Alþýðublaðið - 19.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.10.1940, Blaðsíða 4
LAUGARBAGWR 19. @KT. 194«. Hver var að hBæJa? Kaupið bókina og brosið með! Hver var að hBæja? er bók, sena þér þurfið að eignast. LAUGARDAGUR Næturlæknir er Kristín Ólafs- dóttir, Ingólfsstræti 14, sími 2161. Næturvörður er í Reykjavíkur- •g Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Það er aldrei nóg,“ eftir Carl Gandrup. (Leik- stjóri: Har. Björnsson. 21.30 Útvarpshljómsveitin: Gömul danslög. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR: Helgidagslæknir er Alfred Gíslason, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- •g I»*ólfs-Apóteki. MESSUR Á MORGUN: í dómkirkjunni kl. 11: sr. Frið- rik Hallgrímsson, kl. 2: síra Gunn- ar Árnason, kl. 5: síra Jón Skagan. í fríkirkjunni kl. 2: síra Árni Sigurðsson. í Laugarnesskóla kl. 2: síra Garðar Svavarsson. Að lokinni messu fer fram kosning sóknar-' nefndar og safnaðarfulltrúa fyrir hina nýju Laugarnessókn. — Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. ,í kaþólsku kirkjunni í Landakoti kl. 614: Lágmessa. Kl. 9 árd.: Bænahald og prédikun kl. 6 árd. í Hafnarfjarðarkirkju kl 2: síra Garðar Þorsteinsson. (Vetrar- koma). Lúðrasbeitin Svanur leikur undir stjórn Karls O. Runólfssonar í kvöld kl. 9, ef veð- ur leyfir. Taflfélag alþýðu byrjar starfsemi sína á morgun kl. 2 í lestrarsalnum í Verkamanna- búst'ðunum. Eru félagar beðnir að mæta. Tvær verzlanir i hafa verið sektaðir fyrir brot á verðlagsákvæðum. Var önnur dæmd í 100 kr. sekt, en hin í 75 krónu sekt. SAFNAÐA FUNÐIRNIR Frh. af 1. síðu. þórugötu. Á máimdags'kvöld veröur fund- u,r í Nessókn og verður hann haldinn í Háskólanuim, gepgið inn frá suðvesturhorni. Eins og áður er sagt á að kjósa sóiknaimefndir á fundum þessum bg eiga 5 imenn sseti í hverri sóknarnefnd, en einuig á að kjósia safnaðarfulitrúa fyrir hverja. Er sjálfsagt fyrir fólk að fjölimenma KOLAVERÐIÐ 1 HAFNAR- FIRÐI Frh. af 1. síðu. á þessa fundi. Skorar fundurinn því á bæjar- stjóm, að híuíaGt til lum það við verðlagsnefnd, að hún gefi kiolia- verzlunina í Hafnarfinði frjálsa, eða að öðnum kosti lækki kola- venðdð stórum tafaiiiaust.“ BENEDIKT GABRIEL BENEDIKTSSON, Freryjmgöttu 4, skraiutritar ávörp log ginafskriftir, og á skeyti, kort tog bækur. Sími 2550. Svefnherbergishúsgögn til sölu með tæk'ifærisverði, ef samið er strax. — Til sýnis á Bergstaða- stræti 17, uppi. Auglýsið í Alþýðublaðinu. ALVGRJMÁL Frh. af 3. síðu. að Bretar svifti okkur sjálfstæði lokkar og frelsi þá er fyrsta á- fanganum náð í áætlun hinnfa islenzku kommúnista. Ríkisstjórn og alþingi vissi, hvers konar fó'.k kommúnis'tarnir voru í vetur maðan Finnlainds- styrjöldin geisaði. Þá voru þeir fordæmdir, fyrirlitnir og burt- reknir. Veit hún ekki, að þeir e-ru sama liandráðahyskið enn? Veit hún ekki, að þeir stamda í nánu sambandi við þá menn, sem áður dýrkuðu nazistana þýzku eins og guði, en sem hafa nú skriðið inn í skel sína og bíða þeirrar stundar, að „Hitler sigri“ til þess að geta jafnað á lýðræðisflokkunum hér heima? Ailt þetta veit ríkisstjórnin, og hún ætti þá einniig að vera sér þess meðvitandi, hvers