Alþýðublaðið - 19.11.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.11.1940, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÖV. 1940 ALÞYBUBLABIB m ’ MSUHiiIl Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Aígreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau A I.ÞÝÐUPR E.N TSMIÐJ AN Siefir s|nt vilja sinn. BLÖÐ SjálfstæÖisfl.okksins hafa í seinni tíð oft talað Um vönttm á lýðræði og jafn- rétti í Alþýðusambandinu. Þau hafa ráðizt á þá skipulagslegu einingu, sepi þar hefir hingað til verið milli síéttarfélaga verkia- lýðsins og Alþýðuflokksiins pg fyrst og fremst hefir komið fram í því ákvæði Alþýðuisambands- laganna, að engir aðrir en Al- þýðuflokksmenn gætu átt sæti á Alþýðusambandsþingi, en af því ákvæði hefir hinsvegar leitt, að engir aðrir en Alþýðuflokksmenn hafa heldur átt sæti í Alþýðu- sambandsstjórn. Þetía skipulag hafa blöð Sjálfstæðisflokksins stimplað sem einræði Alþýðu- flokksins í Alþýðusambandiniu. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekTki vílað fyrir sér að tafca böndum saman við kommúnista í verka- lýðsfélögunum til þess að berjast gegn því. Allir þekkja árang- urinn af því bandalagi. Mörg verkalýðsfélög, þar á meðal sum þeirra stærstu, hafa fyrir sam- eiginlegan tilverknað Sjálfstæðis- manna og kommúnista sagt sig úr Alþýðusambandinu á siðustu tveimur árum og standa þar af leiðandi nú fyrir utan allsherjar- samtök verkalýðsins. Það þarf ekki að eyða mörg- um orðum að því, hvílíkt afhroð verkalýðurinn hefði goldið fyrir þetta sundrungarstarf Sjálfstæð- ismanna og kommúnista, ef verka lýðsfélögin hefðu undanfarið þurft að standa i harðvítiugum launadeilum. En eins og kunnugt er hefir kaup verkamanna verið lögbundið í meira en hálft anuað ár og engar launadeilur því átt sér stað. Nú falla kaupgjaldsákvæði gengislaganná hinsvegar úr gildi (um nýjlár í vetur og svo að segja öll verkalýðsfélög hafa þegar sagt Upp samningum við atvinnurek- endur með það fyrir augum, að lcnýja fram sömu hækkun á kaupi, meðlima sinma og orðin er á verði allra lífs'nauðsynja, bæði erlendra og innlendra. Al- drei hefir verkalýðsfélögunum því riðið meira á því, að standasam- an, en einmitt nú. Því að engum getur blandast liugur um það, að sterk og örjúfanleg eining verkalýðsfélaganna er aðalskilyrð ið fyrir því, að verkamenn fái þá kauphækkun við samningana í vetur, sem þeir eiga siðferðis- lega kröfu til og naUÖsynleg er ,til þess að þeir geti lifað við þá dýrtíð, sem nú er í landinu. Alþýðusambandsþingið, sem nú situr, hefir sýnt, að Alþýðu- flokkurinn er reiðubúinn til þess, að gera allt, sem í hans valdi stendur til að skapa þá einingu* sem verkalýðurinn þarf, umfram allt annað, á að halidia í þeim launadeilum, sem nú faria í hönd. Alþýðuflokkurinn hefir nú með þeim skipulagsbreytingu, sem samþykkt var á Alþýðusambands- þinginu, rutt úr vegi öllUm þeim hmdrunium, sem andstæðingar hans, Sjiálfstæðismenn og komrn- únistar, hafa hingað til taliðvera á því, að verkalýðsfélögin „ætu 611 sameinast í Alþýðusambiand- inu. Alger skipulagslegur aðskiln- aður hefir verlð gerður milli AI- þýðuflokksins og Alþýðusam- _ bandsins, Alþýðusambandið gert að hreinu fagsambandi, skipuðu stéttarfélögum verkalýðsins ein- um, og allir fullgildir meðlimir þeirra fengið jafnan rétt til kjör,- gengis á Alþýðusambandsþingog sæíis í Alþýðusambandsstjórn, hvaða stjórnmálaflokki, sem