Alþýðublaðið - 21.10.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.10.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 21. OKT. 194« Hver var hlæfa? Kaupið bókina og brosið með! Hver var a@ hlæja? er bik, sem þér þurfiS að eignast. MÁNUDAGUR Næturlæknir er Ólafur Þ. Þor- steinsson, Eiríksgötu 3 9, sími 2255. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-Apóteki. Næturvarzla bifreiða: Aðalstöð- in, sími 1383. ÚTVARPIÐ: 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Lög leikin á bíóorgel. 20.50 EinSön'gur (Herm. Guðm.) 21.10 Útvarpshljómsveitin: a) Dönsk alþýðulög., b) 21.35 Gömul danslög. TJmferðarslys varð s.l. laugardag á Laufásveg- inum. Varð drengur á reiðhjóli fyrir bíl og meiddist mikið á höfði og viðbeinsbrotnaði. Skemmtifund heldur K.R. annað kvöld kl. 8.30 í Oddf ellowhúsinu. Ágæt skemmtiatriði. Aðeins fyrir félags- Forðum í FJosaporti ástandsútgáfan, verður sýnd í kvöld kl. 8.30. Hjónaband. Gefin voru saman í hjónaband hjá lögmanni síðastliðinn laugar- dag Ingunn Kristjánsdóttir og Björn Sigurðsson, Aðalstræti 9. NámskeiÖ í upþeldisfræði og barnasálarfræði í háskólan- um. Þeir kennarar og kennaraefni, sem ætla að taka þátt í námskeiði dr. Símonar Ágústssonar eru beðn- ir að koma til viðtals við kenn- arann í 3 .kennslustofu í háskólan- um á morgun kl. 6. Námskeiðið er ókeypis. Brezka herstjórnin hefir tekið þá ákvörðun, að láta herme.nnina, sem hér eru — hætta að ganga vopnaða á götum úti. Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Valur verður haldinn í kvöld kl. 8 í húsi K. F. U. M. Símablaðið. 4. tbl. yfirstandandi árg'angs er nýkomið út. Efni: Brautryðjandi talsímans, Hálfrar aldar afmæli talsíma á íslandi, Veikindafrí og atvinnumissir og ýmislegt fleira. THORSARAHATTARNIR TOLL- SVIKNIR? , Frh. af 1. síðu. að dulmálslykillinn var týnd- ur, og reyndist ógerningur að hafa uppi á honum. . En um hattana sagði hann, að þeim hefði átt að dreifa meðal hásetanna í því skyni „að kom- ast hjá því að greiða af þeim ío!l“. Dunns hattar eru hinir frsegu Thorsarahattar, sem alkunnugt er, að .þeir Thorsbræður nota til að auðkenna síg frá allri al- þýðu og þeirra á meðal Ólafur Thors, alþingismaður, sjálfur atvinnumálaráðherrann og for- rnaður Sjálfstæðisflokksins. En allir eru þéir eigendur hlutafélagsins Kveldúlfs, hins fræga firma, sem nú rakar sam- an milljóna stríðsgróða jafn- framt því, sem það nýtur skatt- frelsis fyrir opinbera tilstuðlan. Verða ekki slíkir menn að hafa höfuðbúnað við sitt hæfi? Og safnast nú óðum í sjó- mannaskólann. Hið brezka blað kallar þetta „dularfulla hatta“. Hvað myndi það hafa sagt, ef það hefði vit- að, á hverra kollum þeir áttu að státa? Nú er mikið.'ÍJp'áð um heiður þjóðarinnar _sg virðingu út á við, ekki sízt þar sem Bretar eru annars vegar, ef sjálfstæði hennar á aftúr ' áð heimtast' úr höndum þeirra. Er það ekki íhugunarefni í því sambandi, að í Bretlandi þykir það ekki sæma, að ráð- herrar gangi með tollsvikna stjórnarhatta? SAFNAÐARF ULLTRÚAR KOSN- IR Frh. af 1 jsíðu. kosinn Guðmundur Ásbjömssun kaupmaður. Safnaðarl’undur í Nesprestaklalli verður í kvölid kl. 8V2 í Háskól- anum. SAMTAL VIÐ FL'." ’ .ONSSON Frh. af 2. ^íðu. Svíum það ólán að kornuppskera þeirra varð mjög rír í '«haust, en fyrjr framsýni og dugnaö rík- isstjórnarinnar er lanidið þóíenn mjög vel birgt af matvælum og ö’ðrum vistum. Sænska stjörnin hefir gert öfluigar ráðstafanir tii að halda niðri