. Þær fóru hikandi inn í hálfrökkvaða búðina. Frú Gerhardt ætlaði að fara að stynja upp erindinu, þegar Jennie greip fram í fyrir henni. — Gætum við fengið ofurlítinn brauðbita og flesk út í reikning, sagði hún. Við höfum fengið vinnu í Columbus House, og við borgum yður áreiðanlega á laugardaginn. — Já, sagði frú Gerhardt. — Við höfum fengið' atvinnu. Bauman, sem þær höfðu verzlað við löngu áður en heimilisfaðirinn varð heilsulaus, vissi, að þær sögðui satt. — Hafið þið haft atvinnu þar lengi? — Við fengum vinnuna í dag. — Þér vitið, hvernig ég er, frú Gerhardt, sagði' hann. — Mér veitist ekki létt að neita. Ég veit, að herra Gerhardt borgar, þegar hann getur. En ég er fátækur líka, og þetta eru erfiðir tímar. Ég á líka

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.