þeir tilheyra. Betur getiur Alþýðuflokkurinn ekki sýnt sinn góða vilja til þess að sameina 611 verkalýðsfélögin í Alþýðusambandmu undir þau átök um kaupgjaldið í landinu, sem nú eru að hefjast. En eftir er að sjá vilja hinna og alvöruna í þeim orðym þeirra undanfariö, pö þeim gengi ekkert annað en umhyggja fyrir lýðræðinlu o.g jafn réttinU innan Alþýðusambandsins til, í baráttunni, sem þeir hafa hingað til háð gegn því. Nú er ekki lengur því til að dreifa, að efcki ríki fyllsta lýðræði og jafnrétti í Alþýðusambanidinu. Sýni nú Sjálfstæðismenn og kommúnistar, að þeir hafi meint það, sem þeir sögðu. Þá ætti ekki að líða á löngu, þangað til þau verkalýðsfélög', sem nú standa ut- an Alþýðusambamdsins, eru kom- fin inn í raðir þess á ný, þannig að verkalýðsfélögin geti komið fram sem sterk og órjúfandi heild í þeim þýðingarmiklU launadeilum, sem nú er fram undan fyrir þau. Heilhveiti, Ömalað hveiti, Soyabaueir, Hrísgr|ón með hýði Briíear haanlr, irnor ökaupíélaqiá Geymsla Reiðhjól tekin til geymslu. Sækjum. ÖRNINN. Símar 4161 og 4661. ÞJÓÐVINAFÉLAGIÐ er ein þeirra stofinana, sem ís- lenzka þjóðin hefir tekið tryggð og ástföstri við. Hún ætti örðugt með að vera Andvaralaus og Al- manakslaus. Þessi tvö rit hafa fcomið út ár eftir ár, áratug eftir áratug, í nokkurn veginn sama forminU' og með svipaðri efnis- niðurskipun. Á hverju ári hafa menn lesið ævisögu erlendra af- reksmanna í Almianiakinu og ævi- ágrip íslenzkra merkismanna í Andvara, skrá um helztiu atburði ársins í AlmanakinU og greinar um náttúrU íslands í Andvara. Þessu efnisvali og niðurskipiun enr lesendur orðnir svo vanir, að óvinsælt mundi verða að breyta því. Ýmsir höfðu dálitla ótrú á því er hið aldraða Þjóðvinafélag fgekk í éina sæng með hinu Unga og umbrotagjarna Menntamála- ráði, héldu að aldursmunur væri of mikill til þess að sá ráðahag- ur gæti blessast. En nú hafá menn róazt, því að Þjóðvinafé- lagsbækurnar éru nú komnar út, svipaðar útlits og áður, þótt það séu að mestU' nýir menn, sem þar láta ljós sín skína. Það er venjan að forystugrein Andvara fjalli um nýlátna af- reksmenn íslenzka. í þessu tíma- riti er því að finna verðmætar heimildir að íslenzkri persónu- sögu, enda eru það oftast þiaul- kuunugir samtímamenn, sem rita þessar greinar. Að þessu sinni er forystiugrein Andvara um Jón Baldvinsson, forseta Alþýðusambands Islands, og hefir Sigurður forstjóri Jómas- son ritað hana. Greinin er skrifuð af einlægri hlýju og virðingu í garð hins látna framherja al- þýðusamtakanna, og gamlir sam- starfsmenn Jóns Baldvinssouar hafa tjáð mér, að hér væri rétt frá skýrt. En greinin er mjög stutt, aðeins 17 blaðsíður. Jóni Baldvinssyni, persónu hans og ævistarfi, verður með engu móti lýst til nokkurrar hlítar í svo stuttu máli. Enda drepur Sig- urður Jónasson aðeins á höfuð- idrætti í sögu Jóns, og má svo teljast að honum hafi vel tekizt. En fylgismönuum og flokksmönn- Um Jóns Baldvi'nssonar verður að vera það ljóst, að sögu hans eru ekki gerð næg skil með einni Andvaragrein, þótt hans sé þar fallega minnzt.' Minning hans og starf á það skilið að úm hiann verði síðar rituð- glögg og ýt- arleg ævisaga. í Þjóðvinafélagsbölcunum her að þessu sinni langmest á ein'um höfuudi. En það el hirtn nýi for- maður félagsins, Jóinas Jönsson frá Hriflu. Skrifar hann þrjár greinar, tvær í Amdvara, einia í Almanakið. Er sú síöastnefnda merkilegust og