af henni verður að krefjast í þessu efni. Eða ætlar hún að bíða þar til sitenkara afl neyðist til að gripa fraim. fyrir hendur hennar? * Aliir sannir íslendinigar vilja að ríkisstjórnin geri skyldu sína gagnvart þeim, sem vilja inn- IeLða hér ógnarásitiand- Og enn skal því treyst, að sú stjórn, er nú situr, beri gæfu til þess. Okk- ur er það fyrir beztu öllum ís- lendingum — Íika kommúnist- Um — að slík blöð sem Þjóðvilj- inn verði látin hætta að korna út. Við höfuim haft fult frelsi til þess að fyigjast með þeim at- burðum, sem gerast. Við höfum haft fullt frelsi ti! að ræða okkar innri mái og taka um þau á- kvarðanir, en það á enginn að hafa „frelsi“ til þess að egina tug þúsunda vopnaðian her til árása á þjóð og lamd. Það er frumskylda núverandi ríkisstjórnar að koimá í veg fyrir það, og þjóðin öll væntir þess, að' hún igeri skyldu sína. J. G. Niotað reiðhjól til sölu á Þórs- | gö(U 28 A. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „Loginn lielgiu eftir W. SOMERSET MAUGHAM. SÝNING ANNAÐ KVÖLD KLUKKAN 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. i CARfSLA IRENE Ameríksk söngva- og gam- anmynd, gerð samkyæmt samnefndum söngleik eft- ir Tierney & McCarthy. Aðalhlutverkin leika: Anna Neagle, Ray Milland, Roland Young qg Billie Burke. Sýnd klukkan 7 og 9. Síðasta sinn. NYJA ££80 Rænmgjaforliflimi CISCO KID. (The Retur» of The Cisce Kid). Amerísk kvikmynd frá Fox film. Aðalhlutverkið leikur: WARNER BAXTER. Aukamynd: STRÍÐSFRÉTTAMYND. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að Guðmundur Þorsteinsson frá Sigurvöllum á Akranesi, andaðist á Landakotsspítala a8 kvöldi 17. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Jón Þorvarðarso*. Konan mín, Guðríður Ottaróttir, andaðist á Landakotsspítala 18. þ. m. Sæmundur G. Runólfsson. —bm— Jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður okkar, Eyjólfs Sigurðssonar frá Pétursey fer fram frá fríkirkjunni mánudaginn 21. okt„ Athöfnin hefst með húskveðju á heimili hins látna, Grettísg^- 38 kl. iy2 e. h. Guðrún Gísladóttir. Sigurður Eyjólfsson. Ragnhildur Sigurjónsdóttir. Jón Eyjólfsson. Kristín Jóhannesdóttir. Maðurinn minn og faðir Hannes Einarsson andaðist á Landsspítalanum að kvöldi 18. þ. m. Guðbjörg Brynjólfsdóttir og dóttir. 16. THEQDQRE DREISER: JENNIE GERHARDT Mig langar til að sýna yður ofurlítið. Lítið á úrið mitt og segið mér, hvað klukkan er. Jennie dró úrið upp úr vasa hans og hrökk sam- an undrandi mjög. — En þetta er ekki úrið yðar, hrópaði hún. Hún var orðin skrýtin á svipinn. — Nei, sagði hann. — En þetta er úrið yðar. — Úrið mitt! hrópaði Jennie. — En hve það er dásamlegt. — Finnst yður'það? sagði hann. Hann varð glaður yfir hrifningu hennar. — Þér eigið þetta úr, sagði hann. — Þér eigið að bera það og gætið nú að því að týna því ekki. — En hve þér eruð góður maður. — Nei, sagði hann. En hann hélt utan um hana og þrýsti henni að sér. Hún vafði höndunum um hálsinn á honum og þrýsti vanganum að kinn hans. Hún var mjög hamingjusöm. Það bar dökkan skugga á vináttu þeirra, þegar deilan hófst í þinginu. Brander varð fyrir árásum allra keppinauta sinna, og hann barðist