vöruverði og dýr- ííð í landinu, en heldur hmsvegar í horfinu með allar þær nrarg- þættu félajgslegu umbætur, sem hún hefir haft með höndum und- anfarin ár. Nýlega fóru fram kosningar í Svíþjóð og vann Alþýðuflokkiur- inn þár stóran sigUr og var ekki hægt að líta á kosningarnar öðru- vísi en stórkostlega traustsyfirlýs- ingu tii Alþýðuflokksins fyrir hina ágæíu forysíu, sem Iiann hefir haft um stjórn landsins á undanförnum árum. Þaö, sem einkum einkenhdi kosningabaráttuna var einlægur vilji allra flokkanna, nema öfga flokkanna til þess að sameina þjóðina undir merkjum þjóðstjóm arinnar til baráttu á móti allri sundrunga- og eyðiteg’gingarstarf- semi. Mvenp.agteI3(! slysavarna- féí. í Hafnarfirði heldur fund n.k. þríðjudag kl. 8V2 s.d. að Hótel Björninn. , 0 Aríðandi mál á dagskrá. STJÓRNIN. ummrmmmrn^ Farfuglafundiur, fyrir alla ung- mennafélaga hvaðanæfa af lanid- inu, ■ verður haldinn í kaup- þingsalnum þriðjudagskvöldið kl. 81/2- Þar flytur Helgi Hjörvar, ritiiöfundur erindi er hann nafnir: ,(Æskan og framtíðin“. Þar verð- ur ikvæðaupplestur og annar gieð- skapuu. 1 ■ C5AMLA SYSTDMAR VIGIL IN THE NIGHT. Ameríksk stórmynd frá RKO Radio Pictures, gerð eftir hinni víðlesnu skáld- sögu A. J. CRONIN, höf- undar „Borgarvirkis11. Að- alhlutverkin leiéa: Carole Lombard, Amie Shirley og Brian Aherne. Sýnd klukkan 7 og 9. Afiæli sjðsaisa- félagslBs. Sjómannafélag Reykjavíkur heldur 25 ára afmæli sitt há-r tíðlegt á miðvikudaginn kem- ur. Stórt og vandað afmælis- rit kemur út og félagið hefir samsæti með borðhaldi í al- þýðuhúsinu Iðnó. Félagsmenn eru hvattir til að sækja pant- aða aðgöngumiða í skrifstofu félagsins í dag eða á morgun —■ og eins er ennþá hægt að fá nokkra aðgöngumiða, sem enn eru óseldir. . —~ PETSAMOKLÚBBURINN Frh. af 3. síðu. Jónsson, hafði orðið að bregða sér snögga ferð til Akureyrar í gærmorgun, en kom í hófið um 6-léytið og var þá vel fagnað. Samsætinu barst boð frá Stúd- entaráðinu um að skoða Há- skólann. Er ákveðið að Esjufararnir mæti í dag kl. 5,15 við Oddfell- owhúsið. Þaðan verður gengið suður í Háskóla. í hátíðasal Há- skólans verður tekin mynd af öllum. Er mjög áríðandi að allir mæti stundvíslega kl. 5,15 í dag við Oddfellowhúsið. NYJA BIO B Þrjðr kæiSF stilkir (Three smart Girls grow up.) — Ameríksk tal- og söngvakvikmynd frá Uni- versal Film. Aðalhlut- verkið leikur og syngur DEANNA DURBIN. Aðrir leikarar eru: Nan Grey, Helen Parrish og William Lundigan. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. lilllianðaieppii I bnatíspyrnu. MILLILANDAKEPPNI fór fram í knattspyrnu milli Dana og Svía í gær í Kaup- mannahöfn. Áhorfendur voru 42 000 og hafa aldrei verið jafnmargir áhorfendur á millilandakeppni á Norðurlöndum. Jafntefli var, þrjú gegn þremur, en eftir fyrri hálfleik höfðu Danir þrjú mörk, en Sví- ar eitt. Millilandakeppni í tennis milli Dana og Svía fór einnig fram í gær, og unnu Svíar með þrem gegn tveimur. Vorurnar sem yður vantar koitRi altaf fyrst s I dacj fo jóHram vsé yéui* ð]úpa og grnnna ðiska á kr. 1,45 stk. 17. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT Hún minntist ekki heldur á það, hvað gerst hafði í herbergi öldungaráðsmannsins. — Það er hræðilegt, að fólk skuli vera farið að þvaðra um þetta, sagði móðir hennar. Er það satt, að þú hafir dvalið svona lengi í herbergi hans? — Ég veit það ekki, sagði Jennie. Hún hafði sam- vizkubit og fannst hún neydd til að viðurkenna eitt- hvað af sannleikanum. — Ef til vill. — Hann hefir vonandi aldrei talað við þig um annað en það, sem kom þvottinum við? — Nei, svaraði cjóttirin, sem ekki gat fundið, að neitt óhreint væri við það, sém þeim hafði farið á milli. Ef móðirin hefði spurt dótturina betur um við- skipti hennar og öldungaráðsmannsins, hefði hún komizt að fleiru, en hún áleit þess ekki þörf. Henni fannst fólk vera aðtbaknaga góðan dreng, og Jennie hafði verið ofurlítið óvarkár. Fólk þvaðraði um alla hluti og lagði allt út á versta veg. Niðurstaðan varð sú, að hún ákvað að fara sjálf með þvottinn. Næsta mánudag barði hún að dyrum hjá öld- ungaráðsmanninum. Brander, sem átti von á Jennie, varð ofurlítið undrandi. — Hvár er Jennie? spurði hann. Frú Gerhardt hafði vonað, að hann tæki ekki eftir breytingunni, eða áð minnsta kosti hefði ekki orð á því. Hun varð því hvumsa við og vissi ekki, hvað hún átti að segja. Hún horfði íeimnislega á öldunga- ráðsmanninn og sagði sakleysislega: — Flún gat ekki komið í kvöld. — Flún er þó vonandi ekki veik? spurði hann. — Nei. — Það gleður mig, sagði hann ofurlítið þóttalega. — Hvernig líður yður? Frú Gerhardt svaraði þessari vingjarnlegu spurn- ingu, og því næst fór hún. Þegar hún var farin fór hann að hugsa málið, og hann vissi ekki, hvað gat hafa komið fyrir. En þegar Trú Gerhardt kom næsta laugardags- kvöld með þvottinn, þóttist hann viss um, að eitt- hvað væri á seyði. — Hvað er að, frú Gerhardt? spurði hann. — Það hefir þó vonandi ekki komið neitt alvarlegt fyr- ir dóttur yöar? — Nei, sagði hún og vildi ekki blekkja hann. —- En hún er hætt að sækja þvottinn. — Það — það er talað um hana, stamaði móðirin. — Hver talar um hana? spurði hann alvarlegur í bragði. — Fólkið hér í gistihúsinu. — Hvaða fólk? spurði hann ofurlítið gramur. — Ráðskonan. — Ráðskonan? hrópaði hann. — Og hvað segir hún. Móðirin skýrði honum frá því, sem hafði skeð. — Og þetta hefir hún sagt, mælti hánn og var reiður. — Vogar hún sér að blanda sér í málefni mín? Það er einkennilegt, að fólk skuli ekki geta hugsað um sig sjálft og látið vera að hnýsast í einka- mál annarra. Dóttur yðar, frú Gerhardt, er óhætt að koma til mín, henni verður áreiðanlega ekkert mein gert. Og það er ósvífið, að ung stúlka skuli ekki mega koma inn í herbergi mitt hér í gistihús- inu, án þess það sé lagt út á versta veg. En ég skal rannsaka það mál betur. — Ég vona, að þér álítið ekki, að ég hafi komið þessum orðrómi af stað, sagði móðirin. — Ég veit, að yður geðjast vel að Jennie og eruð alúðlegur við hana. Þér hafið gert svo mikið fyrir hana og okkur öll, herra Brander, og ég blygðast mín fyrir að hafa orðið að grípa til þessara ráðstafana. — Það var skynsamlegt af yður, frú Gerhardt, þér hafið hegðað yður eins og yður bar að gera. Þér eigið engar ásakanir skilið. En ég skal þagga niður þennan orðasveim hér í gistihúsinu. Frú Gerhardt var föl af skelfingu. Hún áleit, að hún hefði móðgað þennan virðulega mann mjög. Henni bauð við öllum hneykslissögum- i — Ég áleit réttast að segja yður frá þessu, sagði hún að lokum. — Það var líka rétt af yður, sagði hann. — Mér geðjast mjög vel að Jennie. Mér hefir þótt vænt um, að hún hefir litið snöggvast inn til mín stöku sinnum. Og ég hefi haft í hyggju að hjálpa henni áleiðis. En fyrst svona er, þá er bezt, að hún komi ekki hingað fyrst um sinn. Sama kvöld sat öldungaráðsmaðurinn í djúpa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.