heitir Valdamenn á Islandi 1877—1940. Er þetta í stómm idráttum stjórnmálasaga landsins á sama tima. Höf. lýsir 1 andshöfðingjium og forsætisráð- herruin á íslairdi, í fáeinum orð- ium hverjum. Það getur leikið á tveirn tungum hvort heiti grein- arinnar sé heppilegt, því að marg i? hafa verið valdamenn á ís- landi umfram þá, sem hér er lýst. Munu t. d. margir telja greinarhöfunidinn valdameiri mann um tíma en suma ráðherr- ana, sem nefndir eru í greiminni, enda þótt ekki hafi hann verið ráðuneytisformaður. En greinin er skemmtileg, þótt engar nýjlungar (sé í henni að finna, aðgengileg og alþýðleg undirstöðuffræðsla um helztu dráttu í stjórnmála- sögu síðari ára. Bjöm Sigfússon mag. art. hefir sem fyrr tekið saman Árbókina, og er hún furðui ýtarleg, en Jón Magnúsaon, fil. can-d., skrifar um H. G. Wells og Tanner. í Andvara eru auk greinarinnar um Jón Baldvinsson ritgerð eftir Bjarna Benediktsson, settan borg- arstjóra: Sjálfstiæði fslands og atburðirnir vorið 1940. Jónas Jónsson skrifar um hína nýjiu bóbaútgáfu og hefir flest í þeirri grein sézt áður. Jóhann læknir Sæmundsson skrifar um næring- arþörf manna, en Björn Guð- finnsson ritar um tilræði viið ís- lenzbt mál og fær Vikuritið, vesa- lingur, þar ægilega útireið, enda virðast slíkar þýðingar, semBjöm vitnar í, eiga það eitt skilið, að þeim sé tortímt án dóms og laga. Náttúrufræðigrein er að þessu isinni engiín, í Anidvara, en e. t. v. X>OOÖOOOOOOOC lUlrófnr afbragðs góðar. Eyrarbakkakartöflur. Harðfiskur. Riklingur. Ostar. — Smjör. Asvallagötu 1. Sími 1678 Sími 3570. >DOOOOOOOOOO^C má líta svo á, að J. J. sé í grein sinni um rannsóknarnefnd rðcisins að boða nýjan greinaflokk um ís- lenzka náttúru. Andvara lýkur á fróðlegri grein um Finnland eftir Baldvin Bjarnason, sagnfræði- neraa. : ; j : ( ! v f ! 1 ritnefnd Þjóðvinafélagsins eru fjórir prýðilega ritfærir menn. Sízt mundi það hafa spillt fyrir Andvara og Almanaki, ef þeir hefðu látið ljós sitt skína á fleiri blaðsíðum en raun ber vitni um. R. Jöh. Kjörskrá til prestskosningar í Laugarnesprestakalli liggur frammi safnaðarmönnum til sýnis í Barnaskól- anum við Reykjaveg (Laugarnesskóla) frá 19.— 25. þ. mán., að báðum dögum meðtöldum, kl. 10 —12 og 13—17. Kærur um að einhver sé vantalinn eða oftalinn á skránni sendist til oddvita sóknarnefndar, Jóns Ólafssonar, Laugarnesvegi 61, fyrir 3. des. n.k. 18. nóvember 1940. SÓKNARNEFNDIN. Alrikisstefnan eftir INGVAR SIGURÐSSON, Það er litlum vafa undirorpið, að lífshamingja margra manna og þjóða, er undir því komin, að hafin sé sterk, markviss, stjórnarfarsleg barátta fyrir kærleikamim meðal mannanna. Því að því meir, sem áhrifa kærleik- ans gætir í stjórnarfari mannkynsins, því minna verður hið stjórnarfarslega vald eigingirninnar og grimdarinn- ar í heiminum. En það er einmitt þetta takmarkalausa, stjórnarfarslega vald eigingirninnar og grimdarinnar i heiminum, sem skapar mannkyninu meiri bölvun, en a!!t annacþ því að það hindrar raunverulegá alla kær- leiksþroskun mannkýnsins og allt stjómarfarslegt á- hrifavald kærleikans í þessum heimi. A. S. A. S. E. Félag afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkurútsölubúðum í Oddfellow iippi aimað kvöld klukkae 8,3ð FssMslai*efiil8 Samraiisgaii'isis1 l£@slia sas£nslmgasi©ffficl* ÍÍiMssir mál Áríðandi að félagskonur mæti. Stjórnin. . I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.