um póli- tíska tilveru sína. Sér til skelfingar komst hann að því, að stórt járnbrautarfélag, sem hafði verið hon- um hliðhollt áður, studdi nú einn af keppinautum hans, sem var áður töluvert hættulegur. Brander öldungaráðsmanni þótti mikið fyrir þessu. Stund- | um fékk hann þunglyndisköst, en stundum bræð- isköst. Það var svo langt síðan hann hafði beðið ósigur. Allt of langt síðan. Um þetta leyti fékk Jennie fyrst að kynnast duttlungum mannanna. í tvær vikur sá hún Bran- der ekki. Svo mætti hún honum eitt kvöld af til- viljun. Hann var þá að ræða við formann flokks- ins, sem hann tilheyrði. Hann heilsaði Jennie mjög kuldalega. Þegar hún barði að dyrum opnaði hann hurðina í hálfa gátt og sagði fremur hranalega: — Ég má ekki vera að því að sinna þessu í kvöld. Þér getið komið aftur á morgun. Jennie hrökklaðist út aftur. Hún vissi ekki, hvað- an á sig stóð veðrið og gat ekki áttað sig á þessari framkoihu. Nú var hann aftur búinn að ná virðu- leik sínum. Hann var seztur í hásæti sitt á ný og milli þeirra var mikið djúp staðfest. Tveim dögum seinna sá hann eftir þessari frunta- legu framkomu, en hann hafði ekki tíma til að tala við hana. Hann háði harða baráttu um þessar mund- ir, og loks beið hann ósigur í þinginu. Hann vant- aði tvö atkvæði. Hann var lamaður yfir þessum ósigri og fékk eitt þunglyndiskastið. Hvað átti hann að gera? Þegar svo var komið fyrir honum, birtist Jennie honum eins og engill af himni sendur. Hún var létt í lund og hress'í bragði. Hann talaði við hana í því skyni að hafa af fyrir sér, en brátt komst hann að raun um, að áhyggjur hans voru að hverfa og hann var farinn að brosa. — Ó, Jennie, sagði hann og talaði við hana, eins og hún væri barn. — Þér eruð ung. Þér eigið það bezta, sem lífið getur boðið. — Er það? — Já, en yður er það ekki Ijóst. Og þér vitið það< ef til vill ekki fyrr en það er orðið of seint. — Ég elska þessa stúlku, hugsaði hpnn eina nótt- ina. — Ég vildi, að hún vildi alltaf vera hjá mér. En örlögin geta stundum verið ofurlítið glettin.. Það barst út um gistihúsið, að hegðun Jennie’s væri ekki sem heppilegust, svo að ekki væri fastar að orði kveðið. Stúlka, sem ber þvott, verður að búast við því, að framkoma hennar sé gagnrýnd,, ef búningur hennar er ekki í samræmi við starf' hennar. Og menn höfðu veitt því athygli, að húm átti gullúr. Ráðskonan skýrði móður hennar frá því„ — Mér fannst rétt að tala um það við yður, sagðf hún. — Fólk er farið að veita því athygli og tala um. það. Það er ekki vert, að þér sendið dóttur yðar með þvottinn til hans. Frú Gerhardt varð svo undrandi og móðguð, að: hún gat engu svarað. Jennie hafði ekki sagt henni frá neinu, því að henni fannst það, sem henni og öld- ungaráðsmanninum hafði farið á milli, ekki í frásög- ur færandi. Móðirin hafði dáðst að úrinu. En henni hafði ekki dottið í hug, að það gæti varpað skugga á. heiður dótturinnar. Á heimleiðinni var hún mjög gröm í skapi, og húrt talaði um þetta við dóttur sína. Jennie gat ekki skilið^ að neitt óheiðarlegt væri við það, þótt hún hefði dvalið hjá öldungaráðsmanninum og talað við hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.